Morgunblaðið - 16.06.1988, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 16.06.1988, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 49 Luxemborg: Bílaleigustríð um íslendinga Lúxemborg. Frá Kristófer M. Kristinssyni fréttaritara Morg^unblaðsins. Um fjögurhundruð íslendingar komu á fimmtudagskvöldið í siðustu viku til Lúxemborgar með áætlunarbílum frá Köln. Þang- að höfðu þeir komið fyrr um kvöldið með Boeing 747—breiðþotu frá íslandi á vegum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Versl- unarmannafélags Reykjavíkur og sjö annarra stéttarfélaga. Hluti farþeganna hélt beint til dvalar í sumarhúsum í Þýskalandi þar sem biðu þeirra bílaleigubílar frá bílaleigunni Lux-Viking í Lúx- emborg. Hinir héldu til Lúxemborgar þar sem þeir tóku við bíla- Sækja viðskiptavini til íslands Bílaleigan Lux-Viking er í eigu nokkurra íslendinga í Lúxemborg. Hún hóf starfsemi vorið 1986 og leigði þá út fimm bíla, í sumar eru bílar á vegum leigunnar rúm- lega 300. Eyjólfur Hauksson, einn eigenda leigunnar, sagði að gott samstarf hefði verið á milli BSRB og leigunnar í fyrra um hliðstæð- ar ferðir. Það hefði hins vegar verið ljóst að miðað við þá 40% hækkun sem Flugleiðir töldu óhjá- kvæmilega á miðaverði frá því þá yrði ekkert úr þessum ferðum í ár. Það hefði því orðið að ráði að leita annarra leiða og því hefðu verið kannaðir möguleikar á leigu- flugi. Besta tilboðið hefði borist frá Lionair og því hefði verið gengið til samninga við þá. Verð- ið væri mjög hagstætt, ef til vill það lægsta um árabil og umtal- svert lægra en t.d. verðið í fyrra. Þetta byggðist fyrst og fremst á hagkvæmni þess að fullnýta stóra flugvél á borð við Jumboinn. Þetta samstarf er eins og best verður á kosið, sagði Eyjólfur, hagsmunum beggja er vel borgið. Hann sagð- ist hins vegar ekki vilja fara í neinar grafgötur um það að ákjós- anlegast hefði verið að hafa þessi viðskipti við Flugleiðir en verð- hugmyndir þeirra hefðu verið óað- gengilegar og leiguflug ekki kom- ið til greina. Það mætti því segja að ósveigjanleiki þeirra hafi orðið tilefni þessara hagstæðu við- skipta. ír um þjoðvegakerfi Evropu. Hægt að veita betri og sveigjanlegri þjónustu Eyjólfur sagði jafnframt að gagnstætt því sem haldið væri fram, þá væri hægt að veita fólki að mörgu leyti betri þjónustu með þessu móti. Þannig væru bíla- leigubílamir t.d. afhentir ýmist við hóteldyr, hjá sumarhúsunum í Þýskalandi eða við aðstöðu bíla- leigunnar í Lúxemborg í samvinnu við stéttarfélögin. Bílaleigan legði líka áherslu á að hafa bíla sem hentuðu Islend- ingum, þ.e. frekar rúmgóða og kraftmikla bíla sem dygðu vel í akstri á hraðbrautum, þó væru þeir fyllilega samkeppnisfærir í verði við aðrar bílaleigur. Af- greiðslutími bílanna til farþega hefði verið styttur með því að ganga frá öllum samningum áður en farþegamir komu til Lúxem- borgar, þannig að ekki hefði verið annað eftir en að afhenda fólki lykla og óska því góðrar ferðar. Afgreiðsla á eitt hundrað og fimjntíu bílum hefði því gengið ævintýralega fljótt fyrir sig. Þá skipti það einnig máli að ferðum væri hagað þannig að brottfarar- og komutímar væru á skikkanleg- um tímum sólarhringsins. Komið væri til Keflavíkur á eftirmiðdög- um og flogið út tíu morguninn eftir. Alls verða farnar ijórar ferð- ir með tvö þúsund manns í sum- ar. Á vegum bílaleigunnar verða um eitt hundrað og fimmtíu bílar í útleigu í tengslum við þessar ferðir. Götumynd frá Lúxemborg Reynt að bregða fæti Krafist lokunar fyrir starfsemina fyrirtækisins Eyjólfur sagði að allt frá upp- hafi hafi forráðamenn Lux-Viking reynt að ná samstarfi við Flugleið- ir um að veita farþegum þessa þjónustu. Af þeirra hálfu hefði hins vegar ekki verið neinn áhugi á því. Við teljum það skipta miklu máli fyrir íslendinga að geta átt samskipti hér við fyrirtæki sem veitir alla þjónustu á íslensku og miðum alla okkar viðleitni við það. Flugleiðir hafa hins vegar vísað til þess að þeir séu þegar í viðskiptum við bílaleigu hér og sjái ekki ástæðu til að breyta tii eða fjölga þeim. Eyjólfur sagði að ekki væri laust við að einhvers pirrings hefði gætt í þeirra garð af hálfu aðila í ferðaþjónustu á Islandi. Þannig hefðu nokkrar ferðaskrifstofur tilkynnt að þær hygðust ekki gefa viðskiptavinum sínum kost á að kaupa þjónustu Lux-Viking. Eyjólfur sagði jafn- framt að sér virtist að þetta hefði litlu breytt, viðskiptin hefðu geng- ið bærilega. Hins vegar væri það ljóst að samningurinn við Lionair færi í taugarnar á einhveijum. Það þætti til dæmis skondið að Lionair, sem er í eigu Lúxemborg- ara og hefur aðsetur í Lúxem- borg, fengi ekki að lenda þar, að því er virtist vegna þess að íslend- ingar væru um borð. Einhverjar pólitískar ástæður virtust liggja að baki þessari ákvörðun og sjálf- sagt væri til lítils að liggja and- vaka þess vegna en, óneitanlega furðaði fólk sig á þessu. Eyjólfur Hauksson sagði að til- raun af hálfu þeirra sem reka bílaleiguna sem Flugleiðir eiga viðskipti við til að fá dómstóla í Lúxemborg til að dæma fyrirtæk- ið ólöglegt, láta loka því, hefði komið þeim í opna skjöldu. Hér í Lúxemborg eru kærur af þessu tagi að vísu daglegt brauð og sú hvimleiða skylda hvílir á þeim sem kærður er að sanna sakieysi sitt. Málið gekk út á ævafornt ákvæði í lögum hér sem kveður á um að í hveiju fyrirtæki skuli vera eins- konar tæknilegur ábyrgðarmaður sem sé viðstaddur öllum stundum. Þessi ábyrgðarmaður þarf að hafa starfsreynslu, það er að hafa unn- ið í okkar tiifelli við bílaleigur í fimm ár. Ef eftir þessu væri farið væru vel flest fyrirtæki hér um slóðir lokuð. Allar tímasetningar í kringum þessa kæru virtust við það miðaðar að gera okkur lífið sem óbærilegast, sagði Eyjólfur, málið var tekið fyrir í vikunni áður en fyrstu farþegamir voru væntanlegir og kæran var birt okkur með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Kaldhæðnislegast var þó að úrskurð átti að fella fimmtu- daginn 8. júní, þ.e. daginn sem við áttum von á fimm hundruð farþegum frá íslandi. Það var að vísu ljóst allan tímann að úrslit þessa máls myndu engu breyta fyrir viðskiptavini okkar og líkumar á því að okkur yrði skip- að að loka nánast engar. Enda fór málið á þann veg að við vorum sýknaðir af kærunni. Eftir standa aðeins minningar um frekar lúa- legar aðferðir í viðskiptum. \feiðivörur við allra hæfi Sértu aö hugleiða aö bæta viö eöa endurnýja veiðibúnað þinn, skaltu kynna þér hiö góða úrval Abu Garcia veiðivara. Það ætti að tryggja að þú finnir búnað sem hæfir þér. Abu Garcia hefur í áratugi verið leiðandi í tækniþróun veiðibúnaðar. Það kemur meðal annars fram í aukinni notkun á sérlega sterkum en fisléttum efnum eins og t.d. grafiti í veiðihjól. Þetta, ásamt góðri hönnun og útfærslu í smæstu atriðum gerir Abu Garcia að eftirsóttum veiðivör- um, enda einstaklega öruggar og þægilegar í notkun. Hafnarstræti 5, símar 16760 og 14800 jPAbu Garcia tUbúiBH Sparið ykkur bæði tímaog peninga. KJÖTBOLLUR m/kartöflum, grænmeti og salati KJÚKLINGUR m/kokteilsósu, frönskum og salati 440.- Karrý pottréttur m/hrísgrjonum, grænmeti og brauði NAUTABUFF m/kartöflum, grænmeti og salati IDJÚPSTEIKT ÝSA m/kartöflum, sósu og salati 310.- ISAMLOKA 80.-stk. IHAMBORGARAR I lf ^3 ■ stk. I Súpa + salatbar 1260.- Heitir réttir framreiddir f rá kl. 11.30-13.30 og frá kl. 16.00 Auk þess bjóðum við daglega þjóðlegan mat s.s. svið, lifrar- pylsu, blóðmör, rófustöppu o.fl. eftir hádegi. Á salatbarnum er alltaf til rækju-, túnfisk-, laxa-, epla-, kartöflusalat o.fl. o.fl. Garðabæ, sími; 656400
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.