Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 23
listahátíð 1988 Black Ballet Jazz Saga dansins í Bandaríkjunum í 200 ár Dagskrá listahálídar ueröur fjöl- breytt nú sem ádur. Frá Bandaríkj- unum kemur sautján manna dans- hópur sem kallar sig Black Jazz Ballet ásamt söngkonunni Trinu Parks. Jazzhópurinn mun sýna sögu dansins í Bandaríkjunum í 200 ár, allt frá afríkönskum trumbu- slœtti og ritúölum til breikdans og annarra nútímadansa. Markmid hópsins er ad vardveita sögu dans- ins og í sýningu hans kemur skýrt í Ijós hversu mikil áhrif menning svartra hefur haft á dansinn í Bandaríkjunum. I sýningunni renna saman afrískir dansar, evrópskir þjóðdansar og bandarískir sveita- dansar. Black Ballet Jazz hefur starfað í þrjú ár og ferðast með þessa sýn- ingu um Bandaríkin, Evrópu og Mið-Austurlönd. Hópurinn hefur einnig komið fram á listahátíðum í Edinborg, Aþenu, Sofiu og Varna í Búlgaríu og Belgrad og Ljubljana í Júgóslavíu. Fjórða til nítjánda júní næstkomandi verða þau surtisé gestir Listahátíðar í Reykjavík. Black Ballet Jazz-hópurinn hefur verið styrktur af America’s National Endowment of the Arts og útnefnd- ur sem menningarlegur sendiherra Los Angeles-borgar, en þar er hóp- urinn upprunninn. Stjórnandi hópsins og hönnuður sýningarinnar (kóreógrafer) er steppdansarinn Chester Whitmore, en meðal kennara hans var stepp- dansarinn frægi Fayard Nicholas. Chester Whitmore lærði einnig ballett, kóreógrafíu og nútímadans og hefur fengið verðlaunin Los Angeles Dance Alliance Award fyrir kóreógrafíu. Hann hefur tekið þátt í uppfærslum söngleikja og komið fram í kvikmyndum. Hann hefur einnig haldið fyrirlestra um dans- hefðir svertingja við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum. Með Black Ballet Jazz tekst honum að miðla þekk- ingu sinni á dansi svertingja um víða veröld. Aðalsöngkona Black Ballet Jazz er Trina Parks. Hún hóf feril sinn kornung að árum og hefur komið fram sem söngkona, dansari, kóreó- grafer og leikkona, á tónleikum, í kvikmyndum og sjónvarpi. Einhver man kannski eftir henni í karateein- vígi neðansjávar við James Bond núll núll sjö í myndinni Diamonds are Forever. Kannski ekki. ,,Sama hvað þú ert að gera, drull- aðu þér af stað og grátbiddu um miða, fáðu hann lánaðan eða steldu honum. Ef þú missir af þessari sýn- ingu muntu sjá eftir því alla ævi." Þetta eru ein af lofsamlegri ummæl- um sem Black Ballet Jazz-hópurinn hefur fengið víða um heim. Sýning- unni er skipt niður í hluta sem hver hefur á sér yfirbragð ákveðins tíma og áherslan er á dansa þess tímabils. Hlutarnir tengjast síðan og mynda heild eftir því sem sagan er rakin. Meðal nafna á köflum eru Congo Square, New Orleans, Cake Walk (kökulabb), Down South Camp Meeting (Tjaldbúðasamkoma í suðr- inu), Spiritual danses (Dansar and- ans), Spiritual Songs (Söngvar and- ans), Cotton Club era, sem er frægt tímabil millistríðsáranna, kreppa og áfengisbannár þegar jazzbúllurnar í New Orleans urðu að menningar- miðstöðvum sem dreifðu áhrifum um öll Bandaríkin og með stríðinu út um allan heim. I Cotton Club kemur tónlist Counts Basie og Dukes Ellington mikið við sögu. Þarna eru líka öll afbrigði götu- dansa sem sést hafa á þessari öld. ,,Það sem hefur verið dansað í Ameríku, það er í sýningu Black Jazz Ballet," segja önnur ummæli um sýninguna. Dansinn Congo Square, New Orleans segir frá áhyggjum yfir- valda 1817 af vaxandi tilhneiging- um til töfratrúar með tilheyrandi mannsöfnuðum þræla, — söngvar þeirra og dansar. Gefin voru út lög sem bönnuðu dans nema á sunnu- dögum og var refsingin 10 til 25 vandarhögg eftir atvikum. Dansinn „Take This Hammer" (taktu þennan hamar) segir frá röð- um fanga sem hlekkjaðir voru sam- an á fótunum, umkringdir vopnuð- um vörðum og svartir í meirihluta. Þetta var algeng sjón á hliðarþjóð- vegum í suðurríkjum Bandaríkj- anna langt fram eftir þessari öld. Fangar á leið í grjóthöggsvinnu, vegagerð og annað þrælapuð. I steikjandi hita sólarinnar varð til göngutaktur meðal fanganna og þeir tóku að syngja drauma sína um frelsi og flótta. ,,Taktu þennan ham- ar og berðu hann til varðstjórans... segðu honum að ég sé farinn..." Þegar nær dregur samtíma okkar verður jazzinn meira áberandi og síðar swing, boogie, tapp, rokk, popp og breik. Sýningin er fjörug og kraftmikil og hæfileikar dansaranna, fimi og út- hald hafa hvarvetna vakið athygli. Chester Whitmore: ,,Fæst fólk hefur hugmynd um áhrif svartra á bandarískan dans og enginn kennir þessa dansa í skólum. Það eina sem hægt er að læra eru afrískir þjóð- dansar. Þessi sýning á að sýna styrk- leika og áhrif svartrar danslistar og hvernig hún sameinast hvítri dans- hefð, á svipaðan hátt og tónlist svartra hefur sameinast tónlist hvítra og skapað sameiginlega menningu kynþáttanna. Sagan end- urspeglast í dansinum, hann er eins og tónlistin, alþjóðlegt tungumál sem allir skilja." FÞ lÍMANNA TÁKN Ostakúpa, eða pálmabæli. Fíkjutré með pálmann í höndunum Það hlýnar. Trén bruma. Sumarið er á leiðinni og náttúran fer að líkjast útvarpspistli. En gróður sem grænkar á vorin og breytir um lit á haustin er ekki lengur í tísku. Bráðum munu íbú- ar höfuðborgarinnar una sér milli trjáa sem fylgja ekki árstíð- um. Deyi birki og víðir! Lifi fíkju- tré og pálmar! Fyrir ári var Leifsstöð opnuð. Fíkjutré, pálmar, hitabeltisgróð- ur. í ágúst var Kringlan opnuð. Fíkjutré, pálmar, hitabeltisgróð- ur. Stefnt er að því að byggja glerþak yfir Austurstræti og Laugaveg þannig að fólki geti fundist það vera í Kaliforníu í miðborg Reykjavíkur. Farfuglarnir sem eftir verða munu tapa áttum þegar þeir koma á Tjörnina og við þeim blasir gróðurinn sem þeir voru að yfirgefa bak við rúður ráð- hússins. Það er byrjað að byggja skopparakringluna í Öskjuhlíð- inni. Undir veitingahúsinu verð- ur „Vetrargarður". Fíkjutré, pálmar, hitabeltisgróður. Mér hefur alltaf líkað veörátt- an á íslandi. Einfaldlega vegna þess að það hentar líkama mín- um, eins og termóstat mitt hafi verið stillt á íslenskt loftslag. Alltaf þegar ég sný aftur til ís- lands eftir sumarfrí bíða mín bæði áfall og gleði. Áfallið er að lesa Morgunblaðið í flugvélinni CTiminn og Þjóðviljinn eru alltaf búin þegar flugfreyjan kemur til min með blöðin). Gleðin er að anda að mérfersku íslensku lofti við komuna. Þetta hreina loft er áreiðanlega það besta sem is- land hefur upp á að bjóða, auð- vitað ásamt vatninu, en ég hef alltaf verið meira fyrir vín en vatn. í fyrra var mér boðið ásamt öðrum fréttariturum að skoða Leifsstöð áður en hún var opnuð. Við fengum pilsner á eftir. Já, ég get játað það núna að ég tók einnig þátt í sullinu. Okkur var sagt að stærsti kostur nýju stöðvarinnar væri að farþegar í millilendingu þyrftu ekki að anda að sér íslensku útilofti. Ég náði vart andanum þegar ég heyrði þetta. Mér finnst dapurlegt að það eru bara skrítnir fuglar og ÉG á Laugavegi og Austurstræti á laugardögum á meðan þúsundir eyða 200 kr. í bensín til þess að spara 50 kr. í Hagkaup í Kringl- unni. Maður verður að takast á við veðráttuna. Því minna sem mað- ur fæst við hana þeim mun erfið- ari finnst okkur hún. Öll þessi pálmabæli hjálpa okkur ekki að þola veðráttuna heldur gera hana illþolandi. íslensk tré eru mjög falleg en almenningsgarðar í Reykjavík eru mjög Ijótir. Klambratúnið er steingelt og Laugardalurinn er eins og illa meðhöndlaður holdsveikisjúklingur. Auk þess eru fíkjutré og pálm- ar eymdarleg. Þau minna mig alltaf á ísbjörn í frönskum dýra- görðum. Þeim leiðist ofboðs- lega. í Leifsstöð hafa tvö þeirra víst dáið úr sorg. Ekki krónu var eytt í svo mikið sem eina birki- hríslu fyrir utan flugstöðina (kannski ég laumist með eina einhvern tíma) en milljónum króna hefur verið eytt til þess að pína hitabeltisgróður. Ef ekkert líf er án pálmatrjáa þá væri kannski lausn að flytja íslensku þjóðina þangað sem fíkjutré og pálmar vaxa og skilja þessa 5.000 sjómenn eftir til að afla teknanna áfram. Gerard Lemarquis HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.