Morgunblaðið - 16.06.1988, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 16.06.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÖ; ItMMItrDSÍtíWl 16- JÚÍIÍf1988 Hugleiðing um Tív- olíið í Hveragerði eftír Hreggvið Davíðsson Mér dettur í hug máltækið sem segir eitthvað á þá leið að betra sé að-sjá flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin, þegar ég í huganum tek saman það sem fjöl- miðlar hafa sagt og ritað um Tívol- íið í Hveragerði á umliðnum misser- um. Fyrirsögn í blaði: „Þakið skal af.“ (Brunamálastjóri.) „Tívolíið fer til gjaldþrotaskipta á mánudag.“ (Sagt í útvarpi á föstudegi, ræðu- maður formaður Verkalýðsfél. í Hveragerði.) „Vörum aðildarfélaga við því að vinna í Tívolíinu." (Ut- varpið, fréttatilkynning frá stjórn ASI.) „Sýslumaður lokar Tívolíinu vegna söluskattsskuldar þess.“ (Ut- varpið.) Og margar fleiri slíkar til viðbótar, en merkilegt nokk, enn stendur Tívolíið með þakinu á og með starfsfólk innanborðs og er opið. Það gengur að vísu krafta- verki næst að Tívolíið skuli enn vera starfandi því slíkt hefur of- stækið verið í garð þessa fyrirtæk- is. Það hefur enginn í eitt einasta skipti látið hvarfla að sér að segja né skrifa eitt einasta orð sem já- kvætt getur talist um Tívolíið, þetta annars stórhuga framtaks sem á vart sinn líka hérlendis. Það skal hafa i huga að hér er aðeins um fjögurra ára tímabil að ræða frá því að framkvæmdir hófust við þetta mikilfenglega mannvirki sem til er í dag, og unnið hefur verið af mörgum fórnfúsum höndum við erfiðar aðstæður. Það er einnig „Ég- teldi klókari vinnu- brögð af bæjarins hálfu að semja að nýju við Tívolíið um gjaldfalinar skuldir þess við bæjar- félagið“ mjög kúnstugt þegar verið er að bera Tívolíið í Hveragerði saman við Tívolí erlendis, sem eru 80—100 ára gömul og í margfalt fjölmenn- ari þjóðfélögum. Er það raunhæfur samanburður? Það er af öllum talið auðveldara að velta steini niður brekku heldur en að baksa honum upp, en einmitt að hætti amlóðanna, sem engu koma til leiðar, hefur umfjöllunin um Tívolíið verið til þessa. Eintómt niðurrif og rógur. Samningaleiðir Hveragerð- isbæjar Það er einnig kapítuli út af fyrir sig hvernig Hveragerðisbær telur hag sínum best borgið þegar hallar á Tívolíið í greiðslum til hans, sem vonlegt er að geri miðað við aldur fyrirtækisins, framkvæmdakostn- að, vaxtaokur, fyrirgreiðsluleysi og niðurrifsstarfsemi hverskonar. Það eina sem bæjarfélagið telur best er harkan sex, uppboð og lokanir. (Hugsið ykkur bara.) Varla er viku- hlé þar á. Ég teldi klókari vinnubrögð af bæjarins hálfu að semja að nýju við Tívolíið um gjaldfallnar skuldir þess við bæjarfélagið, þótt margoft þyrfti að endursemja og ekki greiddist niður nema lítið eitt næstu 3—5 árin, því það kemur að því að Tívolíið standi styrkum fótum ef starfsfriður fæst hjá því til þess arna. Það þarf ekki mikla vitsmuna- veru til þess að sjá hvílík lyftistöng Tívolíið er fyrir Hveragerði. Eden og Tívolíið í sameiningu fylla Hveragerði af gestum og ferða- mönnum um hverja helgi á sumrin. Auðvitað þurfa svo gestir úr öllum þessum hópi ýmiskonar aðhlynn- ingu hjá þjónustuaðilum í bænum, að ógleymdu öllu fólkinu sem hefur af þessu vinnu á ágætis launum, sem vitanlega skapar meiri veltu í Hveragerði. Er þetta kannske ekki þess virði? En svo getur auðvitað verið að svona skemmtigarður sé öllum til óþurftar og megnustu leiðinda og ætti því að útmást með öllu svo ekki þurfi fleiri að þjást en orðið er. Það kostar víst einar áttahundr- uð krónur að kaupa þarna tíu miða í tækin fyrir bömin, en ekki nema eittþúsund krónur ein brennivíns- flaska, sem er eins og allir vita margfalt merkilegri íjárfesting. Það ætti auðvitað að leggja af skemmti- staði svo sem þjóðleikhús, bíó og þess konar en efla þess í stað áfeng- isverslanir og bjórkrár til muna að ógleymdum Seðlabankanum. I alvöru talað, finnst Islendingum vont til þess að vita að í landinu sé til Tívolí, sem er að vísu ennþá í bamsskónum en á framtíðina fyr- ir sér ef landsmönnum sýnist svo, og í það minnsta hugsa hlýlegar til þessa fyrirtækis en þeir sem í fjöl- miðlum hafa tjáð sig um það til þessa? Höfundur er trésmiður, búsettur á Selfossi. Heimilisiðnaðarfélagið: Sýning sex listamanna Á myndinni gefur að líta nokkra leirlistarmuni eftir Kolbrúnu S. Kjarval og eru á sýningu Heimilisiðnaðarfélagsins, sem haldin er í tilefni Listahátíðar i Reykjavík. ÞESSA dagana stendur yfir list- sýning i verslun Heimilisiðnaðar- félagsins, og er það framlag fé- lagsins til Listahátíðar i Reykjavík. Sex aðilar taka þátt i sýningunni, en henni lýkur 19. júní. Aðalfundur Heimilisiðnaðarfé- lags íslands var nýlega haldinn í Reykjavík. Félagar í Heimilisiðnað- arfélaginu eru nú 690 talsins, og er starfsemi þess hin fjölbreyttasta. Félagið rekur verslun að Hafnar- stræti 3 í Reykjavík, en þar er á boðstólum mikið úrval af ullarvör- um, heimilis- og listiðnaði. Sýning á listhandverkum eftir sex aðila stendur nú yfir í verslun- inni, en þeir sem sýna þar verk sín eru Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen, sem sýna glerlist, Kolbrún JÓNAS R. Jónsson, einn kunn- asti söngvari sjöunda áratugar- ins, mun koma fram á sviði týndu kynslóðarinnar í Hollywood í fyrsta sinn í kvöld, fimmtudags- kvöld. Hann mun þar koma franl ásamt hljómsveitinni Náttúru, sem leikið hefur í Hollywood undapfarnar helgar, en kemur nú fram með breyttri liðskipan. Jónas R. sló fyrst í gegn með hljómsveitinni „5 pens“ og var síðan söngvari Toxic, Flowers og Nátt- úru, svo nokkrar hljómsveitir séu nefndar sem Jónas söng með á sínum tíma. í Hollywood mun Jónas meðal annars flytja lög hljómsveit- anna Jethro Tull og Who, þar sem hann rifjar upp lög úr söngleiknum Tommy. (Úr rréttatilkyimingu) S. Kjarval og Jónína Guðnadóttir sýna leirlistaverk, og Katrín Ágústsdóttir og Stefán Halldórsson sýna batik-muni Ársrit Heimilisiðnaðarfélagsins, Hugur og hönd, kom síðast út í nóvember 1987, en í.því eru birtar uppskriftir ogýmis fróðleikur. Blað- ið er selt til áskrifenda og í lausa- sölu, en upplagþess er 3500 eintök. Heimilisiðnaðarfélagið rekur skóla að Laufásvegi 2 í Reykjavík, og eru þar haldin ýmis námskeið í handmenntagreinum, en einnig hafa þar verið haldin sérstök nám- skeið fyrir leiðbeinendur aldraðra og hafa þau verið vel sótt. Alls var boðið upp á 20 námsgreinar i skó- lanum siðastliðinn vetur. í sumar verður haldið sumarmót á Hvanneyri með þátttöku 50-60 aðila frá öllum Norðurlöndunum. Þar verður meðal annars kennd tóvinna, glitvefnaður, spjaldvefnað- ur og hrosshársvinna. Norrænt heimilisiðnaðarþing verður haldið í Svíþjóð í júlí í sumar. Norræn far- andsýning á heimilisiðnaði sem var á síðasta heimilisiðnaðarþingi hefur farið á milli Norðurlandanna og var hér í Listasafni ASÍ og á Akureyri síðastliðið sumar. Formaður Heimilisiðnaðarfélags íslands er Hildur Sigurðardóttir. Hollywood: Jónas R. syngur með hljómsveitmni Náttúru VINSÆLUSTU TOL VUR í EVRÓPU íDAG IBM-PC SAMHÆFÐAR ÁSAMT FJÖLDA FORRITA OG AUKAHLUTA STÓRKOSTLEG ÚTSAU! síðustu AMSTRAD tölvurnar Á GAMLA VERÐINU oa AUKAAFSLÆTTI Næsta sendihg á nýju veröi TAKMARKAÐUR FJÖLDi PC 1512 2 drif 14“ litaskjár Afsláttarverð kr. 69.900,- Næsta sending kr. 89.900,- PC1640 MD HARÐUR DISKUR 20 MB 14“ sv/hv hágæðaskjár EGA, HERCULES OG CGA kort Afsláttarverð Næsta sending kr. 99.000,- kr. 121.800,- PC1640 ECD harður diskur 20 MB 14" hágæða litaskjár EGA, HERCULES og CGA kort Afsláttarverð Næsta sending kr. 129.000,- kr. 156.000,- AMSTRAD DMP PRENTARI BreiðurvalsA3, PCstaðall hraði 200 stafir pr. sek. NLQ gæðaletur. Afsláttarverð Næsta sending kr. 27.900,- kr. 37.900,- Greiðslukjör 12 mán. raðgreiðsiur VISA - EURO. Öllum AMSTRAD PC tölvum fylgir: íslensk handbók, MÚS - íslenskuöu GEM valmyndaforritin: Graphic, Desktop og Paint teikniforrit. ABILITY forritin: Ritvinnsla, súlu- og kökurit, Reiknivangur, Gagnasafn og Samskiptaforrit. 4 leikir: Bruce Lee, Dambuster, Wrestling og PSI 5 T.C. - o.fl. TÖUÍULMMO - B BRACM LAUGAVEG1116-118 V/HLEMM. S. 621122. Öll verð miðast viö staðgr. -U VERSLUN V/ 621122.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.