SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 32
32 26. september 2010 M ikið var þetta gaman,“ sagði konan þegar tólf punda laxinn synti aftur út í ána sem glóði í kvöldkyrrðinni. „Sjáðu, ég skelf ennþá. Þetta var svo spennandi,“ sagði hún og lyfti upp hanskaklæddum höndunum. Þótt Lilla Rowcliffe hafi veitt fjölda stórra laxa, sjó- birtinga og annarra fiska sem við Íslendingar kunnum minni deili á, þá verður hún alltaf jafn spennt þegar þeir stóru taka flugur hennar. Hún er 84 ára gömul og hefur veitt á stöng víða um heim síðan hún var fimmtug. Rowcliffe er sannkallaður ástríðuveiðimaður. Síðustu árin hefur hún að vísu fækkað viðkomustöðum sínum með stöngina að mestu niður í tvo: það er sjóbirtings- veiði á Eldlandi syðst í Argentínu og laxveiði á Nessvæð- inu í Laxá í Aðaldal. Þar hefur hún nú veitt síðustu 18 ár- in og segir að hvergi líði sér jafn vel við veiðar og í Aðaldalnum. Þessi lágvaxna en kvika breska kona, sem er reyndar af hollensku og rússnesku bergi brotin, er löngu orðin goðsögn í heimi fluguveiðimanna. Lilla Rowcliffe náði sínum stærsta laxi í ánni Spey í Skotlandi við upphaf veiðiferilsins, hann var hvorki meira né minna en 45 pund og þrjár únsur. Stærsta sjóbirtinginn fékk hún í Argentínu, hann var tæplega 30 pund. Um Rowcliffe hafa verið skrifaðir kaflar í veiðibækur og fjöldi greina í tímarit; hún er fræg fyrir að fara sínar eigin leiðir við veiðarnar, fyrir ódrepandi kappið, og fyrir að veiða iðu- lega stærri fiska en allir aðrir. Kyssti laxinn og fylgdarmanninn Þrátt fyrir að Lilla, eins og hún kýs að láta kalla sig, sé löngu orðin einn hinna góðu Íslandsvina, þá kynntist fjöldi íslenskra veiðimanna henni fyrst í fyrra þegar þeir fylgdust með henni í heimildarmynd Bubba Morthens um Nessvæðið, þar sem hún sást landa tuttugu punda laxi og segja frá ánægjulegum kynnum sínum af veiði- skapnum og fólkinu í Aðaldal. Þetta friðsæla ágústkvöld fylgdi Árni Pétur Hilm- arsson Lillu um bakka Laxár, rétt eins og hann hefur gert síðustu sumur. Natinn og athugull óð hann með henni út í strangan strauminn í Grundarstrengjum og stóð þannig að hann skýldi veiðikonuni fyrir straum- þunganum, á meðan hún einbeitti sér að löngum fal- legum köstunum með tvíhendunni. Árni Pétur kom með ráðleggingar um flugnaval og af og til hreinsaði hann slý af flugunni, en talsvert slýrek var þá í ánni. Enginn fiskur sýndi flugunni áhuga í Grundarstrengjum og heldur ekki við Grundarhornið; um morguninn hafði annar breskur veiðimaður sett þar í og misst sannkallað tröll. „Hann var örugglega 30 pund,“ sagði fylgd- armaður hans við mig, uppveðraður. En þegar þau Lilla og Árni Pétur voru komin upp að Lönguflúð, norðan við bæinn á Knútsstöðum, hafði hún ekki tekið mörg köst þegar lax hremmdi fluguna Night Hawk, einkrækju. Gaman var að fylgjast með fullkom- inni einbeitingu veiðikonunnar þar sem hún glímdi við fiskinn. Hún hafði bremsuna tiltölulega slaka á veiði- hjólinu en hélt við hjólið með lófanum; sleppti þegar laxinn tók rokur. Smám saman lempaði hún fiskinn að landi og að lokum náði Árni Pétur honum í háfinn, þar sem hann var veginn og mældur. Þá renndi Lilla sér nið- ur bakkann, út í ána til Árna Péturs, þar sem hún kyssti hrygnuna hlæjandi, og síðan fylgdarmanninn, og þakk- aði báðum fyrir skemmtunina. Veiðimenn sem kasta og veiðimenn sem veiða „Ég hef verið heppin við veiðar, ég verð að viðurkenna það,“ segir Lilla þegar við setjumst niður og njótum kyrrðarinnar í Aðaldal. „Hvers vegna? Ég hef ekki hug- mynd um það. Ég hef aldrei verið góður kastari en hef verið heppin hvað það varðar að ég hef veitt marga stóra fiska. Ég vildi gjarnan geta útskýrt gáfulega hvernig ég fer að því – en ég geri ekki neitt sérstakt,“ segir hún og flissar stelpulega. „En stundum finnst mér að sumir karlar séu svo upp- teknir af því að vera flinkir kastarar að þeir berja vatnið í viðleitni sinni til að koma flugunni langt frá sér. Svo eru þeir svo uppteknir við að fá rennslið á línunni „rétt“ að þeir halda áfram að djöflast í vatninu. Ég held það styggi fiskana. Konur eru ekki jafn upfullar af keppnisskapi og karl- ar, þess vegna held ég að þær veiði oft betur en þeir. Oft þarf nefnilega alls ekki að kasta svona langt, fiskurinn getur verið nær en margir halda. Skoskur veiðimaður sem ég ræddi við skilgreindi þetta þannig að það væru tvennskonar veiðimenn; þeir sem köstuðu og þeir sem veiddu.“ Lilla þagnar og lítur yfir að grænni og gróinni Hvammsheiðinni handan árinnar. „Þetta snýst ekki bara um að veiða,“ segir hún svo. „Þetta snýst um um- hverfið, ána, náttúruna. Ég er útivistarkona að upplagi og var löngu farin að ferðast vítt og breitt um heiminn áður en ég kom fyrst hingað, upp úr 1990. Ég fór að ferðast með veiðistöngina seint á áttunda áratugnum, áður en það varð eins hættu- legt og það er víða í dag. Ég flakkaði til að mynda um Afganistan – það væri ekki mögulegt í dag – þar eru margar litlar ár en ég veiddi varla neitt. Ég hef þvælst um Mongólíu, Tasmaníu, ég var ekki mjög hrifin af veiðiskapnum á Nýja-Sjálandi, ég hef veitt nokkrum sinnum á Indlandi … Nú er varla hægt að ferðast eins og ég gerði þá. Það eru alltof margir að ferðast í dag og allir síkvartandi. Svo er þetta orðið hættulegt víða. Þegar ég byrjaði að flakka um heiminn voru ekki menn sem hata mann með vélbyssur bak við næsta horn, tilbúnir að „Þetta snýst ekki bara um að veiða“ „Konur eru ekki jafn uppfullar af keppnisskapi og karl- ar, þess vegna held ég að þær veiði oft betur en þeir,“ segir breska veiðikonan Lilla Rowcliffe. Hún er kunn fyrir að hafa veitt óvenjustóra fiska og hefur veitt víða um heim. Í tæp tuttugu ár hefur hún veitt í Aðaldalnum. Stangveiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.