Morgunblaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 4 Gamla góða Iðnó eftirSvein Einarsson Fyrir um það bil tuttugu árum varð stórbruni í Lækjargötu og kom upp að næturlagi. Átt var norðaust- læg og stóð eldurinn með reyk og neistaflugi yfir Vonarstræti og stefndi á Iðnó. Húsið gamla hélt þó velli og man ég, að Ragnar í Smára komst svo að orði af því til- efni, að yfir því húsi hvíldi vemdar- kraftur. Þegar skyggnst er um öxl og skoðuð saga hússins, hversu oft hefur skollið hurð nærri hælum, er ekki fráleitt að finnast, að yfir þessu húsi hafi hvílt blessun. Þama hefur ein elsta og áhrifa- mesta menningarstofnun borgar- innar og alls landsins átt heima í nærfellt eina öld. Og eftir að Góð- templarahúsið var rifið og gert að bílastæði og eftir að Fjalakötturinn var rifinn og gerður að bílastæði, hefur sögulegt gildi þessa húss þama á Tjarnarbakkanum marg- faldast. Hér stóð vagga íslenskrar nútímaleiklistar. Auðvitað var leikið fyrr, bæði hér í borginni og víða í verslunarpláss- um út um land. í Reykjavík vóm það skólapiltar sem höfðu forystu og hófu leiklist til samfelldrar starf- semi, þegar hið nýja menntaskóla- hús var reist 1846; þeir fluttu með sér hefðina úr Skálholti, af Hóla- velli og Bessastöðum. Reyndar hafði stundum við staðið fyrir sýn- ingum áður, til dæmis vom leikir Sigurðar sýslumanns Péturssonar, Hrólfur og Narfi, leiknir að nýju (þeir vom fmmfluttir á Hólavöllum um aldamótin); nú vom sýningar um miðbik annars áratugar, leikið í yfirréttarhúsinu og bekkir sóttir í dómkirkjuna, en meðal leikenda Bjami skáld Thorarensen og Ras- mus Kristján Rask, stofnandi Bók- menntafélagsins. Fjörkippur hljóp svo í leikstarfsemina 1858, þegar Sigurður Guðmundsson kemur heim frá námi í Kaupmannahöfn; hann er fyrsti leikhúsmaður okkar og gerir sér grein fyrir, að leiklist er ekki bara dægrastytting, heldur alvarleg menningarviðleitni, sem skiptir máli fyrir tilvist þjóðarinnar og sjálfsímynd hennar; það er hann sem sker upp herör í hálfdanskri Reykjavíkinni: það á að leika á íslensku fyrir íslendinga! Um líkt leyti er að komast skrið- ur á leikstarfsemina víða um land. Einna fyrstir munu ísfirðingar hafa verið til, og þegar á þessum ámm, á sjötta áratugnum, em þeir famir af stað með leiksýningar — í hálf- byggðri kirkju! Akureyri hefur trú- lega komið þar næst á eftir — ann- ars er allt þetta tímabil langt frá fullkannað —, og þá var og blómleg leikstarfsemi í Stykkishólmi (og leikritagerð!, þar kom m.a. fram á áttunda áratugnum fyrsta leikritið samið af konu, Júlíönu Jónsdóttur, og fjallaði um víg Kjartans Ólafs- sonar), á Sauðárkróki (elsta leik- félag landsins, sem starfað hefur nær óslitið), Húsavík, Eskifirði, Eyrarbakka, Hafnarfirði og víðar. En það er þó tilkoma Iðnaðar- mannahússins — Iðnós — sem skipt- ir sköpum. Af því tilefni gangast Þorvarður Þorvarðsson prentari, sem þá var formaður Hins íslenska prentarafélags og nokkrir aðrir iðn- aðarmenn, fyrir því, að þeir tveir leikflokkar, sem þá vom starfandi í bænum — í Góðtemplarahúsinu og Fjalakettinum — sameinuðust í eitt félag, sem tryggð skyldi starfs- aðstaða í hinu nýja leikhúsi. Þannig varð til Leikfélag Reykjavíkur, sem enn á heima í Iðnó þó að nú bjarmi af nýju glæstu húsi og það brátt. Stofnendur LR vom nítján talsins, flestir vanir leikarar, en nokkrir iðnaðarmenn, sem ætlað var að sinna leiksviðstækni og húsrekstri. Er skemmst af því að segja, að við tilkomu þessa félags hljóp nýr metnaður í okkar leiklist og hið fyrsta eiginlega leikhús varð að vemleika. Leikhús, sem horfði framá við, þar sem áfangarnir urðu séðir í samhengi, leikhús, sem á fáum ámm þjálfaðist til þess list- ræna þroska, að það var tekið gilt sem þjóðfélagslega nauðsynlegur boðberi menningar og listar í sama „Og þeim sem ekki á neitt húsaskjól, myndi þykja hús á borð við Iðnó höll. Og- höll er Iðnó vissulega, þrátt fyrir annmarka sína, í andlegum skilningi að minnsta kosti.“ ístaði og hinir bestu málarar og bestu skáldin. íslensk nútímaleiklist verður til á fyrstu ámnum í Iðnó. Senn líður að því, að Reykjavík- urborg bjóði sínu gamla og síunga óskabami í nýtt og veglegt hús. Og því er þessi saga rifjuð upp hér, að gamalt hús hlýtur þá að standa á tímamótum. I Iðnó hafa flestir þeir leikhúsmenn landsins, sem sporin hafa markað, unnið á einhveiju skeiði þroskaferils síns. Hér vom fmmflutt verk Jóhanns Siguijónssonar, Einars Hjörleifs- sonar Kvarans, Indriða Einarsson- ar. Hér fæddist Gullna hliðið (og það var einmitt á þeirri fmmsýn- ingu, sem lá við, að lifnaði í). Og hér komu fram mörg verk Halldórs Laxness, Agnars Þórðarsonar, Jök- uls Jakobssonar, Jónasar Árnason- ar, Birgis Sigurðssonar, Kjartans Ragnarssonar og margra annarra fremstu höfunda okkar í dag. Hér hafa tónskáldin starfað og mynd- listarmennirnir. Á hveiju ári í yfir níutíu ár hafa hér verið unnin menn- ingarsöguleg afrek af ýmsu tagi; húsið allt er bókstaflega þrungið listrænni sköpun. Það er því harla framandi tilfinn- ing, ef þetta sögufræga hús ætti nú allt í einu að fara að gegna ein- hveiju allt annars konar hlutverki. Að vísu hefur aðbúnaður í Iðnó aldr- ei verið góður. Enn þann dag í dag munu leikendur og starfsmenn þar Doktors- ritgerð um frjósemi mjólkurkúa Dr. Jón Eldon varði doktorsrit- gerð sína um „fijósemi íslenskra mjólkurkúa eftir burð“ við Upp- salaháskóla og Dýralæknadeild Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar þann 20. maí siðastliðinn. Jón Eldon er fæddur í Reykjavík 27. janúar 1946. Foreldrar hans em Jón Eldon og Lilja Jónsdóttir. Eigin- kona Jóns er Ingibjörg Pálsdóttir hjúkmnarfræðingur og eiga þau þijú börn. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1967. B. Sc. prófi í Líffræði lauk hann frá Háskóla íslands árið 1973 og M. Sc. prófi í vistfræði frá Uni- versity of Aberdeen árið 1976. Hann hefur starfað við Líffræði- stofnun Háskólans árin 1973-1975, og aftur frá 1978-1979, við Rann- sóknardeild Landsspítalans 1979- 1982. Síðan hefur Jón starfað við Tilraunastöð Háskólans í meina- kannast við sitthvað í lýsingu Frið- finns Guðjónssonar leikara, eins af stofnendum LR, þegar hann lýsir frumbýlisárunum: „Til að gefa ofur- litla hugmynd um, hvers konar að- búnað leikendur í þessu nýstofnaða leikfélagi áttu við að búa nokkur fyrstu starfsár sín, vil ég fyrst geta þess, að inngangur fyrir leikendur var á suðurgafli hússins. Var frá götunni farið í gegnu þaklaust port, þar sem rigndi og snjóaði á víxl, svo að leikendur urðu oft að ösla þar forina í ökla. Þegar inn í gang- inn kom, var gengið niður nokkrar tröppur, sem lágu niður í kjallara hússins, og inn eftir gangi, sem lá fyrir framan tvö herbergi, sem ætl- uð vom fyrir búningsherbergi karl- manna. í þessum gangi héngu iðu- lega ýmiskonar matvæli niður úr loftinu, svo sem kálfsskrokkar, ijúpur og fleira, svo renna varð sér á rönd milli matarbirgðanna, til að komast inn í fremra herbergið. Það að auki var þama svo lágt undir loft, að fullvöxnum mönnum, með hatt á höfði, var ekki auðið að ganga uppréttir. Búningsherbergi þessi vom ómáluð og gluggalaus, svo aldrei skein sólargeisli eða dagsbirta þar inn. Húsið er, eins og kunnugt er, byggt á eystri bakka Reykjavíkurtjarnarinnar, og var fyrstu árin engin uppfylling milli tjarnarinnar og húshliðarinnar, sem að Tjöminni sneri. Afleiðingin varð því sú, að vatn síaðist gegnum vegginn og inn í kjallara hússins, með öðmm orðum inn í búnings- herbergi leikaranna. Var það ekki óalgengt, þó að þurrt væri gólf í kjallaranum í byijun sýningar, var í lok leiksins komið svo djúpt vatn í herbergin að tæplega var stígvéla- tækt, og allir munir lauslegir, svo sem húsgögn, sem notuð vom á leiksviðinu, flutu þar fram og aftur eins og rekald, og var það stundum ófögur aðkoma. Svo var mikill rottugangur í herbergjunum, að ekki var friður með andlitsfarða eða önnur fituefni til gerfisbreytinga Dr. Jón Eldon. fræði, Keldum, þar sem verkið er unnið. Viðfangsefni ritgerðar er starfs- semi eggjastokka samkvæmt horm- ónamælingum, fangtimi, árangur sæðinga, þéttni fjögurra næringar- efna í blóði og breytingar á þeirri þéttni í tengslum við æxlunarástand kúnna. Uppistaðan í verkinu em 6 greinar sem þegar hafa birst eða em að birtast í erlendum fræðirit- um. Ooið 12-18 Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum ogskeytum á áttatíu ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Sigurjón Björnsson. Metsölublaðá hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.