Morgunblaðið - 16.06.1988, Síða 60

Morgunblaðið - 16.06.1988, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 Landssamband veiðifélaga: Rósa Ingólfsdótt- ir sýnir í Viðey RÓSA Ingólfsdóttir opnar myndlistarsýningn í skála Haf- steins Guðmundssonar í Viðey, föstudaginn 17. júní. Á sýning- unni eru myndir sem unnar voru 1984 og notaðar í heim- ildamynd Sjónvarpsins „Viðey með sundum“. Myndimar sýna allar atburði sem tengjast sögu Viðeyjar fyrr á öldum, einkum við siðaskipti þegar Diðrik frá Minden og menn hans fóru ránsferð sína í Viðey- jarklaustur. Þær eru nú í eigu Reykjavíkurborgar, sem lánar þær á sýninguna. Rósa Ingólfsdóttir lauk prófi í auglýsingateiknun frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1968. Með náminu vann hún við teiknun hjá Sjónvarpinu og var fastráðin þangað strax að námi loknu. Hún stundaði nám í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1969—72 og var jafnframt í söngnámi hjá Guðrúnu Á. Símon- ar, óperusöngkonu. Rósa hefur einnig fengist við tónsmíðar og gaf út hljómplötu árið 1972. Hún starfar nú sem teiknari Sjón- varpsins og hefur auk þess gert auglýsingar og kynningarmyndir fyrir Ríkisútvarpið. Á sýningunni í Viðey verður Rósa Ingólfsdóttir lestur Ævars Kjartanssonar á ágripi úr sögu Viðeyjar fluttur af segulbandi. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 11.30— 16.30 og um helgar frá kl.13.00—18.00. Henni lýkur 17. júlí. (Úr fréttatilkynningu) Þrjátíu ára afmælis sambandsins minnst Ljósmynd/Einar Hannesson Þrír kunnir veiðibændur á aðalfundinum, f.v.: Þorsteinn Guðmunds- son Skálpastöðum, Óskar Teitsson Víðidalstungu og Magnús Kristj- ánsson Norðtungu. UM ÞESSAR mundir eru Iiðin 30 ár frá því að Landssamband veiðifélaga var stofnað. Þessa var sérstaklega minnst með kvöldverðarhófi i tengslum við aðalfund samtakanna, sem haldinn var á Hvanneyri 10.—11. júní sl. Böðvar Sig- valdason, Barði var endurkjör- inn formaður sambandsins til 3ja ára. Á fundinum mættu 40 fulltrúar frá veiðifélögum' víðsvegar um land auk nokkurra gesta sem ávörpuðu samkomuna, m.a. Rafn Hafnfjörð formaður landssam- bands stangaveiðifélaga, sem færði LV gjöf frá stangaveiðisam- bandinu. Auk þess_ fluttu erindi á fundinum þeir Árni ísaksson, veiðimálastjóri, og Ámi Mathies- en, dýralæknir físksjúkdóma á Keldum. Formaður gerði í kvöld- verðarhófi grein fyrir 30 ára starfi sambandsins og Ámi Jónasson, fyrrverandi formaður Veiðimála- nefndar gerði fundarmönnum ítar- lega grein fyrir starfsemi fisk- ræktarsjóðs um nær tveggja ára- tuga skeið. Landssamband veiðifélaga eru hagsmunasamtök veiðiréttareig- enda í landinu og rétt til þátttöku í þeim eiga öll veiðifélög, sem stofnuð hafa verið á grundvelli laga um lax- og silungsveiði. Innan vébanda LV em nú 54 félög og þá nær öll þau, sem starfa við öflugustu laxveiðiár landsins. í ræðu formanns kom fram, að starfsemin hefur verið fjölþætt og sambandið tekið þátt í að móta og beita sér fyrir margháttuðum umbótum í íslenskum veiðimálum. Má þar nefna löggjöfína sjálfa og framkvæmd ýmissa ákvæða henn- ar, eins og veiðieftjrlit og vamir gegn sjúkdómum, mengun veiði- vatna, og síðast en ekki síst úthaf- Bókaklúbburinn Veröld gaf Unglingaathvarfinu í Selja- hverfi nýlega bækur sem at- hvarfið notaði siðan til að halda hlutaveltu til styrktar ferða- sjóði athvarfsins. Hlutaveltan var haldin í Blóma- sveiði á laxi, sem það hefur beitt sér gegn af fremsta megni. Sein- ustu árin hefur athyglin beinst sérstaklega að því að koma í veg fyrir erfðablöndun íslenska laxa- stofnsins og aðrar hættur fyrir villta stofninn í ánum samfara stórauknu fískeldi hér á landi. Þá hefur alla tíð verið mjög gott sam- starf við Veiðimálastofnun, sem LV hefur stutt í hvívetna, og veiði- málastjóri hefur setið nær alla aðalfundi sambandsins. í sambandi við þau nýju við- horf, sem upp hafa komið seinustu misseri vegna stóraukins fískeldis, beitti LV sér fyrir að viðræður hófust með þeim aðilum, sem hlut eiga að málum og þá varðar. Þetta leiddi til samkomulags hagsmuna- aðila. Á aðalfundinum var sam- þykkt tillaga þar sem fagnað er þessu samstarfi, sém tekist hefur milli landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, landssambands stangaveiðifélaga og LV varðandi vali við Sigtún og rann ágóðinn í ferðasjóð Unglingaathvarfsins. Fyrirhugað er að fara með ungl- ingana til Hollands nú í sumar en í fyrra var farið í Kerlingafjöll. (Úr fréttatilkynningu) setningu reglugerðar um „slepp- ingar laxfiska og vamir gegn erfðablöndun og físksjúkdómum. Fundurinn leggur áherslu á að setningu reglugerðar þessarar verði hraðað sem mest, ekki síst með tilliti til þess ástands, sem nú ríkir í seiðasölumálum og felur stjóm sambandsins að fylgja þvi samstarfi eftir sem tekist hefur, en gæta jafnframt hagsmuna veiðiréttareigenda eins vel og framast er unnt. í nær tvo áratugi hefur sam- bandið j-ekið þjónustuskrifstofu í Reykjavík þar sem m.a. hafa verið seld veiðileyfí. Þá hefur samband- ið staðið fyrir útgáfustarfí þar sem er ritið „Vötn og veiði". Það hefur komið út í 9. heftum og í þeim er að fínna upplýsingar um á fimmta hundrað silungsvatna víðsvegar um land. Ritstjóri útgáf- unnar hefur verið Hinrik A. Þórð- arson, Útiverkum. Þá hefur landssambandið unnið að ýmsum hagsmunamálum veiði- réttareigenda og haft uppi vamir þegar sótt hefur verið að hlunnind- um veiðibænda og dreifbýlinu. Nýjasta dæmi af þessu tagi er afstaða LV til áforma um inn- heimtu virðisaukaskatts af sölu veiðileyfa. En aðalfundurinn lýsti yfír mikilli andstöðu við þetta mál, sem byggir m.a. á því, að verð veiðileyfa myndist alfarið af framboði og eftirspum og sé nú þegar eins hátt og markaðurinn framast þoli. Þessi skattheimta hlyti því fyrst og fremst að bitna beint á tekjum veiðibænda af hlunnindum þeirra á sama tíma sem íslensk bændastétt á miklum í fjárhagslegum erfíðleikum af Bókaklúbburinn Veröld: U nglingaath varfi gefnar bækur öðrum orsökum, og því lítt fær um að taka á sig aukin gjöld af þessu tagi. Fundurinn bendir á, að bein tengsl séu milli fasteignamats á veiðihlunnindum og arðs af veið- inni og myndi því þessi skatt- heimta fljótlega lækka umrætt mat um 25—30%. Tekjur viðkom- andi sveitarfélags af fasteigna- gjöldum fyrir hlunnindi myndu lækka að sjálfsögðu um sömu pró- sentutölu. Þar væri því verið að draga tekjur frá sveitarfélögum til ríkissjóðs, sem væri andstætt opinberri stefnu í málum þessum. Nýlega kom til starfa sem full- trúi stjómar LV Einar Hannesson, sem lengi vann hjá Veiðimála- stofnun. Hann mun vinna í hluta- starfi og sinna ýmsum verkefnum fyrir stjóm sambandsins. Fyrsti formaður LV var Þórir Steinþórsson, Reykholti, þá Sig- urður Sigurðsson, Stóra-Lamb- haga, Hermóður Guðmundsson, Böðvar Sigvaldason formaður Landssambands veiðifélaga í ræðustóli á afmælisfundinum. Árnesi, Þorsteinn Þorsteinsson, Skálpastöðum og Böðvar Sig- valdason, núverandi formaður. Núverandi stjóm LV skipa auk Böðvars, þeir Jóhann Sæmunds- son, Ása, Halldór Sigurðsson, Mið- húsum, Vigfús B. Jónsson, Laxa- mýri og Bjami Eiríksson, Mikla- holtshelli. (Fréttatilkynning) Fagnað samkomulagi hagsmunaaðila um varnir gegn erfðablöndun Hugo Þórisson, ráðgjafi við Unglingaathvarfið í Seíjahverfi tekur við bókagjöfinni frá Kristínu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Ver- aldar. Bandalag kvenna í Reykjavík: Vantar aðstöðu fyrir fómarlömb umferðarslysa Á AÐALFUNDI Bandalags kvenna í Reykjavík, sem haldinn var fyrir allnokkru síðan, voru samþykktar margar ályktanir um mál, sem bandalagið lætur sérstaklega til sín taka. Má þar nefna ályktanir um heilbrigðis- þjónustu, húsnæðisvanda, vimu- gjafa, launamál, neytendamál og fleira. Aðalfundur BKR skorar á heil- brigðisyfírvöld að leysa vistunar- vanda þeirra, sem hlotið hafa var- anlegan heila- eða mænuskaða af völdum slysa og sjúkdóma. Bendir hann á að fómarlömbum umferðar- slysa fari fjölgandi og engin viðun- andi aðstaða sé fyrir hendi fyrir þetta fólk. Þá beinir aðalfundurinn þeim tilmælum til félagsmálaráð- herra, að í þeirri endurskoðun, sem nú fari fram á lögum um Húsnæðis- stofnun, verði fundin lausn á hús- næðisvanda eldra fólks, sem búa vill í eigin húsnæði, og að auka þurfí möguleika aldraðra til leigu- húsnæðis. Aðalfundurinn mótmælir verð- hækkunum, sem orðið hafa á neysluvörum og þjónustu og er þar sérstaklega bent á hækkun á verði ávaxta, grænmetis og físks og sagt að það samræmist ekki stefnu ríkis- stjórnarinnar í manneldis- og neyslumálum. í framhaldi af því hvetur fundurinn allar bandalags- konur og allan almenning til að ganga í Neytendasamtökin og efla starfsemi þeirra. Lýst er ánægju með tilmæli Jafn- réttisráðs til ráðuneyta og stofnana, þar sem þess er óskað að lögð verði fram áætlun um hvemig viðkom- andi ráðuneyti eða stofnun ætlar sér að vinna að jafrétti. Fleiri ályktanir vom samþykktar, gegn launamisrétti, um menntun og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.