Morgunblaðið - 16.06.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 16.06.1988, Síða 9
 % SKAMM TÍMABRÉF HAGKVÆM ÁVÖXTUN SKAMM- TÍMAFJÁR Nú er auðvelt að ávaxta fé sem einungis er til ráðstöfunar um skamman tíma, með skjótum og traustum hætti. Með tilkomu Skammtímabréfa Kaupþings opnast nýr möguleiki fyrir alla þá sem hingað til hafa ekki getað nýtt sér hagstæða ávöxtun vegna langs binditíma. Skammtímabréfin eru einmitt ætluð þeim sem þurfa að nota fé sitt innan skamms tíma en vilja jafnframt ávaxta það á sem hagkvæmastan hátt. Bréfin eru gefin út í einingum að nafnvirði 10.000 kr. 100.000 kr. og 500.000 kr. Miðað við núverandi markaðshorfur á íslenskum verðbréfamarkaði er ráðgert að Skammtímabréf beri 7-8% vexti umfram verðbólgu. Þeim fylgir enginn aukakostnaður og innlausn þeirra er einföld og hröð. EININGABRÉF 1 EININGABRÉF 2 EININGABRÉF 3 LÍFEVRISBRÉF SKAMMTÍMABRÉF 1.462,- 1.036,- KAUPÞ/NG HF Húsi verslunarinnar. sími 68 69 88 Bráðabirgða- lögin Þorsteinn Pálsson seg- ir meðal annars í forystu- grein Flokksfrétta: „Frá upphafi var öll- um ljóst að starf í þriggja flokka ríkisstjóm yrði ekki auðvelt og gseti brugðið til beggja vona. Það hefur þó gengið von- um framar ef frá eru talin ýmis ágreiningsefni sem gera mátti ráð fyrir. En þegar við blasti að grípa þyrfti til harðra aðgerða, meðal annars vegna gjörbreyttra ytri aðstæðna, var nauðsyn- legt að stilla saman strengina. Rikisstjóm sem ekki getur staðið saman af fullri ábyrgð við slikar aðstæður á að segja af sér. Það er ekki létt verk fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að setja bráðabirgðalög um samninga launafóUís, en hjá þvi varð ekki komist. Þess var mjög farið að gæta í þjóðfélaginu að samningar höfðu verið lausir svo mánuðum skipti. Eg ræddi ítarlega við talsmenn launþega ásamt formönnum hinna stjóm- arflokkanna um leiðir til að Ijúka samningum, en forseti ASÍ treysti sér ekki til að veija kaup fiskvinnslufólks gagn- vart iðnaðarmönnum, sem nýjustu upplýsingar sýna að nutu góðærisins í fyrra i ríkara mæli en aðrar launþegastéttir. Ætla verður að þessi af- staða verði lengi í minn- um höfð hjá umbjóðend- um hans.“ Aödrag- andinn „Eftir miðvikudaginn svarta sem svo hefur ver- ið nefndur vegna gjald- eyrisútstreymis, var jjóst að lengur varð ekki dreg- ið að fella gengi krón- unnar. Min hugmynd var sú að gera það þegar í stað, þannig að opna mætti fyrir gjaldeyris- sölu á nýju gengi strax föstudaginn 18. maí. Báð- ir samstarfsflokkamir vildu á hinn bóginn biða. Að kvöldi föstudagsins lagði ég fram tillögu um nauðsynlegustu hliðar- ráðstafanir með gengis- breytingunni. Samstarfs- flokkamir lögðu hvor um sig fram misvel und- irbúin kosningaplögg, sem gerðu það að verk- um að útilokað var að Framtíð ríkis- stjórnarinnar Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, skrifar leiðara í FLOKKSFRÉTTIR, fréttabréf miðstjórnar og þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Þarfjallar hann meðal ann- ars um framtíð ríkisstjórnarinnar. Stakstein- ar glugga í þessa forystugrein í dag. ná samstöðu um þá helgi. Ég hef ekki hugsað mér að taka upp þann hátt sem margar vinstri stjómir hafa við haft, að stjómarflokkamir leggi fram á þriggja mánaða fresti tillögur um heild- araðgerðir í efnahags- málum. Samstarf sem byggist á stöðugum eða siendurteknum stjómar- myndunarviðræðiun er gagnslítið. Þvi hafnaði ég slíkum vinnubrögð- um. Niðurstaðan varð því sú að gengi krónunnar var fellt mánudaginn 16. mai án frekari aðgerða á þvi stigi. í framhaldi af því fór fram samráð við verkalýðshreyfing- una um möguleika á því að verja launastefnu verkamannasamning- anna. ASÍ réð ekki við það verkefni. Lagasetning var því óhjákvæmileg. Á þvi stigi lagði ég fram málamiðl- unartillögur um nauð- synlegar hliðarráðstaf - anir í framhaldi af geng- Lsbreytingunni og knúði á um skjóta niðurstöðu, sem svo varð.“ Raunsæi og samstaða „Áframhaldandi verð- fall hefur siðan aukið á vanda útflutningsgrein- anna. Það sýnir enn bet- ur hversu brýn þörf er á að vikja sundrungunni til hliðar og taka á af festu og einurð. Ég ætla að samstarfs- flokkar okkar hafi skiln- ing á þessu og gangi til verka á næstunni með það í huga að mæta nýj- um erfiðleikum af raun- sæi og með samstöðu. Framtíð ríkisstjómar- innar er undir þvi kom- in.“ Framtíðar- stefnumörkun „Við sjálfstæðismenn munum koma saman tU landsfundar að ári. Á þeim fundi verður mörk- uð stefna til lengri tima og horft til nýrrar aldar sem senn rennur upp. Á miðstjómarfundi í mai var skipuð nefnd undir forsæd Daviðs Oddsson- ar borgarstjóra til að undirbúa þessa framtíð- arstefnumörkun og munu tillögur hennar verða til umræðu á lands- fundi 1989. Við lifum á tímum mikilla og hraðra breyt- inga. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur jafnan verið i fararbroddi nýjunga hér á landi og við sjálfstæðis- menn teljum að það sé hlutverk flokksins að leiða þjóðina inn i nýja öld tækni og framfara." Spennamilli þéttbýlis og strjálbýlis „Undanfarin ár hefur gætt vaxandi spennu milli þéttbýlis og dreif- býlis hér á landi. Þetta er mikið áhyggjuefni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á samstarf og sameigin- lega hagsmuni allra landsmanna án tillits til starfa eða búsetu. Mið- stjómin ræddi þessi mál á fyrrgreindum fundi og ákvað að skipa sameigin- lega nefnd miðstjómar og þingflokks til að fjalla um atvinnumál og byggðaþróun í landinu og skila tillögum um leið- ir til úrbóta. Formaður nefndarinnar var skipað- ur Lárus Jónsson, fyrr- verandi alþingismaður og bankastjóri. Miklu skiptír að allir leggist á eitt við að skapa skilning og traust milli þéttbýlis og dreifbýlis. Við erum svo fámenn þjóð að við megum ekki dreifa kröftum okkar, því við munum öll gjalda þess. Þetta er eitt mikil- vægasta mál á íslandi i dag og allir stjómmála- flokkar og samtök verða að ieggjast á eitt við að finna á því lausn. í þvi efni verður að hafa aö leiðarljósi sanngimi, en einnig raunsæi og horfa til langrar framtíðar. fslandsbyggð á tuttug- ustu og fyrstu öld verður ekki endilega eins og sú semvið þekkjum i dag.“ Fer inn á lang flest heimili landsins! Sumarbeit Tekið á móti hestum í Geldinganes fimmtu- dag kl. 19-21 og laugardag kl. 11-14. Hestamannafélaglð Fákur. Breyttur afgreiðslutími Viðskiptavinir athugið, að frá og með 20. júní næstkomandi verða afgreiðslur okkar opnar sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga kl. 8.00-17.00. Föstudaga kl. 8.00-16.00. Opið í hádeginu. æ! l VzyÖRULEIPIR W TgrtÖT Vöruflutningamiðstöðin h.f. BORGARTÚNI 21 - 105 REYKJAVlK; - SlMI 10440 Skútuvogi 13, sími 83700.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.