Morgunblaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 13 Morgunblaðið/Sveinn Guðjónsson Matthías A. Mathiesen, samgönguráðherra, opnar áætlunarflugið milli íslands og Finnlands við komu fyrstu vélarinnar til Helsinki. Við hlið hans er Pekka Vennamo, samgönguráðherra Finna. Tvær flugfreyjur Flugleiða, Christel Þorsteinsson og Susann Schumacher, sem báðar eru finnskar að uppruna, voru í jómfrúrferðinni og héldu þær í borðann þegar vigsluathöfnin fór fram. Flugleiðir: Áætlunarf lug til Finnlands hafið „VIÐ vonum að sú djörfung og framsýni, sem lýsir sér í þessu frumkvæði Flugleiða, leiði til aukinna samskipta milli þessara tveggja vinaþjóða, Finna og ís- lendinga," sagði Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra m.a. er hann vígði nýjustu áætl- unarleið Flugleiða, á milli íslands og Helsinki í Finnlandi. Jóm- frúrferðin var farin þriðjudag- inn 7. júní sl. og verður flogið vikulega á þriðjudögum til 23. ágúst næstkomandi. Samgönguráðherra Finna, Pekka Vennamo, tók á móti fyrstu far- þegum Flugleiða á Helsinkiflug- velli, og í ávarpi sínu hafði hann á orði að löngu væri tímabært að auka samskipti þessara tveggja frændþjóða með reglubundnu áætl- unarflugi. Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra, sem vígði flug- leiðina af hálfu íslenskra sam- gönguyfirvalda, tók í sama streng og sagði meðal annars að það væri alltaf ánægjuefni þegar nýjar flug- samgöngur opnuðust á milli Islands og annarra landa. Fátt væri betur til þess fallið að tengja tvær þjóðir saman en hraðar og öruggar sam- göngur. Reglubundið áætlunarflug milli íslands og Finnlands hefur ekki verið við lýði síðan Loftleiðir lögðu það af fyrir tæpum tveimur áratug- um. Að sögn Boga Ágústssonar, fréttafulltrúa Flugleiða, er Hels- inkiflugið nú til komið vegna aukins ferðamannastraums til og frá Finn- landi. Stöðvarfulltrúi Flugleiða á Helsinkiflugvelli er Ema Einars- dóttir, en skrifstofa Finnair í Hels- inki mun annast alla fyrirgreiðslu fyrir farþega Flugleiða í Finnlandi. Hafnarfjarðarhöfn: Tvö þúsund fer- metra vörugeymsla SEX íslensk fyrirtæki og eitt danskt reisa nú í sameiningu vörugeymslu við Suðurgarð Hafnarfjarðarhafnar. Þar verð- ur almenn vöruafgreiðsla fyrir inn- og útflutning á frysti- og kælivörum. Stofnað hefur verið hlutafélagið Faxafrost hf. í eigu fyrirtækjanna sjö og sagði stjórnarformaður þess, Björn Haraldsson, að vörugeymslan yrði sú eina sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu sem væri til almennra nota. Fyrirtækin, sem hlut eiga í Faxa- frosti hf. eru Ok, sem hefur aðsetur í Hafnarfirði, Skagstrendingur á Samkoma á Hrafnseyri Hrafnseyramefnd gengst fyr- ir samkomu á Hrafnseyri, fæð- ingarstað Jóns Sigurðssonar, 17. júní eins og mörg undanfarin ár. Þar flytur Jón Sigurðsson ráð- herra hátíðarræðuna. Hann er Arn- firðingur að ætt og var amma hans Guðrún Friðriksdóttir fædd á Hrafnseyri. Guðrún Jónsdóttir söngkona syngur við undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar. Enn- fremur mun séra Gunnar Hauksson messa i minningarkapellu Jóns Sig- urðssonar (Fréttatilkynning) Skagaströnd, Hrönn á ísafirði, Jö- klar, Nesskip, Hekla og danska fyr- irtækið Breinholt, sem er umboðs- aðili Oks í danmörku og hefur að- setur í Esbjerg. Hlutafé Faxafrosts er 40 milljónir króna og eru Ok og Jöklar stærstu hluthafar. „Ok átti frumkvæðið að stofnun hlutafélags- ins og nú er verið að reisa 1100 fermetra frystigeymslu og 1000 fermetra vörugeymslu við Suður- garðinn við Hafnarfjarðarhöfn," saðgi Björn Haraldsson. „Við ætlum að vera með almenna vöruaf- greiðslu fyrir inn- og útflutning á frysti- og kælivörum, sem og öðrum vörum. Byggingaframkvæmdir eru vel á veg komnar og við reiknum með að geta hafið starfsemina í byijun september." Björn sagði að fyrirtækin hefðu ákveðið að heíja skipaafgreiðslu þar sem ekki væri í önnur hús að venda fyrir sjálfstæð fyrirtæki. „Þetta verður eina almenna skipaafgreiðsl- an á hafnarbakka á höfuðborgar- svæðinu, því önnur slík starfsemi er í höndum stóru skipafélaganna. Þessi vörugeymsla er fyrir hvern sem hefur áhuga á að nýta hana og ég held að við verðum ekki í neinum vandræðum með að nýta húsnæðið," sagði hann. „Við höfum reyndar þegar óskað eftir því við bæjaryfirvöld að fá úthlutað stærra svæði við höfnina og vonumst til að fá svör við þeirri málaleitan á næstunni," sagði Björn Haraldsson, stjórnarformaður Faxafrosts hf. ,\ | Sýning Lebretons fjallar um fákænan manninn sem lifir af eftir kjamorkusprengju. Hann er einn uppistandandi og einmana- leikinn er svo nístandi að jafnvel fluga er kærkominn félagi mannsins við þessar aðstæður. Það er þó ekki fyrr en tveimur flugum hefur verið sporðrennt til að seðja sárasta hungrið að sú þriðja kemur til greina sem leik- félagi. Það er of seint því fyrsta viðbragð mannsins var að spúa á hana eitri og allar tilraunir mannsins til að lífga hana við eru til einskis. Og hér fær tákn- mál Lebretons líf í vængina sína og margræðni þess ýtir við sof- andi hugsun áhorfenda. Hið grát- hlægilegasta við sýninguna alla í heild sinni er hversu óendanlega dapurleg hún er en samt hlær maður meira og minna allan tímann. Við þetta riíjast upp fyr- ir manni gömul lesning um eðli hláturs og mitt í einni hlátursro- kunni á sýningu Lebretons ómar spumingin í huga manns: Emm við svona grimm? Eftir misheppnaða tilraun með fluguna fer Lebreton að gramsa í drasli sem í kringum hann ligg- ur og finnur hluta af brúðum sem hann reynir að tjasla saman og blása lífí í. Allar þessar tilraunir - dauðadæmdar að sjálfsögðu - em stórfyndnar, það er sögu- þráðurinn sem felur i sér dapur- leikann. Snilld Lebretons er fólg- in í því(m.a.)að koma þessari tvö- feldni sýningarinnar til skila samtímis. Sjaldan eða aldrei hef ég upplifað svo bókstaflega að maður hlæi í skelfingu sinni. Yves Lebreton Loks birtist brúðan Lilí sem Le- breton leggur sig allan fram við að þóknast, hann leikur fyrir hana, reynir að skemmta henni og biðla til hennar á allan hátt en allt kemur fyrir ekki. Yves Lebreton hefur hér fært okkur sýningu sem ýtir við ryð- guðu ímyndunarafli okkar og vekur upp umhugsun um aðstæð- ur sem vaninn er að bægja frá sér vegna þeirrar óskhyggju okk- ar allra að vonandi komi aldrei til nokkurs slíks. Jafnhliða þessu er sýning Lebretons frábær lýs- ing á þeirri stöðugu viðleitni mannskepnunnar að komast yfir einmanaleikann með öllum til- tækum ráðum og þá ekki síður lýsing á því ömurlega hlutskipti að vera einn uppistandandi í kuldalegum heimi. Loks er sýn- ing Lebretons kennslustund fyrir leikhúsfólk í því hvemig hægt er að vera skemmtilegur án þess að draga broddinn úr efnivið sínum. Nafngift Lebretons á sýn- ingunni sýnir best hversu gjörla hann þekkir tilgang sýningar sínnar; S.O.S. er sannkallað neyðarkall mannskepnunnar til sjálfrar sín. Spuming er hvort við heyrum til okkar fyrr en um seinan. Tvö íslensk verk fmmflutt Einmana eftir sprengju Leiklist Hávar Sigurjónsson Theatre L’Arbre sýnir á Lista- hátíð: S.O.S. Höfundur og flytjandi: Yves Lebreton Látbragðsleikarinn franski Yves Lebreton flutti okkur á Listahátíð leik sinn S.O.S. í Iðnó í gærkvöld og fyrrakvöld. Mögnuð sýning, flutt af meist- aralegu öryggi Lebretons yfir táknmáli líkamans - þessum sameiginlegu táknum sem við beitum öll en þurfum að láta magna upp fyrir okkur og skerpa á leiksviði til þess að við könnumst við þau. Kammertónleik- ar í Islensku óperunni UNGIR íslenskir tónlistarmenn verða alls ráðandi á kammer- tónleikum í íslensku óperunni i kvöld. Þá stjórnar Hákon Leifs- son frumflutningi tveggja íslenskra verka, Klarinettukon- serts, eftir Hauk Tómasson og Capriccio fyrir pianó og hljóm- sveit eftir Leif Þórarinsson. Það er kammersveit undir stjórn Hákons Leifssonar sem leikur á tónleikunum, en einleikarar eru Guðni Franzson, klarinottuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari. Auk frumflutnings íslensku verkanna tveggja verður flutt Kammersinfónía op. 9 fyrir 15 hljóðfæri eftir Amold Schön- berg. Stjórnandinn, Hákon Leifsson, er fæddur 1958. Hann stundaði nám í homleik og tónsmíðum í Danmörku, á Islandi, í Englandi og Austurríki. Hann stundar nú nám í hljómsveitarstjóm við New England Conservatorie í Boston í Bandaríkjunum. Guðni Franzson fæddist í Reykavík árið 1961. Hann lauk námi frá blásarakennaradeild Tón- listarskólans í Reykjavík 1982 og einleikaraprófi á klarinett 1984 og það ár lauk hann einnig prófi frá tónfræðideild Tónlistarskólans. Guðni hefur búið í Hollandi síðan hann lauk prófum hér heima og stundað framhaldsnám í klari- nettuleik. Á sl. ári hlaut hann námsstyrk frá hollenska mennta- málaráðuneytinu. Hann hefur haldið einleikstónleika í Hollandi og víðar. Þorsteinn Gauti Sigurðsson er fæddur árið 1960. Hann lauk ein- leikaraprófi frá tónlistarskólanum 1979 og stundaði síðan framhalds- nám við Juilliard skólann í New York og í Róm. Þorsteinn Gauti hefur komið fram á tónleikum bæði austan hafs og vestan, nú síðast á einleikstónleikum í Barbic- an Centre í London á vegum EPTA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.