Morgunblaðið - 16.06.1988, Side 20

Morgunblaðið - 16.06.1988, Side 20
P&Ó/SlA MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 4 20 MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIHJÓL OG STANGIR Fást f nœstu sportvöruverslun. Libby’/ Stórgóða tómatsósan Vistheimili fatlaðra barna Fyrirspurn til félags málaráðherra eftirÁrna Sigfússon Þörf fyrir hvíldarpláss vegna fatlaðra barna hefur lengi verið ljós þeim sem slík mál brenna helst á hér á landi. Foreldrar fatlaðra barna þekkja hversu nauðsynlegt það er að eiga þess kost að njóta stuttrar hvíldar frá jafn erfiðu verkefni og umsjá fatlaðs bams getur verið. Þegar hvíldar er þörf eiga ekki all- ir foreldrar þess kost að bömin vist- ist hjá ættingjum eða vinafólki. Vönduð skipulögð þjónusta sem veitir barninu góða aðstoð og for- eldri kærkomna hvíld er því mjög mikilvægur þáttur í þjónustu við fötluð börn og foreldra þeirra. Frumkvæði Reykja- víkurborgar Arið 1978 gerði Reykjavíkurborg gangskör í þessu máli og bjó til 6 slík vistunarpláss fyrir fötluð börn á vistheimili barna á Dalbraut 12, á blönduðum deildum. Með þessu móti var foreldrum fatlaðra barna gefið tækifæri á að hvílast 1-4 daga í senn á meðan barn þeirra dvaldi á vistheimilinu. Og loksins gafst sumum foreldrum tækifæri til þess að taka sér sumarfrí án þess að því fylgdi jafnframt erfið umsjá með hinu fatlaða barni. Félagsmálaráð Reykjavíkurborg- ar fylgdist grannt með rekstri vist- heimilisins á Dalbraut, sem einnig var hugsað sem vistheimili bama sem þar vom vistuð vegna ýmissa annarra sérstakra aðstæðna. Arið 1986 keypti ríkið húsnæði á Dalbraut 12 og Reykjavíkurborg var gert að flytja rekstur sinn ann- að. Aukin þörf ríkisins fyrir önnur afnot af Dalbraut 12 en þau að það skyldi notað sem hvíldarheimili fyr- ir fötluð börn og áhugi fulltrúa Árni Sigfússon Reykvíkinga á að vanda til slíkra vistunar, varð til þess að Reykjavík- urborg ákvað að kaupa íbúðarhús í Álfalandi 6, sérstaklega undir „Ef staðreyndin er sú að félagsmálaráðherra er kominn í heilagt stríð við Reykjavíkur- borg, er þá ekki þörf á að vopnabúnaður ráð- herra sé annar en vist- heimili fatlaðra barna í Álfalandi 6?“ Meiri fisk landað erlendis en áður Heildarfiskafli landsmanna fyrstu sex mánuði ársins var rúm milljón tonn - 1.024.985 tonn nán- ar tiltekið - og hafði aukist um 13,5% frá fyrra ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags ís- lands. Rúmlega helmingi meiri loðnu var landað erlendis en í fyrra, 43.000 tonnum á móti 18.000 tonnum. Tæpum 10.000 tonnum af þorski var landað er- lendis - sem er svipað og þor- skaflinn í Grindavík það sem af er árinu - og er það aukning um 23% frá fyrra ári. mánuðina í fyrra niður í 1.500 tonn á þessu ári. Af einstökum verstöðvum kom mest á land í Vestmannaeyjum, eða rúm 127.000 tonn, en síðan kemur Seyðisfjörður með 98.000 tonn, Neskaupstaður með 66.000 tonn, Eskifjörður með 65.000 tonn og Sigluíjörður með rúm 42.000 tonn. I þessum tölum munar langmest um loðnu. Mest barst á land af þorki í Vestmannaeyjum, tæp 13.000 tonn, en tæp 10.000 tonn komu á land í Grindavík, Sandgerði og Höfn í Hornafirði. Þorskafli var nánast hinn sami fyrstu sex mánuði ársins og á sama tíma í fyrra, eða um 210.000 lestir, en loðnuaflinn jókst um 23% á milli ára, var 605.000 lestir á fyrri hluta þessa árs á móti 492.000 lestum í fyrra. Af öðrum tegundum var mest veitt af grálúðu, eða rúm 60.000 tonn, sem er ívið meira en í fyrra. Af karfa veiddust rúm 40.000 tonn, eða jafn mikið og í fyrra. Ufsaaflinn var tæp 35.000 tonn, sem er 22% minna en í fyrra, og ýsuaflinn var tæp 25.000 tonn, sem er heldur meira en í fyrra. Tæp 5.000 tonn veiddust af skarkola, sem er rúm- lega helmingi meira en í fyrra. Hörpudiskaflinn dróst hins vegar saman úr 4.600 tonnum fyrstu sex Kaffisala KSF 17.júní HIN árlega kaffisala Kristilegs stúdentafélags, KSF, verður haldin á afmælisdegi þess, 17. júní, frá kl. 14 til 18. Félagið er til húsa að Freyju- götu 27, 3. hæð og eru allir vel- komnir að koma og líta inn. (Fréttatilkynning) 4 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.