Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 39

Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 39 ritum er mikið fjallað um þetta, hvað séu staðreyndir og sögulegur sann- leikur. En hinsvegar halda menn núorðið að höfundar 13. aldar hafi béitt hugmyndaflugi sínu. Flestir eru náttúrlega sammála um að mikil frásagnarhefð hafi verið áður en þessar sögur voru skráðar. En aftur á móti hefst nýr áfangi þegar þetta er skrifað niður svona. .. á skinn. Það er til dæmis með langar sögur eins og Njálu og Eglu, að maður hefur orðið að beita rithöfundarað- ferðum við að skipuleggja efnið. En samkvæmt kenningum Kamenskijs höfðu menn allt aðrar hugmyndir um sannleikann. Líti maður á Sturlungasögu þá sést nú að þessir menn — sem deila um hitt og þetta — voru mjög mikl- ir raunsæismenn! Vissu vel hvað voru staðreyndir og hvað ekki. Svo ég álít að Steblin Kamenskij hafi nú ekki alveg rétt fyrir sér. Bók hans var þýdd yfir á ensku og seinna á norsku og 1981 kom hún út í íslenskri þýðingu Helga Haraldsson- ar undir titlinum Heimur íslendinga- sagna. Hann endar bókina dálítið skemmtilega, segir frá því að hann hafi kvöld eitt verið kominn aftur á Hótel Sögu — en þar bjó hann þeg- ar hann var á íslandi — og þá hafi birst honum Forníslendingur að nafni Þorleifur. Þeir hafi tekið að ræðast við, Kamenskij og þessi draugur. Það verður náttúrlega til þess að Þorleifur staðfestir allt sem sagt hefur verið í köflunum á und- an. En einmitt þá, þegar hann hitti nefndan Þorleif, datt honum í hug að skrifa þessa bók!“ „Þú hefur ekki verið í Kvennaskólanum?“ Viðfangsefni Peters Hallbergs eru mörg og litrík enn í dag. Fyrir nokkr- um vikum var hann beðinn að skreppa á söguslóðir Laxness til að taka þátt í heimildarmynd er útgef- andi skáldsins stendur að. „Ég var beðinn að fara til Lúxemborgar. Þar var kvikmyndaliðið með upptökur, þá búið að fara suður á Sikiley, þar sem Laxness samdi á sínum tíma Vefarann mikla. Mín þátttaka var nú ekki mikil, en það var tekið við- tal við mig þarna, Pétur Gunnarsson rithöfundur spjallaði svolítið við mig. í Lúxemborg er náttúrlega klaustrið sem Halldór var í. Þar samdi hann dagbókina sem kom út í fyrra og nú er verið að þýða yfir á sænsku — það gerir sonur minn, Kristján. — Laxness hefur ekki komið þama síðan 1925 og fáir eða engir eftir af munkunum sem þar voru þegar hann gekkst undir skím í klaustr- inu, en sá atburður var settur á svið núna, í þessu mikla mannvirki, St. Maurice de Clervaux, sem var byggt um 1910. Munkarnir sem dvelja þar núna tóku þátt í leiknum og höfðu víst gaman af. Ég leit við í klaustr- inu einn daginn þegar þeir vom við messu. Þar hljómaði söngurinn, þessi gregoríanski söngur, sem Halldór var svo hrifinn af.“ „Þú hefur ekki verið í Kvennaskól- anum?“ spyr Hallberg allt í einu og er enn farinn að rifja upp liðna tíð á íslandi. „Ég fékk að kenna þar, í Kvenna- skólanum í Reykjavík, þegar ég var sendikennari og Ragnheiður Jons- dóttir var skólastjóri. Þá var kennd sænska þar fjórða árið. Svolítið skrítið fyrirkomulag, danska í þtjú ár og svo sænska síðasta árið. Eg var hálf smeykur um að þær myndu mgla þessum málum saman og ekk- ert hafa upp úr þessu. En þær komu mér á óvart og stóðu sig margar hveijar vel. „Það er nú orðið langt síðan ég kom til íslands í fyrsta skipti. Ja . . . þá hefur þú ekki verið fædd! Það var 1936. Þá var haldið norrænt stúdentampt í Reykjavík og á Laug- arvatni. Afar skemmtilegt. Og eftir að flestir þessir Norðurlandabúar vom farnir heim til sín, þá varð ég eftir á íslandi. Ég var í heilan mán- uð á Hvítárbakka í Borgarfirði og tók meðal annars átt í þeim viðburði sem það var í lífí fólks á vorin að reka fé á fjall. Allir á hestum og hundar hlaupandi um allt og svona. .. Seinna_ kom ég svo sem sendi- kennari. Átti reyndar að byija haust- ið 1943. Þá hafði ég gegnt hér her- skyldu alllengi, en fékk svo frí. En það var vandkvæðum bundið að komast til íslands það árið. Maður varð fyrst að fara fljúgandi til Bret- lands og þaðan til Islands. Og ein- mitt þetta haust fóm Þjóðveijar að skjóta niður flugvélar á þessari leið. Þeir höfðu hætt því um tíma en vom svo byijaðir aftur. En til ís- lands komst ég vorið 1944. Það var skemmtilegt að koma til íslands þá. Rétt fyrir hátíðina 17. júní, þegar lýðveldið var stofnað. Það var gaman að koma á Þingvelli þá. Það var dálítil úrkoma þann dag og frekar dmngalegt veður, en það var mikil gleði meðal íslendinga. Svo var það einmitt á þessum ámm að íslandsklukka Laxness var að koma út, kom þá í þremur bind- um. Annað bindið, Hið ljósa man, kom einmitt út ’44 og seinna Eldur í Kaupinhafn. Þegar ég settist niður við að þýða þessar bækur hafði ég alls ekkert hugsað um birtingu, það var meira til að æfa mig í íslenskunni. Það var mikil orðgnótt í þeirri sögu. Svo var það samvinnuhreyfingin hér í Svíþjóð ... formaður hennar kom til Islands uppúr stríðinu og bað mig þá að halda áfram. Frekari samning- ar vom nú ekki gerðir. En bókin kom út árið ’48, hér í Svíþjóð. Ég hef ekki verið einn um að þýða Laxness yfir á sænsku. Kona að nafni Anna Osterman, sem var sendikennari á undan mér, hún þýddi „Sjálfstætt fólk“, en sú bók lá lengi hjá forlaginu án þess að vera gefin út hér. Það var fyrst eftir að íslands- klukkan kom út og fékk mjög góða dóma. Það var mikið lof. A Islandi var Laxness umdeildur, en það var hann ekki hér. Alls staðar — í vinstri blöðum og hægri blöðum og öllum þar á milli — vom jafngóðir dómar um íslandsklukkuna. Og þá tóku þeir við sér hjá forlaginu og gáfu út þýðingu Önnu á Sjálfstæðu fólki, strax árið eftir. Ég hélt aftur á móti áfram að þýða, næst var það Ljósvíkingurinn, sem kom út í tveim bindum hér 1951 og 1952. Og þá var mikið farið að tala um Nóbels- verðlaun til handa Laxness sem hann hlaut svo 1955. Annars .. . það sem háir íslensk- um bókmenntum hér í Svíþjóð er að það em tiltölulega fáir sem þýða úr íslensku. Það em til margir nor- rænumenn, en flestir þeirra em kannski frekar málfræðingar og hafa þá ekki sama áhuga á bók- menntum. Venjulegur dagur Peter Hallberg lét af störfum sem prófessor í bókmenntum við Gauta- borgarháskóla árið 1982. En það þýðir síður en svo að hann sitji auð- um höndum og að lokum spyr ég hann hvemig „venjulegur dagur" líði. „Ég er nú orðinn latur,“ fullyrðir hann hlæjandi, en heldur svo áfram. „Það er alltaf eitthvað að gera, til dæmis við að skrifa greinar í rit handa ýmsum fræðimönnum sem á að heiðra með því eins konar safnrit eða afmælisrit. Þá em það greinar um efni innan þess sviðs sem við- komandi hefur haslað sér völl á. Meðan ég kenndi við Gautaborg- arháskólann, frá 1951, þá var hin sögulega hlið bókmenntanna, stór hluti af kennslunni. En eins og þú veist, þá er fyrirkomulagið við bók- menntasögu í háskólanum hér þann- ig að maður kennir almenna bók- menntasögu. Annars staðar em til stofnanir þar sem kannski eingöngu em kenndar miðaldabókmenntir. Þannig að víða byggir kennslan í bókmenntasögu meira á sérhæfíngu á ákveðnum tímabilum og jafnvel bókmentum einstakra þjóða eða heimshluta. Þetta hefur ekki verið svona hér. Ég hef því jafnframt því sem ég hef skrifað um íslenskt efni bæði frá fyrri tímum, — eins og um íslendingasögur — og um íslenskar nútímabókmenntir, alltaf kennt al- menna bókmenntasögu, frá kviðum Hómers og fram á okkar daga. Þetta fyrirkomulag hefur bæði kosti og ókosti. Þeir em stundum öfunds- verðir sem geta helgað sig bók- menntum innan þrengri ramma, sem krefst þá um leið mikillar sérhæfíng- ar. En ef litið er á þetta frá bjartari hliðinni má segja að maður fái gott yfirlit, sem kannski auðveldar að setja bókmenntimar inn í samhengi. Svo ég sé svo sem ekkert eftir að hafa þurft þess. En nú þegar ég er á eftirlaunum, þá verður náttúrlega að gera eitthvað! Og það em íslensku bókmenntirnar sem em mér efstar í huga. Ég er mikið hér. Bý hér og vinn hér og á sumrin er ég stundum úti á eyjunni Tjörn. Þar fengum við sumarbústað fyrir tuttugu ámm ... ég setti þar niður kartöflur um hvíta- sunnuna." Texti: Kristín Bjarnadóttir Ljósmynd: Sigfús Pétursson Súrefnisskortur í fæðingn ekki aðalorsök heilaskaða -segir prófessor John Freeman SÍFELLT fleiri taugasérfræðingar telja nú að súrefnisskortur í fæðingu valdi ekki heilaskaða, eins og lengi vel var talið. Rannsókn- ir sem ná yfir rúmlega 3ja áratuga skeið sýna að í 75% tilfeUa heil- askaða hjá börnum sem fæðst hafa fullburða, hefur heilaskaði ekki orsakast af súrefnisskorti í fæðingu. „Við teljum að ekki sé um erfð- ir að ræða, heldur skipti utanaðkomandi áhrif á vöxt og þroska fóstursins mestu máli; t.d. heilsufar, vinna og mataræði móður,“ sagði bandaríski læknirinn John Freeman á þingi norrænna barna- lækna sem nú stendur yfir. uefni tiólgfu af bakteríunni í Finnlandi, helm- ingi fleiri í Bandaríkjunum og hjá Eskimóum sýktust 700 börn af hveijum 100.000. Af þeim börnum sem bólusett vom, veiktust 3 af hveijum 100.000 og segir Juhani Eskola bóluefnið'því vera um 93% ömggt. Frá árinu 1986 hafa ölí fínnsk ungböm verið sprautuð gegn bakteríunni. Að sögn Juhani hafa bandarísk, norsk, sænsk, hollensk og íslensk heilbrigðisyfirvöld verið meðal þeirra sem sýnt hafa bóluefninu mikinn áhuga. Morgunblaðið/KGA Finnski barnalæknirinn, Juhani Eskola stýrði rannsóknarhópn- um sem fann bóluefni gegn heila- himnubólgu. Freeman er prófessor í barna- sjúkdómum við John’s Hopkins sjúkrahúsið í Baltimore. Hann sagði frá niðurstöðum rannsókna sem hófust snemma á sjötta áratugnum á 12 sjúkrahúsum víðs vegar um Bandaríkin. Ifylgst var með 50.000 bömum, allt frá fæðingu til 7 ára aldurs. Á þeim tíma kom í ljós að tæplega 1% þeirra sem fæddust fullburða reyndist vera með heila- skaða. Fæðing 75% þeirra gekk eðlilega fyrir sig en aðeins 25% höfðu orðið fyrir súrefnisskorti í fæðingu. „Við emm hreint ekki viss um að súrefnisskorturinn sé aðalor- sökin eða hvort nýburarnir vom veikir fyrir og súrefnisskorturinn dropinn sem fyllti mælinn. Þá má ekki gleyma því að fjöldi bama varð fyrir súrefnisskorti en bragg- aðist samt vel. Miklu máli skiptir hversu lengi bamið skortir súrefni. Ef skorturinn varir í nokkrar sek- úndur er Iítil hætta á ferðum en því lengur sem hann varir, því meiri verður hættan á alvarlegum heil- askaða. Þá skortir einnig á vitn- eskju okkar um hversu alvarlegan heilaskaða var að ræða í könnun- inni og hvernig hann tengdist erfið- leikum í fæðingu og heilsufari móð- ur,“ sagði Freeman Hann sagði að fjöldi andlega fatl- aðra barna af völdum heilaskaða hefði sífellt farið minnkandi en nú benti ýmsislegt til þess að hann væri aftur að aukast. Orsök þess sagði Freeman sífellt fullkomnari tækni sem bjargaði lífi nýbura sem áður hefðu ekki átt lífsvon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.