Morgunblaðið - 16.06.1988, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 16.06.1988, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 55 Torgrip múrboltinn frá iliHQBSMRNS fæst í sérverslunum. Sænsku járnbraut- irnar á tímamótum eftir Pétur Pétursson Sænsku jámbrautirnar, SJ-fyr- irtækið, er gamal og gróið ríkis- fyrirtæki sem býr við gamlar hefð- ir og veitir fjölda manns atvinnu. Um 33 þúsund starfsmenn í sænska alþýðusambandinu vinna hjá fyrirtækinu. Við þessa tölu bætast svo skrifstofumenn og aðr- ir sem gegna stjómunarstörfum. Undanfarin ár hefur SJ (Statens Jámvágar) mætt sífellt meiri and- byr og gagnrýni. Því hefur verið talið margt til foráttu, en skemmst er að minnast nokkurra alvarlegra slysa sem kostað hafa íjölda manns lífið. Mörg þessara slysa hafa orðið við árekstra bíla og lesta þar sem járnbrautimar mæta akbrautum. Um 80 slík slys urðu á síðasta ári og um 30 manns lét- ust af þeirra völdum. Þar getur bæði verið um það að ræða að viðvörunarkerfí virki ekki svo og það að ökumenn bifreiða séu ekki nægilega á verði, en í þeim tilvik- um er ómögulegt fyrir lestarstjó- rann að stöðva lestina í tæka tíð. Þessum slysum fjölgar og hraði lestanna eykst. Flest þessara lesta- og gatnamóta eru án eftir- lits og langflest án grindverks sem fellur sjálfkrafa yfír akbraut þegar lest er í nánd. Af um 20 þúsund slíkra gatnamóta eru aðeins tæp- lega 2 þúsund útbúin með þessu sjálfvirka grindakerfi sem er besta tryggingin gegn slysum af þessu tagi. Með aukinni umferð hefur þörfin fyrir þennan útbúnað orðið meiri, en fyrirtækið hefur ekki fengið það fjármagn sem það hef- ur talið nauðsynlegt til þess að koma þessum öryggisútbúnaði upp á fleiri stöðum. Á eftir áætlun Annað atriði sem oft kemur upp í umræðunum um sænsku járn- brautirnar er að lestarnar standast ekki áætlun. Könnunin hefur leitt í ljós að miðað við Evrópu eru það aðeins ítalskar lestir sem standa sig verr i því að halda áætlun. Að meðaltali eru aðeins um 70 prósent sænskra lesta sem stand- ast áætlun, en um helmingur ítal- skra. Danir standa sig mun betur og Finnar eru með þeim bestu á þessu sviði, en áreiðanlegastar eru svissneskar lestarferðir, innan við tíu prósent þeirra seinkar að með- altali. Þegar umferðin eru mikil seinkar u.þ.b. fjórum af tíu lestum í Svíþjóð. Mikill halli er á rekstri fyrirtækisins og þarf ríkissjóður að bera hann og er vaxandi óán- ægja með þetta ástand. Ef aðeins er reiknaður aukakostnaður fyrir- tækisins vegna seinkana nær hann um háfum milljarði sænskra króna árlega. Oft verður fyrirtækið að borga leigubíla undir fólk sem vegna seinkunar er að missa af öðrum ferðum svo sem flugfari. Ástæðurnar fyrir slæmum rekstri eru margar. Fyrirtækið leggur meira upp úr því að gera aðstöðuna fyrir starfsfólkið sem besta, en lætur viðskiptavinina sitja á hakanum. Hugmyndafræð- in virðist hafa verið sú að þeir séu hvort eð er alltaf fyrir hendi og engin samkeppni að taka tilit til. En nú hefur það sýnt sig að fjöldi fólks tekur heldur flug eða rútur og lestamar eru oft næstum tóm- ar. Skrifstofuveldið hefur aukist, en öryggið ekki að sama skapi. Úttektir sem gerðar hafa verið á orsökum jámbrautaslysa sýna að hægri hendin veit oft ekki hvað hin vinstri gerir þegar um þetta risafyrirtæki er að ræða. Boðleiðir milli einstakra stöðva og eftirlits- stofnana eru gamaldags og gegna ekki hlutverki sínu nægilega vel við aukið álag. Þegar mest er um farþega er stór hluti starfsfólks í fríi, og verkstæðin, sem eru gam- aldags og sum frá þeim tíma þeg- ar keyrt var með gufuknúnum dráttarvögnum, em yfirleitt lokuð um helgar þannig að bilanir valda töfúm og seinkunum. Vöruflutn- ingar og farþegaflutningar eiga sér stað samtímis og gera allt þyngra í vöfum. Endurskipulag-ning starf- seminnar Ákveðið hefur verið að aðgreina þann hluta starfseminnar sem sér um að leggja og halda við brautun- um og sameina hann í sérstakt fyrirtæki. Þessi hluti verður áfram á kostnað ríkisins, en aðstaðan verður leigð nýju fyrirtæki sem rekur sjálfa lestarstarfsemina og þjónustu við ferðamenn. Nýja fyr- irtækið, sem samkvæmt þessari áætlun á að vera ríkisfyrirtæki en rekið samkvæmt lögum framboðs og eftirspurnar, á að skila hagnaði. En þessar áætlanir hafa vakið upp gagnrýni í röðum þeirra starfsmanna sem eiga að tilheyra hinu nýja brautarfyrirtæki, eink- um vegna þess að það á að hafa höfuðstöðvar sínar í Borlaiige en ekki í Stokkhólmi. Gert er ráð fyrir að um 300 manns verði að flytja sig um set. Hér er m.a. um að ræða um 50 rafmagnsverk- fræðinga sem gegna lykilhlutverki þegar um er að ræða öryggis- búnað. Talið er að fáir þeirra sætti sig við að flytja frá Stokkhólmi og einnig er talið víst að þessir starfsmenn eigi auðvelt með að fá atvinnu, jafnvel miklu betur borg- aða, í einkageiranum ef þeir hætta hjá SJ. En ef slíkt gerðist myndi öryggi lestarferðanna minnka. Við það bætist að allar áætlanir um endurbætur og nýjan tækniút- búnað sem eru á döfinni mundi seinka að mun. Nýr framkvæmdastjóri með yfir 100 þús. sænskar á mánuði Til þess að reisa járnbrautimar við var nýlega settur nýr fram- kvæmdastjóri, Stig Larsson, þekktur dugnaðarmaður úr einka- geiranum, sem endurskipulagt hefur fleiri fyrirtæki og gert þau arðbær. Hann var í raun og veru keyptur yfir í fyrirtækið og boðið upp á laun sem þekkjast ekki hjá opinberum starfsmönnum, rúm- lega hundrað þúsund krónur sæn- skar á mánuði, en venjulegur starfsmaður fær vart mikið yfir 9 þúsund krónur. En þessi ákvörðun á að borga sig og hlutverk nýja framkvæmdastjórans er að gera SJ að arðbæru fyrirtæki sem á að skila hagnaði í ríkissjóð. Hann hefur tilkynnt að hagræða þurfi rekstrinum og jafnvel segja upp einhveijum starfsmönnum. Verka- lýðsfélög hafa ekki mótmælt þess- um launum forstjórans og fleiri valinna sérfræðinga sem nýi for- stjórinn hefur ráðið, en laun þeirra eru einnig langtum hærri en eldri starfsmanna. Viðhorf stéttarfélag- anna virðist vera það að uppstokk- un sé nauðsynleg fyrir framtíð fyrirtækisins og þess vegna einig fyrir atvinnu hins óbreytta starfs- manns. Nefnd á vegum stjómarand- stöðuflokkanna hefur nýlega skil- að ítarlegu áliti til formanna þess- ara flokka sem sett hafa það á stefnuskrá sína að selja nokkur stór ríkisfyrirtæki, ef stjórn jafn- aðarmanna fellur við næstu kosn- ingar og þeir mynda stjórn. Þessi áætlun er það ítarleg að leggja má hana fram sem frumvarp á þinginu strax eftir kosningar. Nýi framkvæmdastjórinn fagnar því ef fyrirtækið yrði einkafyrirtæki því þá yrði auðveldara að koma í framkvæmd þeirri hagræðingu sem verður að hans dómi að fram- kvæma, ef starfsemin á að bera sig. Þá yrði auðveldara að aðlaga þjónustu fyrirtækisins að kröfum neytenda og innleiða aukin laun- amismun sem að hans dómi er nauðsynlegur hvati til að ná betri afköstum. Höfundur er fréttaritari Mbl. i Lestarstjóri fyrir framan einn af dráttarvögnum Sænsku járnbrau- Svíþjóð tanna. Hann missti starfsbróður sinn í járnbrautarslysi fyrir nokkru. Umboðsaðilar: JW' RONNING Sundaborg • Sími 91-84000 og orö að sönnu. - Hér eru nokkrir kostir THORSMANS Torgrip múrboltans: Hann hefur yfirburöa álagsþol í steinsteypu • er öruggur fyrir álagi af titringi auk þess sem skaðlegra áhrifa steypugæða eða skemmda gætir mun síður • þess vegna er hægt að velja grennri stærðir af Torgrip múrboltanum og spara tíma og peninga • án þess þó að slaka á ÖRYGGISKRÖFUM. Ef þú átt eftir að festa glugga • setja upp bílskúrshurð • eða festa hringstiga • þá hugsaðu þig tvisvar um • vertu viss um að múrboltinn sé frá THORSMANS. „Vertu á föstu með THORSMANS” þá ert þú ÖRUGGUR UM HÍBÝLI PITT OG HÚSMUNI. ÞÓTT BJÓÐIST MÉR FESTING - MEÐ GULLGLANS OG GIRNILEGT TILBOÐ í LÍFSDANS ÉG ÞESSU MUN NEITA OG ÞARF EKKI AÐ LEITA ÞVÍ ÉG ER Á FÖSTU - MEÐ 'DGMMuEES (svo kvað verkfræðingur einn hér um árið ...)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.