Morgunblaðið - 16.06.1988, Síða 34

Morgunblaðið - 16.06.1988, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR '16. JÚNÍ 1988 V-Þýskaland: Fleiri flóttamenn frá A-Þýskalandi Mllnchen, Hannover. Reuter. TUTTUGU og eins árs gömlum austur-þýskum byggingar- verkamanni tókst nýlega að flýja yfir landamærin til Vest- ur-Þýskalands. Þetta er önnur flóttatilraun mannsins en fyrir tveimur árum var hann hneppt- ur í gæsluvarðhald eftir mis- heppnaða tilraun til að komast yfir landamærin. Að sögn talsmanns lögreglu í Bæjaralandi tókst manninum að laumast yfir víggirt landamæri Austur-Þýskalands til Vestur- Þýskalands á þriðjudagskvöld. Eftir flóttann sagði hann vestur- þýsku lögreglunni frá því að hon- um hefði verið haldið í austur- þýsku fangelsi í heilt ár eftir að þarlendir landamæraverðir hand- tóku hann þegar hann reyndi að flýja yfír landamærin árið 1986. Maðurinn sagði að eftir fangels- isvistina hefði hann tvisvar sótt um að fá að flytjast úr landi en fengið neitun í bæði skiptin. Þetta varð til þess að hann gerði aðra tilraun til að flýja. En það voru fleiri sem flúðu yfír til Vestur-Þýskalands í vik- unni. Meðal þeirra var t.d. ungur hermaður sem lent hafði í deilum við yfírmann sinn þar sem þeir stóðu vörð við landamærin. Deilum mannanna tveggja lauk með því að ungi hermaðurinn skaut and- stæðing sinn í fótinn, henti byss- unni síðan frá sér og synti yfir Saxelfí sem skilur ríkin að. Að sögn talsmanna vestur- þýsks mannréttindahóps sem kennir sig við 13. ágúst, þann dag árið 1961 Sem Austur-Þjóðveijar hófu að reisa Berlínarmúrinn, þá hafa 118 Austur-Þjóðveijar flúið til Vestur-Þýskalands fimm fyrstu mánuði þessa árs miðað við 65 á sama tíma í fyrra. Talið er að frá því í desember á síðasta ári þegar hætt var að veita samviskuföngum sakarupp- gjöf hafí að minnsta kosti 600 Austur-Þjóðveijar verið teknir höndum vegna stjórnmálaskoðana sinna. Reuter Enskir knattspyrnuáhugamenn hópuðust saman við járnbrautarstöðina í DUsseldorf fyrir leik Hollend- inga og Englendinga í gær. Lögreglan greip til þess ráðs að aka um 200 þeirra að leikvanginum þar sem leikurinn fór fram. Evrópukeppni landsliða: Vestur-þýska lögreglan fylgir enskum knattspymubullum eftir Stj órnmálamenn deila um hvort kalla eigi enska liðið heim Evrópukeppni landsliða, ÓLÆTI knattspyrnuáhuga- manna, sem flykkst hafa til Vest- ur-Þýskalands til að fylgjast með Japan Air Lines og Boeing: Ættingjar fá bætur TókM. Reuter. Tókýó, Reuter. JAPANSKA flugfélagið Japan Air Lines (JAL) og bandarísku flugvélaverksmiðjumar Boeing hafa náð samkomulagi um bóta- greiðslur vegna 59 manna, sem biðu bana í flugslysi í Japan í ágúst 1985. Alls fórust 505 farþegar og 15 manna áhöfn er júmbótþota JAL flaug á fjall í Japan, skömmu eftir flugtak í Tókýó. Er það mannskæð- asta flugslys sögunnar þar sem ein flugvél á í hlut. Náðst hefur samkomulag við ættingja 287 farþega af 505 utan dómstóla. Unnið er að því að semja um bætur vegna 132 farþega, en ættingjar 86 farþega reka bótamál fyrir dómstólum. Af síðasttöldu skaðabótamálunum eru 80 rekin fyrir bandarískum dómstólum en 6 fyrir japönskum. Talsmaður JAL sagði að ekki yrði skýrt frá upphæð bótanna. Kókaínfundur Reuter A myndinni sjáum við hvar yfirmaður frönsku fíkniefnalögregl- unnar, Bernard Gravet, dregur kókaín upp úr niðursuðudós. A mánudag fann franska lögreglan 460 slíkar dósir sem innihéldu samtals 170 kíló af kókaíni. hafa verið minni en óttast var fyrir keppnina. Lögregla í Vestur- Þýskalandi hafði búið sig undir að enskir og hollenskir áhorfend- ur myndu verða til vandræða en að sögn hefur verið minna um ólæti en búist hafði verið við. Óspektir breskra knattspyrnuá- hugamanna í Vestur-Þýskalandi hafa vakið deilur innan bresku stjórnarinnar. Colin Moynihan, ráðherra, sem fer með íþróttamál á Bretlandi, hefur verið hvattur til að kalla enska liðið heim frá Vestur-Þýska- landi. Moynihan hélt til Dusseldorf á þriðjudag eftir að enskir og vest- ur-þýskir stuðningsmenn knatt- spymuliða höfðu farið um borgina bijótandi og bramlandi. Georges Foulkes, talsmaður verkamanna- flokksins, gagnrýndi frammistöðu stjómarinnar og sagði að tímbært væri að „flauta til leiksloka" og kalla enska liðið heim. Fleiri hafa tekið í sama streng. Bresk stjóm- völd hafa beðið Vestur-Þjóðveija afsökunar á ónæðinu sem ensku knattspymubullumar hafa valdið. Margar þjóðir hafa lýst aðdáun sinni á framgöngu vestur-þýsku lögreglunnar, þeirra á meðai eru belgísk yfírvöld en mikil ólæti urðu á Heyset-leikvanginum í Briissel árið 1985. Þá létu 39 menn lífið eftir leik enska liðsins Liverpool og ítalska liðsins Juventus. Eftir atvik- ið á Heysel-leikvanginum voru Eng- lendingar útilokaðir frá þátttöku í keppni í Evópu. Það getur komið sér illa fyrir enska landsliðið ef áhangendur þess valda miklum usla því evrópska knattspymusamband- ið (UEFA) mun á næstu dögum taka ákvörðun um það hvort ensk félagslið fá að taka þátt í Evrópu- mótum næsta vetur. Vestur-þýska lögreglan hefur fylgt áhangendum enska knatt- spymuliðsins eftir frá því þeir komu til landsins. 44 vom handteknir í Stuttgart á sunnudaginn eftir tapið gegn írum. Aðeins þurfti að §ar- lægja þijá af leikvanginum á meðan á leiknum stóð. Hollendingar sem einnig hafa orð á sér fyrir að stofna til vandræða eftir knattspymuleiki, létu ekki á sér kræla þrátt fyrir tapið gegn Sovétmönnum. Sex, af um 40.000 Hollendingum sem fylgdust með leiknum, voru hand- teknir vegna ölvunar. Englendingar og Hollendingar áttust við í gær. Leitað var á öllum áhorfendum fyrir leik Englendinga og Hollend- inga í gær. Lögregla fann hníf með innfelldu blaði i sígarettu- hulstri þessa Englendings. Nokkuð var um drykkjulæti fyrir leikinn og á meðan á honum stóð. Engar fregnir höfðu borist af ólát- um eftir leikinn, en um 2.500 lög- reglumenn voru á leikvanginum á meðan leikurinn fór fram. Yfír 30.000 Danir eru nú í Vest- ur-Þýskalandi til þess að fylgjast með frammistöðu sinna manna og hefur hegðun þeirra þótt til fyrir- myndar að sögn danskra dagblaða, þrír hafa gist fangageymslur vegna ölvunar. Tyrkland og Grikkland: Friðarviðræður eru á réttri leið - sagði Turgut Ozal eftir viðræður við Andreas Papandreou Aþenu. Reuter. TURGUT Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, sagði við lok þriggja daga opinberrar heimsóknar hans til Grikklands í gær, að til- raunir til að koma á friði milli Grikkja og Tyrkja væru á réttri leið. Enginn árangur hefði þó náðst í helztu málum, sem ríkin greindi á um. Ozal er fyrsti tyrkneski forsætis- ráðherrann í 36 ár sem heimsækir Grikkland, en bæði ríkin eiga aðild að NATO. Hann sagði viðræður þeirra Andreas Papandreou, for- sætisráðherra, hafa farið fram „í bróðerni og báðir hefðu þeir skiln- ing á og bæru virðingu hvor fyrir hagsmunum annars“. „Það er engin spuming að friðar- viðræðumar, sem hófust í Davos, eru á réttri leið,“ sagði Ozal. Að hans sögn hafa engin þátttaskil þó orðið í deilunni um Kýpur eða Eyja- haf. Ráðherramir hittust í Davos í Sviss í janúar og undirrituðu þar yfírlýsing^u um að ríkin tvö myndu ekki útkljá deilumál sín með vopn- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.