Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 43 MENNTUN stæði skóla,“ segir hún. Helga telur reyndar að efni frá ráðuneyti, skrifstofum, kennara- samtökum, í námskrám og kennslu- bókum einkennist af ruglandi máli og að misst hafi verið sjónar af æðsta boðorði kennarans: Að þjálfa nemendur í að vega og meta það sem þeir sjá og heyra. Að kenna nemendum að spyrja gagnrýnna spurninga. Jafningjar eða yfirmenn? Helga segir að í stað vinnufyrir- komulags þar sem jafningjar vinni hlið við hlið sé komið stigveldis- skipulag skóla. Deildarstjórar, fag- stjórar, sviðsstjórar, kennslustjórar og ýmsir aðrir millistjómendur eru komnir til sögunnar. „Flestir álíta þetta leið til hins betra, með þessu móti sé valdi dreift. En þetta er í fullkominni mótsögn við það sem áður segir um gæðastjórnun. Með þvi að skipa einn af kennurunum deildar-, fag-, eða kennslustjóra er um leið dregið úr sjálfstæði og frumkvæði annarra kennara á við- komandi sviði. Sé t.d. deildarstjóri í ákveðinni deild í framhaldsskóla ekki sá færasti í hópnum hlýtur starfið innan viðkomandi deildar að versna. Sá besti í hópnum fær ekki að njóta sín, hann verður að sníða sér of lítinn stakk til þess að hæfa deildarstjóranum," segir hún. Hvenær gáfust framhaldsskóla- kennarar upp? Helga telur að framhaldsskólinn hafi ekki farið varhluta af uppeldis- stefnunni. Hann hefur hingað til getað varist henni en hefur nú tap- að, að hennar mati. „Kjarasamning- amir árið 1997 era vendipunkturinn og sameining kennarafélaganna næsta stig,“ segir hún, „starfsdeild- ir undir forsjá sérkennara er þriðja stigið og það fjórða er ný námskrá fyrir framhaldsskólann þar sem verulega er dregið úr námskröfum." Helga segir að lengi hafi verið stefnt að þessu. ,Árið ' 1983 talar Wolfgang Edelstein um uppeldisleg vanskil framhaldsskólans en með litlum árangri. Skólameistarar, kennarar á framhaldsskólastigi og stéttarsamtök þeirra stóðu vörð um menntunina. 1988 varð Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Gerður G. Óskarsdóttir ráðgjafi hans. Þá var hafin skipuleg sókn þess efnis að taka í taumana og koma uppeldislegum böndum á framhaldsskólann. Bókin Innra starf framhaldsskólans sem kom út árið 1989 er liður í þessari sókn. Þar eru gerðar tillögur um minni mála- kennslu, samskiptaáfanga og at- vinnulífsnám. Uppeldisstefna grannskólans endurborin. Tillög- urnar fengu ekki hljómgrann hjá framhaldsskólakennurum, þeir stóðu ennþá í fæturna og kom ekki til hugar að færa menntun þjóðar- innar niður á við. 1991 kom út bókin Til nýrrar aldar eftir sömu höfunda. Þar er uppeldisstefnan útfærð í smáatriðum. En það er ekki nóg. Uppeldisskólinn vill fá allt undir sitt vald; uppeldi og umönnun smá- barna og utan þess. En það er ekki nóg, í pakkanum eiga líka að vera listir, íþróttir og tómstundir. Rous- seau (franskur, d. 1778) yrði áreið- anlega glaður, fullkomin tök ríkisins á mannlífi og menntun út ævina.“ Helga segir að kennarar hafi látið undan árið 1997, en hvers vegna? „Líklega vegna þess að kynslóða- skipti höfðu orðið bæði í Skóla- meistarafélaginu og HÍK. Árið 1999 er svo lokahnykkurinn; menntunin sjálf er ekki lengur aðalatriðið í skólunum," segir hún. Nótur draumóramanna þagni Helga leggur í fyrirlestri sínum áherslu á kennarann. „Við erum kennarar, hvorki vinnukonur, fé- lagsráðgjafar né geðlæknar." Skyldan er að mennta. Hún hafnar annarri ábyrgð á nemendum en þeirri sem felst í „góðri kennslu, hlýlegu en ákveðnu viðmóti og virð- ingu fyrir nemendum og foreldr- um“. Hún segir: „Þar sem svo margir af uppeldissinnum, ef ég má taka svo til orða eru allsráðandi í skólakerfinu er ekki von til þess að þaðan sé von á raunhæfum breyt- ingum til bóta. Kennarar, sem vilja auka frelsi sitt til orðs og æðis, verða að taka málin í eigin hendur. Þeir verða að neita því að dansa eft- ir nótum draumóramanna eða þeirra sem hafa hag af óbreyttu ástandi. Kennarar verða að leita sannleikans sjálfir og endurheimta völd yfir eigin starfi." mál. Samhliða þess- ari þróun verður agaleysi æ algengara og verði ekki spyrnt við fótum taka of- beldismenn öll völd í skólunum." Á að loka skóla- skrifstofum? Morgunblaðíð/Ámi Sæberg FLEST góð fyrirtæki hér á landi og jafnvel einhveijar opinberar stofnanir hafa áttað sig á kjarna málsins, fallið frá stigveldisskipulagi og silkihúfugerð og komið á skipu- lagi sem gefur hinum bestu í hópi starfsmanna svigrúm til að láta hæfileika sína vaxa og þroskast í þágu starfsins," segir Helga. anum verið breytt úr gamla barna- skólanum eða klassíska skólanum sem ó rætur sínar að rekja „til mennta- og menningarhefðar forn- ríkjanna við Miðjarðarhaf; með grísku og rómversku heimspeking- ana í broddi fylkingar“, eða leitinni að sannleikanum, í uppeldisskóla sem fól m.a. í sér drauminn um jafn- réttisskóla (t.d. blandaðir bekkir). Meðal sporgöngumanna hans hér var dr. Wolfgang Edelstein (sjá bók hans Skóli - nám - samfélag). Hún telur að síðan hafi sjálfstæði kenn- ara og vald yfir eigin starfi minnk- að. „Valdaleysi kennara og van- máttur hefur aukist svo mjög að nú óttast nokkur hluti grannskóla- kennara beinlínis um líkamlegt ör- yggi sitt í vinnunni,“ segir hún. Afleiðingarnar blasa við að henn- ar mati: „Ekki aðeins er námsár- angurinn slæmur heldur stefnir í hreint öngþveiti. Ráðvillt böm virð- ast eiga að fara með völdin, ráða sér sjálf og setja kennurum skilyrði. Það hefur gleymst að réttindum fylgja skyldui-. Eins og nú er komið fyrir kennurum stefnir í að skyld- umar einar verði þeirra megin en rétturinn nemenda og þeirra for- eldra sem þekkja ekki muninn á réttu og röngu.“ Helga segir að flest Evrópuríki hafi klassíska menntun (leitin að sannleikanum, varðveisla arfleifðar) í öndvegi; aðeins fá hafa komið á uppeldisskóla líkum þeim sem hér er. „En hvarvetna eru afleiðingam- ar þær sömu; móðurmálið drabbast niður, þekkingu í raungreinum og stærðfræði hrakar, vanþekking á sögu og bókmenntum verður al- menn og ólæsi þykir ekki tiltöku- Hún telur að fræðsluskrifstofur sem stofnaðar voru í kjölfar grannskóla- laga árið 1974 hafi, þrátt fyrir margt gott, orðið dragbítur á raunveralegar framfarir í skólamál- um og aukið veru- lega á ósjálfstæði skóla. Ástæðan er að í hugmyndafræði uppeldisskólans hafi miðstýring og fagleg forræðishyggja verið allsráðandi. Hún segir að með flutn- ingi grunnskólans til sveitarfélaganna hafi nýjar fræðsluskrif- stofur verið stofnað- ar með gömlu hug- myndirnar að leiðar- ljósi. „Hugmyndirnar eru illilega á skjön við nútímahugmynd- ir um góða stjórnun og i beinni andstöðu við það sem kallast gæðastjórnun. Með því að halda fast við skipulag sem fjölgar silkihúfum á kostnað góðra og færra starfsmanna er ver- ið að reyra skólann fastan við fortíð- ina,“ segir hún og að „flest góð fyr- irtæki hér á landi og jafnvel ein- hverjar opinberar stofnanir hafa áttað sig á kjama málsins, fallið frá stigveldisskipulagi og silkihúfugerð og komið á skipulagi sem gefur hin- um bestu í hópi starfsmanna svig- rúm til að láta hæfileika sína vaxa og þroskast í þágu starfsins." Tilvist skólaskrifstofanna gerir að mati Helgu ekkert annað en að draga úr frumkvæði einstakra skóla og kennara. „Þessar skrifstofur á að leggja niður og færa hvort tveggja vald þeirra og fjármuni til skólanna. Þá fyrst má fara að tala um sjálf- Hagnýt þekking á ferðamálum Námið í ferðamálafræðum er byggt upp af nám- skeiðum sem annars vegar snúa beint að ferða- málafræðum, segir Anna Dóra Snæþórsdóttir _____ferðalandafræðingur, og hins vegar_ hagnýtum ffrunnnámskeiðum úr nokkrum deild- um og skorum Háskólans. í haust hefst við jarð- og land- fræðiskor Háskóla Islands nýtt eins og hálfs árs nám í ferðamála- fræðum sem lýkur með diplóma prófi. Markmið þess er að útskrifa nemendur með þekkingu á tengslum ferðamennsku og ferðaþjón- ustu við náttúra, efnahagslíf og menningu íslands, og búa fólk undir stjórnunar- og sérfræðistörf í ferðaþjónustu hjá fyrirtækjum eða stofn- unum. Nemendum úr öðram deildum Háskólans stendur einnig til boða að taka skyldunám- skeið ferðamálafræðanna sem 30 eininga aukagrein til BA- eða BS- prófs. Ferðaþjónusta er sú atvinnu- grein sem hefur verið í hvað örust- um vexti í heiminum undanfarinn áratug og miklar vonir era bundn- ar við áframhaldandi vöxt hennar. Island hefur fylgt þeim þróun sem orðið hefur í greininni og hefur ferðamönnum fjölgað mikið. Ferðaþjónusta er orðin önnur stærsta gjaldeyrisskapandi grein- in, næst á eftir sjávarútvegi með um 12% af útflutningsverðmæti vöru og þjónustu. Fjölmörg at- vinnutækifæri hafa skapast í ferða- þjónustu, bæði á höfuðborgarsvæð- inu og í dreifbýlinu og er áætlað að á Islandi starfi rúmlega 5.000 manns við ferðaþjónustu. Náttúran er hins vegar við- kvæm fyrir ágangi manna og getur mikill fjöldi gesta leitt til hnignun- ar umhverfis og félagslegra vanda- mála. Því þarf að skipulegga og stjóma ferðamennsku þannig að komist verði hjá því að eyðileggja náttúrulegt og manngert um- hverfi. Leita þarf nýrra sóknar- færa og nýta þá fjölmörgu mögu- leika sem við höfum sem allra best. Á þann hátt getur ferðaþjónustan orðið sjálfbær atvinnugrein og haft langtíma markmið að leiðar- ljósi. Viðfangsefni ferðamálafræða tengjast því mörgum sviðum vls- inda: viðskipta- og markaðssvið- um, hugvísindum, náttúruvísind- um, stjómun, skipulagsfræðum og mannvirkjagerð. Það þarf því að leita til ýmissa fræðigreina og tefla kenningum og aðferðum þeirra saman. Námið í ferðamálafræð- um er því byggt upp af nám- skeiðum sem annars vegar snúa beint að ferðamálafræðum og hins vegar hagnýtum grunnnámskeiðum úr nokkrum deildum og skoram Há- skólans. Ur raunvísindadeild: landafræði, jarðfræði og líffræði, úr viðskipta- og hagfræðideild: rekstrar-, markaðsfræði og reikn- ingshald og úr heimspekideild: námskeið um menningu Islend- inga. Einhver námskeið verða kennd í fjarkennslu og í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Skyldunámskeið verða: úr ferða- málafræðum; inngangur að ferða- málafræðum, efnahagsáhrif og markaðsfræði ferðaþjónustu, ferðamennska og umhverfi, stjórn- un og skipulag í ferðaþjónustu. Námskeið um íslenskar aðstæður; náttúra íslands, haglýsing og menning Islendinga. Onnur skyldunámskeið verða: svæða- landafræði, umhverfisfræði og rekstrarhagfræði. Eftirfarandi námskeið eru valnámskeið (velja þarf a.m.k. 11 einingar): umhverfi og skipulag, hagræn landafræði, byggðalandafræði, svæði og menn- ing, vistfræði, reikningshald, markaðsfræði, menning og mark- aður. Hægt er að fá sendan bæk- ling með lýsingu á náminu hjá nemendaskráningu Háskólans, sími 525 4309, og stendur innritun nemenda yfir til 4. júní nk. Nánari upplýsingar er hægt að fá á net- fanginu annadora@ni.is. Ný námsleið í íslensku við HI Markhópur námsleiðar- innar er fólk sem hefur lokið stúdentsprófí, segir Eiríkur Rögn- valdsson prófessor, og hefur áhuga á störfum þar sem kunnátta og þjálfun í vandaðri með- ferð íslensks máls er nauðsynleg. í haust hefst ný námsleið í hag- nýtri íslensku innan íslenskuskorar heimspekideildar Háskóla Islands. Námið tekur eitt og hálft ár (45 einingar) og nemendur út- skrifast með diplóma. Tungu- málið er grandvallarþáttur í mannlegum samskiptum. Sífellt fleiri átta sig á því að markviss og vönduð beiting móðurmálsins skiptir máli á öllum sviðum upplýsingaþjóðfélags- ins. Þörf fyrir fólk með trausta und- irstöðu í meðferð íslensks máls mun því fara ört vaxandi á næstu árum. Hinni nýju námsleið er ætlað að koma nokkuð til móts við þá þörf. Markhópur námsleiðarinnar er fólk sem hefur lokið stúdentsprófi og hefur áhuga á störfum þar sem kunnátta og þjálfun í vandaðri með- ferð íslensks máls er nauðsynleg, en krefjast ekki djúprar fræði- legrar þekking- ar. Þetta þýðir þó alls ekki að kröfur til nem- enda verði minni en í hinu hefð- bundna BA-námi í íslensku, en þær verða að nokkra leyti ann- ars konar. Þau námskeið sem nemendur taka eru að hluta til þau sömu og nemendur í BA-náminu taka en að hluta ný námskeið sem sérstaklega era búin til fyrir hina nýju námsleið. Markmið namsins er að gefa nem- endum yfirlit yfir meginatriði ís- lensks málkerfis og þjálfa þá í með- ferð, framsetningu og frágangi ís- lensks texta í ræðu og riti. Að loknu námi eiga nemendur að geta skrifað villulausan texta, lesið yfir texta og lagfært stafsetningu og málfar, lesið prófarkir og leiðrétt með viðeigandi táknum, flutt mál sitt skýrt og áheyrilega, með góðri framsögn og raddbeitingu, samið nytjatexta af ýmsu tagi svo sem leiðbeiningar, auglýsingar og kynningarefni. Nám í hagnýtri íslensku ætti að henta vel sem undirbúningur fyrir störf á ýmsum sviðum. Má þar nefna ýmiss konar fjölmiðlastörf (frétta- mennsku, greinaskrif, þýðingar, prófarkalestur), störf við margskyns textagerð, t.d. hjá auglýsingastofum og stærri fyrirtækjum, störf hjá út- gáfufyrirtækjum við yfirlestur handrita og prófarka, umbrot o.þ.h., og hvers kyns ritstörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.