Morgunblaðið - 16.06.1988, Side 35

Morgunblaðið - 16.06.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 35 Umræður í sovéskum fjölmiðlum vegna flokksþingsins: Forseti verði valda- mesti maður landsins Af hverju er mynd af Gorbatsjov á skrifstofu Leníns? Moskvu, Reuter. f SOVÉSKUM fjölmiðlum er nú mikið fjallað um flokksþing kommúnistaflokksins sem hefst þann 28. júní og stendur til 1. júlí. Þinginu er ætlað að hressa upp á sovéskan sósíalisma. Meðal hugmynda sem fram hafa komið hjá stuðningsmönnum umbóta- stefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga er sú að æðsti leiðtogi landsins verði forseti, kjörinn af flokksráðstefnu, leynd svipt af ýmissi starfsemi opinberra stofnana og minna fé veitt til geimferða til að unnt sé að auka matvælaframleiðslu. „Það er hverjum manni ljóst að 70 árum eftir byltinguna er tíma- bært að festa stjórnarskrá í sessi,“ segir Fjodor Búrlatskíj, áhrifamik- ill stjómmálaskýrandi, í vikuritinu Literatúmaja Gazeta. Grein Búrl- atskíjs birtist í gær og þar leggur hann til að æðsti leiðtogi landsins verði forseti, kosinn af flokksráð- stefnu og gegni hann jafnframt embætti aðalritara flokksins og yfirmanns hersins. Kosning hans verði háð samþykki meiríhluta manna í almennri atkvæðagreiðslu. Einnig sé þörf varaforseta til að taka við ef forsetinn veikist eða ef Æðsta ráðið, þing landsins, setur hann af. Búrlatskíj tekur einnig undir þær hugmyndir sem fram komu í Prövdu fýrr í vikunni að þingið starfi reglulega en hittist ekki í tvo daga tvisvar á ári eins og nú er. Búrlatskíj segir breytingar á dómskerfínu nauðsynlegar. Hann leggur til að tekinn verði upp kvið- dómur við réttarhöld, dauðarefs- ingar niður felldar og hætt verði að refsa fyrir „andsovéskt athæfí" og mótmælaaðgerðir. Vítalíj Korotitsj, fulltrúi á flokks- þinginu og ritstjóri vikuritsins Og- onjok, sem getið hefur séð orð fyr- ir að vera í fararbroddi umbóta í. landinu, segir að flokkurinn eigi að kasta „fáránlegum leyndar- hjúpnum". „Við hjá Ogonjok feng- um til dæmis vendilega merkta leyniskýrslu í hendur um ofanígjöf við flokksforingja í Fergman-hér- aði. Hvað er svona leynilegt við það? Allir í Uzbekistan vita um málið.“ Júrí Afanasjev sem einnig á sæti á flokksþinginu hvetur til að gamlir byltingarforingjar fái upp- reisn æru eins og til dæmis Leon Trotskíj og að dregið verði úr hetju- dýrkun á núverandi valdhöfum. Hann minnist heimsóknar í Smolníj-stofnunina í Leníngrad, aðalstöðvar Leníns eftir bylting- una. Hann segist hafa orðið hissa á því að sjá litmynd af Gorbatsjov hangandi uppi á vegg í skrifstofu Leníns. „Hvaða reglum eru stjóm- endur safnsins að framfylgja í þessu tilfelli?" spyr Afanaasjev í grein í Moskvutíðindum. Um það bil fimm þúsund fulltrú- ar verða á flokksþinginu sem er hið fyrsta síðan árið 1941. Michael Dukakis, forsetaefni Demókrataflokksins, í ræðustól í gær. Michael Dukakis forsetaframbjóðandi: Andvígur geimvömum og MX-eldflaugnnum Boston, frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgnnbtaðsins. VIÐ ÞURFUM ekki geimvamaáætlun (SDI) heldur vamaráætlun byggða á hefðbundum vopnum (CDI). Við þurfum að fylgja eftir tillögum um CDI, sem frammámenn á þinginu hafa lagt fram, og taka í notkun þróað vamarkerfi til að geta barist og unnið stríð sem háð er með hefðbundnum vopnum,“ sagði Michael Dukakis, forseta- frambjóðandi Demókrataflokksins, i Washington sl. þriðjudag. Þá flutti hann fyrstu meiriháttar ræðu sína um utanrikis- og varnar- mál. Dukakis hefur fram til þessa ekki tekið jafnsterkt til orða gegn geimvarnaáætluninni, en hann hefur verið fylgjandi rannsókn- um vegna hennar. Dukakis sagði einnig að Bandaríkin þyrftu ekki á MX-flaugunum að halda. í kosningabaráttunni til þessa hefur Dukakis lagt mikla áherslu á störf sín sem ríkisstjóri í Massac- husetts. Hefur hann barist til sig- urs innan Demókrataflokksins und- ir þeim merkjum að reynsla hans af að koma saman fjárlögum, bæta menntun og búa í haginn fyrir efna- hagslífið sé gott veganesti í Hvíta húsið. Gagnrýnendur hans hafa hins vegar bent á reynsluleysi hans í utanríkis- og vamarmálum og er það almennt talið há honum í kosn- ingabaráttunni. Dukakis hefur ver- ið að reyna að breyta þessari ímynd og koma því til skila að hann geti Selir hrúgast upp Norski sjómaðurinn Sverre Alstad fyrir framan þijú hundruð seli sem flæktust i netum í gær. Margir sjómenn í Norður-Noregi hafa hætt að nota net vegna þess að selirnir eyðileggja þau. Talsmaður norska sjávarútvegsráðuneytisins sagði að greiddar yrðu 300 norskar krónur, eða 2.000 islenskar, i bætur fyrir hvem sel sem flæ- kist í netunum. Sex rannsóknaskip, flugvél og strandferðaskip fylgjast nú með selavöðunum við strendur Noregs. ekki aðeins stjómað ríki í norðaust- anverðum Bandaríkjunum heldur einnig veitt utanríkis- og vamar- málum Bandaríkjanna forastu. „Við þurfum ekki MX-flaugar á jámbrautarvögnum okkar. Við þurfum vopn sem geta stoppað.sov- éska skriðdreka," sagði Dukakis í ræðu sinni á fundi samtakanna Atlantic Council (Samtök um vest- ræna samvinnu). Unnið hefur verið að áætlunum undanfarin ár á veg- um Reagan-stjórnarinnar, sem miða að því að hluti bandarískra kjamorkueldflauga á landi, MX- flaugarnar, verði ekki á skotpöllum, sem grafnir era í jörðu heldur hreyf- anlegir, þannig að erfitt verði að granda flaugunum á jörðu niðri. Er það talið auka fælingarmátt flauganna. Þá lýsti Dukakis einnig andstöðu við Midgetman-kjarn- orkueldflaugakerfíð. Sögðu tals- menn demókrata í öryggismálum, að ástæða væri til að hafa áhyggjur af andstöðu Dukakis við þessar tvær gerðir bandarískra kjamorku- eldflauga, sem væra nauðsynleg endumýjun á herafla landsins. í ræðu sinni ræddi Dukakis um Atlantshafsbandalagið og sagði meðal annars: „Markmið okkar er- og hefur verið öflugt og sameinað NATO, þannig að engin þjóð freist- ist til að fara með stríð á hendur okkur.“ Hann taldi, að Evrópumenn yrðu að bera sinn hluta fjárhags- byrðarinnnar vegna hinna sameig- inlegu vama. Dukakis fagnaði af- vopnunarsamkomulagi stórveld- anna en gagmýndi Ronald Reagan jafnframt fyrir rangar áherslur í vamarmálum og sagði að forsetinn legði of mikla áherslu á geim- vamaáætlunina. Þá lagði Dukakis áherslu á samráð við bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbanda- laginu og annars staðar og Banda- ríkjamenn ættu aldrei að tilkynna róttæka breytingu á vamarstefnu sinni eða móta nýja samningsstöðu um kjamorkuvopn án slíks sam- ráðs. Era þessi orð túlkuð sem gagnrýni á þær skyndiákvarðanir, sem gagnrýnendur Reagans segja hann hafa tekið á fundinum með Míkhaíl Gorbatsjov í Reykjavík 1986. Handtöku rithöfundar mótmælt: Ungir Slóvenar snið- gangi herkvaðningar Maribor í Júgóslavíu, Reuter. RUMLEGA þúsund manns mót- mæltu handtöku rithöfundarins ívans Janez Jansa í Maribor í Slóveníu í gær, og ræðumenn hvöttu meðal annars til þess að ungir Slóvenar sniðgengju her- kvaðningar í mótmælaskyni. Jansa var handtekinn fyrir tveim- ur vikum, grunaður um að hafa ljóstrað upp hernaðarleyndarmál- um. Hann hefur skrifað reglulega í slóvenska tímaritið Mladína og var handtekinn ásamt ritstjóra tímarits- ins, David Tasic, og starfsmanni hersins, ívan Bosrtner, eftir að tímaritið hafði skýrt frá því að her- inn fyrirhugaði valdarán til að koma í veg fyrir að ftjálslynd öfl kæmust til of mikilla áhrifa í Slóveníu. Saso Dravinec, stjómarmaður í samtökum ungra Slóvena, sagði í ræðu sinni á fundinum að allir ung- ir Júgóslavar ættu að skila her- kvaðningarkortum sínum til að mótmæla handtökunni. Jansa hafði boðið sig fram í for- mannskosningum sem fyrirhugaðar era í samtökum ungra Slóvena og leiðtogar samtakanna lásu úr kosn- ingaávarpi hans. Þar krefst hann þess meðal annars að tengsl sam- takanna við kommúnistaflokkinn verði rofínn. Hann segir að samtök- in eigi ekki að lúta stjóm kommún- istaflokksins heldur skyldu þau eiga fulltrúa í stjóm flokksins, ríkis- stjórninni og þinginu. Hundrað manna skrifuðu undir lista til stuðnings Jansa meðan slóv- enskar hljómsveitir léku rokktón- list. Mótmælafundurinn stóð í tvær klukkustundir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.