Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 37

Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 37 Frakkland: Sljórn- málasam- band við Irani á ný París, Reuter. FRÖNSK og irönsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust taka upp stjórnmálasamband að nýju í dag, en því var rift fyrir ellefu mánuðum. Stjóm Jacques Chiracs, fyrrum forsætisráðherra, hafði skuldbundið sig til að taka upp stjórnmálasam- band við írani eftir að þeir síðar- nefndu höfðu stuðlað að því að þrír franskir gíslar í Líbanon voru leyst- ir úr haldi í síðasta mánuði. Frakk- ar riftu stjómmálatengslum við ír- ani í júlí í fyrra þegar Vahid Gordji, þýðandi í íranska sendiráðinu í París, neitaði að koma fyrir rétt vegna sprengjutilræða í París árið 1986. Michel Rocard, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt að Frakkar gengju ekki á bak orða sinna en kvartaði yfir því að stjóm hans hefði ekki fundið nein skjöl þar sem fram kæmi hvers konar samkomu- lagi frönsk og írönsk stjórnvöld hefðu komist að varðandi stjórn- málatengslin. Talsmaður franska utanríkisráðuneytisins sagði að sú ákvörðun að taka upp stjórnmála- tengsl við írani að nýju breytti ekki stefnu Frakka í málefnum Mið- Austurlanda. Frakkar hafa veitt írökum hemaðar: og efnahagsað- stoð síðan stríð írana og íraka á Persaflóa hófst í september árið 1980. Höfuð- föt heldri- kvenna Fyrsti dagur Ascot-veðreið- anna i Englandi var í gær. Sum- arblíðan fékk marga til að bregða sér þang- að bæjarleið og konur notuðu tækifærið til að sjá og sýna nýj- ustu _ hattatísk- una. Á myndinni sjást fjórar þeirra og verður ekki betur séð en að þarna séu hattar við allra hæfi. Reuter Pólland: Tímimi er dýrmæt- asta auðlind okkar - segir Jaruzelski á miðstjómarfundi kommúnistaflokksins Varsjá, Reuter. NÚ ERU að verða síðustu forvöð fyrir kommúnistaflokk Póllands að koma umbótum á í landinu, sagði Wojciech Jaruzelski hers- Slysið í Tsjernóbyl sýndi að afdrifarík slys geta orðið i kjarnorkuiðn- aðinum, þrátt fyrir það (eða i raun vegna þess) hve hann er háþróað- höfðingi og valdamesti maður landsins, á fundi miðstjórnar flokksins í gær. „Pólland þarfnast endurnýjunar við, nútímahugsun- arháttur er jafn nauðsynlegur og loftið sem við öndum að okkur,“ bætti hann við. Talsverðar mannabreytingar voru gerðar á miðstjóminni og athygli vakti að Wladyslaw Baka, banka- stjóri Landsbanka Póllands, fékk sæti í Stjómmálaráðinu og var gerð- ur að ritara í miðstjóminni með efna- hagsmál á sinni könnu. Óvæntur frami Baka, sem er 52 ára gamall prófessor í hagfræði, þykir renna stoðum undir umbótastefnuna í æðstu valdaþrepum flokksins. Baka er einn af höfundum efnahagsum- bóta sem Jaruzelski hefur reynt að hrinda í framkvæmd í vetur. Hið nýja embætti veitir honum mikil völd við stefnumörkun á sviði efnahags- mála. Jaruzelski fordæmdi spillingu inn- an flokksins og andstöðu valdamik- illa manna við umbætur. „Við getum ekki reitt okkur á traust almennings að eilífu. Tíminn er sú náttúmauðlind sem við eigum minnst af. Við megum ekki sóa henni," sagði Jaruzelski við 230 félaga í miðstjóminni. Ræða hershöfðingjans var túlkuð á þann veg að hann hefði áhyggjur af óróa í landinu takist flokknum ekki að koma víðtækum umbótum í gegn. Lífskjör pólsks almennings eru enn ekki söm og síðla á áttunda ára- tugnum. Lettland: Fórnar- lamba Stalíns minnst Moskvu. Reuter. STJÓRNVÖLD í Sovétlýð- veldinu Lettlandi hafa sam- þykkt tillögu ungmennasam- taka um að setja upp minnis- merki um það fólk, sem flutt var nauðungarflutningi úr landinu á valdatíma Sovétleið- togans Jósefs Stalíns, að því er TASS-íréttasto fan greindi frá í gær. Þetta kom fram í frétt frá Riga, höfuðborg Lettlands, og var þar haft eftir borgarstjóran- um, Alfred Rúbik, að fyrstu nauðungarflutninganna, sem áttu sér stað 1941, yrði minnst víða um borgina. „Stjómvöld hafa veitt samtökum ungs fólks í Riga leyfi til að reisa minnis- merki um fómarlömb Stalíns- tímabilsins," sagði Rubik, að sögn TASS. Hann sagði, að nauðungar- flutninganna, sem áttu sér stað jafnskjótt og Lettland hafði ver- ið innlimað í Sovétríkin, yrði í fyrsta sinn minnst opinberlega í borginni á þriðjudag. Starfsmaður á blaði lettneska kommúnistaflokksins sagði, að minningarathafnir fæm fram strax að loknum vinnudegi, og yrði m.a. farið í fjöldagöngur. Tveirfarast í flugslysi V-Þýskaland, Reuter Vestur-þýsk orrustuþota af Phantom-gerð hrapaði á miðviku- dag í skóg í norðvesturhluta lands- ins. Báðir flugmenn vélarinnar eru taldir af. Að sögn talsmanns yfirvalda í bænum Coesfeld vom slökkviliðs- menn kallaðir út til að slökkva eld í skóginum skömmu eftir að þotan féll til jarðar um 150 kílómetra norð- an við Diisseldorf. Orsök slyssins er ekki kunn. Perestrojka lausn á sov- éskum innanlandsvanda gangur mun ekki hitna eða springa. Tryggja verður að úrgangurinn hald- ist þar sem honum er komið fyrir. Að fjarstæðukenndum lausnum slepptum eins og þeirri að skjóta úrgangnum út í geim er einungis sú eftir að grafa hann djúpt undir yfir- borði jarðar. En skal það gert á landi eða á hafsbotni? Ef úrgangurinn er grafínn djúpt í jörðu þá em yfir honum mörg jarðlög til varnar. Í skynsamlegri áætlun um geymslu úrgangs í jörðu yrði náttúrulegum hindmnum fléttað saman við umbúðir af mannavöldum. Þó gat kæmi á umbúðimar við nátt- úmhamfarir þá veitti jarðskorpan nokkra vemd gegn geislun. Ef úr- gangurinn væri grafinn á hafsbotni þá bættist sjórinn við sem þriðja ör- yggislagið. Stokkur eða göng? Starfsmenn Nirex hafa velt fyrir sér tveimur aðferðum við að grafa úrganginn á hafsbotni. British Nucl- ear Fuels og ýmis önnur fyrirtæki vilja senda úrganginn í vögnum eftir neðanjarðargöngum til geymslustað- ar á hafsbotni. Þeir segja að þetta sameini kosti einangmnar og þess að hægt er að ná í úrganginn þegar það hentar. Eigi að síður er þessi leið ekki góður kostur. Kostimir við það að hægt er að ná aftur í úrgang- inn em óvemlegir en hættan og kostnaðurinn við þessa aðferð em vemleg. Þessi lausn krefst flókins og þróaðs vagnakerfis sem þarf að •'ggja í geislaheldum göngum. Slík göng væm eilíf ógnun og ættu á hættu að riðlast og rofna. Rétta lausnin hlýtur að vera sú einfaldasta, ömggasta og varanleg- asta. Breskt smáfyrirtæki, Consolid- ated Environmental Technologies, leggur til að smíðaður verði lóðréttur stokkur, 50 fet í þvermál, sem nær hálfa mílu niður í háfsbotninn. Úr- gangi yrði hellt niður um stokkinn og hann innsiglaður þar til frambúð- ar. Eftir er að sannreyna að þetta sé tæknilega framkvæmanlegt en hugmyndin er góð. Hér virðist komin besta aðferðin til að iosna við það msl sem fyrir hendi er og raun- hæfasta leiðin til að tryggja kjam- orkuúrgangi framtiðarinnar gröf til frambúðar. — segir leiðtogi Austur-Þýskalands Austur-Berlín, Reuter. ERICH Honecker, aðalritari austur-þýska kommúnistaflokksins, lýsti því yfir í gær að flokkurinn hefði aldrei ætlað sér að lílga í einu og öllu eftir sovéska bræðraflokknum. Yfirlýsingin er talin árétta and- stöðu Honeckers við umbótaáætlanir ( perestrojku), Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga. Flest önnur austantjaldsríki eru þegar farin að huga að endur- bótum í sovéskum anda þótt misjafnlega gangi en austur-þýskir leið- togar telja ástand mála harla gott í landinu og benda á að efnahagur landsmanna sé mun betri en i öðrum kommúnistaríkjum. Andóf Honeckers kom fram í við- tali við austurríska blaðamenn í til- efni af opinberri heimsókn Franz Vranitzkys, kanslara Austurríkis, til Austur-Þýskalands. Honecker vitnaði í yfirlýsingu flokksins frá 1945 þar sem tekið var fram að „kommúnistar hygðust ekki þröngva sovéska kerfmu upp á Þjóð- veija.“ Hann sagðist styðja umbætur Gorbatsjovs í Sovétríkjunum og svip- aðar umbætur annars staðar í Aust- ur-Evrópu en sérhvert ríki yrði að greina aðstæður og meta út frá eig- in forsendum hver næstu verkefni ættu að vera. Honecker sagði að Kremlveijar hefðu hrundið af stað umbótaáætlun- inni til að koma í veg fyrir „ákveðna stöðnun í efnahagslífínu" og væri þetta lausn Sovétmanna á þeirra eig- in vandamálum. „Við ætlum að fylgja þeirri stefnu sem reynst hefur okkur vel til þessa," sagði Honecker og benti á að í Aust- ur-Þýskalandi stæði húsaleiga í stað og verð á almennum nauðsynjavörum og þjónustu væri lágt. Að sögn vestrænna stjórnarerind- reka eru þetta skorinorðustu „sjálf- stæðisyfirlýsingar" af hálfu austur- þýskra ráðamanna sem um getur. Er talið að farið sé að gæta örvænt- ingar í flokknum og fínnist mönnum hvimleitt að sífellt sé verið að angra austurþýska ráðamenn með óþarfa spumingum um endurbætur þótt ekkert sé að f landinu að þeirra áliti. Enda þótt vestrænir hagfræðingar viðurkenni að efnahagur austur- Þjóðveija sé skárri en annarra aust- antjaldsþjóða þá segja þeir hagvöxt hafa brugðist að undanfömu vegna ósveigjanlegrar miðstýringar. Einnig hafi iðnfyrirtæki landsins dregist mjög aftur úr vestrænum samkeppn- isaðilum síðan um miðjan áttunda áratuginn hvað snertir fjárfestingu og nýsköpun. „Hvað sem líður glæstum fram- leiðslutölum stjómvalda er efnahag- ur landsins gersamlega staðnaður," segir einn þeirra. Sovéskir hagfræð- ingar hafa sömuleiðis efast um að hagtölur Austur-Þjóðveija séu raun- hæfar. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.