Morgunblaðið - 16.06.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.06.1988, Qupperneq 28
28 -< j i'/m. .;ji jrjoAauTMMW ,giga.i8muí)íiom MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 Ný Þ ingvallanefnd tekur við störfum Stefnumörkun í skipulagsmálum væntanleg FORMLEG mannaskipti urðu í Þingvallanefnd föstudaginn 27. mai.I nefndinni sitja jafnan þrír alþingismenn, og hefur nefndin með höndum forræði þjóðgarðs- ins á Þingvöllum í umboði Al- ingis. nefndinni sátu áður: Þórarinn Sig- uijónsson, formaður Þingvalla- nefndar, Þorsteinn Pálsson, forsæt- isráðherra og Hjörleifur Guttorms- son, fv. iðnaðarráðherra. Þeir sem eiga sæti í nýrri nefnd eru: Formað- ur þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Olafur G. Einarsson, formaður Þingvallanefndar, Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra og Hjörleifur Guttormsson, fv. iðnað- arráðherra. Áður en fyrri nefnd lét af störf- um, undirritaði hún „Stefnumörkun Þingvallanefndar í skipulagsmál- um.“ Eru þar um að ræða niðurstöð- ur umfangsmikillar vinnu, er fram hefur farið undangengin þijú ár. Var hún kynnt til bráðabirgða í fjöl- miðlum síðastliðið sumar undir yfir- skriftinni: „Þingvellir. Þjóðgarður- inn og umhverfi. Drög að skipu- lagi.“ Hefurðu tekið eftir því að pizzurnar okkar eru komnar í nýjar hringlaga umbúðir? Inní eru sömu gómsætu pizzurnar og áður - en núna fer bara miklu betur um þær! v Óla partý pizza Stefnumörkunin, sem að mestu var unnin af arkitektunum Reyni Vilhjálmssyni og Einari Sæmund- sen, er nú í prentun og verður hún tilbúin á næstu vikum. Úttektá íslenskum skípaiðnaði Astæður breyttrar samkeppnisstöðu kannaðar Iðnaðarráðuneytið hefur ákveð- ið, í samráði við Landssamband iðnaðarmanna og Félag dráttar- brauta og skipasmiðja, að láta gera úttekt á íslenskum skipaiðn- aði. Um er að ræða almenna könn- un á iðnaðinum í heild, stöðu hans og framtíðarhorfum. Meiri óvissa ríkir nú um verkefni skipaiðnaðarins en áður vegna þess að á undanfömum árum og mánuð- um hefur samkeppnisstaða íslensks skipaiðnaðar breyst verulega, af inn- lendum sem erlendum ástæðum. Markmiðið með verkefninu er að efla samkeppnishæfni innlendra skip- asmíðastöðva, með hliðsjón af hags- munum skipaiðnaðar og útgerðar og þróun í alþjóðasamkeppni. Til verksins hefur verið fengið breskt ráðgjafafyrirtæki, A&P Appledore. Eftirlit og yfirstjóm verð- ur í höndum fulltrúa þeirra er að verkefninu standa. OG SOLBAÐIÐ Fellitjöld og göngutjöld, m.a. Tjaldborgartjöldinvinsælu, sér- hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Sólbekkir.stólar og borö í sumarbústaðinn.tjaldið og á svalirnar. Vandaðir svefnpokar, dýnur, vindsængur og bakpokar I útileguna. Hagstætt verð. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTJÁN JÓNSSON Japanskir skólar: Foreldrauppreisn hafin gegn j ár naganum Agaleysi i skólum er algengt umræðuefni á Vesturlöndum og sýnist mörgum að of langt hafi verið seilst í undanlátssemi við nemendur eftir að kinnhestar og spanskreyr voru lögð á hilluna. Líkamsrefsingar hafa lengi verið bannaðar í íslenskum skólum og eiga sér formælendur fáa. Hins vegar hefur vafist fyrir yfir- völdum hér sem viða annars staðar á Norðurlöndum að móta og ákvarða nýjar agareglur í staðinn fyrir refsingagleðina og er þar að finna eina af ástæðum upplausnar og óróleika í skólunum. Þjakaðir af þessu taumlausa frelsi vita hvorki kennarar né nem- endur hvar mörkin eru milli sæmilegrar og ósæmilegrar fram- komu og agavandamálið verður því oft eins konar feimnismál kennarans. í Bretlandi eimir enn eftir af gömlu hýðingaárát- tunni en agareglur virðast þar mjög á reiki og óánægja mikil meðal foreldra með ástandið. Víða á meginlandi Evrópu, einkum í kaþólskum löndum, komast nemendur ekki upp með neitt múð- ur; orð kennarans eru lög. í Bandarikjunum kenna margir sljóm- leysi og skorti á ákveðnum hegðunarreglum um vaxandi uppi- vöðslusemi unglinga. Þar em mörg dæmi þess að unglingar hafi stórslasað og jafnvel drepið kennara sína. Aðstæður í japönskum skólum em með nokkuð sérstæðum hætti. Breski blaðamaðurinn Peter McGill fjallaði nýlega um agareglur í japönskum skólum og tilburði til andófs gegn þeim prússneskættaða járnaga sem einkennir japanskt skólakerfi. Skólastjóri einn í japönskum grunnskóla hefur fýrirskipað að íþróttaskór allra nemenda skuli hafa 12 reimagöt, hvorki fleiri né færri. Fyrir skömmu var gerð skyndikönnun í kvennaskóla í Tókíó til að ganga úr skugga um að námsmeyjar klæddust hvítum nærfotum eins og skólareglur mæla fyrir um. Stúlkur, sem klæddust doppóttum eða annars konar litfögrum nærbuxum, voru látnar standa frammi fyrir bekkn- um og hlusta á ákúrur kennarans fyrir að hafa orðið berar að „ barstelpu-hugarfari. “ Agareglumar' eiga að mestu rætur rekja til nítjándu aldar og hemaðarhyggjunnar sem ein- kenndi japanskt þjóðlíf fram til ósigursins í heimsstyijöldinni síðari 1945. Einkennisbúningar skóladrengja eru með prússnesku sniði en þess má geta að her þýska keisaradæmisins var fyrirmynd Japana er þeir ákváðu að gerast nútíma herveldi á síðari hluta nítjándu aldar. Nýlega var stofnað til þjóðar- hreyfingar gegn smásmugulegum skólareglum sem einu nafni nefn- ast kosoku á japönsku og er jafn- an framfylgt af mikilli hörku. í marsmánuði settu 40 lögmenn á stofn nefnd til vamar mannrétt- indum bama og á hún að bjóða ungum fómarlömbum mannrétt- indabrota stuðning og lögfræði- iega aðstoð. í maí var síðan efnt til fundar í Tókíó. Þar komu sam- an u. þ. b. 500 nemendur, for- eldri og lögmenn sem fordæmdu kosoku-kerfið. Tárfellandi sakborningar Ungur rithöfundur segir frá því að fyrir fáeinum ámm hafi kenn- arar á skólaferðalagi tekið eftir því að buxnaskálmar eins nem- andans virtust ofurlítið þrengri en leyft var. Nákvæm mæling sýndi að þama munaði einum þumlungi. Kennaramir hringdu samstundis í móður drengsins og kvörtuðu. Miður sín af skömm hélt móðirin þegar af stað með hraðlest í nær 550 km ferðalag til þess eins að geta afhent syni sínum aðrar buxur. Mæðginin báðust tárfellandi afsökunar á „misferlinu." í vinsælu leikriti, þar sem gert er grín að kosoku, dæmir kennari fimm nemendur til dauða fyrir þá ósvífni að snæða vínarbrauð í kennslustofunni. Dagblaðið Asahi Shimbun vakti athygli á því að þetta væri ekki alveg út í bláinn. Eitt sinn lést nefnilega nemandi á skólaferðalagi af völdum barsmíða og sparka kennara síns en nemandinn hafði brotið skóla- reglur með því að hafa hárþurrku með sér i ferðalagið. Strangar reglur varðandi litað hár, hársídd oggreiðslu hafa vald- ið mörgum árekstrum. Stúlka í menntaskóla krafðist þess að fá að vera með appelsínugult hár og var bönnuð skólavist í níu mánuði fyrir vikið. í borginni Kobe reidd- ust foreldrar ströngum skólaregl- um þar sem krafist var bursta- klippingar drengja og efndu til opinberra mótmæla gegn skóla- jifírvöldum. Gerðar eru skýrslur um hegðun og einkunnir hvers nemanda, svo- nefndar naishinsho-skýrslur. Upphaflega var ætlunin að þær yrðu notaðar til að sporna við taumlausri einkunnasýki sem ein- kennir skólakerfið en margir kennarar hafa notað skýrslumar til að aga nemendur enn frekar með hótunum um neikvæða um- sögn. Skýrslurnar fylgja nemend- um á leið þeirra um skólakerfið upp í framhaldsskóla og háskóla sem nota þær, ásamt inntökupróf- um, til að velja úr umsóknum. Nemendum jafnt sem foreldrum er bannað að sjá skýrslurnar og hefur Asahi Shimbun barist fyrir því að banninu verði aflétt. Vitað er að sumir skólar hafa misnotað skýrslumar herfilega og jafnvel falsað einkunnatölur til að refsa einstökum nemendum en með þessu athæfi geta þeir valdið við- komandi nemanda óbætanlegum skaða. Vinstrisinnaðir afturhaldsseggir Kennarasamband Japans er óvinnandi vígi vinstrisinna og fleinn í holdi ríkisstjórnar hægri manna en það er hlálegt að sam- bandið ver núverandi skólakerfí með kjafti og klóm. Nýleg könnun sýndi að 86 % kennara styðja kosoku-kerfíð og 95 % þeirra telja að hirðuleysislegur klæðaburður sé merki um geðtruflanir. Álíka margir sögðu að tengsl væru milli afbrota unglinga og hárgreiðslu sem ekki nyti viðurkenningar skólayfirvalda. Meira en tveir þriðju hlutar kennara vilja banna unglingum að sækja skemmti- staði! Menntamálaráðuneytið er að öllu jöfnu afturhaldssamt og því óvæntari eru viðbrögð þess. Ráðu- neytið hefur látið dreifa bæklingi þar sem hvatt er til þess að nem- endur taki þátt í að semja skóla- reglur og jafnframt að reglur um klæðaburð verði mildaðar. Samtímis þessu hefur ráðu- neytið lagt fram tillögur að leið- beiningarreglum fyrir skólana þar sem m. a. segir að kenna verði „nemendum að skilja mikilvægi þjóðfánans og þjóðsöngsins og sýna hvorutveggja meiri virð- ingu.“ Einnig segir að í öllum sögukennslubókum skuli getið tíu sögulegra „fyrirmenna sem hafi unnið kappsamlega að vexti og viðgangi Japans." Meðal þeirra eru forsætisráðherra sá er forðum bar ábyrgð á innlimun Kóreu í japanska keisaradæmið og flota- foringi sem sigraði rússneska flo- tann í stríði ríkjanna skömmu eft- ir síðustu aldamót. heimild: the Observer Japanskar skólastúlkur fletta blöðum með myndum af popp- stjörnum. Vonandi hefur engin þeirra brotið ginnheilagar skóla- reglur með því t. d. að klæðast doppóttum nærbuxum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.