Morgunblaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 að er aðeins einn staður sem Bm ekkH Djúpsteikingar pottar öruggur, snöggur steikir vel. Fyrirliggjandi í mörgum stæröum. Verö frá kr. 15.455,- Gædi, Þekking, Þjónusta A. KARLSSOn HF. HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SlMI: 91 -27444 f//A//i Hrefnu landað 1983 á Bijánslæk. Hver hefur hag af hval? eftir Einar Hauk * Asgrímsson Áður en hvalveiðar voru bann- aðar hafði Hvalur hf. góðan hagn- að af hval, og einnig tókst hrefnu- bátamönnum á Vestfjörðum og Norðurlandi að drýgja tekjur sínar á hval. Sárast þótti mörgum hér- lendis, að hvalveiðibannið skyldi svo stórlega raska högum fátækra hrefnubátamanna, sem raun varð á. Það er eina bótin, að þeir eru vanir hverfulli sjósókn og eru öðr- um mönnum slyngari að bjarga sér sjálfir. Hvalur hf. reyndist vera fyrirtæki með svo dugmikla stjóm- endur, að það sneri sér að öðrum atvinnurekstri með góðum ár- angri. Með tilliti til landlægs vinnuaflsskorts má af þessu ráða, að þjóðarbúið hefur ekki orðið fyr- ir verulegu tjóni sakir hvalveiði- bannsins. Eins og nú standa sak- ir, meðan einungis Hval hf. er leyft að veiða nokkra tugi hvala til vísindalegrar gagnasöfnunar, hef- ur enginn þessara aðila hag af hval, hvorki Hvalur hf., hrefnu- bátamenn né þjóðin í heild. Kvótar Alþjóðahvalveiðiráðið hefur lengst af frá stofnun þess 1946 reynt að afstýra ofveiði á hval með því að auglýsa aflakvóta. Að Norður-Atlantshafí undanskildu hafa hvalveiðiþjóðimar oftast látið þær auglýsingar sem vind um eyru þjóta. Eins og flestum öðrum þjóð- um ofbauð íslendingum græðgi Sovétmanna, Japana, Norðmanna, Breta, Hollendinga og fleiri, svo sem Grikkjans Onassis við hvala- dráp í Suðurhöfum. Studdu íslend- ingar af heilum hug viðleitni hval- veiðiráðsins til að takmarka þær veiðar á ámnum 1950—1970. Þá fannst hvalveiðiþjóðunum afskaplega ósanngjamt, að við langt norður í Atlantshafí skyldum vera að skipta okkur af hvalveið- um í Suðurhöfum. Nú hæðast hvalveiðiþjóðimar að því, að við skulum draga að okkur athygli almenningsálitsins i heiminum og reita það til reiði með hvalveiðum til vísindalegrar gagnasöfnunar. Þeim fínnst það hlálegt, að þjóð- emisrembingur okkar skuli verða til þess, að við drögum athyglina frá fýrmefndum þjóðum, sem frömdu það ódæði að ofveiða hval þrátt fyrir háværa fordæmingu almenningsálits, og beinum sjálfir reiði almenningsálisins að íslend- ingum, sem aldrei hafa ofveitt hval. Framtakssemi Bandaríkjamenn voru stórtækir hvalveiðimenn áður en farið var að nota jarðolíu til ljósa. Þá var hvalveiði uppgangs atvinnuvegur, og enn em mörg mannvirki á aust- ur- og vesturströndum Banda- ríkjanna, sem minna á ríkidæmi hvalveiðifyrirtækjanna. Þá höfðu Bandaríkjamenn engar áhyggjur af ofveiði. Kannski var það sam- viskubit, sem gerði Bandaríkja- menn næma fyrir almenningsálit- inu, sem ofbauð skeíjalaus sókn risastórra verksmiðjuskipa í of- veidda hvalstofna. Vel megum við íslendingar muna þá framtakssemi Banda- ríkjamanna árið 1972 að fordæma hneykslanlega ofeiði Sovétmanna, Japana og fleiri með því að lög- festa bann við hvalveiðum og verslun með hvalafurðir. Einörð afstaða Bandaríkjamanna varð okkur til nokkurs framdráttar í baráttunni fyrir stærri fískveiði- lögsögu, þó að margt annað hafí að sjálfsögðu þurft til. Hún undir- strikaði, að alþjóðlegar veiðita- kmarkanir höfðu engu fengið áorkað til bjargar hvalstofnunum í Suðurhöfum. Þetta ýtti undir það, að þeim þjóðum fjölgaði á Hafréttarráðstefnunni 1974, sem komust að sömu niðurstöðu og íslendingar, að strandríkin ein væru fær um að varðveita auðlind- ir hafsins, og varð einnig NATO- ríkjunum hvatning til að styðja 200 mílna útfærslu íslendinga til að létta ofveiði breskra togara af þorskstofninum við íslandsstrend- ur, sem staðfest var með samningi við Breta 1976. Hvalveiðibannið Eftír margar tilraunir Hval- veiðiráðsins til þess að fá hval- veiðiþjóðimar til að hætta rányrkj- Einar Haukur Ásgrímsson —■ „Víst er, að það hefnir sín ævinlega að láta undan ofstækisfullum þrýstihópi. En að því skyldi gáð, að hér eig- um við ekki við Græn- friðunga að etja heldur hneykslað almennings- álit, sem reitt var til reiði með einstaklega ófyrirleitinni rányrkju. Aðalatriðið er það, að við vorum meðal fyrstu talsmanna þess að stöðva þessa rányrkju. Það að Grænfriðungar baða sig í sviðsljósinu og þykjast vera einu málsvarar f riðunar er firra og algjört auka- atriði.“ unni, komst Hvalveiðiráðið að þeirri niðurstöðu 1982, að eina leiðin til þess að hefta drápið í Suðurhöfum væri að banna hval- veiðar um heim allan frá 1986 til 1990. Með því móti vildi ráðið notfæra sér fyrrnefnt bann Banda- ríkjamanna við hvalveiðum og verslun með hvalafurðir. Styrkur Bandaríkjamanna í milliríkjavið- skiptum, einkanlega í viðskiptum við Sovétmenn og Japani var eina von Hvalveiðiráðsins til að koma banninu í framkvæmd, því að ráð- ið hefur ekkert framkvæmdavald. Hvalrannsóknir Síðan hvalveiðibannið gekk í garð með lögmætum hætti 1986, hefur Hvalur hf. lagt fram fé til hvalrannsókna af feiknarlegum rausnarskap í staðinn fyrir að fá að veiða einn þriðja af áður gild- andi kvóta. Ifyrir þetta fé hafa veiddir hvalir verið grannskoðaðir af mun meiri kostgæfni en áður hefur þekkst. Þá var framkvæmd umfangsmikil hvalatalning á Norður-Atlantshafi sumarið 1987 úr skipum og flugvélum, sem Is- lendingar kostuðu að mestu leyti. Rannsóknir þessar fylgjast með breytingum á hvalstofnunum og öðlast þær þeim mun meira hag- nýtt gildi sem þær standa um lengra árabil. Hins vegar er ekki afgerandi nauðsyn, að fram- kvæma þær á hverju ári. Augljóst er að talningin hefur langmest hagnýtt gildi. Tilætlunarsemi Það er íslendingum ekki sæm- andi að segja sem svo við Banda- ríkjamenn: „Hvalveiðibannið í landslögum ykkar gagnar okkur ekki lengur. Nú höfum við lagt reisn okkar að veði að stunda hval- veiðar til vísindalegrar gagnasöfn- unar. Þess vegna verðið þið að láta vera að framkvæma þessi lagaákvæði í viðskiptum við okk- ur.“ Slík krafa samræmist ekki sjálfstæði og stolti okkar Islend- inga, vegna þess að hún gerir ráð fyrir því, að Bandaríkjamenn taki meira tillit til okkar en annarra. Grænfriðungar Víst er, að það hefnir sín ævin- lega að láta undan ofstækisfullum þrýstihópi. En að því skyldi gáð, að hér eigum við ekki við Græn- friðunga að etja heldur hneykslað almenningsálit, sem reitt var til reiði með einstaklega ófyrirleitinni rányrkju. Aðalatriðið er það, að við vorum meðal fyrstu talsmanna þess að stöðva þessa rányrkju. Það að Grænfriðungar baða sig í sviðs- Ijósinu og þykjast vera einu mál- svarar friðunar er firra og algjört aukaatriði. Við erum allt of uppteknir af Grænfriðungum. Ef Grænfriðung- ar gefa út fréttatilkynningu um hvalveiðar við Island, þá er hún umsvifalaust birt hér á öllum fréttastofum, en þótt virtar sjón- varpsstöðvar í Frakklandi og Bret- landi flytji mjög niðrandi þætti um hvalveiðar íslendinga, er því eng- inn gaumur gefínn. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því, að við erum jafningjar Bandaríkja- manna, og eigum að fá þá til sam- vinnu við að steypa undan Græn- friðungum. Eins og nú standa sak- ir kyndum við Islendingar þann eld, sem æsingamönnum meðal Grænfriðunga í Bandaríkjunum kemur allra best að ylja sér við. Höfundur er verkfræðingur. ■ X \ til kl. 2100 IVAÆirAITP°P io i aag nAivikAur í Kr inglunni c )g Skeifunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.