Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JULI 1990 7 Morgunblaðið/Þorkell Nýja bryggjuhúsið við Klettsvör, þar sem Viðeyjarfeijan leggst að. Við bryggjuna liggur gamla feijan, Skúlaskeið, en Maríusúð flytur nú flesta farþega milli lands og Viðeyjar. Margvíslegar firamkvæmdir 1 Viðey: Miðasala og biðskýli reist við Klettsvör Aðsókn enn meiri en í fyrra REIST hefur verið bryggjuhús í Klettsvör við Sundahöfn, þar sem Viðeyjarfeijan leggst að, og er þar miðasala fyrir ferjuna, biðskýli og salerni fyrir farþega. Hellulagt hefur verið í kring um húsið og stórt bílastæði sléttað og malborið. Ýmsar fleiri framkvæmdir fara fram í Viðey í sumar. Að sögn sr. Þóris Stephensen staðarhaldara er nú verið að leggja veg vestur á Eiði svokallað, sem tengir saman Heimaeyna og Vestureyna. Vegur- inn á að auðvelda fólki að komast á Vestureyna, en áhugi á að ganga um hana hefur aukizt mjög eftir að landslagslistaverk Richards Serra, Afangar, var sett upp í eyrini. Þá er verið að merkja göngu- leiðir á Vestureynni. I haust verða tekin í notkun ný almenningssalerni að baki Viðeyjar- stofu og reist áhaldahús, sem að hluta verður grafið inn í hól norðan Stofunnar. Þessi nýju mannvirki verða í hvarfi, þegar horft er úr landi, og eiga því ekki að spilla svip eyjarinnar eins og hún blasir við höfuðborgarbúum, að sögn sr. Þóris. Þegar nýja áhaldahúsið verð- ur komið í gagnið verða rifin gömlu gripahúsin og hlaðan, sem standa norðvestan við kirkjuna. Túnin beggja vegna götunnar, sem liggur frá bryggjunni í Bæjar- vör og upp að húsunum í Viðey, hafa verið blaut og er nú unnið við að ræsa þau fram, auk þess sem þau verða sléttuð og sáð í þau. Sr. Þórir segir að aðsókn að Við- ey hafi verið mikil og jöfn í sumar. Sé hún sýnu meiri en síðastliðið ár, og virðist áhugi fólks á eynni hafa vaxið. Karmelnunnurnar í Hafharfirði: Húsnæði fengið fyr- ir klaustrið í Noregi BISKUPINN í Tromsö í Noregi hefiir afhent nimnununi í Karmelk- laustrinu í Hafharfirði húsnæði til að stofhsetja nýtt klaustur í. Munu tíu karmelsystur úr Hafiiarfirði fara utan í byrjun septem- ber til að setja klaustrið á fót en það verður útibú frá klaustrinu í Hafharfirði þar til það fær viðurkenningu frá Páfagarði. Að sögn séra Hjalta Þorkelsson- ar, prests karmelnunnanna, fóru tvær systur til Tromsö í síðustu viku til að ræða við kaþólska bisk- upinn þar. Afhenti hann þeim íbúðarhús til afnota fyrst um sinn en nunnurnar ráðgera að byggja klaustur í námunda við Tromsö. Þegar nýtt klaustur er stofnað, er það til að byija með útibú fra eldra klaustri. Til að verða sjálf- stæð eining, þarf það að hljóta viðurkenningu Páfagarðs. í karmelklaustri eiga ekki að vera fleiri en 21 nunna en nú eru 26 pólskar og ein tékknesk nunna í klaustrinu í Hafnarfirði og fjórar pólskar stúlkur bíða þess að kom- ast til íslands. Tíu systur munu fara til Noregs, þar á meðal príor- innan, systir Elísabet. Þegar klaustrið í Tromsö hefur hlotið viðurkenningu, verður kjörin ný príorinna í Hafnarfirði. I SUMARBLÓT félíigs Ásatrú- armanna verður haldið í Fagra- hvammi við Herjólfsgötu, Hafii- arfirði, klukkan 16, laugardaginn 28. júlí. Þema blótsins verður hinn Almáttugi Ás“. Auk hefðbundinna blótathafna með mat og drykk mun Inferno 5 sjá um gjörningaseið er nefnist Níunda nóttin“. Blótgjald verður 1.200 krónur og í því er innifalið matur og blótsmjöður. Fólki er einnig velkomið að tjalda og dvelja yfir nótt. Allir heiðingjar og áhugamenn um heiðni eru vel- komnir. Vegna undirbúnings blóts- ins er nauðsynlegt að fólk tilkynni þátttöku sína a.m.k. tveim dögum fyrir blót. (Fréttatilkynning) ■ FRANZ Haselböek, organleik- ari frá Vínarborg, heldur tónleika í Dómkirkjunni í kvöld klukkan 20.30. Prof. F. Haselböck er einn færasti og þekktasti organleikari Austurríkismanna í dag. Aðgang- ur, krónur 600, verður seldur við innganginn. (Fréttatilkynning) Stjórnarandstæðingar í gárveitinganefiid: Lög sniðgengin við upp- gj ör j arðræktarframlaga FJÁRVEITINGANEFND Alþingis hefur fallist á erindi Qármála- ráðuneytisins um að uppgjör á jarðræktarframlögum fyrir árið 1989 verði með þeim hætti, að gefin verði út skuldabréf, sem greið- ist að hálfu 1. ágúst 1992 og að hálfu 1. ágúst 1993. Stjórnarand- stæðingar í Qárveitinganefiid telja að með þessu séu jarðræktarlög- in sniðgengin og samkomulag, sem gert var við afgreiðslu lag- anna á Alþingi, óvirt. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárveitinganefnd eru sjálfstæðis- mennirnir Pálmi Jónsson, Egill Jónsson, Friðjón Þórðarson og Málmfríður Sigurðardóttir, Sam- tökum um kvennalista. Pálmi Jónsson segir að jarð- ræktarframlögin hafi verið til umræðu á fundum fjárveitingar- nefndar 20. og 21. júlí. Þar hafi verið lagt fram bréf frá fjármála- ráðuneytinu, þar sem farið hafi verið fram á að nefndin sam- þykkti, að uppgjör til bænda á jarðræktarframlögum fyrir árið 1989 færi fram með þeim hætti, að gefin yrðu út skuldabréf til bændanna, sem kæmu til greiðslu að hálfu fyrir 1. ágúst 1992 og að hálfu fyrir 1. ágúst 1993. Sam- tals væri hér um að ræða framlög að upphæð 104,4 milljónir króna. Þetta hafi verið samþykkt af meirihluta nefndarinnar, en minni- hlutinn hafi lagt fram bókun, þar sem vinnubrögðum við þessa af- greiðslu var mótmælt, en jafn- framt lýst yfir, að afgreiðsla máls- ins yrði ekki tafin. í bókuninni segir, að þegar viða- miklar breytingar hafi verið sam- þykktar á Alþingi vorið 1989, hafi orðið samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem meðal annars hafi byggt á yfirlýsingum forystumanna stjórnarliðsins um að staðið yrði við ákvæði laganna og ógreidd jarðræktarframlög yrðu gerð upp við bændur á árinu 1989. Með þeirri afgreiðslu, sem nú væri fyrh'huguð, væru jarð- ræktarlögin hins vegar sniðgengin og samkomulag stjórnar og stjórn- arandstöðu óvirt. Allt væri það gert til að geta skotið sér undan greiðslum úr ríkissjóði á þessu ári og lagt þær á herðar framtíðarinn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.