Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990 FRIÐARLEIKARNIR I SEATTLE Óþrjótandi upp- spretta leikmanna - sagði Cuesta, þjálfari Spánverja, um handboltamenn á Islandi Cuesta, þjálfari Spánverja, hreifst mjög af íslenska liðinu. „Þetta var mjög góður og skemmti- legur leikur. Leikaðferðin sem íslenska liðið beitti var allt að því full- komin — liðið var sérstaklega gott í fyrri hálfleik, sér- staklega vörn þess og markvörður- inn. íslenska liðið er mjög gott. Mér finnst rétt hjá þeim að yngja liðið upp nú, tel heppilegt að gefa þeim yngri tækifæri og mér sýnist það vera að sannast enn einu sinni hér JSkapti Hallgrímsson skrifar frá Seattle nú að svo virðist sem óþrjótandi uppspretta góðra handboltamanna sé til á íslandi. Það er ótrúlegt.“ Vojtech Mares, hinn tékkneski þjálfari Bandaríkjamanna „íslenska liðið lék mjög vel, vörn- in og markvörðurinn voru frábær — sérstaklega í fyrri hálfleik. En liðið gerði mjög afdrifarík mistök í sókn- inni undir lokin. Tveimur sóknum lauk allt of snemma og þess vegna töpuðu íslendingar leiknum. Með meiri reynslu á svona lagað ekki að koma fyrir. Mér lýst vel á þessa ungu íslensku leikmenn." Reuter Á marklínunni. Burrell er sjónarmun á undan. „Ég vann!“ Heimsmethafinn í 100 metra hlaupi, Carl Lewis, varð að láta í minni pokann fyrir Leroy Burrell í spennandi 100 metra hlaupi á Friðarleikunum í Seattle. Burreli var innan við einum metra á undan Lewis í mark, á tímanum 10,05 sekúndur, sem vart getur talist sérstaklega góður. Lewis hljóp á 10,08. Þetta hlaup var ekki dæmigert fyrir mig, en engu að síður var þetta gott hlaup — ég vann!“ sagði Burrell. „Ég náði snarpari byrjun en Carl, en hann er fráleitt út úr myndinni." Lewis eyddi síðastliðnum vetri að mestu leyti í vinnu við sjálfsæfisögu sína, sem nýlega kom út. Hann hrósaði Burrell fyrir hlaupið: „Hann var betri en ég og átti skilið að vinna. Hann sýndi og sannaði eina ferðina enn, að hann er stórkost- legur íþróttamaður." Þetta var í ellefta skiptið í röð sem Burrell sigrar í 100 metra hlaupi. Enginn hefur borið sigurorð af honum það sem af er árinu og hann á besta tíma ársins, 9,96. Heimsmet Lewis er 9,92, en hann segist ekki í vafa um að hann geti hlaupið hraðar en það. „Ég á enn eftir að hlaupa mitt besta hlaup,“ sagði hann. Þetta er í fyrsta sinn sem Burrell tekst að bera sigurorð af Lewis, og eftir hlaupið á mánudaginn sagði Burrell dijúg- ur: „Ég held að 9,80 sé alls ekki óhugsandi." KNATTSPYRNA / POLLAMOT KSI Þórog Fram meistarar: Sigurmark ur víti ÚRSLITAKEPPIMI6. flokks Pollamóts Eimskips fór fram um helg- ina á Valsvelli við Hlíðarenda. Mótið er óopinbert íslandsmót fyrir þennan aldursflokk og var keppt íflokki A og B-liða. Þetta var í sjöunda sinn sem Pollamótið er haldið og að þessu sinni vorú þátttakendur alls um þúsund. í úrslitakeppninni var leikið ítveimur fjögurra liða riðlum í hvorum flokki. ór frá Akureyri og Fram léku til úrslita í flokki A-liða í jöfn- **.um og spennandi leik. Um miðjan síðari hálfleik náði Bjarni Pétursson forystunni fyrir Fram eftir góða sendingu utan af kanti frá Omari Ólafssyni, en Þórsarar jöfnuðu stuttu síðar. Þar var að verki Jó- hann Þórhallsson sem gerði fallegt mark eftir frábæran undirbúning Orra Óskarssonar. Mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti framlengingu tii þess að knýja fram úrslit. Fyrri hálfleikur framlengingarinnar var markalaus, en í þeim síðari fiskaði Jóhann Þór- hallsson vítaspyrnu sem Ragnar Konráðsson skoraði sigurmark Þórsara úr. Jónatan Magnússon var reyndar nálægt því að bæta þriðja <*.rnarkinu við fyrir Þór rétt fyrir leikslok, en Jón K. Valsson í marki Fram varði stórvel. í þriðja sæti urðu gestgjafarnir frá Val eftir 2:1 sigur gegn KR. Öruggt hjá B-liði Fram Úrslitaleikurinn í flokki B-liða var milii Fram og KR. Fram hafði þó nokkra yfirburði og sigraði örugg- lega 6:1 eftir að hafa verið yfir í leikhléi 4:0. Trausti Jósteinsson skoraði þrennu fyrir Fram, Hafþór Theódórsson gerði tvö mörk og Örn Ingólfsson eitt. Guðmundur Stein- dórsson minnkaði muninn fyrir KR með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok. Strákarnir í Fram voru að vonum ánægðir með sigurinn og þótti leikurinn ekki hafa verið erfið- ur. „Við tókum þetta bara léttilega, enda erum við bestir," sagði einn Framarinn stoltur með verðlauna- peninginn sinn eftir mótið. Valur hafnaði í þriðja sæti B- liða, rétt eins og í flokki A-liða, vann Þór Akureyri 2:1. I Morgunblaðið/Einar Falur Þór, íslandsmeistari A-liða. Aftari röð frá vinstri: Jónas Róbertsson þjálfari, Kristján Öm Sigurðsson, Ragnar Konráðs- son, Einar Már Ólason, Jónatan Magnússon, Gísli Bjamason þjálfari. Fremri röð: Hörður Rúnarsson, Stefán Guðmunds- son, Jóhann Þórhallsson, Steingrímur Sigurðsson, Örri Óskarsson. Vegleg verðlauna- afhending MARGVÍSLEGAR viðurkenn- ingar voru veittar við verð- ■' riaunaafhendinguna á Polla- mótinu. Þrjú efstu liðin í hvor- um flokki fengu verðlaunapen- inga og sigurliðin fengu auk þess veglega bikara. Valinn var besti sóknar, varnar og mark- maður í hvorum flokki og eins prúðasta lið hvors flokks. Prúðasta liðið í flokki A-liða var lið Austra frá Eskifirði. Jóhann Þórhalisson, Þór, var valinn besti sóknarmaðurinn, Viðar Guðjónsson, Fram, besti varnarmaðurinn og -^Kristinn Geir Guðmundssonm, Val, hlaut titilinn besti markmaður mótsins. í flokki B-liða var Afturelding með prúðasta liðið. Trausti Jó- steinsson, Fram, var valinn besti sóknarmaðurinn, Viktor Viktorsson úr KR var besti varnarmaðurinn og besti markvörður B-liða var val- ■*ínn Orri Smárason úr Þrótti Nes- kaupsstað. Morgunbtafiið/Einar Falur Fram, íslandsmeistari B-liða. Fremri röð frá vinstri: Eyþór Theódórsson, Stefán Stefánsson, Hafþór Theódórsson, Helgi Ingason, Gunnar Ragnarsson, Ásgrímur Albertsson. Áftari röð: Trausti Jósteinsson, Þórir Hall Stefánsson, Gunn- ar Sigurðsson, Kristinn Jóhannsson, Örn Ingólfsson, Kristmundur Sverrisson, Magnús þjálfari. Ástæða til aðfagna langt fram ádag Þórsarinn Jóhann Þórhalisson hafði góða ástæðu til þess að fagna þessa dagana. Liðið hans varð íslandsmeistari í flokki A-liða eftir hörkuspennandi leik við Fram og Jóhann var í mótslok valinn besti sóknarmaður úrslitakeppninnar. „Ég er æðislega ánægður, en bjóst ekkert frekar við þessu. Ég var ekkert farinn að spá í hver yrði valinn besti sóknarmaðurinn, en hugsaði frekar um úrslitaleikinn við Fram. Mér fannst hann erfiður og varð svolítið hræddur þegar Fram skoraði fyrsta markið. Við vorum samt betri og áttum skilið að vinna,“ sagði Jóhann eftir verða- launaafhendinguna. Félagar Jó- hanns í Þórsliðinu voru ánægðir með uppskeruna, eða eins og einn þeirra komst að orði; „Nú er sko ástæða til þess að fagna af krafti langt fram á dag!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.