Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 64

Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 fclk í fréttum Elisabeth Shue er nú orðin heimsfræg leikkona en það hafði hún ekki í hyggju þegar hún fór 17 ára til New York. ELISABETH SHUE barnapía Hin 22 ára gamla leikkona El- isabeth Shue var í leit að skyndigróða þegar hún fór til New York aðeins 17 ára gömul og ætl- aði að fá starf sem fyrirsæta um stundarsakir. Þessi skyndigróði vatt nokkuð mikið upp á sig því að nú er hún orðin fræg leikkona og get- ur valið á milli kvikmyndatilboða og mótleikara. Elísabeth lýsir ævintýrinu á þessa leið. „Við systkynin vorum fjögur heima í New Jersey og vasapening- amir voru af skornum skammti. Það fór í taugamar á mér að ég þurfti að passa böm á hvetju kvöldi í heilan mánuð til að vinna mér inn jafn mikla peninga og vinkona mín fékk á einum degi sem ljósmynda- fyrirsæta. Þessvegna vildi ég gerast fyrirsæta eins og hún. Ég lagaði á mér hárið, puntaði mig upp og fór til New York. Þetta var kannski dálítið djarft af mér en það hugsar maður ekki um þegar maður er 17 ára með allt lífið framundan. Þetta gekk ótrúlega vel. Á fyrstu skrifstofunni sem ég fór til, var mér tekið sérstaklega vel og séð var til þess að ég fengi nóg að gera. Síðan þá hef ég bara passað börn í kvikmynd." Sumir muna eflausteftirgamanmyndinni „Night on the town“ sem var sýnd í kvik- myndahúsum í vetur en þar lék Elisabeth bamapíu sem lenti í hin- um ótrúlegustu ævintýrum. Elisa- beth varð þó fyrst fræg fýrir leik sinn í kvikmyndinni „Karate Kid“. Elisabeth leggur stund á hagfræði- nám við Harvard-háskólann en það virðist ætla að sækjast seint því hún hefur orðið að taka sér frí til að leika í kvikmyndum. Hún hefur þó Boðið var upp á veitingar í Valhöll DIANA OG CHARLES Hlutverkaskipti Breska konungsfjölskyldan hefur í ýmsu að snúast og hver og einn fjölskyldumeðlimur hefur sínum opinberu skyldum að gegna. Þá getur stundum verið heppilegt að geta brugðið sér í hin margvíslegustu gervi. A meðfylgjandi myndum sjáum við að Charles og Diana hafa skipt um hlutverk. PrinSessan hefur klæðst smóking með öllu tilheyr- andi en prinsinn er kominn í pils og sýnir á sér hnén. COSPER Láttu mig fá sparibókina, sem Lilli fékk í skírnargjöf. Davið Oddsson bauð gestina velkomna í ValhÖll Ólafur K. Magnússon Þessar myndarlegu konur heita, frá vinstri Ásdís Sævaldsdóttir, Halla Svavarsdóttir, Harpa Gísladóttir, Hafdís Magnúsdóttir, Ásta Júlíusdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Þórunn Gísladóttir og Rósa Grétarsdóttir. Morgunblaðið /Sigurgeir VESTMANNAEYJAR Vertíðarlok Þessar eldhressu konur eru allar meðlimir í saumaklúbbnum „Gullni Hansinn" í Vestmannaeyj- um. Þær hafa staðið í miklum og erfiðum saumaskap í vetur og ák- váðu að gera sér dagamun, þar sem þær eru að fara í sumarfrí. Fimm af þessum glæsimeyjum eru sjó- mannskonur og urðu þeirra vertíðar- lok engu síðri en hjá eiginmönnum þeirra. í tilefni dagsins fengu þær lánuð fót hjá mæðrum sínum og er fatnaðurinn í flestum tilfellum eldri en þær sjálfar eða frá því á árunum eftir stríð. Um kvöldið var síðan haldið veglegt hóf með tilheyrandi tískusýningu. Kvenfólkið í Vestmannaeyjum kann greinilega að lífga upp á tilveruna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.