Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 12
u ■ ú er búið að senda Alþingi heim í langt sumarfrí. Mál sem margir héldu að yrði á dagskrá „gleymdist", en það var endurmats- skýrsla bankamálaráðherrans, Jóns Sigurðssonar, skýrslan um Útvegsbanka Islands og uppgjör hans við fortíðina. Eru margir þing- manna hissa á því að þetta mál skuli ekki hafa komið til umræðu á Al- þingi, svo umfangsmikið sem það er í peningum metið. Þar fyrir utan snertir það tvo þingmenn sem sitja á Alþingi, þá Albert Guðmunds- son, fyrrum formann bankaráðs Út- vegsbankans, og Jóhann Ein- varðsson alþingismann, en ekki er óhugsandi að þeir vildu láta i sér heyra um endurmatið á bankanum, enda voru þeir kjörnir í bankaráð af Alþingi. . . l tímaritinu Mannlífi, sem kemur út á næstu dögum, ku vera ákaflega forvitnilegt viötal við fyrrverandi fangavörð, Hlyn Þór Magnússon. Hlynur þessi hóf störf sem fanga- vörður um miðjan áttunda áratug- inn og var m.a. einn þeirra sem gættu gæsluvarðhaldsfanga í Geir- finnsmálinu illræmda. Eftir því sem HP heyrir dregur Hlynur hvergi neitt undan í samtali sínu við Mann- líf, segir frá lyfjagjöfum sem beitt var til að gera fangana samvinnu- þýðari, viðurkennir að fangarnir hafi verið settir í svokallaða „strekkingu“, þar sem þeir voru járnaðir á höndum og fótum og látn- ir liggja allir teygðir um langan tíma. Segir frá hvernig fangavörð- um var innrætt að spila á veikleika fanganna, t.d. vatnshræðslu Sævars Ciecielski með því að hóta honum í sífellu að drekkja honum í vaskafati. Eftir því sem Hlynur segir var höfði viui; h ‘ 5>t Frá því að Victor VPC kom á markaðinn hefur hún verið mest selda einmenningstölvan á ísl- andi. Á tímabilinu frá ágúst 1986 til ágúst 1987 hafa hátt á þriðja þúsund Victor tölvur verið teknar í notkun hér á landi. Það segir meira en flest orð um vinsældir, ágæti og fjölhæfni Victor tölvanna. einwennmgs- nú fáanleg með byltingar kenndri nýjung! Victor VPC III er nýjasta einmenningstölvan í Victor fjölskyldunni. Hún er AT samhæfð og hentar því vel fyrirtækjum og stofnun- um. VPC III er með byltingarkenndri nýjung sem felur í sér möguleika á 30 mb færanlegum viðbótardiski, svokölluðum ADD-PACK, sem smellt er í tölvuna með einu handtaki. Sér- lega hagkvæmt við afritatöku og þegar færa þarf upplýsingar á milli tölva, s.s. fyrir endurskoðendur o.þ.h. Einnig fáanleg með 60 mb hörðum diski (samtals 90 mb með ADD-PACK). Victor tölvurnar eru nú í notkun í öll- um greinum atvinnulífsins og reynast einstaklega vel við erfiðar aðstæður. Helstu ástæður vinsældanna eru án efa afkastageta, stærra vinnslu- og geymsluminni, falleg hönnun, hag- stætt verð og síðast en ekki síst góð þjónusta. Bilanatíðnin er einhver sú lægsta sem þekkist, þrátt fyrir að Victor hafi rutt brautina með fjölmarg- ar nýjungar. Og nú fylgir MS-Windows Write & Paint forritið öllum Victor tölvum sem eru með harðan disk. Þrjár gerðir Victor einmenningstölva eru nú fáanlegar: Victor VPC Ile, Victor V 286 og Victor VPCIII. Victor þjónar stofnunum og fyrirtækj- um í iðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði, verslun, þjónustu sem og mennta- stofnunum, námsmönnum og ein- staklingum. Victor getur örugglega orðið þér að liði líka. Athugaðu málið og kynntu þér Victor örl ítið betur - þú verður ekki svikinn af því! O) =3 03 VICT* R EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 Sævars síðan dýft í fullt fat af vatni til að brjóta hann niður. Sömuleiðis segir Hlynur frá því þegar föngum voru borin upplogin skilaboð og til- tekur meðal annars að Einari Bollasyni hafi verið færð þau skila- boð frá konu hans að það væri best fyrir hann að játa, hún væri bú- in að segja allt af létta. Eins og fólki er vafalaust í fersku minni kom Einar aldrei nærri þessi máli að öðru leyti en að vera hnepptur sak- laus í gæsluvarðhald og látinn dúsa þar meðan lögreglan fann það út að sakir sem á hann voru bornar voru tilbúningur. Þetta er í fyrsta skipti sem innanbúðarmaður í Síðumúla- fangelsinu frá þessum tíma segir frá því sem þar gerðist, en á meðan á rannsókn Geirfinnsmálsins stóð komst hvað eftir annað sá kvittur á kreik að föngum væri sýnt harðræði innan veggja fangelsins. Eftir því sem Hlynur segir var Síðumúla- fangelsið líkast apóteki á þessum tíma og læknir kom á morgnana til að skrifa upp hvaða lyf ætti að færa föngum yfir daginn. — Viðtal þetta ku bera yfirskriftina Galdrafár og ofsóknir, en þetta dularfyllsta sakamál aldarinnar á íslandi tekur sífellt á sig fleiri og jafnframt ógeö- felldari myndir. . . u ppeldisstöð utanrikis- ráðuneytisins fyrir nýja starfs- menn er fjölmiðlar, einkum erlend- ar fréttadeildir. Nú síðast hefur Guðni Bragason, margreyndur fréttamaður erlendra frétta á sjón- varpinu, verið ráðinn til utanríkis- ráðuneytisins. Hann er fjórði frétta- maðurinn sem hverfur til starfa á þessum vettvangi. Sturla Sigur- jónsson, Stefán M. Stefánsson og Albert Jónsson stigu allir þetta skref á undan Guðna Bragasyni . . . 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.