Morgunblaðið - 16.06.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 16.06.1988, Síða 4
4 88er inúi ,3i auoAauTMMi’8 .aiaAjanuoflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 Krislján söng í Toscu í Chile: Hermenn fengnir til liðs við söngvarana KRISTJÁN Jóhannsson tenór- söngfvari lauk nýverið 3 vikna söngför til Chile þar sem hann söng aðaltenórhlutverkið í sinni 110. sýningu á Tosca eftir Pucc- ini. Kristján sagði, í samtali við Morgunblaðið, óneitanlega hafa verið spennandi að kynnast ástandinu í Chile. Hafði hann til marks um það að ekki þótti hættandi á að leyfa söngvurun- um að nota byssur er tenórinn er skotinn í siðasta þætti óper- unnar, þar sem Pinochet, forseti landsins var viðstaddur. Þvi voru fengnir 12 stjórnarher- menn í þeirra stað. Á næstu mánuðum bíður Kristjáns fjöldi verkefna og má þar nefna hljómplötuupptökur og söng i 2 óperum á Scala í byrjun næsta árs. Kristján söng í 5 sýningum á Toscu í San Diego í Chile. Hann sagði loft lævi blandið í landinu og hefðu söngvarar til dæmis verið lokaðir inn í óperuhúsinu í klukku- tíma þar sem bílsprengja fannst á bílastaeði fyrir utan. Þessa dagana er Kristján að vinna að hljómplötu, þar sem hann syngur óperuaríur, flestar eftir Verdi og Puccini. Platan verður tekin upp í Ungveijalandi og gefín út um allan heim á vegum Hung- araton-útgáfunnar. í haust mun Kristján þreyta frumraun sína í Montreal í Kanada er hann syngur í Madame Butt- erfly eftir Puccini og í óperunni í Dallas þar sem hann syngur í Don Carlo eftir Verdi í október. Um áramót hefjast síðan æfingar á Scala en Kristján mun syngja að- altenórhlutverkið í 5 sýningum á Oberon eftir Verdi í janúar og aðal- hlutverkið í nokkrum sýningum á Toscu fram í mars. Sagðist Kristj- án hafa fleiri hlutverk á Scala í sigtinu en óvíst væri um þau enn þar sem hann væri bundinn af öðrum samningum. VEÐUR I/EÐURHORFUR í DAG, 16. JÚNÍ 1988 YFIRLIT í GÆR: Við strönd Grænlands vestur af Vestfjörðum e/ 993 mb lægð sem þokast norðaustur en 1.028 mb hæð um 1.400 km suðvestur í hafi og hæðarhryggur austur um Bretlandseyjar. SPÁ: Suðvestanátt um allt land — stinningskaldi eða allhvasst sums staðar við suðvesturströndina en víðast annars staðar kalt. Skúrir verða suðvestan- og vestanlands en þurrt annars staðar. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Sunnan- og suðvestanátt, víða allhvöss um suðvestanvert landið, en heldur hægari annars staðar. Rigning verður sunnan- og vestanlands og líklega einnlg á vestanveröu Norðurlandi, en annars staðar að mestu þurrt. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðvestan- og vestanátt, víðast aðeins kalt. Skúrir verða á Suðvestur- og Vesturlandi, en bjartviðri norð- an- og austanlands. Hiti 8—10 stig vestan- og suðvestanlands en mun hlýrra um noröaustan- og austanvert landið. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■] 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V Él = Þoka = Þokumóða > , ’ Súld CO Mistur —J. Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að isL tíma Akureyri Reykjavík hiti 13 7 veður skýjað léttskýjað Bergen 10 alskýjað Helsinki 1S léttskýjað Jan Mayen 1 þoka Kaupmannah. 15 léttskýjað Narssarssuaq 3 skýjað Nuuk 0 slydda Osló 15 skúr Stokkhóimur 14 skýjað Þórshöfn 9 súld Algarve 13 léttskýjað Amsterdam 14 alskýjað Aþena vantar Barcelona vantar Chicago 24 mistur Feneyjar 16 þokumóða Frankfurt 15 léttskýjað Glasgow 12 súld Hamborg 13 léttskýjað Las Palmas vantar London 12 súld Los Angeles 15 þokumóða Lúxamborg 15 léttskýjað Madhd 12 þokumóða Malaga 15 skýjað Mallorca 16 léttskýjað Montreal 22 heiðskírt New York 28 léttskýjað Paris 12 þokumóða Róm 18 þokumóða San Diego 17 alskýjað Winnipeg 14 alskýjao Morgunblaðið/KGA Stórlúðurá fiskmarkaði Nokkrar stórlúður voru til sölu á fiskmarkaðnum í Hafnarfirði í gær og var þessi mynd tekin þegar væntanlegir kaupendur voru að virða skepnurnar fyrir sér. Skiptafundur Kaupfélags Svalbarðseyrar: Upplýsmga leitað um eignarhluta 1SÍ S Húsavík. SKIPTAFUNDUR var settur í gær í skiptarétti þrotabús Kaupfélags Svalbarðseyrar og haldinn af sýslumanni, Halldóri Kristinssyni, að viðstöddum skiptastjóra, Haf- steini Hafsteinssyni hrl. og nokkr- um kröfuhöf um eða umboðsmönn- um þeirra. Aðalmál fundarins var krafa Jóns Oddssonar hrl. um að fá úr því skor- ið hver væri raunveruleg eign þrota- búsins í Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga og dótturfyrirtækja þess og öðrum rekstri því tengdu. Jón telur í nafni umbjóðanda síns að eign- ir þrotabús Kaupfélags Svalbarðs- eyrar séu stórlega vantaldar við upp- skrift búsins og þar sé um að ræða það umtalsverðar eignir að duga ættu til að gera upp skuldbindingar kaupfélagsins og jaftivel að hefðu þær legið fyrir hafi kaupfélagið í reynd eigi verið gjaldþrota á sínum tíma. Skipst var á skoðunum í réttin- um en málið afgreitt þannig að rétt- urinn fól skiptastjóra að leita upplýs- inga hjá SÍS hvað það teldi eignar- hlutdeild þrotabúsins í Sambandinu. Skiptastjóri, Hafsteinn Hafsteins- son, gerði grein fyrir gangi mála og sölu á eignum búsins sem þegar hef- ur fram farið og væntanlegri sölu á því sem óselt væri. Málsskjöl í þessu yfirgripsmikla máli hafa losað eitt hundrað. Næsti skiptafundur verður væntanlega haldinn þá svar Sam- bandsins liggur fyrir. - Fréttaritari Nýr hluthafi í Stöð 2 PÁLL G. Jónsson forstjóri Polaris hefur aukið 10% við hlutafé Stöðv- ar 2 og er þar með orðinn einn af þeim fjórum sem stærstan hlut eiga í stöðinni. Hinir þrir eru Jón Óttar Ragnarsson, Hans Kristján Árnason og Ólafur H. JÓnsson. Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið að þeir væru mjög ánægðir með að fá Pál í hópinn. Þetta við- bótarfé kæmi sér líka mjög vel þar sem Stöð 2 væri í stöðugri sókn. Í haust myndu bætast við 16 nýir stað- ir þar sem hægt yrði að ná útsending- um stöðvarinnar og næðu þær þá til um 98% landsmanna. Póstur og sími munu vinna að uppsetningu dreifi- kerfisins í sumar. Einnig sagði hann að ætlunin væri að auka innlenda dagskrárgerð, en innlent efni væri yfirleitt mjög dýrt í framleiðslu og kæmi hlutafjár- aukningin þar að góðum notum. Hann nefndi líka að tfmi væri kom- inn til að huga að húsbyggingu fyrir stöðina en öll starfsemi hennar er nú í leiguhúsnæði. Eyjólfur K. Siguijónsson sem var einn af stofnendum Stöðvar 2 gekk út úr hlutafélaginu í fyrra og sagði Jón Óttar að Páll Jónsson hefði að vissu leyti komið í hans stað. Ekki fékkst upp gefin sú íjárhæð sem Páll greiðir fyrir eignarhlut sinn. LISTAHATIÐ Dagskráin í dag K1 20.00 Þjóðleikhúsið Black Ballet Jazz 2. sýning K1 20.30 íslenska óperan Þorsteinn Gauti Sig- urðsson, píanó Guðni Franz- son, klarinett Kammer- sveit Stjórnandi Hákon Leifs- son K1 20.30 Listasafn íslands Fyrirlestur Folke La- lander: Konkretlist í Svíþjóð K1 21.00 Laugardalshöll Popptónleik- ar The Christ- ians og íslen- skar hljóm- sveitir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.