Morgunblaðið - 16.06.1988, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 16.06.1988, Qupperneq 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Adrian Dantley var stigahæstur í liði Detroit gegn Lakers. Ekið yfir meistarana í bílaborginni! Detroit skellti Los Angeles 111:86 og jafnaði keppni liðanna FJÓRÐI leikur NBA-úrslitanna var í bílaborginni Detroit á þriðjudagskvöld og gerðu heimamenn sér lítið fyrir og unnu meistarana, Los Angeles Lakers, með 25 stigum, 111:86. Lið Detroit lék þennan leik mjög vel og áttu stjörnur Los Angeles aldrei neitt svar við stórleik liðsins. Detroit hefur þar með jafnað képpnina við Lakers og fer fimmti leikur lið- anna fram í Detroit í kvöld. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik, en Detroit hafði þó ávallt forystuna. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 32:29 fyrir Pistons og ■ggggg^g liðið hafði sjö stiga Gunnar forystu í hálfleik, Valgeirsson 58:51. Venjulega skrífar hefur Los Angeles átt mjög góðan leik í þriðja leikhluta í úrslitakeppninni, en í þetta sinn voru það andstæð- ingamir sem gerðu út um leikinn í þessum leikhluta. Leikmenn Detroit byijuðu seinni hálfleik af krafti og náðu góðum tökum á leiknum. Þeir náðu að keyra hraðann upp og höfðu 18 stiga forystu, 83:65, þeg- ar þriðja leikhluta lauk. Pat Riley, þjálfai Lakers, virtist vera búinn að sætta sig við ósigur á þessu stigi leiksins, því hann lét suma leikmenn byijunarliðsins hvfla það sem eftir var af leiknum og Detroit átti ekki í erfiðleikum að innbyrða stórsigur, 111:86. Liðin Allt annað var að sjá til Detroit- liðsins nú en í þriðja leiknum. Leik- menn hittu betur og liðið réði mun betur við hraðaupphlaup sín. Góð vöm liðsins gerði það að verkum að Los Angeles náði sér aldrei á strik í leiknum. Adrian Dantley var stigahæstur hjá Pistons með 27 stig og hefur staðið sig mjög vel í lokaúrslitunum. Vinnie Johnson var fljótur í gang í þessum leik, skoraði 16 stig, þar af 11 í fyrri hálfleik. Þá stjómaði Isiah Thomas, sem skoraði 10 stig, leik liðsins mjög vel að vanda. Los Angeles komst aldrei í gang í þessum leik og hlýtur það að vera nokkuð áhyggjuefni fyrir Pat Riley hve ójafna leiki liðið sýnir um þess- ar mundir. „Magic“ Johnson var langbesti leikmaður liðsins að vanda, skoraði 23 stig og var eini leikmaðurinn sem eitthvað kvað að í þessum leik hjá Lakers. Vinarkoss, síöan slagurl Stórvinimir Isiah Thomas og „Magic“ Johnson gerðu sér lítið fyrir og kysstu hvom annan á kinnina í upphafi leiksins. Vakti þetta mikla kátínu hjá hinum 38.300 áhorfendum í Silverdome- höllinni. En þegar leikurinn hófst gleymdist allur vinskapur hjá köpp- unum. í upphafi fjórða leikhluta var Thomas að reyna að komast fram- hjá tálma með Johnson á hælunum. Johnson var hrint í bakið á Thomas sem snéri sér við og sló til vinar síns. Eitthvað fór þetta í skapið á Johnson því strax í næstu sókn braut hann gróflega á Thomas sem var í loftinu með knöttinn. Við þetta varð nokkur hamagangur meðal leikmanna beggja liða, en dómumm tókst fljótlega að róa leikmenn. Eftir leikinn sættust þeir félagar aftur og Thomas sagði við frétta- menn: „Ég hafði ekki hugmynd um að Magic hefði verið hrint á mig. Við erum báðir að reyna að vinna meistaratitil og það má alltaf búast við pústrum í svo mikilvægum leikj- um.“ tt þú $ {|16. júní?g ■3KCAD WAT Brown þjálfar Spurs Verður launahæsti þjálfarinn í NBA-deildinni Larry Brown hefur verið ráðinn þjálfari hjá San Antonio Spurs, en Pétur Guðmundsson leikur með því liði. Brown hefur síðustu fimm ár þjálfað hjá Kansas-háskólanum, en liðið varð háskólameistari í vor. Samningur sá er Brown skrif- aði undir á þriðjudag er til fimm ára og fœr hann þrjár og hálfa milljón dala í laun. Brown er því orðinn hœstlaunaði þjálfar- inn í NBA-deildinni með 700.000 dali á ári. Mörg lið í NBA-deildinni hafa reynt að tæla Brown til sín undanfarin keppnistímabil, en hann hefur ávallt neitað tilboðum þar til nú. Brown hefur Gunnar Valgeirsson skrifar áður þjálfað í NBA- deildinni og var meðal annars með lið New York. Þulir CBS-sjónvarpsstöðvarinnar töluðu við Brown hálfleik á leik Detroit og Los Angeles. Hann sagði: „San Antonio er skemmtileg borg og Spurs-liðið er vel rekið, þannig að þetta er ákjósanlegt tækifæri fyrir mig. Mér hefur liðið mjög vel hjá Kansas og á eftir að koma til með að sakna margs það- an, en nú er einfaldlega kominn tími fyrir mig að breyta um starf. Við fáum David Robinson á næsta keppnistímabili og ef við getum fengið fleiri góða leikmenn í kring- um hann verðum við með sterkt lið. Liðið á enn nokkuð í land með að ógna þeim bestu, en það tekur allt- af tíma að byggja upp sterk lið.“ Barkley frá Filadelfíu? Charles Barkley, langbesti leikmað- ur Fíladelfíu-liðsins, lýsti því yfir á þriðjudag að hann myndi sennilega ekki spila með liðinu á næsta keppn- istímabili. Hann sagði að það væru gerðar allt of miklar kröftir til sín og að hann vildi fara frá félaginu. Charles Barkley segist vera búinn að fá nóg af Fíladelfíu. Barkley hefur verið allt í öllu hjá liðinu undanfarin tvö keppnistíma- bil og fari hann frá félaginu verður erfitt fyrir það að finna leikmann í hans stað. á Kaplakrikavell kvöld kl. 20.00 GOLF Stórmdt Stöðvar 2 STÓRMÓT Stöðvar 2 hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á Graf- arholtsvelli fer fram dagana 16. til 18. júní. Mót þetta er eitt af stórmót- um GSI, en þau mót verða notuð til viðmiðunar þegar lands- lið í golfi verður valið. Mótið verður tvíþætt. Annars veg- ar er um að ræða sveitakeppni, þar sem §órir kylfingar mynda sveit. Einn lágforgjafarkylfingur með 7 í forgjöf eða lægra og þrír kylfíngar með forgjöf 8 eða hærra. Lágforgjafarkylfíngurinn leikur af bakteigum án forgjafar, en hinir 3 leika af klúbbteigum (karlar) eða framteigum (konur) með 3/4 forgjöf. Skor tveggja bestu bolta á hverri holu telur hjá sveitinni. Hver sveit leikur saman og myndar þannig einn rásriðil og skráir sveitin sjálf sitt skor. Sveitakeppnin verður leikin á föstudaginn og laugardaginn. Hins vegar er um að ræða stiga- keppni. A sunnudegi halda lágfor- gjafarkylfingar einir áfram keppni og leika 36 holur þann dag. Þeir taka með sér skor sitt frá föstudegi og laugardegi, þann- ig að þeir leika 72 holur í heildina. Skráning fer fram í Golfskálanum í Grafarholti í síma 84735 og 82815. FOLK ■ S-AFRÍSKI hnefaleikarinn Brian Baronet liggur nú milli heims og helju eftir að Bandaríkja- maðurinn Kenny Vice sló hann í rot í 10. lotu viðureignar þeirra í S-Afríku. Baronet, sem er 27 ára og keppir í veltivigt, var samstund- is fluttur á sjúkrahús og þar var framkvæmd á honum heilaaðgerð. Læknar segja tvísýnt um líf hans. ■ ÁKVEÐID hefur verið, að heimsmeistarakeppnin í listdansi á skautum 1990 verði haldin í Milnc- hen í V-Þýzkalandi. ■ XU-ZENGCAI frá Kína sigr- aði á opna kínverska meistaramót- inu í borðtennis. Hann sigraði landa sinn Teng Yi í úrslitaleiknum í fimm lotum, 21-17, 12-21, 21-6, 13-21,24-22. Áður hafði Teng Yi unnið Svíann Jörgen Persson og Xu-Zengcai unnið Pólveijann Leszek Kucharski í undanúrslit- um. ■ ÁRMANN sigraði á MUllers- mótinu í svigi sem fram fór í byij- un maí í Bláfjöllum. Mótið, sem er sveitakeppni, var haldið í 22. sinn og vann Ármann nú MUllers- bikarinn til eignar. í sigurliði Ár- manns voru: Hjörtur Waltersson, Haukur Arnórsson, Tryggvi Eiríksson og Steingrímur Walt- ersson. KR varð í öðru sæti og Fram í þriðja. ■ WOLFGANG Scmidt, fyrrum heimsmeistari í kringlukasti, mun keppa á móti í DUsseldorf í næstu viku. Hann er frá Austur-Þýska- landi, en hefur öðlast v-þýskan ríkisborgararétt, eftir að hafa verið mörg ár í a-þýskum vinnubúðum. Austur-Þjóðveijar ætla þó að keppa á þessu móti, en margir höfðu óttast að þeir myndu ekki mæta til leiks ef Schmidt yrði i liði V-Þjóðveija. Þess má geta að Schmidt mun mæta til íslands og taka þátt í Flugleiðamótinu í sum- ar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.