Morgunblaðið - 22.03.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 22.03.1987, Síða 51
MÖRGÚNBLÁÐIÐ, s'ÚNNUDAGÚR 22. MARz' 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Getum bætt við nokkrum stúlkum á sauma- og suðuvélar. Stórbætt kjörvið síðustu kjara- samninga og einnig bónuskerfi sem gefur enn betri tekjumöguleika. Komið og ræðið við verkstjóra okkar, Ólöfu og Ernu. Upplýsingar í síma 14085. Vinnustaður á besta stað í bænum. Strætis- vagnamiðstöð á Hlemmi steinsnar frá vinnustað. Sjóklæðagerðin hf. Skúlagötu 51, Reykjavík. Leikskólinn Hólmavík óskar eftir að ráða forstöðumann og fóstru frá 1. maí nk. Um er að ræða 75% starf í báðum tilfellum. Umsóknarfrestur er til 31. mars 1987. Nánari upplýsingar gefur sveitar- stjóri í síma 95-3193. Sveitarstjóri Hólmavíkur. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða fólk til bréfberastarfa hálfan daginn í Reykjavík. Upplýsingar hjá póstmeistara og hjá útibús- stjórum pósthúsanna. Sumarvinna Kona um fertugt með stálpað barn óskar eftir vinnu úti á landi frá 1. júní til 1. sept. Góð starfsreynsla í barnagæslu og öðrum störfum. Meðmæli geta fylgt. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „P - 2112“. Viðskiptafræðinemi á 3. ári óskar eftir áhugaverðu starfi nk. sumar. Hlutastarf með námi næsta vetur kemur til greina. Vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „V — 901“. Matreiðslumaður Vanur matreiðslumaður með 15 ára starfs- reynslu óskar eftir starfi í sumar frá ca 1. júní til 1. september. Margt kemur til greina hvar á landinu sem er. Tilboð merkt: „M — 585" sendist inn á aug- lýsingdeild Mbl. fyrir 31. mars. Rannsóknastörf Rannsóknastofnun í Reykjavík óskar eftir líffræðingi eða lífefnafræðingi til blóðrann- sókna. Framtíðarstarf. Uppl. um menntun og fyrri störf skulu sendar á auglýsingadeild Mbl. merktar: „R — 817“ fyrir 25. mars 1987. Laus staða Staða starfsmanns við símavörslu er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi ríkisins. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störf- um sendist undirrituðum fyrir 31. mars 1987. Bæjarfógetinn í Kópavogi Apótek Lyfjatæknir eða starfsmaður vanur vinnu í apóteki óskast til starfa í Garðs Apóteki allan daginn eða hálfan (eftir hádegi). Upplýsingar um aldur og fyrri störf óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „Apó- tek - 2113“. Tölvur — þjónusta ★ Öflugt tölvufyrirtæki ★ Starfsmaðurinn þarf að hafa þekkingu, reynslu og áhuga á PC vél- og hugbúnaði. Hann þarf að leggja metnað sinn í að veita viðskiptavinum góða þjónustu jafnframt því að vera góður starfs- félagi. Góð enskukunnátta og stúdentspróf skilyrði. ★ Starfið Felur í sér þjónustu, ráðgjöf og sölu í tengsl- um við PC vél- og hugbúnað. Góð starfsað- staða hjá traustu fyrirtæki. Laust strax. Nánari upplýsingar veitir Holger Torp. Umsóknarfrestur til 30. þ.m. Starfsmannastjórnun Ráðningaþjónusta FRum Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 Afgreiðslustörf Óskum að ráða nú þegar duglegan og reglu- saman starfskraft til afgreiðslustarfa í hálfs dags starf (kl. 13.00-17.00). Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. mars nk. merkt: „Þ - 5124". Framkvæmdastjóri Eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði niður- lagningar og niðursuðu sjávarafurða, stað- sett á Norðurlandi, óskar að ráða framkvæmdastjóra. Leitað er eftir manni með viðskiptamenntun, sem á auðvelt með að starfa sjálfstætt og hefur áhuga og getu til að takast á við marg- vísleg krefjandi verkefni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál. Umsóknir sendist til Endurskoðunarmið- stöðvarinnar hf. N. Manscher, c/o Björn St. Haraldsson, löggiltur endurskoðandi, 640 Húsavík. Hann veitireinnig nánari upplýsing- ar í síma 96-41865. EndurskoÓunar- Höfðabakki 9 mióstnóin hf Pósthoif 10094 11IIUÖIUUIIIIII. 130 REYKJAVIK N.Manscher Afgreiðslumaður Stafsmaður óskast í vöruafgreiðslu. Starfið felur í sér m.a. pökkun á vöru, útsend- ingar, frágangi fylgibréfa o.fl. Við leitum að frískum manni á góðum aldri. Þarf að hafa bílpróf. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna- stjóra er veitir upplýsingar. $ SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD Hótelstjóri Hótel Bifröst Við auglýsum eftir hótelstjóra á Hótel Bifröst í Borgarfirði, sem starfrækt er í júní, júlí og ágúst. Ennfremur óskum við eftir matreiðslumanni. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 1. apríl merktar: „Bifröst — 586“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Samvinnuferðir-Landsýn hf. Trésmiði vantar Óskum að ráða trésmiði til starfa sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefnar í síma 97-1700. Hlöflum, Fellahreppi. 701 Egils8taðir. Trésmiðja Fljótsdalshéraðshf. ^ 97-1329 ^ 97-1450 Vinnuveitendur Ferskfiskmat ríkismats sjávarafurða var lagt niður með lögum frá Alþingi núna um ára- mót. Vegna þessa eru starfsmenn á lausu sem eru: • Vanir að vinna sjálfstætt. • Hafa langa reynslu að baki í sjávarút- vegi. • Búa yfir sérþekkingu á sviði fiskvinnslu. • Hafa mikla starfsreynslu. Hafir þú áhuga á slíkum starfsmönnum í vinnu hjá þér hafðu samband við okkur í síma 13866 eða 27533. Margt kemur til greina. Menn á lausu m.a. í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi og Akureyri. Reykjavík, 20. mars 1987, Vinnumiðlun ríkisimats sjávarafurða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.