Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 46

Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 46
46 í, MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR! 16. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/KGA Það var allhvasst á Reykjavíkurflugvelli er Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, tók á móti fær- eysku Iögmannshjónunum, Atla og Sólvá Dam, við upphaf opinberrar heimsóknar þeirra til íslands. Atli Dam í opinberri heimsókn á Islandi ^ Morgunblaðið/KGA Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Arna Magnússonar, sýnir lögmannshjónunum Atla og Sólvá Dam Flateyjarbók. Knut Ödegaard skýrir lögmannshjónunum frá starfi Norræna hússins i bókasafni þess. ATLI Dam, lögmaður Færeyja, og kona hans frú Sólvá Dam komu til landsins í gærmorgun í fimm daga opinbera heimsókn í boði forseta íslands. Veður var heldur hryssingslegt þegar flugvél lögmannsins lenti á Reykjavíkurflugvelli. Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, og móttökunefnd tóku á móti lög- mannshjónunum og fylgdarliði þeirra. Með þeim í för eru fulltrú- ar færeysku landsstjórnarinnar, þeir Jalgrim Hilduberg, skrif- stofustjóri, Berghild kona hans og Maiken Poulsen, fulltrúi. Er lögmannshjónin höfðu kom- ið sér fyrir á Hótel Sögu, þar sem þau munu dveljast meðan á heim- sókninni stendur, var haldið til Bessastaða og snæddur hádegis- verður í boði forseta íslands. Að hádegisverði loknum var haldið í skoðunarferð um Stofnun Árna Magnússonar. Þar tók Dr. Jónas Kristjánsson forstöðumaður á móti gestunum og sýndi þeim stofnunina. Við það tækifæri af- henti Ólafur Halldórsson, fyrir hönd Ámastofnunar, Atla Dam lögmanni útgáfu sína af Færey- ingasögu sem nýlega kom út. Við sama tækifæri gaf Atli Dam Morgunblaðið/Ól.K.M Gestirnir skoða sýningu á norrænni konseptlist í Listasafni íslands, f.h. Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands, Atli Dam lögmaður, Bera Nordal forstöðumaður listasafnsins og Sólvá Dam lögmanns- frú. Stofnun Árna Magnússonar bók með Sigurðarkvæðum, sem eru fom færeysk kvæði um Sigurð Fáfnisbana. Eftir heimsóknina í Stofnun Áma Magnússonar var haldið til Norræna hússins, þar sem Knut Ödegaard forstjóri og kona hans Þorgerður Ingólfsdóttir tóku á móti lögmannshjónunum. Buðu þau gestunum til kaffísamsætis, áður en þau sýndu þeim húsið og greindu frá starfsemi þess. Atli Dam afhenti þeim einnig eintak af Sigurðarkvæðum að gjöf. Því næst var haldið til Lista- safns íslands, þar sem Bera Nord- al forstöðumaður safnsins bauð gestina velkomna. Fylgdi hún lög- manninum um safnið og sýndi honum þær tvær sýningar sem nú em í gangi í safninu, sýningu á verkum Marc Chagalls og sýn- inguna Norræn konseptlist. Um kvöldið hélt Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, kvöld- verðarboð til heiðurs lögmanns- hjónunum. I dag heldur Atli Dam lögmað- ur ásamt fyldarliði til Austur- lands, þar sem hann mun skoða sig um áður en hann snýr aftur um kvöldið til Reykjavíkur. Fyrstu bæir hefja slátt Morgunblaðið/Bjöm Blöndal The Christians á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins í gær. The Christians komnir til landsins Það er misjafnt eftir landshlutum hvenær sláttur byijar. Samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Jónssyni búnaðarmálastjóra hafa borist spurnir af bæjum í Eyjafirði sem hófu slátt um síðustu helgi. Rætt var við nokkra af fréttariturum Morgunblaðsins úti á landsbyggð- inni og þeir spurðir um veðurfar og horfur á slætti í byggðarlögum sínum. Davíð Pétursson að Grund í Skorradal sagði veðrið hafa verið nokkuð kalt og vætusamt upp á síðkastið og hitastig jafnan undir 10 gráðum. Vænta mætti að sláttur hæfíst um viku af júlí en stutt væri síðan féð var rekið af túnum. Páll Pálsson að Borg í Miklaholts- hreppi sagði að töluvert væri í slátt hjá allflestum bæjum í hreppnum og tók í sama streng og Davíð hvað veður varðaði. Sveinn J. Þórðarsson að Innri- Múla á Barðaströnd bjóst við að sleg- ið yrði um næstu mánaðamót og sagði hann það vera svipað og fyrri ár. Einar Jónsson að Árnesi í Árnes- hreppi, Strandasýslu, kvað bændur vera að bera á túnin og bjóst við að sláttur hæfist um 20. júlí. Veðrið hefur að sögn Einars verið líkt og venjulega á þessum árstíma, nokkuð vindasamt og hiti oftast undir tíu gráðum. Karl Á. Sigurgeirsson á Hvammstanga sagði að vorið hefði verið kalt og þurrviðrasamt. Hiti hækkaði ekki að ráði fyrr en um síðustu helgi, er hann fór upp í tutt- ugu gráður. Miklar rigningar fylgdu þá í kjölfarið. Karl sagðist ekki bú- ast við að sláttur hæfist á nálægum bæjum fyrr en eftir næstu mánaða- mót og er það nokkuð seinna en venjulega. Stefán Skaftason að Straumnesi í Aðaldal kvaðst ánægður með veð- rið það sem af væri sumri. Vorið var kalt en síðustu vikur hefði hiti verið að jafnaði um 15-20 gráður yfir dag- inn og mikill raki í lofti. Hann sagð- ist búast við að sláttur hæfíst um mánaðamótin. Að sögn Stefáns hefur borið mikið á roðamaur í túnum en hann tefur sprettu. Guttormur V. Þormar kvað bænd- ur á Austurlandi almennt vera nokk- uð ánægða með sprettu en veðrið hefði þó mátt vera vætusamara. Hiti hefur farið upp í 25 gráður. Hann bjóst við að bændur hæfu slátt um mánaðamótin. Að sögn Guttorms vottar fyrir kali í túnum. Vilhjálmur Eyjólfsson að Hnaus- um í Meðallandi spáði því að sláttur hæfíst fyrir mánaðamót. Vorið var kalt að sögn Vilhjálms en hlýnað hefði fyrir tveimur vikum. Valdimar Guðjónsson að Gaul- veijabæ í Gaulveijabæjarhreppi kvað hreppsbúa hafa fengið mjög gott veður síðustu vikur eftir kalt vor. Hann bjóst við að'sláttur hæfíst eft- ir viku. BRESKA hljómsveitin The Christ- ians kom til landsins í gær og leik- ur á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld, ásamt hljómsveitunum Strax, Síðan skein sól og Kátum piltum. Hljómsveitin The Christians er skipuð bræðrunum Garry og Russell Christian sem sjá um söng og saxó- fónleik og Henry Priestman sem leik- ur á hljómborð og gítar auk þess að aðstoða við sönginn. Þeim til fullting- is á hljómleikunum í kvöld verða nokkrir valinkunnir hljóðfæraleikar- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.