Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JULI 1990 29 félk í fréttum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þessir menn höfðu allir verið skipverjar á Helga Helgasyni VE. Þeir standa hér aflan við líkanið af bátnum. Aftari röð frá vinstri: Emil Andersen, Theódór Ólafsson, Sveinn Matthíasson, Matthías Ingibergsson, Júlíus Hallgrímsson, Sigurður Jóelsson, Jón Þórðarson, Arnmundur Þorbjörnsson og Bjarnhéðinn Elíasson. Fremri röð frá vinstri: Þórður Stefánsson, Hallgrímur Þórðarson, Páll Guðjónsson, Brynjólfur Einarsson bátasmiður, Guðjón Magnússon, Ármann Bjarnason, Magnús Stef- ánsson og Ingólfur Matthíasson. BATALIKÖN Skoðuðu bátana í byggðasafiiinu Fyrir skömmu var þeim sjó- mönnum sem einhvern tíma höfðu verið á Helga VE og Helga Helgasyni VE, og hægt var að ná til, boðið í byggðasafnið í Vest- mannaeyjum til að skoða líkön af bátunum, sem Grímur Karls- son, líkanasmiður úr Njarðvíkun- um, gaf Byggðasafni Vestmanna- eyja nýlega. Reyndar gaf Grímur fjögur líkön, hin eru af Sjöstjörnu VE og ísleifl VE. Helgi Helgason VE, sem var smíðaður 1947 í Vestmannaeyjum fyrir Helga Benedíktsson útgerð- armann, var 189 tonn og er stærsti trébátur sem smíðaður hefur verið á íslandi. Brynjólfur Einarsson, bátasmiður, teiknaði bátinn og var yfirsmiður hans. Helgi VE, sem var 115 tonn, var einnig smíðaður í Eyjum, 1939 fyrir Helga Ben. Gunnar Marel Jónsson gerði skapalón af bátnum sem Brynjólfur Einarsson smíðaði eftir. Helgi Helgason var seldur frá Eyjum til Patreksfjarðar og end- aði þar í þurrafúa en Helgi fórst með honum fórust 11 menn. við Faxasker 7. janúar 1950 og Grímur Þeir höfðu verið skipverjar á Helga VE. Hér standa þeir við líka- nið af bátnum. Frá vinstri: Sigurður Jóelsson, Ármann Bjarna- son, Sveinn Matthíasson, Emil Andersen og Ingólfur Matthiasson. HEIMSOKNffi Forsetinn í Grimsby A Aferð sinni til Bretlands í síðustu viku heimsótti for seti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, meðal annars verksmiðjur Sölumiðstöðvar hraðfrystihú- sanna í Grimsby. Sýndi Agnar Friðriksson, forstjóri, forseta og fylgdarliði verksmiðjurnar auk þess sem forsetinn skoðaði hafn- arsvæðið og heilsaði upp á landa sína. Forsetinn hélt utan fimmtu- daginn 12. júlí og var viðstödd útskrift stúdenta í félags- og hugvísindum við háskólann í Nottingham. Þar var forsetinn sæmd heiðursdoktorsnafnbót í lögum og hélt ræðu fyrir nýstúd- enta. Daginn eftir, sem var laug- ardagur, hélt forsetinn til Grims- by þar sem borgarstjórinn og borgarráðsfulltrúar tóku á móti henni í ráðhúsinu. Skoðaði for- setinn einnig hafnarsvæðið í Grimsby í tilefni sérstaks hafnar- dags og kynnti sér ýmsar hliðar sjómannsstarfsins. Þá heimsótti forsetinn verksmiðjur SH, Icel- andic Freezing Plants. Síðasti dagur heimsóknarinn- ar var sunnudagur og sótti for- setinn messu í dómkirkjunni í Grimsby. Þar messuðu biskupinn í Grimsby og Jón A. Baldvinsson sendiráðsprestur. Að messu lok- inni héldu íslendingar í Grimsby og nágrenni veislu hjá Jóni 01- geirssyni, ræðismanni íslands, til heiðurs forsetanum. Lauk heimsókn forsetans þar með og hélt hún heim á leið síðdegis á sunnudag. COSPER Elskarðu mig ennþá? ÖLVER Sumarbúðir und- ir Akrafialli A Aþessu ári eru 50 ár síðan sum- arstarfíð í Ölveri hófst, og var það fyrst rekið í skátaskála undir Akrafjalli. Verður þeirra tímamóta minnzt með kaffisölu helgina 11.-12. ágúst nk. í sumar verða alls 7 flokkar í Ölveri en um 2.000 börn dveljast í sumar- búðunum þetta sumarið. Það eru KFUM/K sem reka sumarbúðirnar, en fjárhagslega eru búðirnar reknar sem sjálfs- eignarstofnun. Starfið í sumarbúð- unum er með svipuðu sniði og í öðrum sumarbúðum, sem KFUM/K stendur að. íþróttaiðkun er gert hátt undir höfði og geta sumir farið með allt að 5 verð- launapeninga heim til sín að dvöl lokinni. Áður voru börn í sumarbúðum í Ölveri undir Hafnarfjalli nær ein- göngu frá Akranesi, en á seinni árum hafa komið þangað börn víðsvegar að af landinu. Forstöðu- konaer Svginbjörg Arnmundsdótt- ir, Elísabet Magnúsdóttir matráðs- kona og bakarar Guðrún Þórsdótt- ir og Bjarnveig Hjörleifsdóttir. - pÞ í Ölveri eru allir dagar fánadag- ar, og þarna eru stelpurnar að draga fánann að húni ásamt for- ingjunum Gígju, Önnu og Rósu. T Morgunblaðið/pþ Morgunblaðið/Geoffrey Pass Hervör Jónasdóttir, sendiherrafrú, Agnar Friðriksson, forstjóri Icelandic Freezing Plants, Jón Olgeirsson, ræðismaður íslands í Grimsby, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og Jón Jóhannes- son, framleiðslustjóri. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.