Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 56

Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16, jýj^í ,I9,g8 Var hann að veria apartheid? Athugasemd við grein Einars S. Hálfdánarsonar eftír Kristin H. Einarsson I Morgunblaðinu þann 2. júní birtist grein eftir Einar S. Hálf- dánarson undir nafnmu „Hræsnis- full utanríkisstefna". I þessari grein sinni reynir Einar á frekar mátt- lausan hátt að færa rök fyrir því að ástand mannréttindamála í S-Afríku sé alls ekki svo slæmt, sé miðað við önnur ríki Afríku, svo ekki séu nú tekin dæmi sem eru enn hagstæðari S-Afríku, eins og hann kemst að orði. Af þessum sökum segir Einar að utanríkis- stefna Islendinga gagnvart S-Afríkf sé hræsni. Einar segir að til þess að íslend- ingar taki eitt ríki út úr og setji á það viðskiptabann þá verði að vera hægt að sýna fram á að mannrétt- indamál séu í verra ástandi í því ríki en annars staðar og að líklegt verði að viðskiptabannið beri árang- ur. Einar telur sem sagt að ekki hafí verið sýnt fram á að það sé eitthvað meira en lítið athugavert við ástand mannréttindamála í S-Afríku, nema miðað sé við Evrópu og N-Ameríku, eins og hann segir. Myndbandsskápar 3 gerðir. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 82275 og 685375. Einar gengur jafnvel svo langt að fullyrða að hvergi í Afríku sé betri dómstóla að finna en í S-Afríku og það viðurkenni jafnvel hörðustu andstæðingar S-Afríkustjómar. Vanþekking eða hvað? Annað hvort, og vonandi fyrir Einar, er vanþekkingu hans á mál- efnum S-Afríku um að kenna, að hann-setur fram þessar fullyrðing- ar, eða hann hefur skipað sér í þann hóp sem er tilbúinn til að halda uppi vömum fyrir eina mestu glæpastjóm sem við lýði er í dag og þá seinustu sem gmndvallar stefnu sína á kynþáttakúgun. I trausti þess að vanþekkingu sé um að kenna er mér bæði ljúft og skylt að uppfræða Einar sem og aðra lesendur Morgunblaðsins örlítið um ástand mála í S-Afríku. Apartheid í S-Afríku búa yfír 30 milljónir íbúa, 85% íbúanna em blökkumenn og 15% em hvítir á hömnd. Apart- heid, en svo heitir stjómkerfíð í S-Afríku, neitar blökkumönnum um öll lágmarksmannréttindi. Blökku- menn hafa ekki kosningarétt. Lög í S-Afríku, þ.e. apartheid-kerfið, skipa blökkumönnum fyrir í smáat- riðum um hvar og hvemig þeir skuli lifa lífi sínu. Blökkumönnum er gert að búa á ákveðnum svæðum sem stjómvöld ákveða og skiptir þá engu máli hvort þeir hafa þang- að nokkum tíma komið. Vegna þessara laga er það raunvemleiki að mjög margar fjölskyldur s-afr- ískra blökkumanna eiga þess ekki kost að búa saman. Er það vegna þess að á þeim svæðum sem blökku- mönnum er gert að búa er enga vinnu að fá. Af þeim sökum er það hlutskipti margra að fara út í far- andvinnu og vinna á svæðum hvítra og búa þar. Lögin banna að svart farandverkafólk hafí fjölskyldur sínar hjá sér. Því verður það hlut- skipti margra foreldra að þau sjá bömin sín einungis einu sinni til tvisvar á ári. Apartheid-stjómin hefur skipt öllu landinu í S-Afríku upp, 87% landsins tilheyrir hvítum íbúum S-Afríku sem telja 15% s-afrísku þjóðarinnar og em þar innifalin öll bestu og gjöfulustu svæði S-Afríku, Eru þau stjórnvöld sem haga sér svona ekki búin að fyrirgera rétti sínum til að geta talist til samfélags siðmennt- aðra þjóða? en S-Afríka er mjög ríkt land, þau 13% landsins sem eftirlátin em blökkumönnum, sem em 85% s-afrísku þjóðarinnar, em illa fallin til búsetu, hijóstmg svæði sem dreifast vítt og breytt um S-Afríku eins og hlutar úr púsluspili. ... á gmndvelli forræðis, ójafnréttis og aðskilnaðar Til að gefa örlitla innsýn í stefíiu apartheid-kerfísins hvað varðar menntamál væri ekki úr vegi að grípa niður í bækling sem Þjóðar- flokkurinn, stjómarflokkur S-Afríku, gaf út, en þar segir m.a.: „Menntun hinna innfæddu skal byggð á gmndvelli forræðis, ójafn- réttis og aðskilnaðar, markmið hennar á að vera að innprenta lífsskoðun hvíta mannsins, sérstak- lega hvað varðar Búaþjóðina, sem er æðsti forræðisaðilinn og stjóm- andinn." Þarf um þetta fleiri orð? Hvað varðar kennsluhætti þá er ekki úr vegi að nefna að mikil áhersla er lögð á sögukennslu hjá blökkumönnum, þeim er kennt að Búar (afkomendur hollenskra inn- flytjenda) hafí verið fyrstir að nema land í S-Afríku, en blökkumenn hafi komið þar síðar. Ahersla er lögð á að Búar séu guðs útvalin þjóð sem hafí verið send til S-Afríku til að nema þar land. Ungbamadauði meðal blökku- manna er mjög hár. Á meðan ung- bamaeftirlit meðal hvítra er svipað því sem gerist í Evrópu deyja 20-25% ungbama blökkumanna. Misréttið er augljóst. Eg hef nú tínt til nokkra af hornsteinum apart- heid-kerfísins. Þeir em: blökku- menn hafa engan kosningarétt, skipting landsins og þess auðs sem það gefur af sér, búsetuþvinganir á blökkumenn og skortur á ferða- frelsi, menntakerfíð og heilbrigðiS- kerfið. Þessir þættir, þó stórir séu, em þó aðeins hluti þeirrar kúgunar sem s-afrískir blökkumenn búa við. Glæpaverk Öllum mótmælum eða andstöðu gegn þes§u misrétti sem bundið er í lögum, svara s-afrísk stjómvöld með takmarkalausu ofbeldi og hryðjuverkum. Líf og lífshamingja blökkumanna er einskis virði í aug- um s-afrískra stjómvalda og em dæmin sem það sanna fjölmörg. Það má t.d. nefna Soweto-morðin. En þann 16. júní 1976 mótmæltu lituð skólaböm og ungmenni því í S-Afríku að kennsla í skólum þeirra skyldi fara fram á máli Búa, afrik- aans, sem fyrir þeim er erlent tungumál. S-Afríkustjóm svaraði með því að láta her og lögreglu skjóta á mótmælagönguna. Sjö hundmð (700) böm og ungmenni vom þá skotin til bana og um fjög- ur þúsund (4.000) særð. Flest vom þau skotin í bakið á flótta. Þann 21. júlí 1985 vom sett neyðarlög í S-Afríku. í skjóli þeirra hafa verið framin hin hroðalegustu glæpaverk. Böm, allt niður í sjö ára gömul, hafa verið sett í fangelsi og þurft að sæta pyntingum. Þúsundir manna hafa verið myrtir, um íjöru- tíu þúsund manns sitja nú í fang- elsi og þar af tíu þúsund böm. I febrúar á þessu ári vom síðan 18 samtök, sem höfðu á stefnuskrá sinni friðsamlega andstöðu gegn apartheid, bönnuð. Þar á meðal var Sameinaða lýðræðisfylkingin (UDF), verkalýðssamtök, og for- eldrafélag sem barðist gegn her- skyldu hvítra ungra manna. Frið- samleg andstaða er bönnuð. Fýrir þau glæpaverk sem framin em af s-afrískum stjómvöldum þar sem neyðarlög em í gildi, er engan hægt að draga til ábyrgðar. Ástæð- an er sú að her og lögregla hafa þar ótakmarkað vald. Em þau stjómvöld sem haga sér svona ekki búin að fyrirgera rétti sínum til að geta talist til samfélags siðmenntaðra þjóða? Viljum við eitt- hvað frekar hafa viðskipti við S-Afríkustjóm en bamamorðingja? Hver myndi t.d. sjá kaldrifjuðum morðingja fyrir aðstöðu svo hann gæti stundað iðju sína, myndu allir rétthugsandi menn ekki frekar freista þess að reyna að stöðva hann? O REDJACKET BORHOLU" DÆLUR Sumarbústaðaeigendur Bændur Fiskeldistöðvar Sveitarfélög o.tl. Til afgreiðslu i ýmsum stærðum. Hagstætt verð. Leitið upplýsinga. Skeifan 3h - Sími 82670 Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! NFELAGiD 19 JÚNi 50 ÁRA. Margt var um manninn i 50 ára afmælishófi Kvenfélagsins 19. júní. Kvenfélagið 19. júní 50 ára Grund. Skorradal. KVENFÉLAGIÐ 19. júní hélt upp á 50 ára afmæli sitt með veislu í Félagsheimilinu Brún, sunnudag- inn 5. júní. Afmælishófíð sóttu yfír 100 manns, en öllum núverandi og fyrr- verandi félagskonum var boðið ásamt mökum og mörgum fleirum. Formaður félagsins, Svava Krist- jánsdóttir á Hvanneyri, setti hátíð- arveisluna, en veislustjóri var Jakob- ína Jónasdóttir, Hvanneyri. Kristin Pétursdóttir, Innri-Skelja- brekku, rakti sögu félagsins í 50 ár, en síðan fluttu margir stutt ávörp og færðu félaginu góðar gjafir og heillaóskir. Fjórar kvenfélagskonur skemmtu veislugestum með tveim frumsömdum gamanþáttum og síðan var fjöldasöngur. Undir þessu röðuðu gestimir í sig góðgæti því sem á borðum var. í tilefni dagsins var ein félagskona kjörin heiðursfélagi, en það var Guð- rún Davíðsdóttir, Grund. Er hún fjórða konan í sögu félagsins sem hlotnast sá heiður. Kvenfélagið 19. júní var stofnað á kvenréttindadaginn 19. júní 1938. Félagssvæði er Skorradalur og And- akíll. Fyrstu stjórn skipuðu frú Sigríður Bjömsdóttir, Hesti, for- maður, Elísabet Þorsteinsdóttir, Ind- riðastöðum, ritari, og Kristín Jóna- tansdóttir, Varmalæk, gjaldkeri. Núverandi stjóm er þannig: Svava Kristjánsdóttir, Hvanneyri, formað- ur, Dagný Sigurðardóttir, Homi, rit- ari, og Jóhanna Guðjónsdóttir, Grund, gjaldkeri. - DP Sérhver er nú hræsnin Mér er það mjög til efs að Einar S. Hálfdánarson myndi standa upp til vamar glæpamönnum í okkar samfélagi, með þeim rökum að rétt væri að láta þá eiga sig, þar sem svo mikið væri af glæpamönnum út um allt, sem við næðum ekki til. Hvað varðar þær fullyrðingar Einars um að það sé hræsni að setja á viðskiptabann við S-Afríku, þar sem við setjum ekki á viðskipta- bann við allar aðrar þær þjóðir, sem vísar hafa orðið að því að brjóta mannréttindi á þegnum sínum, þá er um þær að segja að ekki er hægt að setja jafnaðarmerki á milli mannréttindabaráttu og stuðnings við hana í S-Afríku og öðmm lönd- um eins og t.d. Póllandi og Chile. Baráttumenn gegn stjómvöldum í S-Afríku hafa þráfaldlega beðið um að viðskiptabann verði sett á landið, því það sé eina friðsamlega leiðin, sem eftir er, til að koma á breyting- um. Andófsmenn annars staðar í heiminum, hafa ekki óskað eftir því, að viðskiptabann verði sett á sín ríki. Leiðtogar Samstöðu, fíjálsu verkalýðshreyfíngarinnar í Pól- landi, óskuðu ekki eftir því að við- skiptabann yrði sett á Pólland, þeg- ar herlög voru sett þar. Bandaríkin sáu hins vegar ástæðu til að setja viðskiptabann á Pólland, þó þeir hafí ekki séð ástæðu til að setja viðskiptabann á S-Afiríku, þrátt fyr- ir óskir þeirra sem berjast gegn apartheid. Einari væri kannski hollt að athuga hvort ekki felist hræsni í þessari afstöðu. Var hann að veija apart- heid? Ef Einar hefur hug á því að skrifa meira um ástand mála í S-Afríku, ráðlegg ég honum ein- dregið að afla sér upplýsinga um stöðu mála þar í landi, og hvemig apartheid-kerfíð virkar. Upplýsing- ar og lesefni getur hann útvegað sér hjá nýstofnuðum samtökum um málefni S-Afríku, „Suður-Afríku- samtökin — gegn apartheid", en heimilisfang þeirra er Klapparstíg- ur 26. En ráðist Einar aftur fram á ritvöllinn og haldi uppi svipuðum viðhorfum, þá er ekki lengur hægt að líta svo á, að um vanþekkingu sé að ræða. Þeim skrifum kemur þá til með að verða svarað með viðeigandi hætti. Höfundur er félagi í Suður- Afríkusamtökunum -gegn apart- heid. Ferðahand- bókin Land í finunta sinn FERÐAHANDBÓKIN Land er nú komin út í fimmta sinn. Bók- in inniheldur upplýsingar um ferðaþjónustu á Islandi auk landfræði-, jarðfraeði- og sögu- legs fróðleiks um ísland. í bókinni er fjallað um öll sveit- arfélög á íslandi. Ferðaþjónusta í hveiju sveitarfélagi er tíundað í þjónustulista sveitarfélagins. Þjónustulistanum er skipt niður í; gistingu, tjaldstæði, veitingar, bílaþjónustu og aðra þjónustu. Kynningargreinar em í bókinni um nær öll stærri sveitarfélög á landinu, á annað hundrað talsins. Fjallað er um skoðunarverða staði í sveitarfélaginu svo og ýmsa punkta úr sögu þess. Greinamar hafa verið skrifaður upp á nýtt og eru mun lengri og ítarlegri en í fyrri Land-bókum. Hverri kynn- ingargrein fylgja ein til tvær myndir en í bókinni eru yfír 300 litmyndir. Það er Ferðaland hf. sem gefur bókina út en ritstjóri hennar er Bjöm Hróarsson jarðfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.