Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990 Erfiðleikar hjá ísnó meðan beðið er eftir bótagreiðslu fi*á Noregi Norsk Hydro gefur efitir hlut sinn „NORSK Hydro er einfaldlega að afskrifa sitt hiutafé í ísnó, þeir höfðu áður falast eftir meirihluta í fyrirtækinu en ekki fengið,“ segir Eyjólfur Konráð Jónsson stjórnarformaður fiskeldisfyrirtæk- isins ísnó. Norsk Hydro hefur látið 43% hlut sinn í því fyrir eina krónu norska. Eyjólfur segir það annað mál að ísnó sé i talsverð- um erfíðleikum meðan beðið sé eftir því að norskt tryggingafélag greiði 80 milljóna tjón sem hlaust I óveðrinu í janúar. Norsk Hydro eignaðist hlut í ísnó fyrir nokkrum árum þegar það keypti Mowi, stærsta fiski- ræktarfyrirtæki Noregs. Eyjólfur Konráð segir Norsk Hydro hafa spurst fyrir um hvort það gæti eignast meirihluta í ísnó en hér megi útlendingar ekki eiga meira en 49% hlut í fiskeldisfyrirtækjum. „Norsk Hydro á fiskiræktar- stöðvar í Noregi, Skotlandi, írlandi og á Spáni. Þetta er því ekki stór biti fyrir fyrirtækið. Bréf þess í ísnó voru föl í fyrra, en buðust nú til afhendingar,“ segir Eyjólfur. Það skýrist á næstu dögum hvort norska tryggingafélagið Vesta greiðir að fullu eða hluta 80 milljóna króna tjón sem ísnó varð fyrir í óveðrinu sem gekk yfír Suðurland í vetur. „Ég tel fullvíst að þeir bæti okkur þetta,“ segir Eyjólfur Konráð, „enda varð Verðbólga í Bandaríkjunum: Fiskverð ekki náð toppnum frá 1987 VEGNA verðbólgu f Banda- ríkjunum frá árinu 1987 hafa íslenzkar sjávarafúrðir vestan hafs ekki náð sama verði í raun og þegar það var sem hæst árið 1987. Tölurnar í Bandaríkjadölum eru hærri, en á síðustu þremur árum hefiir verið um 13% verðbólga í Bandaríkjunum, og við fáum því í reyndinni minna fyrir fískinn sem þvi nemur, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofhunar. Miðað við að verðbólga í Bandaríkjunum hafi verið 13% frá því að fiskverð varð hæst 1987, er verðið fyrir kflóið af þorskblokk, sem nú er 2,10 dal- ir, 1,83 dalir á verðlagi 1987. Með sama útreikningi kostar fimm punda pakkning af þorsk- flökum, sem nú selzt á 2,60 dali pundið, aðeins 2,26 dali pundið ef miðað er við 1987. Þórður Friðjónsson segir að þegar verðbólga í löndunum, sem við seljum til, sé tekin inn í myndina, vanti enn talsvert á að sjávarafurðir seljist á jafnháu verði og 1987. Botnfiskurinn fari mjög nálægt þvf, en til dæm- is rækja seljist fyrir lægra verð og dragi meðaltal sjávarafurða í heild niður. Rauntekjumar, sem háa verðið núna skilar til þjóðar- búsins, séu því í raun minni af sama magni en fyrir þremur árum. þarna fyrsta tjónið þau tíu ár sem við höfum skipt við Vesta. Við gerðum í vetur bótakröfu vegna skaddaðra nóta og fiski- dauða, en síðar kom í ljós að tjó- nið var töluvert meira. Trygginga- félagið sendi matsmann hingað vegna málsins og fékk breskt fyr- irtæki til að kanna það. Bretarnir skoðuðu allar aðstæður í Vest- mannaeyjum og á Öxnalæk og ég veit ekki betur en þeir hafi talið hvort tveggja eðlilegt. Ég geri ráð fyrir að heyra frá norska trygg- ingafélaginu í vikulokin." Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Tveir vörubílar í árekstri Tveir vörubílar lentu í hörðum árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar skömmu fyrir hádegi í gær. Ökumaður og farþegi annars bílsins hlutu meiðsli sem talin voru minnihátt- ar. Öðrum bílnum var ekið suður Kringlumýrar- braut og beygt áleiðis austur Suðurlandsbraut og í veg fyrir hinn bílinn sem var á leið yfir gatnamótin norður Kringlumýrarbraut. Þrátt fyrir að ökumaður þess bíls reyndi að sveigja frá varð árekstur ekki umflúinn. Óhjákvæmilegt að miimka úflutning á óunnum fiski - segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambandsins og varamaður í stjórn Aflamiðlunar „ÞAÐ ER óhjákvæmilegt að minnka útflutning á óunnum fiski á næstunni, því annars blasir við lokun strax í september hjá þeim fiskvinnslustöðvum, sem kaupa fisk á mörkuðunum á suðvesturhorn- inu,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- bands Islands og varamaður í stjórn Afíamiðlunar. Hann sagði að framboðið á innlendu fiskmörkuðunum hefði hvorki verið nægilega mikið, né stöðugt að undanfórnu og stjórn Aflamiðlunar þyrfti að fjalla sem fyrst um þetta mál. Fiskvinnlustöðvar, sem kaupa fisk á innlendu fiskmörkuðunum, ætla að stofna hagsmunasamtök á næstunni, að sögn Einars Leifsson- ar, framkvæmdastjóra Jökulhamra, en það er eina frystihúsið, sem nú er starfrækt í Keflavík. „Við höfum keypt nánast því allan okkar fisk á mörkuðunum," sagði Einar. Guðmundur J. Guðmundsson sagði að fískvinnslustöðvar og starfsfólk þeirra virtist vera rétt- laust. „Aflamiðlun þarf að vera með miklu harðara eftirlit með útflutn- ingi á óunnum fiski en verið hefur. Komnar eru nokkrar fyrirspurnir um óleyfilegan útflutning víða á landinu og tollurinn virðist ekki fylgjast nægilega vel með útflut.n- ingi á óunnum fiski,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að 1.000-1.200 manns ynnu hjá fiskvinnslufyrir- tækjum á Reykjanesi. „Fiskvinnslu- stöðvar á suðvesturhorninu eru á þrotum, því þar fara 75-80% í hrá- efniskaup en það er þumalputta- regla að 50% fari í hráefniskaup en 25% í vinnulaun. Fiskvinnslan þolir ekki að greiða 90-110 krónur fyrir kílóið af þorski á fiskmörkuð- unum.“ Guðmundur sagði að fiskmarkað- irnir á suðvesturhorninu hefðu sára- lítið fengið af þeim mikla þorskafla, sem fengist hefði á Vestfjarðamið- um að undanförnu en mikið af þess- um fiski hefði verið settur í ódýr- ustu pakkningarnar í frystihúsum á Vestfjörðum. Hann sagði að ástandið værí víðar slæmt en á Suðurnesjum. „Ástandið á Seyðis- fírði er skelfílegt en togarinn Gull- ver frá Seyðisfirði hefur ekki landað ugga heima á þessu ári,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Um 1.400 tonn af óunnum þorski, ýsu, karfa og ufsa verða seld erlendis í þessari viku en um 1.500 tonn í næstu viku, að sögn Vilhjálms Vihjálmssonar fram- kvæmdastjóra Áflamiðlunar. Hann sagði að flutt hefði verið út svipað magn í hverri viku að undanförnu. Húsnæðisstofnun ríkisins: 5.700 launagreiðendum send áminning um skylduspamað Ekki staðin skil á skyldusparnaði 17.000 launþega Flutningabíll valt við Djúp FLUTNINGABÍLL með tengi- vagn valt í gærmorgun í Hest- firði við Isafjarðardjúp. Óhappið varð skammt frá Hvíta- nesi milli Hestfjarðar og Skötu- fjarðar. Um var að ræða stóran bíl með tengivagn og var ökumaður einn í bílnum. Að sögn lögreglu á ísafírði hlaut maðurinn meiðsl á fæti og var fluttur á Sjúkrahúsið á ísafirði. HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefiir sent 5.700 launagreiðendum í landinu bréf, þar sem þeir eru minntir á að samkvæmt lögum beri þeim skylda til að draga skyldusparnað af launum fólks á aldrinum 16 til 25 ára og leggja inn hjá Byggingarsjóði ríkisins, nema launþegi hafi undanþágu frá stofnuninni. Þessir launagreið- endur hafa ekki gefið Húsnæðisstofhun skýringu á því, hvers vegna þeir hafa ekki skilað inn skyldusparnaði um 17.000 launþega. í bréfinu kemur fram, að ástæð- þannig upp í fyrstu útborgun í ur fyrir ritun þess séu þær, að Húsnæðisstofnun hafí lögbundið hlutverk varðandi skyldusparnað- argreiðslur og vilji hvetja til þess að farið sé að lögum varðandi þær. í vöxt hafi færst, að fólk leiti eftir aðstoð stofnunarinnar vegna vanskila launagreiðenda, iðulega þegar í óefni sé komið vegna gjaldþrots. Fjölmörg ung- menni vilji láta draga skylduspam- að af launum sínum og safna íbúð, en mikið skorti á að það sé gert. Þá segir í bréfinu, að Húsnæðis- stofnun hafi fengið upplýsingar hjá skattyfirvöldum varðandi lau- r.agreiðendur, sem greiði laun til fólks á skyldusparnaðaraldri, og tölvuskrá yfir launþega á þeim aldri. Sú skrá hafi verið keyrð saman við skrá Húsnæðisstofnun- ar, þar sem fram komi undanþág- ur frá greiðslu skyldusparnaðar. Niðurstaða þeirrar samkeyrslu sé sú, að skýringar vanti frá 5.700 launagreiðendum af um 9.250 á því, hvers vegna þeir hafi ekki skilað inn skyldusparnaði um 17.000 þúsund launþega. Þeir sem þiggi atvinnuleysis- eða trygg- ingabætur hafi verið teknir út úr skránni. Síðar segir, að ugglaust eigi mikill hluti þeirra 17.000 laun- þega, sem hér um ræðir, rétt á undanþágu, en hafi ekki fengið hana formlega frá Húsnæðisstofn- un. Er minnt á, að launagreiðandi geti hvorki veitt undanþáguna sjálfur, þótt hann viti um einhverj- ar undanþáguástæður, né ákveðið að taka ekki skyldusparnað launþega. af Hornafjarðarhöfti: Fjórtán tílboð ihönnun og smíði lóðsbáts RÚMUM 23 milljónum munar á hæsta og lægsta tiiboði i smíði lóðs- og dráttarbáts fyrir Horna- Qarðarhöfn. Fjórtán tilboð bárust í hönnun bátsins og smíði, þar af fjögur að utan. Lægsta tilboðið er upp á ríflega 35 milljónir en það hæsta nemur 58,2 milljónum króna. Vegna erfiðra aðstæðna í Horna- fjarðarhöfn er krafist mikillar tog- getu og sjóhæfni bátsins. Útboðið var svokallað alútboð sem gerir ráð fyrir að sami verktaki hanni bátinn og smíði. Gert er ráð fyrir að ákveð- ið verði innan mánaðar hvaða tilboði verði tekið. Þar sem nokkuð misjafnt er hvað í tilboðunum felst getur verið var- hugavert að bera þau saman. Upp- lýsingar um tilboðin fengust þó hjá bæjarstjóranum á Höfn. Lægsta tilboðið barst frá David Abels í Englandi og nemur 35.053.712 krónum. Stál hf. á Seyð- isfirði bauð næstlægst, 35.750.000 krónur. Damen bauðst til að vinna verkið fyrir tæplega 36,4 milljónir, Delta Shipyard bauð 36,8 en Þor- geir og Ellert liðlega 37 milljónir. Skipalyftan vill vinna verkið fyrir 44,5 milljónir eða á annan hátt fyrir tæpar 46 milljónir. Slippstöðin bauð 44,9 milljónir í bátsgerðina annars vegar og 45,9 milljónir hins vegar. Marsellíus á ísafirði bauð 45,8 millj- ónir í bátinn og K. Damen 47,3 milljónir. Frá Vélsmiðju Seyðisfjarð- ar barst 48,6 milljóna króna tilboð og Stálsmiðjan bauð 49,9 milljónir í hönnun og smíði bátsins. Hæsta tilboðið nam um 58,2 milljónum króna og kom frá Dröfn hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.