Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 57

Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 57
aa 57 sKfíj_imíi_ 3i auuAauTMMn .aiaAjaMjju^oM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JUNI 1988 I Tvær skáldsögur Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Alessandro Manzoni: Die Nonne von Monza. Ubersetz- ung aus dem Italienenischen und Nachwort von Heinz Rindt. Jakob Wassermann: Der Fall Mauritzius. Roman. Mit einem Nachwort von Peter de Mend- elssohn. Deutscher Taschenbuch Verlag 1988. Manzoni sagði við Walter Scott þegar þeir kynntust í Mílanó „að hann væri lærifaðir sinn“. Scott svaraði: „Þá er skáldsaga yðar besta verk mitt.“ Þetta verk var „I pro- messi sposi“. Hin heitbundríu. Goet- he sagði við Eckermann að „Hin heitbundnu" væri það langbesta sem hann hefði lesið og þekkti í þessari grein skáldskapar. Þetta var 18. júlí 1827, en þá var sagan nýkomin út. Einn kunnasti höfundur Itala nú á dögum telur sig lærisvein Manz- oniz, sem er Umberto Eco. Athyglin sem er skáldsaga Manz- onis vakti var einsdæmi. Höfundur- inn var kunnur sem skáld áður, en með útkomu_ sögunnar varð hann þjóðhetja á Italíu og strax talinn meðal fremstu skáldsagnahöfunda Evrópu. Lokagerð sögunnar kom út á árinum 1841—42. Manzoni breytti ýmsum í sögunni frá fyrstu gerð og meðal megin- breytinganna var lýsing hans á „Nunnunni frá Monza“. Saga nunn- unnar innan sögunnar á sér heimild- ir, sem Manzoni notaði og birti í fyrstu gerð sögunnar. Þessi sjálf- stæða saga innan sögunnar er nú birt í frumgerð, sem var flestum gleymd og grafin. Það var ekki fyrr en eftir síðari heimsstyijöld, sem þessi gerð kom út sem sjálfstæð saga og vakti þá svipaða eftirtekt á Italíu og birting frumgerðar Fausts vakti á sínum tíma á Þýskalandi. Sagan er um Gertrude, dóttur vold- ugs aðalsmanns, sem þvingar dóttur sína til að ganga í klaustur, sem verður til þess að lama vilja hennar og þvinga hana til samskipta við öfl sem valda sálrænum breytingum og umbrotum, sem orsaka óhugnanleg- an glæpaferil. Dtv-útgáfan hefur einnig gefið út „Die Verlobten" loka- gerð „I promessi sposi". Jakob Wassermann (1873—1934) skrifaði margar spennandi skáldsög- ur, þar sem glöggur sálfræðilegur skilningur og innsæi tengdist raunsæjum útlistunum á samfélags- stéttum og pólitískri atburðarás. Þessi skáldsaga Wassermanns er uppgjör við réttarbófa þýska keis- aradæmisins. Tilefnið var réttar- morð, maður sakfelldur fyrir morð, sem hann hafði ekki framið. Þessir atburðir áttu sér stað skömmu eftir aldaótin. Wassermann semur skáldsögu um Leonhart Maurizius, sem hafði setið 19 ár í fangelsi sakaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana vegna sambands við mágkonu sína. Réttar- höldin vekja gífurlega athygli og dómararnir telja afgreiðslu málsins kórrétta. Sonur Mauriziusar er á annarri skoðun og telur að rannsókn málsins sé mjög ábótavant og að um réttarmorð sé að ræða. Hann fer til Berlínar og grandskoðar máls- skjölin og kemst að raun um að „sannleikur, æra og réttlæti" séu innantóm orð í munni varða laga og réttar. Þetta er löng skáldsaga og eins og aðrar sögur Wassermanns mjög læsileg og spennandi. Þetta er ein þeirra bóka, sem mættu gjarn- an vera lengri. Meðal annarra skáld- sagna Wassermanns eru „Joseph Kerkhovens dritte Existenz", 1934, „Etzel Andergast", 1931. Indverskur spæjari í Englandi Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir H.R.F. Keating: Inspector Ghote Hunts the Peacock Útg. Mysterious Books 1988 Þessi bók kom fyrst út fyrir tutt- ugu árum og höfundur mun hafa skrifað allmargar bækur um aðal- söguhetjuna Ganesh Ghote, rann- sóknarlögreglumann frá Bombay á Indlandi. Hér er Ghote að koma í sína fyrstu heimsókn til Englands, hann á að sitja merkilegt þing um smygl og hann hlakkar mikið til. Meðal annars er hann afar eftir- væntingarfullur að hitta enskan starfsbróður sinn, Smart nokkurn, sem er heimsfrægur og enda fáir hans líkar. Við komuna til London bíður fjar- skyldur ættingi hans, Vidur Dhatta, hans og segir honum ófagra sögu af ungri frænku eiginkonu sinnar sem hafði lent í vondum félags- skap, sennilega með popparanum Johnny Bull. Stúlkan hvarf síðan af heimilinu og hefur nú ekki spurst til hennar í þijár vikur. Vidar og eiginkona hans, Protima, eru miður sín af skelfingu og angist og treysta því að Ghote spæjari leysi gátuna. Ghote reynir að færast undan og leiða þeim fyrir sjónir að hann sé kominn til Englands í opinberum erindagjörðum og auk þess sé það á verksviði lögreglu í London að leita stúlkuna uppi. En Protima linnir ekki látum og á endanum verður Ghote að flytja heim til þeirra í stað þess að dvelja í vellyst- ingum á hóteli eins og hafði verið ætlunin. Hann dregst á að tala við lög- reglukonu sem hafði verið sett í málið, eftir að þau hjónin tilkynntu hvarf hennar. Hann er vitanlega mjög óframfærinn í öllu athæfi sínu og þar að auki ratar hann ekki agnar ögn um undirheima stórborg- arinnar, því að slóðin liggur líklega þangað. Þau sómakæru hjón Vidar og Protima reka veitingahús á neðstu hæð íbúðarhússins og þau eru beisk i sinni yfir að hafa þurft að setjast að í Englándi, þar sem veðrið og Metsölublad á hverjum degi! GLÆSIFATNAÐIJR INý sending Rúskinns- og leðurdress nokkrir litir. A PEISINN Kirkjuhvoli Þar sem vandlátir versla. harðneskjulegt viðmót Englendinga hrellir þau. Vidar getur að vísu sótt einhveija svölun í trúariðkanir sínar og má þá enginn raska ró hans. Síðan segir frá því þegar Ghote reynir einnig að sitja þingið um smyglmálið og flytur ræðu sem yfir- maður hans hafði samið fyrir hann, þá er hann að vísu orðinn illa kvef- aður og hijáður af því að hann hefur verið að leita að glæpamönn- um í misjöfnu veðri og með lítilli aðstoð. Bókin er verulega skemmtileg, full af húmor og glettilega glöggum mannlýsingum. Ghote verður alveg ljómandi persóna hjá höfundi. Það væri ráð að skima eftir fleiri bókum Keatings við tækifæri. Kápumynd Heyrnargreining á Aust- ur- og Norðausturlandi MÓTTÖKUR verða á vegnm Heymar- og talmeinastöðvar ís- lands á Austur- og Norðaustur- landi 25. júní til 1. júlí. Þar fer fram greining heyrnar- og tal- meina og úthlutun heyrnartækja. Aætlað er að vera í Borgarfirði eystra 25. júní, Egilsstöðum 26. júní, Seyðisfirði 27. júní, Vopnafirði 28. júní, Þórshöfn 29. júní, Raufar- höfn 30. júní og Kópaskeri 1. júlí. Sömu daga að lokinni móttöku Heyrnar- og talmeinastöðvar verð- ur almenn lækningamóttaka sér- fræðings í háls-, nef- og eyrnar- lækningum. Tekið er á móti viðtals- beiðnum á viðkomandi heilsugæslu- stöð. (Fréttatilkynning) Hjálpræðisherinn: Kaffisala 17. júní KAFFISALA verður 17. júní hjá Hjálpræðishemum í Kirkjustræti 2 eins og undanfarin ár. Salan hefst kl. 14.00 og rennur allur ágóði til starfs Hjálpræðishers- ins í Reykjavík. Kaffisölunni lýkur með söng- og helgistund kl. 20.30 í umsjá brigaders Oskars Jónssonar. Allir velkomnir. (Fréttatilkynning) r) r) r i kr./ Odd /KO 1Skg=kr. 5.985.- INNIFALIÐ ÍVERÐI: bacon í sneiðum hrygguríkótelettur bógur í 1/1 steik beinlaus hnakki í sneiðum Lærið -1/2 reykt í skinku PantiÖ strax 2Skg = kr. 8.075,- INNIFALIÐ ÍVERÐI: Úrbeining, pökkun og merking, grills- teik, bógsteik og hakk. . S. 656400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.