Morgunblaðið - 16.06.1988, Side 18

Morgunblaðið - 16.06.1988, Side 18
Pt 18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 MONTEIU Snyrtivörukynning í dag 16. júní frákl. 13.00-18.00. Regnhlífabúðin, Laugaveg 11. Einn úr þögla meirihlutanum svarar Bessí Jóhannsdóttur eftirAra Trausta Guðmundsson Það getur vel verið að allir þeir sem andmæla staðsetningu ráðhúss í Tjörninni og eru ósammála Bessí Jóhannsdótur og Davíð Oddssyni geti talist hávær minnihlutahópur. Ur því hefur bara aldrei fengist skorið. En þessa einkunn og aðrar viðlíka velur Bessí andstæðingum ráðhúsbyggingarinnar í Morgun- í Austtirveri dag ætlum við að halda heilmikla grillveislu í Austur- veri og bjóða þér upp á gómsætt grillað nautafile, Vínar- pylsur og Hvítlaukspylsur frá SS. Auk þess ætla nágrannar okkar í Stjörnufiskbúðinni að kynna ykkur girnilegar fiskafurðir. í SS-búðinni verður veislan ekki síðri og þar færðu ýmis- legt fyrir þjóðhátíðina á tilboðsverði: blaðinu 10. júní sl. Þar sjást ofnot- aðar lummur eins og öfgahópar og sundurlaus hjörð. Og orðaskipti við hina einörðu breiðfylkingu ráð- húsmanna heita víst persónulegar ofsóknir og skítkast. Þeir eru allir jafnsekir, ráðhúsandstæðingarnir, í öllu sínu sundurlausa öfgahjarðar- minnihlutahávaðaskítkasti. Eða hvað? En það eru víst réttindi Bessíar að fá að halda þessu fram og vera tekin alvarlega í deilum um ráðhús. Það eru líka réttindi Bessíar að flokka þessi andmæli mín eða at- hugasemdir eftir sömu mælistiku og hún notar á andófí gegn ráð- húsinu. Til dæmis vil ég benda henni á hugtök eins og annarlegar byltingarkenndir og undangröft undan lýðræðinu. Fyrirsögnin á grein Bessíar var þessi: „Hávær minnihlutahópur þykist tala fyrir munn Reyk- víkinga." Hún er aðaltilefni þessa smápistils og veltir upp nokkrum kurteislegum spumingum. Þar eð Bessí tilheyrir ekki „sundurlausri hjörð hávaðasamra minnihluta- hópa“, (Mbl. 10. júní) hlýtur hún að geta svarað þeim af meðfæddri reisn. . 1. Mælir Bessí Jóhannsdóttir fyr- ir munn meirihluta Reykvíkinga? 2. Ef svo er, hvernig veit hún það? 3. Hvernig, að mati Bessíar Jó- hannsdóttur, áttu andmæli þeirra borgarbúa sem andvígir eru stað- setningu ráðhúss, að koma fram þannig að reynt gæti á gildi þeirra? 4. Af hveiju má ekki kanna vilja borgarbúa í máli þessu með form- legum hætti? 5. Treystir Bessí Jóhannsdóttir sér til að aðstoða við að koma á könnun á vilja allra atkvæðisbærra borgarbúa? Að lokum vil ég benda Bessí á Ari Trausti Guðmundsson „Þeir eru allir jafnsek- ir, ráðhúsandstæðing- arnir, í öllu sínu sund- urlausa öfgahjarðar- minnihlutahávað- askítkasti. Eða hvað?“ að dæmisögur um háaldraðar vin- konur hennar sem styðja ráðhús- bygginguna eru jafnvægar öðmm sögum um fólk á Grensásdeild sem er að kikna undan fjárskorti Borg- arspítalans, ráðvilltum foreldrum sem ekki fá leikskólapláss fyrir böm sín og íbúum í Vonarstræti sem sjá sprungur myndast í húsum sínum er setið undir tjarnarkrikan- um skelfur þegar jámþil er hamrað niður. Valið fer eftir því hvoru megin járnþilsins menn eru, velja sér stöðu eða hvernig menn verja opinberu fé. Höfundur erjarðfræðingur. íslandsdeild Amnesty safnar undirskriftum á 17. júní. Rauðvínslegin lambalæri,1/! læri Kótilettur, 2. flokkur Nautafile Nautagúllas Í.090 kr/kg. Coke í dósum Óla partý pizzur Libby’s tómatsósa, 567 gr Ferskjur, !/2 dÓS Vertu með í bragðgóðum veisluglaumi í SS Austurveri í dag. Bylgjan verður á staðnum. S' Islandsdeild Amnesty: Safna undirskriftum á þjóðhátíðardaginn ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational hefur valið þjóðhátíð- ardag íslendinga til að safna undirskriftum undir áskorun um „Mannréttindi strax“. „Mannrétt- indi strax“ er fyrirsögn á her- ferð, sem Amnesty International stendur fyrir um allan heim. Þetta er umfangsmesta herferð, sem samtökin hafa gengist fyrir til varnar mannréttindum og til stuðnings Mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna, sem verður 40 ár á þessu ári. Undirskriftalistamir verða sendir á Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna í lok október í haust til að þrýsta á stjórnvöld heims að virða mannréttindi og vemda líf og starf þess fólks, sem berst fyrir mann- réttindum og eflingu þeirra um all- an heim. Mannréttindayfírlýsingin var samþykkt á Allsheijarþingi Sam- einuðu þjóðanna fyrir 40 ámm. í henni er skilgreindur grundvallar- réttur, sem allt fólk í heiminum á jafnan. Yfirlýsingin er samin í skugga þeirra mannlegu þjáninga og hörmunga, sem seinni heims- styijöldin hafði í för með sér. Hún hvetur allt fólk, öll mannleg félög og stofnanir, til að efla virðingu fyrir mannréttindum. Yfirlýsingin er almennur mælikvarði á þá virð- ingu, sem heimsbyggðin ber fyrir mannréttindum. Félagar í íslandsdeild Amnesty Intemational verða í miðborg Reykjavíkur þar sem borgarbúum gefst kostur á að sýna stuðning sinn í verki með því að skrifa undir áskorun um „Mannréttindi strax“. (Fréttatilkynning) Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum Félag eldri borgara, verður með opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á 17. júní frá kl. 20.00. Meðal annars verður kórsöngur, listdans- sýning, upplestur og dansað til kl. 24.00. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.