Morgunblaðið - 16.06.1988, Side 59

Morgunblaðið - 16.06.1988, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 59 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Daði Ingvarsson og Goði efstir i barnaflokki. Faðir Daða, Ingvar Björgvinsson, stendur hjá. Fjórðungsmót hald- ið á Kaldármelum SJÖ hestamannafélög á Vestur- landi og Vestfjörðum standa að fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum 30. júní-3. júli nk. Mótið hefst á fimmtudegi með kynbótadómum. Þorkell Bjarna- son og hans menn hafa frá því um miðjan mai ferðast um svæð- ið og valið kynbótahross á mótið. 35 hryssur og 11 stóðhestar áunnu sér rétt til þátttöku á mótinu sem einstaklingar. Einnig verða tveir stóðhestar sýndir með af- kvæmum. Eru það Fjölnir 941 frá Sigmundarstöðum og Eiðfaxi 958 frá Stykkishólmi. 7 hryssur verða afkvæmasýndar og 6 hrossabú sýna framleiðslu sína. A fyrri mótum hafa verið sýndir ræktunarhópar út af einhverju ákveðnu hrossi en nú koma fram hópar sem eru fædd- ir á sama bæ. Félögin hafa rétt á því að senda alls 32 hesta í hvorn flokk til keppni í A- og B-flokki gæðinga og 35 unglinga í hvom flokk. Búið er að velja hesta og unglinga til keppninnar en úrtöku- mótum var lokið 5. júní. Einnig verður keppt í 150 og 250 m. skeiði, 250, 350 og 800 m stökki og 300 m brokki. Verðlaun eru hæst í 250 m skeiði, 26.000 krónur fyrir 1. sæti. Miklar framkvæmdir eru nú í gangi á Kaldármelum. Verið er að gera nýjan hringvöll og sett verða upp tvö hús, annað fyrir skrifstofu en hitt fyrir dómpall. Einnig hefur verið ákveðið að setja upp danspall á svæðinu þannig að gestir mótsins þurfa ekki að fara af svæðinu til að komast á dansleik. Þess má geta að aðgangur að danspalli er innifal- inn í miðáverði. A mótsstað verður öll almenn veitingasala og á kvöldin verður hægt að kaupa mat af útigrilli sem Gunnar Páll Ingólfsson sér um. A svæðinu eru næg tjald- stæði. Alla gæslu á svæðinu annast björgunarsveitimar á Vesturlandi sameiginlega. Aðstaða fyrir ferða- hross verður í landi Snorrastaða gegnt mótsvæðinu og er þar hægt að taka á móti miklum fjölda ferða- hrossa. Verða hrossin rekin í að- hald tvisvar á dag þannig að fólk hefur möguleika á því að stunda útreiðar þá daga sem mótið stend- ur. Formaður framkvæmdanefndar er Tryggvi Gunnarsson á Brimils- völlum og framkvæmdastjóri er Ema Bjamadóttir, Stakkhamri. /JJJJJA FIGGJO NORWAV v ______/ Ódrepandi postulín fyrir veitingahús, mötuneyti og stofnanir. Sterkari glerungur, staflast betur, minni fyrirferö, lengri ending. Gædi, Þekking, Þjónusta A. KARLSSON HF. HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SÍMI: 91 -27444 Hestaþing Sorla í Hafnarfirði Syðra-Langholti. Glaumur - Sævar Leifsson 28.50 Drengur - Sigurður Ævarsson 29.00 Barnaflokkur: Goði - Daði M. Ingvarsson 7.81 Njáll - Ragnar E. Ágústsson 7.73 Hraunar - Sindri Sigurðsson 7.70 Unglingaflokkur: Breki - Anna B. Ólafsd. 7.90 Sörli - Jóhannes Ævarsson 7.80 Skuggi - Pétur I. Pétursson 7.79 Eldri flokkur unglinga: Ljósfari - Bjarni Sigurðsson 7.96 Sando Blesi - Adólf Snæbjömsson7.91 Trölli - Adólf Snæbjömsson 7.91 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Háfeti frá Hrepphólum var val- inn glæsilegasti hestur mótsins og stóð í B-flokki gæðinga. Knapi og eigandi Friðrik Ólafsson. Perla efst í A-flokki gæðinga, knapi Hafliði Halldórsson. Hestaþing Sörla í Hafnarfirði fór fram dagana 4.-5. júní á keppnis- svæði félagsins við Kaldárselsveg. Veruleg gróska er í hestamennsk- unni í Hafnarfirði og ekki síst á meðal bama og unglinga, enda hefur farið fram öflugt félagsstarf með þeim. Gæðinga- og unglingakeppni fór fram á laugardaginn og var ekki að sjá annað en að hestakosturinn væri basrilegur. Kappreiðar og verð- launaafhending fóru fram á sunnu- degjnum. Knapi mótsins var valin Anna Björk Ölafsdóttir, sem keppti í ungl- ingaflokki, á hestinum Háfeta sem er í eigu Guðrúnar Madsen. Úrslit urðu sem hér segir: A-flokkur gæðinga. sek. Perla - Hafliði Halldórsson 8.06 Gosi - Páll Ólafsson 8.05 Sálmur - Sveinn Jónsson 7.98 B-flokkur gæðinga. Háfeti - Friðrik Ólafsson 8.33 Ógát - Jón Þ. Ólafsson 8.24 Flassi - Sveinn Jónsson 8.14 Kappreiðar: Urslit i brokki. Perla - Þorbjörg Sigurðard. 44.87 Fengur - Magnús Sveinsson 47.20 Rauður - Sigurður Ævarsson 47.22 Úrslit í 250m stökki. Krúsjof - Adólf Snæbjörnsson 21.7 Svalur - Jóhannes Ævarsson 22.2 Úrslit í 300m stökki. Funi - Ingvar Björgvinsson 22.96 Stjarni - Ottar Már Bergman 24.26 Stjarni - Ólafur Ólafsson 24.99 Úrslit í 150m skeiði. Sálmur - Sveinn Jonsson 16.12 Léttir - Ingólfur Magnússon 17.13 Kópur - Guðmundur Einarsson 17.62 Úrslit i 250m skeiði. Blossi - Friðrik Ólafsson 25.08 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Lyftan sem lækkar Nú hafa Istobal bílalyfturnar stórlækkað í verði vegna tollabreytinga. Þær kosta nú með söluskatti: 2ja pósta lyftur - frá kr. 164.945; 4ra pósta lyftur - frá kr. 197.000. Istobal lyfturnar eru öruggar, fyrirferðarlitlar en mjög öflugar - lyfta allt að átta tonnum. Þær eru söluhæstu bílalyftur í Evrópu og hafa hlotið viðurkenningu 12 öryggiseftirlita. Eru til betri meðmæli? Olíufélagið hf Söludeild, Suöurlandsbraut 18, Sími 681100. Módel 42713, 2,5 tonn. ——-------------------------

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.