Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 35
* * •- » M » M 1 % S s s « * ♦ 4 * * * ♦ * «j < i* M H í t ‘ m i » » i i FRETTAPOSTUR * « '« * ♦ * « < Alþingistíðindi Þinglausnir voru i gær, miðvikudag. Síðustu daga þings- ins voru miklar annir eins og venja er til og urðu mörg gömul deilumál að lögum. Fyrst skal bjórfrumvarpið nefnt. Frá og með 1. mars 1989 verður leyft að selja áfengan bjór hér á landi. Hann verður einungis seldur í ÁTVR og veitinga- húsum. Frumvarp menntamálaráðherra um framhalds- skóla varð að lögum á mánudagskvöldið og er þá komin á samræmd löggjöf í þessum efnum. Frumvarp um kaup- leiguíbúðir, sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra lagði mikla áherslu á, varð einnig að lögum. Lög sem veita ríkisendurskoðun víðtækari skoðunarheimildir en nú er voru samþykkt. Frumvarp um virðisaukaskatt var sam- þykkt sem lög frá Alþingi á þriðjudagskvöld. Þar sem frum- varpið var kýlt í gegn verður skipuð milliþinganefnd til að gera tillögur til breytinga á lögunum næsta haust, ef þurfa þykir. Alþingi samþykkti einnig viðskiptabann á Suður- Afríku og Namibiu þetta kvöld. Að lokum má geta breytinga á umferðarlögunum sem fela í sér að fastnúmerakerfi verð- ur tekið upp við skráningu bifreiða og Bifreiðaeftirliti ríkis- ins verður breytt í hlutafélag. Lögreglan kærð Lögð hefur verið fram kæra á hendur lögreglunni i Reykjavík vegna atburðar sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags. Málsatvik eru þau að maður á leið í vinnuna, farþegi í leigubíl, lenti i orðaskiptum við lögregluna er bíll- inn var stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Endirinn var sá að maðurinn var fluttur á lögreglustöð í járnum. Hann sakar lögregluþjón um að hafa beitt sig harðræði, lamið sig og bar- ið. Maðurinn ber þess merki að hafa fengið fantalega með- ferð. Málið hefur verið sent Rannsóknarlögreglu ríkisins til rannsóknar. Aðilar eru mjög ósammála um málsatvik. PRÉTTAPUNKTAR • Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var haldinn í síðustu viku. í ályktun fundarins segir að leiðrétt- ing á gengi íslensku krónunnar sé óhjákvæmileg og frekari aðgerða sé þörf til þess að ávinningur gengisfellingarinnar haldist innan sjávarútvegsins. Stjórn SH var endurkjörin á fundinum. • Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík hófst á mið- nætti aðfaranætur laugardags. Framleiðsla álverksmiðj- unnar stöðvast þó ekki fyrr en eftir tvær vikur ef ekki semst, vegna þess að straumur verður minnkaður jafnt og þétt til verksmiðjunnar til þess að valda ekki tjóni á fram- leiðslutækjum. Sáttafundi í deilunni lauk á mánudag án árangurs og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Starfs- mannastjóri ÍSAL sagði að tap fyrirtækisins myndi nema hundruðum milljóna ef starfsemi stöðvaðist. • Ragnar Júlíusson, stjórnarformaður Granda, hefur ákveðið að fara þess á leit við Granda hf. að hann fái að kaupa Saab 9000 turbo-bifreið þá sem hann hafði til frjálsra afnota frá fyrirtækinu. • Eftir flugslys við Hawaii, þar sem þak rifnaði af Boeing- þotu, voru allar sams konar þotur kallaðar inn til rannókn- ar. Flugvél Arnarflugs, sem er af þessari tegund, gekkst undir málmpróf og reyndist ekkert athugavert við hana. • Byggingarleyfi fyrir ráðhús við Tjörnina var endanlega staðfest í borgarstjórn síðastliðið fimmtudagskvöld. Snarp- ar umræður urðu i borgarstjórn um málið og sökuðu full- trúar minnihlutans Davíð Oddsson borgarstjóra um vald- níðslu. • Vorið kemur seint um allt land og gróður er rétt að byrja að taka við sér. Rigningar undanfarinna daga hafa þó haft góð áhrif á gróðurinn. Líklegt er að gefa þurfi fé fram yfir sauðburð. • Grípa verður til víðtækra lokana á sjúkradeildum í sum- ar vegna skorts á starfsfólki til afleysinga, hjúkrunarfræð- ingum og sjúkraliðum. Útlit er fyrir að erfiðara verði að manna spítalana en nokkru sinni fyrr og rýma verði þriðj- ungi fleiri sjúkrarúm en í fyrra. Ástæður þess að ekki fæst fólk í þessi störf eru óánægja með launakjör og einnig lengri námstími og auknar kröfur á þeim vettvangi. • Plata hljómsveitarinnar Sykurmolanna, „Life’s too Good“, fór beint í 14. sæti breska breiðskífulistans þegar hún kom út í síðustu viku. Þessa vikuna lækkaði hún sig um helming og rúmlega það, fór i 29. sæti breska listans. • Niðurstöður kannanna Hafrannsóknastofnunar benda til þess að tveir yngstu árgangar þorskstofnsins séu langt undir meðaltali. Þorskárgangarnir frá ’86 og '87 eru mjög slakir og munu aldrei geta orðið uppistaða í í þorskaflanum. Stofnstærð ýmissa annarra fiskstofna, svo sem ýsu og karfa, virðist hafa minnkað milli ára. • Um 350 þúsund krónum var stolið frá versluninni Hag- kaup í síðustu viku. Mest af þessum fjármunum var ávísan- ir og krítarkortamiðar en um 60 þúsund af upphæðinni voru í peningum. Poki með fjármununum kom ekki fram við uppgjör á skrifstofu félagsins. Málið er í rannsókn hjá RLR en enginn hefur verið handtekinn i tengslum við það. • Forstöðumaður upplýsingaskrifstofu Frelsissamtaka Palestínumanna í Stokkhólmi, dr. Eugene Makhlouf, hefur boðið Steingrími Hermannssyni utanríkisráðherra til við- ræðna við æðstu menn frelsissamtakanna. Makhlouf ræddi við Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í fjarveru utanríkisráðherra. Halldór sagði eftir fundinn að utan- ríkisráðherra myndi meta þetta boð og að það yrði rætt í ríkisstjórn. • Vesturbæjarfélagið KR varð Reykjavíkurmeistari í knatt- spyrnu á sunnudagskvöldið er það sigraði Fram í úrslitaleik á gervigrasvellinum í Laugardal með tveimur mörkum gegn engu. Pétur Pétursson skoraði bæði mörk KR-inga, það fyrra eftir stungusendingu inn fyrir vörn Frammara og það síðara með skalla eftir hornspyrnu. Þetta var fyrsti meist- aratitill KR í áratug. * ING NÝ SENDING AF LEÐURSÓFASETTUM OG HORNSÓFUM Verð mjög hagstætt & BORG/J/í húsgöqnl Hreyfilshúsinu á horni Grensásvegar og Miklubrautar. Simi 686070.1 Omeqa símkerfin - l\lý sendinq á leiðinni Frá fyrirtækinu Iwatzu 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. Án aukabúnaðar hafa símkerfin eftirfarandi möguleika Innbyggð klukka, dagatal, reiknivél og tímamæling símtals. Kallkerfi. Hópkall i kallkerfi. Fundarsimi. (Fleiri en tveir geta talað I einu). Flutningar simtala á milli sfma. Númeraminni bæði í simstöð og einstökum sima. Rafhlöður sem halda straumi á kerfinu þótt rafmagn fari af. Næturstilling á bæjarlinum. Tónlist á meðan beðið er. Hringir i öðru (völdu) númeri ef ekki er svarað. Hægt er að kalla í hátalara sima þótt hann sé á tali. Endurval á siðasta númeri. Gaumhringing til að minna á t.d. fund. Einkallnur. Ýmsar lokanir fyrir t.d. ianglinu og útlöndum. Stillingar á innkomandi hringingum i valda sima. Hægt er að skilja eftir ýms skilaboð i simum. Þeíta eru einungis fáar aðgerðir sem kerfið býður upp á og það án nokkurs aukabúnaðar og á lægra verði en önnur ófullkomnari kerfi á markaðnum. Georg Ámundason & Co. Suðurlandsbraut 6, sími 681180 og 687820. HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.