Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 12.05.1988, Blaðsíða 18
að vera upplagður. Einn vinur minn beið í ellefu ár eftir því að verða upplagður. Sjálfum finnst mér út í hött að bíða eftir því. Það er ekkert sérstakt við að vera málari, þetta er bara mín vinna og málarar vinna oft langan vinnudag. Eins og fólkið hérna í húsinu. Kemur klukkan níu og fer klukkan fimm. Hugmyndin um listamanninn er misskilningur. Þeir sem hafa náð iengst eru afskaf)- lega vinnusamir menn, vinna gríð- arlega mikið... maður sér það á því sem liggur eftir þá.“ Eru menn meö þessu uidhorfi ekki búnir aö svipta listina og listamann- inn allri rómantík? „Ég hef aldrei fundið neina róm- antík í mínu starfi, held bara að hún sé ekki til í málverki. En hún er ábyggilega til í einhverjum öðrum hlutum, já — hún er ábyggilega til." Hvab meb umbun. Fólkib hérna í húsinu fœr launaumslagib sitt vib hver mánabamót. „Já, maður selur mynd og mynd á sýningu og eftir sýningar. En ég hugsa ekkert um það. Máiarar slá oftast ekki í gegn fyrr en þeir eru dauðir og það má kannski segja að það sé fullseint fyrir þá. Sjálfur fæ ég aldrei umslög sem nokkur ánægja er í að fá. Þetta eru endalaus von- brigði enda er ég hættur að opna þau. Meðan maður selur fyrir litum og nauðsynjum þá er það nóg. Og er það ekki bara svipað og hjá öðru fólki. Allur þorrinn kemst naumlega af. Svo eru nokkrir sem hafa veru- lega gott kaup... eins og hann Guð- jón í Sambandinu. Það er ekki það að ég vildi ekki gjarna fá slíkt kaup. Ég hef ekkert á móti peningum — ég er samt ekki alveg viss um hvað ég ætti að gera við þá.“ Fara í hnattsiglingu kannski. „Já, ég gæti auðvitað gert það. En ég er ekki svo mikið fyrir hreyfingu núorðið. Ég hef ekkert á móti leik- fimi og einhverju hoppi. Hún er þeirra mál sem hana stunda. Mig heillar hún ekki. Nei, ég er afskap- lega latur við að fara á sýningar í seinni tíð. Fylgist ekki vel með en veit samt að þeir eru margir góðir ungu málararnir. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því.“ MYNDLIST OG LITIR Gefur málverkib endalaust lil baka? „Já, það gerir það, það gerir það." Veistu hvab þab er? „Nei, ég veit það ekki. Það er erf- itt að skilgreina það, nánast ekki hægt. Það er einhver árangur sem maður nær... kannski. Annars þurfa málarar að verða mjög gamlir til að ná árangri, það tekur svo andskoti langan tíma. Þeir þurfa helst að verða hundrað, hundrað og fimmtíu. Þeir byrja oft seint að mála, eru lengi í námi, kannski ára- tug, og taka ekki persónulega af- stöðu fyrr en seint á ævinni. Að vísu eru til undantekningar, sumir þurfa ekki svo langan tíma. Van Gogh t.d. Það er ótrúlegt að hann skuli hafa málað öll sín verk á tíu árum. Hann var galdramaður með lit. Ég sá einu sinni stóra sýningu á verkum hans og fólk var að tala um að guli litur- inn væri of sterkur. Mér fannst hann alveg hæfilegur. En hann var auð- vitað aldrei á skóla þannig að hann var ekki afvegaleiddur þar. Hann spurði líka aldrei neinn hvernig hann ætti að mála. Ef hann hefði spurt hefði hann aldrei orðið góður málari.“ Öblast menn samt ekki þekkingu og reynslu eftir því sem á líbur? „Þekking og reynsla skipta engu máli. Hvenær hefur maður líka næga þekkingu eða reynslu?" Ertu sæmilega sáttur vib þitt framlag þegar þú lítur til baka? „Nei, kannski ætlaði ég að mála allt aðrar myndir. Svo gleymdist það.“ AUtaf þegar þú talar um abra málara byrjarbu á ab tala um lita- notkun þeirra... „Já, er það. Kannski öfunda ég þessa málara sem kunna að fara með liti sem ég veit svo lítið um.“ Er þetta ekki óþarfa hógvœrb? „Nei, þetta er reynsla. Bara reynsla." Hyernig velur málari litina sína? „Ég held að málarar finni af sjálfu sér hvaða liti þeir geta farið með. Það er hægt að kenna teikningu en ég held ekki að það sé hægt að kenna litaskalann. Menn hafa sjálfir tilfinningu fyrir honum. Sumir kunna marga liti. Aðrir fáa. Svavar Guðnason virtist kunna allan skal- ann. Snorri Arinbjarnar var aftur mjög persónulegur í lit og notaði varasama liti sem erfitt er að nota, gult og fjólublátt sem andstæður, en hann hafði tök á því sem fáir hafa. Snorri var gáfaður málari, afbragðs- snjall, en dó alltof ungur. Þórarinn B. Þorláksson málaði oft myndir þegar farið var að bregða birtu. Það hent- aði honum vel. Hann var snjall að fara með liti og form, afbragðsgóður málari." Pú ferb lofsamlegum orbum um hina gömlu meistara landslagsins. Pótti þér þeir jafngóbir þegar þib félagarnir vorub ab vinna abstrakt- mályerkinu sess? „Ég hef alltaf haft þessa skoðun. Alltaf verið hrifinn af þeim og talið þá góða málara. Enda er það ekki stíll málverks sem gerir það gott. Mynd verður ekki sjálfkrafa vond þó á henni sé fjall eða lækur og að sama skapi ekki góð þó það vanti." Standa litirnir fyrir eitthvab meira en sjálfa sig hjá þér? „Nei, enda veit ég ekki hvað það ætti að vera.“ MYNDLIST OG UMHEIMUR Karl virðist láta sig umheiminn litlu skipta, a.m.k. í seinni tíð. Enda svarar hann slíkri spurningu ját- andi. Hann er sjálfum sér nógur, tímahugtakið missir gildi sitt og það hvílir yfir honum innri ró þess manns sem hefur fundið sig í starfi. „Það hefur aldrei komið til greina annað en að mála og maður hefur látið eftir því. Þetta er mitt starf. Það væri hræðilegt ef ég þyrfti að hætta því.“ / íbúb hans í Landsímahúsinu gœgistsólin inn um þakglugga. Milli þess ab regnib bylur á honum. „Maður verður fljótt var við veður- breytingar hérna uppi. Það er nota- legt. Þetta eru mín náttúruhljóð." Finnur mabur fyrir nálœgb al- mœttisins svona hátt uppi? „Nei, það held ég ekki. Það er óra- vegur þangað upp, hvort sem mað- ur er hér eða annars staðar." Meb jöfnu millibili flýguryfir flug- vél. Karl segir sér vera farib ab líka vel vib flugvélagnýinn: „Það er notalegt þegar þær koma svona heim. Þá veit maður að þeim hefur ekki hlekkst á. Það er þægileg tii- finning." Og flugvélarnar fljúga og fljúga en skammt undan eru ab rísa tvö stórhýsi, nýtt rábhús og vibbygg- ing Alþingis. Hvernig líst mibbœjar- búanum á þœr fyrirœtlanir. „Ég veit ekki hvað fólk er að fjasa um þessa tjörn. Þetta er forarpyttur, ætti að þurrka hann upp og flísaleggja. Það er mín skoðun. Ég vil að húsið rísi sem fyrst. Og vona að alþingið verði nógu stórt. Ég hef gaman af stórum byggingum." FISHER Þegar hraða er þörf. Þegar tíminn er peningar. Þegar ekki er flogið. Fjórhjóladrifni fjölskyldubíllinn frá SUBARU er kjörbíll manna á uppleið í krefjandi störfum. SUBARU kemst leiðar sinnar með öllum þeim krafti og nútímaþægindum sem japanskt hugvit hefur upp á að bjóða. SUBARU á stöðugrí uppleið. Ingvar Helgason hf. SUBARU I fararbroddi tæknilegra framfara í 16 ári 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.