Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 74

Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 E V R Ó P UKE'PPN LANDSLIÐA 19 8 8 FráJóni Halldóri Garöarssyni i V-Þýskalandi ■ V-ÞJÓÐ VERJAR urðu fyrir áfalli í leiknum gegn Dönum. Guido Buchwald, varnarleikmað- urinn sterki frá Stuttgart, meiddist og verður að taka sér frí frá knatt- spymu í átta daga. Vöðvaþræðir í nára slitnuðu. Þetta er mikil blóð- taka fyrir v-þýska liðið, því að Buchwald er lykilmaður í vörn V-Þjóðverja. ■ BERND Schuster, fyrrum landsliðsmaður V-Þýskalands, sem er nú leikmaður með Real Madrid á Spáni, hefur gefíð Franz Beckenbauer, landsliðsþjálfara V- Þýskalands „góð ráð.“ Schuster hef- ur sagt hér í blöðum, að þar sem Spánverjar leiki með aðeins einn miðheija, Emilio Butragueno, væri nægilegt að láta v-þýska liðið leika með aðeins einn miðvörð - JUrgen Kohler, til að hafa gætur á Butragueno. Þannig gæti v-þýska liðið leikið með fimm leikmenn á miðjunni. Wolfram Wuttke fengi þá það hlutverk að koma inn á miðjuna. Það eru ekki miklar líkur á því að Beckenbauer fari eftir ráðleggingu Schuster. í leiknum gegn Dönum hrópuðu áhorfendur: „Wuttke, Wuttke..“ þegar hann var að hita upp. Beckenbauer lét Wuttke ekki inn á, heldur Frank Mill. M MICHEL Platini, fyrirliði Evrópumeistaraliðs Frakklands, 1984, spáir því að ítalir verði sigur- vegar í EM. Þá segir hann að hol- lenski landsliðsmaðurinn Frank Rijkaard væri besti leikmaðurinn í keppninni. Udo Lattek, fyrrum þjálfari Bayern Miinchen, segir aftur á móti að spænski leikmaður- inn Michel væri besti leikmaður EM. Skoraðu með JVC spólur fúst í Hagkaup \ Holland-England Evrópukeppni landsliða í knattspymu. Diisseldorf 15. júní 1988. Mörk Hollands: Marco van Basten (44., 73. og 76. mín.). Mark Englands: Rryan Robson (54. mín.). Dómari: Paolo Casarin frá Ítalíu. Áhorfendur: 65.000. Llð Hollands: Hans van Breukelen, Adrie van Tiggelen, Frank Rijkaard, Ronald Koeman, Jan Wouters, Gerald Vanenburg (Wim Kieft vm. á 62. mín. ), Berry van Aerle, Amoid Miihren, Erwin Koeman, Ruud Gullit, Marco van Basten (Wilbert Suvrijn vm. 87. mín.). Lið Englands: Peter Shilton, Gary Stevens, Tony Adams, Mark Wright, Kenny Sansom, Glenn Hoddle, Bryan Robson, John Bames, Gary Lineker, Peter Bamsley, (Mark Hateley vm. á 73. mín.), Trevor Steven, (Chris Waddle vm. á 69. mín.). Marco van Basten gerði fyrstu þrennuna í úrslitakeppni Evrópumótsins. Hér fagnar hann fyrsta marki sínu í gær gegn Englendingum. Reuter Van Basten hetja Hollendinga Englendingartöpuðu enn og komast ekki í undanúrslit „ÞETTA var stór stund fyrir mig. Ég hef spilað flesta leiki iandsliösins aö undanförnu en sjaldan verið í byrjunarliðinu," sagði hetja Hollendinga, Marco van Basten, eftir leikinn gegn Englendingum í gœr. Hann skoraði öll þrjú mörk hollenska liðsins. Hollenski landsliðsþjálfarinn, Rinus Michels, viðurkenndi í samtali við fréttamenn eftir leikinn að það hafi verið mistök að velja van Basten ekki í byijunarliðið á móti Sovétmönnum, sem Hollend- ingar töpuðu 0:1. „En þetta er ekki svo auðvelt val. Við erum með þrjá frábæra sóknar- menn og ef einum tekst ekki vel upp í einum leik verðum við að reyna annan,“ sagði Michels. „Þetta var frábær leikur tveggja góðra liða, sem innihélt allt það besta sem knattspyman getur boðið uppá. Heppnin, sem sveik okkur í leiknum gegn Sovétmönnum, var okkur hliðholl í þessum leik. Eng- lendingar léku vel nær allan leikinn og áttu skilið að jafna. Eg vissi að jafntefli kæmi ekki til með að nægja okkur í undanúrslit og því setti ég frammheijann Wim Kieft inná,“ sagði Michels. Besti lelkurinn „Þetta var mjög góður leikur, einn sá besti í keppninni til þessa,“ sagði Bobby Robson. „Við vomm óheppn- ir og þetta var ekki okkkar dagur. Við náðum ekki að komast í undan- úrslit, en ekki vegna leiksjns í dag heldur var það tapið gegn ímm sem sló okkur út. Það var ekki svo mik- ill munur á liðinum í þessum leik. Eftir að við jöfnuðum hélt ég að okkur tækist að vinna. Annað mark Hollendinga gerði útslagið. Þeir tóku áhættu en við ekki,“ sagði Bobby Robson. Englendingar vom óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik er þeir áttu tvívegis skot í marksúlumar. Leikurinn var í jafnvægi, en fyrsta mark Hollendinga kom á góðum tíma fyrir þá. Ruud Gullit, knattspyrnumaður Evrópu í ár, lagði upp fyrstu tvö mörk Hollendinga, en þriðja markið kom eftir homspymu frá Erwin Koeman. Robson jafnaði skömmu eftir hlé eftir gott spil, en Hollendingar tvíefldust við markið og gerðu út um leikinn síðasta stundarfjórðung- inn. ÍSLANDSMÓTIÐ SL-DEILDIN Ferguson skoski prentarinn sem ráðinn var til ísafoldarprentsmiðju 1895. AÐALLEIKVANGI í KVÖLD KL. 20.00 Hann hafði meðferðis leðurtuðru og þar með hófst saga knattspyrnunnar á íslandi. 0 ÍSAFOLD111 ÁRA “S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.