Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JULÍ 1990 ÓlafsQörður: Mettúr hjá fiystitog- aranum Sigurbjörgu á Vestflarðamiðum Sólbergið veiðir vel undan Austfiörðum Frystitog-arinn Sigurbjörg á Ólafsfírði landaði 170 tonna afla á fostudag, eftir 18 daga úthald. Aflaverðmæti er um 36 milljónir króna, sem er hið mesta á þessu skipi að sögn Sigurgeirs Magnússonar framkvæmdastjóra Magnúsar Gamalíels- sonar á Ólafsfirði. Þá landaði ísfísktogarinn Sólberg uin 160 tonna afla á mánudag. Er aflaverðmæti eftir veiðiferðina um 10 milljónir króna, að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar hjá Sæbergi hf. Akureyrin: Sigurbjörg var að veiðum á Vestfjarðamiðum og lenti í mo- kveiði eins og mörg önnur skip. Sólbergið var á hinn bóginn að veiðum undan Austfjörðum. Annar togari í eigu Sæbergs, Mánaberg, er að veiðum á sömu slóðum og kemur væntanlega inn til löndunar um mánaðamótin. Afli Sigurbjargar er sendur í gámum á Bretlandsmarkað, utan grálúða sem seld er til Japans og Taiwan. Skipstjóri á Sigurbjörgu er Vilhjálmur Sigurðsson. í áhöfn skipsins eru 26 menn. Skipið lét úr höfn á mánudag og var stefnan sett austur fyrir land í leit að ufsa og karfa. Kvótastaða Sigurbjargar er með besta móti að sögn Sigurgeirs. Skipið á eftir um 1.300 tonna afla- heimild, þar af um 700 tonna þorskkvóta. Fyrirtækið gerir einn- ig út Snæbjörgu, sem er á rækju- veiðum. Segir Sigurgeir að rækju- Aflaverðmæti úr veiðiferð 77 milljónir NÝTT met var slegið af skipum Samherja hf. þegar frystitogar- inn Akureyrin kom inn með 275 tonna afla á mánudag. Aflaverð- mæti úr veiðferðinni, sem stóð í 18 sólarhringa, er um 77 milljón- ir króna, að sögn Kristjáns Vil- helmssonar, eins af eigendum Samherja. Áhöfn Akureyrinnar var að veið- um á Vestfjarðamiðum og komst þar í feitt eins og margir aðrir í síðustu viku. Veiði var fremur dræm framanaf, en síðustu tíu daga út- haldsins var mokveiði, að sögn Kristjáns. Unnið var að því að landa úr skipinu í gær. Aflinn, sem er þorskur að megninu til, fer allur í frystigámum til Hull í Bretlandi. Skipstjóri Akureyrinnar er Þor- steinn Vilhelmsson. í áhöfn skipsins eru 27 menn. Lætur nærri að há- setahlutur eftir veiðferðina verði um 700.000 krónur, að sögn Krist- Morgunblaðið/Rúnar.Þór •' Unnið að löndun á afla Akureyrinnar á þriðjudag. J vertíðin hafi verið góð og skipið afli vel. Aðspurður um kvótastöðu tog- ara Sæbergs segir Ásgeir hana fremur laka, Mánabergið eigi nú 200 tonna þorskvóta óveiddan og Sólberg 500 tonna þorskkvóta. Með lagni megi þó halda dampi út árið. Ríði mest á að skipin afli fisktegunda með rýmri kvóta, eða utan veiðitakmarkana. Sveitarfélög í Eyjafírði: Óskað eftir fimdi með ráð- herrum um álver hið fyrsta Sveitarfélögin komin á uppboðsmarkað segir formaður bæjarráðs Iðnþróunarfélag Eyjaljarðar hefur óskað eftir fundi með forsætis- ráðherra og iðnaðarráðherra um staðarval álvers. Beiðninni er kom- ið á framfæri við ráðherrana fyrir hönd forsvarsmanna sveitarfélaga við Eyjafjörð. Oskað er eftir því að fundurinn verði haldinn í Eyja- firði hið fyrsta. Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs Akur- eyrar telur að stjórnvöld hafi með stefnuleysi um staðarval álversins sett sveitarfélög á uppboðsmarkað gagnvart Atlantál-hópnum. Sæplast á Dalvík: Salan þeg- ar orðin jafii mikil o g allt síðasta ár SALA á íramleiðslu Sæplasts á Dalvík nálgast nú sama magn og allt árið í fyrra. Tekjur fyrir- tækisins fyrstu sex mánuði árs- ins nema um 200 milljónum króna. Tæpur helmingur fram- leiðslunnar er seldur úr landi. Aukning er hlutfallslega mest í útflutningi, að sögn Péturs'Reim- arssonar framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. Umboðsmenn starfa fyrir Sæplast á nokkrum stöðum erlend- is. Kynning og sala fer þó einkum fram með ferðum sölumanna á vörusýningar og heimsóknum til væntanlegra viðskiptavina að sögn Péturs. Hann nefnir sem dæmi nýlegan samning að andvirði 20 milljónir króna, við fyrirtæki í Skotlandi, sem gerður var án milli- göngu þriðja aðila. Framleiðsluaukningu Sæplasts hefur ekki verið mætt með fjölgun starfsfólks. Þar starfa nú um 20 manns og er unnið á vöktum allan ■'sólarhringinn, virka daga vikunn- ar. Vélakosturinn býður upp á nokkra aukningu framleiðslu frá því sem nú er að sögn Péturs. Sæplast framleiðir fiskiker af ýmsum stærðum og gerðum. Mest sala er í 600 lítra keijum. Þá steyp- ir fyrirtækið vörubretti úr plasti, en megnið af þeim er selt til út- landa. Iðnþróunarfélagið vinnur nú að því að gera nákvæmari áætlun um kostnað við byggingu álvers á Dys- nesi. Hefur Almenna verkfræðistof- an annast útreikninga og er búist við að niðurstöður liggi fyrir í þess- ari viku. Sigurður J. Sigurðsson segir að villandi upplýsingum hafi verið komið á framfæri við fjöl- miðla undanfarna daga, sem séu til þess eins fallnar að slá ryki í augu almennings. Fullyrðingar um kostnaðarauka að andvirði 5-6 milljarðar króna vegna byggingar álvers á landsbyggðinni séu úr lausu lofti gripnar. „Það hefur ekkert komið fram um kostnaðarmun sem styður þess- ar fullyrðingar. Það er enn unnið að áætlanagerð um þá þrjá staði sem til greina koma og Keilisnes er engin undantekning,“ segir Sig- urður. „Það er vitað mál að verulegur hluti þingmanna styður ekki upp- byggingu stóriðju á suðvesturhorn- inu og því fyrr sem menn átta sig á þeirri staðreynd því betra. Stjórn- völd verða að fara að svara því með hvaða hætti þau ætla að halda þessu máli áfram og það er nauð- synlegt að tækifæri fáist til málefn- alegri umræðu um þetta mikilvæga mál en verið hefur að undanförnu," segir Sigurður J. Sigurðsson. KEA: Rættum sölu Efiia- gerðarinn- ar Flóru KAUPFÉLAG Eyfirðinga á Akur- eyri á nú í viðræðum við nokkra aðila í bænum um sölu á Efna- gerðinni Flóru, eða samvinnu um rekstur hennar. Starfsfólki verk- smiðjunnar voru afhent uppsagn- arbréf í lok júní. Fyrirtækið velti um 30 milljónum króna á síðasta ári og hefur að undanförnu skilað hagnaði. Við Flóru hafa starfað um 6 manns. Efnagerðin annast pökkun á ýmsum vörutegundum, kryddi, kakó, poppmaís og mörgu fleiru. Að sögn Þorkels Pálssonar, hjá KEA, þarfnast húsnæði og vélakost- ur verksmiðjunnar gagngerra endur- bóta. Því hafi kaupfélagið um tvo kosti að velja, Ijárfesta eða selja fyrirtækið. Þessi rekstur geti ekki borið sig til lengdar nema í samfloti með öðrum aðilum á sama sviði. Innan vébanda KEA starfi ekki önn- ur fyrirtæki í skyldum greinum og því hafi verið leitað hófanna um samvinnu eða kaup á efnagerðinni. Meðal þeirra sem ieitað hafi verið til séu forráðamenn Súkkulaðiverk- smiðjunnar Lindu, en engin niður- staða sé fengin í þeim viðræðum. Þjóðdansar eru skemmtilegir Akureyringarnir sem kenndu þjóðdansana: Sigfús Eyþórsson, Inga Kristín Vilbergsdóttir, Anna Þórunn Hjálmarsdóttir, Hafdís S. Árnadóttir, Sigríður Margrét Jóhannsdóttir, Auður Sturludóttir, Karen J. Sigurðardóttir og Erla Björg Guðmundsdóttir. Á mynd- ina vantar Kristínu Helgu Björnsdóttur. UM fimmtiu manna hópur, að mestu unglingar úr skólum bæjarins, kom fyrir skömmu heim af vinabæjamóti sem haldið var í Vesterás í Svíþjóð. Ungling- arnir skipuðu sér í hópa, þjóð- dansa- og íþróttahóp og hóp sem fjallaði um meimingararfinn og þjóðlagatónlist. „Þetta var mjög skemmtilega ferð og við lærðum rnikið," sögðu þau Sigfús Stefánsson, Inga Krist- ín Vilbergsdóttir, Kristín Helga Björnsdóttir og Anna Þórunn Hjálmarsdóttir en þau voru ásamt fleirum í hópi sem sýndi og kenndi íslenska þjóðdansa. Anna er nem- andi í Menntaskólanum á Akur- eyri, en þau hin í Glerárskóla. „Við vorum átta í þjóðdansa- hópnum og áður en við fórum út vorum við á námskeiði í tvo mán- uði að læra dansana, en ekkert okkar kuníii neitt í þessu áður, við höfum aldrei lært neitt,“ sögðu krakkarnir. • í Vesterás sýndu krakkarnir ís- lensku þjóðdansana og kenndu jafnöldrum sínum frá hinum Norð- urlöndunum þá, auk þess sem þeir lærðu einnig dansa annarra þjóða. Krakkarnir sögðust hafa heiilast af þjóðdönsunum og voru harð- ákveðin í því að halda áfram. „Draumurinn er að stofna einhvers konar þjóðdansafélag hér á Akur- eyri og reyna að fá fleiri áhugas- ama aðila til liðs við okkur. Því miður er áhugi unglinga á þjóðd- önsum ekki mikill, en við höfum þá trú að ef þeir fást til að prófa þetta þá hafi þeir gaman af.“ Ef til þess kemur að stofnað verður þjóðdansafélag á Akureyri sögðu krakkarnir að bærinn myndi styrkja framtakið með því að kaupa þjóðdansabúninga. Á vinabæjamótinu var hópnum boðið að heimsækja kunningja sína í Álasundi í Noregi næsta sumar, en þau vissu ekki hvort af þeirri heimsókin yrði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.