Morgunblaðið - 16.06.1988, Síða 73

Morgunblaðið - 16.06.1988, Síða 73
8301 ÍtfUl .31 ÍUJDAGUTMim .Uia/UaUUíMOM ST MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 73 ■ VÉSTEINN Hafsteinsson úr HSK kastaði kringlu 59,18 metra á móti í Helsingborg í Svíþjóð um helgina og er það besti árangur hans í sumar. Hann sigraði með yfirburðum á mótinu. Vésteinn varð hins vegar þriðji á stórmóti í Umeá í Sviþjóð í fyrrakvöld, kast- aði þar 58,58 metra. Signrður Ein- arsson, Armanni keppti í spjóti, varð einnig þriðji með 76,70 metra, sem er hans næstbesti árangur í ár. Þórdís Gísladóttir HSK keppti einnig í Umeá og sigraði í hástökki með 1,84 m stökki. Er það besti árangur hennar í ár. í síðustu viku keppti Þórdís á tveimur mótum í Noregi og stökk 1,80 á þeim báð- um. A öðru mótinu stökk norska stúlkan Hanne Haugiand 1,91 metra. Er það besti árangur konu í hástökki á Norðurlöndum í ár. Haugland keppir á Flugleiðamóti FRÍ í Reykjavík næstkomandi þriðjudag. ■ HELGA Halldórsdóttir úr KR hljóp 400 metra grindahlaup á 58,05 sekúndum á móti í Kali- forníu um helgina og var því rétt við ólympíulágmarkið, sem er 57,90 sek. Helga hljóp einnig 100 metra grindahlaup á mótinu og hlaut tímann 13,79 sekúndur. _Er það hennar bezti tími í ár. Árangur hennar í 400 metra grind er einnig bezti tími hennar í ár og hálfri sek- úndu frá íslandsmetinu, sem hún setti í fyrra. Helga kemur heim nú um helgina og keppir í 100 metra grinda og 400 metra hlaupi á Flug- leiðamótinu. ■ ODDUR Sigvrðsson, íslands- og Norðurlandamethafi í 400 metra hlaupi, er á heimleið og verður einn- ig meðal keppenda á Flugleiðamót- inu. Oddur mun keppa í 100 og 400 metra hlaupum á Flugleiðamót- inu. Hann er í góðri æfingu og hefur hlaupið 400 metra á 47,12 sekúndum, sem er hans besti árang- ur frá því í tvö ár. Oddur gekk úr KR í vetur og keppir nú undir merkjum FH. FRJALSIÞROTTIR / HASTOKK Tímaspursmál hvenær ég stekk yfir 2f20 - sagði Gunnlaugur Grettisson í gærkvöldi eftir að'hafa sett íslands- met í hástökki, 2,15 metra og naumlega fellt 2,20 metra „METIÐ féll ífyrstu tilraun og ég var hrikalegur klaufi að stökkva ekki 2,20 metra í kvöld,“ sagði Gunnlaugur Grettisson, hástökkvari úr ÍR, í samtali við Morgunblaðið í gœrkvöldi eftir að hafa stokk- ið 2,15 metra og sett nýtt ís- landsmet í hástökki á frjálsf- þróttamóti í Schwechat í Austurríki í gærkvöldi. Gunnlaugur sagðist hafa verið mjög vel upplagður á mótinu í Austurríki og farið himinhátt yfir 2,15 metra í fyrstu tilraun. Bætti hann því fjögurra ára gam- alt íslandsmet Unnars Vilhjálms- sonar UIA um þrjá sentimetra og sinn eigin árangur um 5 senti- metra. „Ég var ragur í fyrstu tveimur tilraununum við 2,20 en það var skömm að fella þá hæð í þriðju tilraun. Þá var ég hátt yfir ránni en fetti mig ekki nógu vel og krækti naumlega í hana með hælnum á niðurleiðinni. Ég kem nú heim og keppi á Flug- leiðamótinu á Laugardalsvelli á Gunnlaugur Grettlsson. þriðjudaginn. Ég er að komast í mjög góða æfíngu og það er að- eins tímaspursmál hvenær ég stekk yfir 2,20. Stefni að því á Flugleiðamótinu. Ef það tekst ekki, þá á meistaramótinu um aðra helgi. Gunnlaugur varð fjórði á mótinu í Schwechat. Kúbumaðurinn Javi- er Sotomayor, heimsmethafí ungl- inga (2,36), stökk 2,30 og sigr- aði. Tékkinn Robert Ruffíni, sem á 2,30, varð annar með 2,26 og Austurríski methafinn Markus Einberger þriðji með 2,23. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KA-menn á toppinn? Tveir lfstórleikir“ í 1. deildinni í kvöld TVEIR leikir veröa í 1. deild karla í kvöld og hefjast báöir klukkan 20. Fram og KR leika á Laugardalsvelli og KA og Þór á Akureyrarvelli. KA sest á toppinn meö sigri geri Reykjavíkurfélögin jaf ntefli. KR-ingar hafa gert flest mörkin í deildinni til þessa og eru eins og Framarar stigi á eftir Skaga- mönnum, sem eru í efsta sæti. Þeir gerðu jafntefli við Víking á gervi- grasinu í fyrsta leik, en sigruðu síðan ÍBK í Keflavík og Völsung og KA á KR-velli. í kvöld verða þeir hins vegar án Péturs Péturs- sonar, sem tekur út leikbann, en hann hefur sett þijú mörk í tveimur leilqum. Framarar, sem unnu leik félaganna í riðlakeppni Reykjavík- urmótsins, en töpuðu fyrir Vest- urbæingunum í úrslitum, verða með sitt sterkasta lið. Þeir unnu Val á gervigrasinu í fyrstu umferð, síðan Þór á Akureyri, þá Víking í Laug- ardal, en síðan kom jafntefli í Keflavík. KA hefur aldrei byijað eins vel f 1. deild og nú, en sama er ekki hægt að segja um Þór. KA er í fjórða sæti með níu stig, sigraði Völsung og ÍBK á Akureyri og Víking f Reylqavík, en tapaði fyrir KR á KR-velli. Þór er í fallsæti með tvö stíg — gerði jafntefli við Leiftur f Ólafsfirði og ÍA á Akur- eyri, en tapaði fyrir Fram á Þórs- velli og Val á Valsvelli. KNATTSPYRNA / AGOÐALEIKUR Trevor Cherry og Simon Tahamata í stað Souness Margir kunnir kappar á Laugardalsvellinum á morgun GRAEME Souness, fyrrum fyrirliöi skoska landsliðsins og framkvæmdastjóri Glasgow Rangers, kemst ekki til að leika með „heimavarnarliöinu" gegn v-þýsku úrvalsliði á Laugar- dalsvellinum 17. júní, eins og fyrirhugað var. í hans stað koma tveir kunnir leikmenn. Hollendingurinn Simon Ta- hamata og Trevor Cherry, fyrr- um leikmaður Leeds. Leikurinn er til fjáröflunar til styrktar Vemd - vegna upp- Lyggingar á íþróttaaðstöðu við Litla Hraun. Margir kunnir kappar leika með v-þýska úrvalsliðinu, eins og Felix Magath, Hamburger, Bemd Förster, Stuttgart, Bernd Hölzen- bein, Klaus Toppmöller og Lothar Emmerich, sem ém allt fyrram landsliðsmenn V-Þýskalands. Skemmtunin á Laugardalsvellinum hefst kl. 15.30 með knattþrautum unglinga og leik úrvalsliða - Aust- urbæ og Vesturbæ í 4. flokki. Jón Páll Simarsson sýnir krafta sína. Stórleikurinn hefst síðan kl. 17.15. í hálfleik kemur Hallbjöm Hjartar- son með „come back" — geysist inn á völlinn á hestbaki, eins og honum er einum lagið. Stefán Hilmarsson og Greifarnir skemmta með fram- flutningi nýrra laga. HANDKNATTLEIKUR / VESTUR-ÞYSKALAND Kristján Arason og Bjami Guðmundsson í liðum ársins KRISTJÁN Arason, landsliðs- maður í handknattleik, var valinn í lið ársins í v-þýsku úrvalsdeildinni, sem v-þýska blaðið Handball magazin hef- ur útnefnt. Kristján, sem leik- ur með spænska félaginu Tecca næsta keppnistímabil, er eini leikmaðurinn frá meistaraliðinu Gummers- bach, sem er f liðinu. Bjarni Guðmundsson, sem leikur með 2. deildarliðinu Wanne-Eickel, er f liði ársins í 2. deild - í Norðurdeildinni. Kristján, sem er talinn ein besta vinstrihandarskytta heims, er í góðum félagsskap í „Bundesl- igu“-liðinu. Stefan Hecker, Essen, er í markinu, en aðrir leikmenn era þeir Kristján, Pólvetjinn Dani- el Waszkiewicz, Kiel, Júgóslavinn Jovica Elezovic, Hofweier, Frank Harting, Dússeldorf, Horst Wie- mann, Kiel og Jochen Fraatz frá Tusem Essen. í liði Bjarna eru svo, auk hans, Olaf Lops, Handewitt, markvörð- ur, Júgóslavinn Jovica Cvetkovic, Minden, Pólveijinn Tluczynski, Fredenbeck, Frank Scháfer, Handewitt, Dirk Rauin, Wanne- Eickel og Dirk Brankothe, Altjúrd- en. KNATTSPYRNA Hughes ánýtil United anchester United hefur ákveðið að kaupa Mark Hughes frá Barcelona fyrir and- virði um einnar milljónar sterl- ingspunda (um 80 milljónir íslenskra króna). Félögin vora sammála um kaupverðið, en samningurinn hefur ekki enn verið undirritaður. Barcelona keypti Hughes, sem verður 25 ára í nóvember, frá United fyrir tveimur árum fyrir helmingi hærri upphæð — tvær milljónir punda, en landsiiðs- maðurinn frá Wales náði sér ekki á strik á Spáni og var lán- aður til Bayem Múnchen á ný- liðnu keppnistímabili. DOMARAMAL Leiðrétting Igrein Guðmundar Haraldssonar um dómaramál, sem birtist í blaðinu f gær, féllu niður nokkrar línur. Þær era birtar hér feitletrað- ar um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum. . . . Annað atriði verða leikmenn líka að hafa í huga við hraðfram- kvæmd á aukaspymum. Það er ef andstæðingarnir era ekki komnir í 9,15 m fjarlægð frá knettinum en verða fyrir knettinum án þess að tefja vísvitandi, skal leikurinn halda áfram, en að sjálfsögðu skal endurtaka aukaspyrnuna, ef framkvæmd aukaspyrnu er trufluð vísvitandi. Aukaspyrnum skal skipt í tvo flokka, beinar (úr þeim er hægt að skora rakleitt í mark mótheij- anna) og óbeinar (úr þeim verður mark ekki skorað, nema knetti hafi verið leikið eða hann snertur af öðrum leikmanni en spyrnand- anum áður en hann fer í mark). Þegar leikmaður tekur beina eða óbeina aukaspyrnu innan víta- teigs síns liðs, þá skulu allir mótheijar hans vera í minnst 9,15 m fjarlægð frá knettinum og utan vitateigs, þar til knetti hefur verið spymt út af teign- um. . . .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.