Morgunblaðið - 16.06.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.06.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 Verðlagsráð sjávarútvegsins: Verð á rækju var hækkað um 7,5% Verðlagsráð sjávarútvegsins náði á fundi sínum í gær samkomulagi um nýtt verð á rækju. Verðið gildir frá og með fyrsta júní síðastliðn- um þar til annað verður ákveðið. Hækkun frá síðasta gildandi verði er að meðaltali 7,5%. Verðhækkunin er heldur minni en sem nemur gengisbreytingum frá síðustu verðákvörðun. Það er vegna lítilsháttar verðlækkunar á mörkuð- um erlendis. Verð á rækjunni verður nú sem hér segir, eldra verðið innan sviga: 1. stærðarflokkur 64,50 (60) krónur hvert kíló, 2. flokkur 59 (55), 3. flokkur 54 (50) og undirmáls- rælq'a 25 (23) krónur hvert kíló. Verðið er uppsegjanlegt með viku fyrirvara, en gildir annars í óákveð- inn tíma. Ákvörðun um verð á hörpu- diski var frestað enn um sinn, enda er engin hörpudiskveiði á þessum tíma árs. Akureyri-Húsavík: Birndið slit- lag alla leið Húsavík. LOKIÐ var í gær að leggja varanlegt slitlag á leiðina Húsavík—Akureyri og er þá ekið óslitið á varanlegu slit- lagi alla leið frá Húsavik til Dalvíkur. Við þessa vegalagningu finnst mönnum leiðin Húsavík—Akureyri hafa styst mikið en í kílómetrum mælt er það ekki mikið, en þó aðeins frá því að Vaðlaheiðin var ekin. Leiðin lengdist þegar farið var að aka um Víkurskarð en stytt- ist aftur með tilkomu nýju brú- arinnar á Eyjafjarðará og farið var að aka Leiruveginn og er nú rétt um 90 kflómetra löng. Þessari framkvæmd er nú fagn- að hér í héraði. - Fréttaritari Helgi Laxdal, varaformaður FFSI, sat þennan fund Verðlagsráðsins. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið, að hann teldi hagsmunum sjómanna betur borgið með þáttöku í ráðinu en að láta aðra sjá um verð- lagninguna. „Rækjuverð hefur hækkað um 11,3% frá áramótum, þó ekkert minna verðfall hafi orðið á henni en botnfiskinum á mörkuðum erlendis," sagði Helgi. „Þessi hækk- un hefði ekki náðst án þátttöku okk- ar. Fólk virðist skilja það svo að við höfum ætlað alfarið út úr Verðlags- ráðinu, en svo var ekki. Við ætluðum aðeins að draga okkur út í skamman tíma til að koma mótmælum á fram- færi við stjómvöld. Það eru þau, sem skammta sjómönnum tekjur með gengisskráningu, sem að undanfömu hefur verið röng. Við getum ekki búizt við því að fastgengistefna og 30% verðbólga geti farið saman. Slíkt ástand hlýtur að skerða mögulega afkomu allra sem við sjávarútveginn starfa. Hann byggir afkomu sína á útflutningi, ekki innflutningi þó öll- um virðist það ekki ljóst," sagði Helgi Laxdal. Atli Dam íArnastofnun Morgunblaðið/KGA Atli Dam lögmaður Færeyinga og kona hans, Sólvág Dam, komu hirgað til lands í gær í boði forseta íslands. í gær skoðuðu þau m.a. Stofnun Arna Magnússonar og er myndin tekin við það tækifæri. Jónas Kristjánsson forstöðumaður stofnunarinnar tók þar á móti þeim hjónum og sýndi þeim handritin. Hér skoða þau ljósprentað- ar útgáfur gamalla handrita. Sjá frásögn á bls. 46. Ráðherrafundur EFTA í Finnlandi: Hafnarfj ör ður: 10 ára stúlka fyrir bíl TÍU ÁRA gömul stúlka varð fyr- ir bU á mótum Flatahrauns og Hafnarfjarðarvegar um klukkan 21.30 i gærkvöldi. Stúlkan var á leið vestur yfir Hafnaifyarðarveg. Hún meiddist á höfði og var flutt í slysadeild Borg- arspítalans, þar sem hún var í rann- sókn í gærkvöldi. Ekki var vitað nánar um meiðsli hennar. Fríverslun með sjávar- afurðir vísað til nefndar „Erum sæmilega ánægðir með lyktir fundarins,“ segir Steingrímur Hermannsson FIJNDI utanríkisráðherra Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) lauk í gær í Tampere í Finnlandi. Var niðurstaða fundarins meðal annars sú að skipa nefnd háttsettra embættismanna til þess að fjaUa um frjálsa fiskverslun og á hún að skila lokaskýrslu fyrir ráðherra- fund EFTA, sem fram fer að ári. í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra vera ánægður með það samkomulag, sem náðst hefði. „Þetta var mjög erfitt og fram á síðustu stundu leit út fyrir að þetta myndi mistakast. Við beittum okkur fyrir málamiðlun, sem ég held að hafi verið skynsamlegt, þvi ef þetta hefði strandað í hörku á báða bóga er í raun ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvert framhaldið hefði orðið.“ í samkomulagi ráðherranna kemur annars vegar fram, að grípa eigi til nýrra ráðstafana til að koma í veg fyrir ríkisstyrki, sem hindri eðlilega samkeppni. Óskuðu ráð- herramir eftir því, að innan árs yrðu sérfræðingar búnir að koma sér saman um skilgreiningu og staðla á því hvað flokkaðist undir slík ríkisafskipti. Seljum líklega sáralítið af laxaseiðum til Noregs - segir framkvæmdasljóri Landssambands fiskeldisstöðva „LÍKURNAR á seiðaútflutningi til Noregs fara dagminnkandi. Ég held að það sé nær borin von að við getum selt nema örfá hundruð þúsund af laxaseiðum þangað og það yrðu þá bestu seiðin, frá Islands- laxi,“ sagði Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrr i ár voru menn vongóðir um að hægt yrði að selja stærstan hluta af 5-7 milljón seið- um sem til eru í landinu til Noregs. Friðrik kvaðst bjartsýnn á að tillaga forsætisráðherra um 800 milljóna króna lánsheimild til nýrra fiskeldisstöðva, sem myndu þá taka við óseldu seiðunum, yrði sam- þykkt á ríkisstjórnarfundi í dag. Friðrik sagði að framboð á seiðum í Noregi væri miin meira en menn hefðu haldið, einkum vegna þess að veturinn þar hefði verið mildur. Mjög miklar kröfur væru gerðar til inn- fluttra seiða þar og ef Norðmenn keyptu seiði frá íslandi yrði það líklega eingöngu frá íslandslaxi hf., en seiðin þaðan hefðu bestu eldis- möguleikana. „Ég held að við séum að gera sjálfum okkur mikinn óleik með því að flytja bestu seiðin út,“ sagði Friðrik. Aðspurður sagði Friðrik að aðrir markaðir en Noregur hefðu verið kannaðir, en verð á seiðum víðast hvar í Evrópu væri svo lágt að það svaraði ekki kostnaði að selja þang- að. Aðalsölutíminn er frá miðjum júní til ágústbyijunar. „Eina úrræðið til að losna við þessi seiði er að fá auknar láns- heimiidir til að auka laxeldi. Eg held að það yrðu meiriháttar afglöp af stjómvöldum ef þessar hugmyndir um 800 milljóna króna lánsheimildir næðu ekki fram að ganga, því það er engin önnur atvinnugrein sem býður upp á jafn mikla möguleika til aukinnar gjaldeyrisöflunar og fiskeldi,“ sagði Friðrik Sigurðsson. Hann benti í því sambandi á nýút- komna skýrslu sem Hermann Ottós- son hefur gert fyrir Útflutningsráð og landbúnaðarráðuneytið, en þar er lagt til að íslendingar einbeiti sér að ræktun hágæðalax, sem hægt yrði að selja á háu verði ogjþví er haldið fram að aðstæður á Islandi séu einstaklega góðar til strandeldis og hafbeitar, sem gefi af sér mun verðmætari fisk en kvíaeldi. Vísar þessi kafli ályktunarinnar til ásakana Svia á hendur Norð- mönnum um að þeir styrki sjávarút- veginn svo, að ómögulegt sé að ræða um fijálsa fiskverslun með sama hætti og Norðmenn og íslend- ingar hafa stungið upp á. Norð- menn hafa á hinn bóginn vísað þessu til föðurhúsanna og segja að í Svíþjóð tíðkist alls konar duldar greiðslur til útvegsins. „í lokin var komin talsverð harka milli Norðmanna og Svía vegna ríkisaðstoðar, sem Svíar telja, og eflaust með réttu, að sé mikil í Noregi og skekki þannig samkeppn- isgrundvöllinn," sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. „En við erum sæmilega ánægðir með lyktir fundarins, því þama er sterk tilvís- un til þess meginmarkmiðs fríversl- unarbandalagsins, að stuðlað skuli að fijálsri verslun og sömuleiðis er vikið að sérstöðu ákveðinna þjóða, sem byggja afkomu sína að miklu leyti á sjávarafurðum." Utanríkisráðherra sagði enn- fremun „Við lögðum einnig mikla áherslu á að fá þama inn sterka tilvísun til einróma niðurstöðu ráð- herranefndarinnar og ráðgjafa- nefndarinnar í þessa veru og teljum að á þeim grundvelli sé ekki hægt að lesa út úr þessu annað en að markmiðið sé fullt verslunarfrelsi með sjávarafurðir." Til þess að svo mætti verða var afráðið að skipa nefnd háttsettra embættismanna í utanríkisráðu- neytum ríkjanna, sem skila skal áfangaskýrslu á næsta ráðherra- fundi EFTA. Endanleg skýrsla skal sem fyrr segir liggja fyrir ráðherra- fundi þeim, sem haldinn verður í júní 1989. Þá var enn undirstrikuð nauðsyn þess að allir þættir ríkisaðstoðar við sjávarútveginn væru rannsakað- ir til hlítar og að niðurstöður þeirr- ar athugunar lægju fyrir næsta ráðherrafundi, sem haldinn verður í Genf dagana 28. og 29. nóvember. Steingrímur var spurður hvemig Norðmenn hefðu tekið þeim kafla þar sem kveðið er á um könnun á öllum þáttum ríkisaðstoðar við út- veginn og sagði hann þá hafa verið trega lengst af, „en þeir féllust á þetta orðalag áður en yfir lauk“. Landsliðið: Valgeir semur stuðlag Handknattleikssamband íslands hefur í tilefni af för íslenska landliðsins i hand- bolta á Ólympíuleikana feng- ið Valgeir Guðjónsson til að semja hvatningarlag. • Að sögn Valgeirs hentar lag- ið vel til einsöngs og fjölda- söngs og því vandalaust fyrir alla landsmenn að taka undir með landsliðsmönnum. Ólafur Jónsson átti hug- myndina að hvatningarlaginu og hefur umsjón með útgáfunni fyrir hönd HSÍ. Ólafur sagði það mjög ánægjulegt fyrir Handknattleikssambandið að jafngóður texta- og lagasmiður og Valgeir hefði tekið verkið að sér. Stefnt er að því að taka lagið upp í byijun næstu viku og gefa það út í lok júlí. Hljómplötuútgáfan Steinar sér um útgáfuna og rennur all- ur ágóði af henni til landsliðs-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.