Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989. Viðskipti__________________________________________________________dv Ólafur Ólafsson, 32 ára, er nýr forstjóri Álafoss: Þegar Jón hætti kom enginn annar en Ólafur til greina - segir framkvæmdastjóri Árbliks hf., keppinautar Álafoss Fjölskyldan í fríi á góðri stundu. Eiginkona Ólafs Ólafssonar er Ingibjörg Kristjánsdóttir og eiga þau fjögurra ára dóttur, Önnu Rakel. „Þegar ég frétti aö Jón Sigurðarson hefði ákveðið að hætta sem forstjóri Álafoss fannst mér það strax liggja ljóst fyrir að Ólafur Ólafsson >Tði næsti forstjóri fyrirtækisins. Hann er með einhverja mestu reynslu í ullariðnaöi hérlendis. Þetta var eng- in spurning. Hver annar heíði ann- ars átt að taka við starfinu?" segir Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmda- stjóri ullarvörufyrirtækisins Ár- bliks, keppinautar Álafossfynrtæk- isins, um nýráöinn forstjóra Álafoss, Ólaf Ólafsson, 32 ára viðskiptafræð- ing og framkvæmdastjóra Álafoss í Bandaríkjunum. Einn stofnenda Árbliks Ágúst Þór og Ólafur störfuðu sam- an í nokkur ár hjá Árbliki. Þá var það fyrirtæki lítið; þeir tveir félag- arnir ásamt nokkrum starfsmönnum og ævintýri Árbliks að byrja. Og það sem meira er: Ólafur er einn af stofn- endum Árbliks eins og það er í nú- verandi mynd. Það var árið 1977, þegar Ólafur hafði nýlokið námi í Samvinnuskól- anum, sem hann stofnaði einn fyrir- tækið Icewear. Það fyrirtæki sá um að selja afkhppur af ílíkum og lax til útlanda og síðar ullarfatnað. Ólafur rak Icewear á meðan hann var í við- skiptafræði í Háskóla íslands. En árið 1984 seldi hann fyrirtækið og úr varð fyrirtækið Árblik. Ólafur hélt áfram að starfa fyrir það en á er- lendri grund, fyrst í Bandaríkjunum en síðar í Frakklandi. Mikill samningamaður „Ólafur er harðduglegur og mikill samningamaður. Hann hefur sýnt markaðsmálum sérstakan áhuga og náð árangri á því sviði,“ segir Agúst ennfremur um fyrrum starfsfélaga sinn og skólabróður í viðskiptafræð- inni, Olaf Ólafsson. Að loknu námi í viðskiptafræði árið 1984 bjó Ólafur um hálft ár í Bandaríkjunum vegna Árbliks en síðan lá leiðin til Frakklands. Þar starfaði hann í borginni Lion í eitt og hálft ár við að selja vörur Árbliks í Evrópu. í maí 1986 hætti hann hjá Árbliki og hélt til Bandaríkjanna til að taka við ullarsölufyrirtæki Sam- bandsins í Bandaríkjunum, Sam- band Industry. Þegar Ullariðnaðardeild . Sam- bandsins og Álafoss voru sameinuö vorið 1988 í eitt fyrirtæki, Álafoss hf., hélt Ólafur áfram við stjómvöl hins sameinaöa fyrirtækis vestra. Af þessu sést að hinn nýi forstjóri Álafoss hf. er því gamaU í hettunni í uUariðnaðinum þótt hann sé aðeins 32 ára. Kleif Mont Blanc í Frakklandi Miklar sögur fara af útivistaráhuga Ólafs. Hann hefur mikinn áhuga á gæsaskyttiríi, fjallgöngum, sigling- um og flugi. Hann er með einkaflug- mannspróf og á Frakklandsárum sínum hjá Árbliki kleif hann hæsta fjaU Evrópu, Mont Blanc í Frakk- landi. Hann hefur klifið helstu fjöll í Englandi og síðast en ekki síst á ís- landi. „Það er skömm frá því aö segja að ég hef enn ekki klifið helstu fjöU hér í Bandaríkjunum,“ sagöi Ólafur í símaviðtaU viö DV síðdegis á föstu- daginn. Skrifstofa Álafoss-fyrirtæk- isins í Bandaríkjunum er í New York. Ólafur tekur við forstjórastarfi Álafoss á erfiðleikatímum í uUariðn- aði. „Markaðurinn í Bandaríkjunum fyrir uUarvörur er erfiður, hefur ver- iö það og verður væntanlega áfram. UU á í mikilU samkeppni við bómuU og hefur sala á bómullarfatnaði auk- ist á kostnað uUarvara. Samkeppnin hér í Bandaríkjunum er mikU. Það eru allir að keppa um kaup neytand- ans. Þrátt fyrir að nú séu erfiðleikar í ullariðnaði eigum við ekki að leggja árar í bát og gefast upp.“ Geri mér grein fyrir erfiðleikunum En hvemig leggst það þá í hann að koma heim tU Islands og taka við stjóm Álafoss, eins stærsta iðnfyrir- tækis hérlendis? „Ég hlakka tU að koma heim og takast á við þetta verkefni. Eftir að hafa starfað í mörg ár í tengslum við uUariðnaöinn átta ég mig vel á erf- iðleikunum. En ég mun leggja aUt mitt af mörkum í þessu starfi. Gera mitt besta. Meim get ég ekki lofað.“ Ólafur er sonur Ólafs Sverrissonar, stjómarformanns Sambandsins, b'g Önnu Ingadóttur. Hann er fæddur 23. janúar 1957 og er því í vatns- beramerkinu. Á öðru ári fluttist hann • með foreldram sínum tU Blönduóss og bjó þar næstu tíu árin. Frá Blönduósi lá leiðin í Borgarnes en þar var faðir hans kaupfélags- stjóri um árabU. Æskufélagarnir í Borgarnesi Af æskufélögum Ólafs í Borgamesi má nefna Hans EgUsson hjá MjóUtur- samlagi Borgamess, Þorstein Guð- mundsson flugmann og Ástráð Ey- steinsson lektor. Þessir félagar halda enn miklu sambandi. Á Samvinnu- skólaárum sínum kynntist Ólafur þeim Kristjáni Skarphéðinssyni, deUdarstjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu, og Finni Ingólfssyni, aðstoð- armanni Guðmundar Bjarnasonar ráðherra. Þessir þrír héldu svo hóp- inn áfram á námsárunum í við- skiptafræði í Háskóla Íslands. Eiginkonan að læra landslagsarkitektúr Og loks má geta þess að hinn nýi forstjóri Álafoss er kvæntur Ingi- björgu Kristjánsdóttur og eiga þau íjögurra ára dóttur, Önnu Rakel, sem fædd er árið 1985. Ingibjörg er á loka- ári í landslagsarkitektúr í New York University City CoUege. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 6-10 lb 3ja mán. uppsógn 6,5-11 Úb 6mán. uppsögn 9-12 Vb 12mán.uppsögn 7-11 Úb 18mán. uppsógn 23 Ib Tékkareikningar, alm. 1-3 Sb Sértékkareikningar Innlánverðtryggð 3-11 Ib Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 0,75-2 Vb 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,25-3,5 13-16 Ib Bb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7,5-8 Ab.Sb Sterlingspund 12,5-13 Sb.Ab Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb.Ab Danskar krónur 8-8,5 Vb.Sb,- Ab ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennirvíxlar(fonr.) 24-26 Úb.Ab Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 27,75-31 Vb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikhingar(yfirdr.) Útlán verðtryggð 28-32 Lb . Skuldabréf Utlán til framleiöslu 7-8,25 Lb Isl.krónur 25-30 Úb SDR 9,75-10,25 Lb Bandaríkjadalir 10,5-11 Ailir nema Úb Sterlingspund 15,5-15,75 Allir nema Úb Vestur-þýsk mork 8,25-8,5 Úb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3.5 5-9 Dráttarvextir 40,8 MEÐALVEXTIR óverðtr. sept 89 30.9 Verötr. sept. 89 VÍSITÖLUR 7,4 Lánskjaravísitalasept. 2584 stig Byggingavísitalasept. 471 stig Byggingavísitalasept. 147,3stig Húsaleiguvísitala 5%hækkaði 1. júlí VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,158 Einingabréf 2 2,296 Einingabréf 3 2,725 Skammtimabréf 1,426 Lífeyrisbréf 2,091 Gengisbréf 1,849 Kjarabréf 4,132 Markbréf 2,193 Tekjubréf 1,786 Skyndibréf 1,248 Fjölþjóðabréf 1.268 Sjóösbréf 1 1,991 Sjóösbréf 2 1,558 Sjóðsbréf 3 1,403 Sjóðsbréf 4 1,174 Vaxtasjóösbréf HLUTABRÉF 1,4070 Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 302 kr. Eimskip 377 kr. Flugleiöir 172 kr. Hampiöjan 167 kr. Hlutabréfasjóður 131 kr. Iðnaöarbankinn 165 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 138 kr. Verslunarbankinn 146 kr. Tollvörugeymslan hf. 109 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum. NYR SKOLI n INNRITUN HAFIN mm S • K • O • L • I JÓNS PÉTURS OG KÖRU □ INNRITUN í SÍMA 77010 0^74695 alla daga kl. 10.00—20.00 □ Kennum alla almenna dansa, s.s. barnadansa, gömlu dansana og samkvæmisdansa (standard- dansar og suður-amerískir dansar). □ ALLIR ALDURSHÓPAR VELKOMNIR Byrjendur-Framhald-Hóptímar-Einkatímar Kennslustaðir: Bolholt 6, Rcykjavík. Garðabæ Skírteini afhent í Bolholti 6 laugardaginn 16. sept- ember kl. 13.00-17.00. VISA FÍD - Fclag íslenskra danskcnnara DÍ - Dansráð íslands Bolholt 6, 105 Reykjavík, sími 36645 Kennsla hefst mánudaginn 18. september Álverið í Straumsvik: 1 ■ a Það stefiiir 1 sögulegt metár hjá álverinu í Straurasvlk, ísal. Fyrstu átta mánuðina framleiddi verk- smlðjan 58.700 tonn en á.sama tíma i fyrra var framleíðslan 52.200 tonn. Að sögn Ingvars Pálssonar fijá Isal stafar þessi aukna firamleiðsla iyrst og fremst af því aö verksmiðj- an hefur fengiö betra hráefiii en áður. „Viö fengum léleg forskaut og háði það framleiöslunni. Nú hefúr það breyst og er reksturinn í betra jafnvægi en áður,“ segir Ingvar, Forskaut eru hreint kolefni og not- arálverið miklð af því. Álverið í Straumsvík stefnir að metframleiðslu á þessu ári og von- ast menn til að framleiðslan bijóti 88 þúsund tonna múrinn. í fyrra vora framleidd 82 þúsund tonn en um 83.500 tonn árið 1987 og var þaö metframleiðsla. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.