Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990 Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og VMSÍ: Hef ekki sent Alþýðu- flokknum inntökubeiðni GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og Verka- mannasambands íslands, segist ekki hafa sent neina inntöku- beiðni til Alþýðuflokksins um inngöngu í flokkinn, en hins vegar muni hann ekki skorast undan því að ganga til liðs við hann taki hann upp róttækar breytingar á atvinnustefhunni og uppræti þá undirstétt sem sé að myndast í þjóðfélaginu. „Mér finnst þróun íslensks sam- félags að undanförnu býsna ískyggileg. Hér er að verða til við- varandi láglaunastétt, atvinnuleysi er í vexti og launamunur vaxandi. Öfl í A-flokkunum ættu að taka hýtt SÍMANÚNAER BIAÐAAFGRBÐSLU fHtfrgitttiÞlitfúfc saman um að afnema þessa fátæku undirstétt, sem er að verða viðvar- andi í landinu og verulega endur- skipulagningu á íslensku atvinn- ulífi, sem er ákaflega fálmkennd, og þá ér ég tilbúinn að leggja slíku lið,“ sagði Guðmundur. Eg hef enga inntökubeiðni sent Alþýðuflokknum og mun ekki gera á næstunni, en ef þeir átta sig á sínum vitjunartíma þá held ég að það streymi til þeirra fólk. Hvort þeirra bera gæfu til þess læt ég ósagt, en möguleikarnir eru þeirra megin,“ sagði Guðmundur enn- fremur. Forsíða Alþýðublaðsins í gær, þar sem vísað er til samtals við Guðmund J Guðmundsson í blað- inu. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG 25 JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Um 600 km suövestur af Re m J VI—f ykjanesi er nærri kyrr- stæð 994 mb lægð, en við vesturströnd No andi háþrýstisvæði. Áfram veröur hlýtt f veðri, regs er heldur minnk- einkum norðanlands. SPÁ: Suöaustanétt, kaldi um sunnan- og vestanvert landið, en annars gola. Smáskúrir á Suður- og Suðv esturlandi, og súld á Suðausturlandi. i öðrum iandshlutum verður þurrt og víða iéttskýj- að á Norðurlandí og Vestfjörðum. Áfram ve rður hlýtt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA; HORFUR Á FIMMTUÐAG OG FÖSTUDAG: Hæg suðagstanátt. Vætusamt á sunnanverðu landinu og á Austfjörðum, en þurrt og víða léttskýjað norðanlands og á Vestfjöröum. Fremur hlýtt í veöri, einkum norðan heiða. TÁKN: Heiðskírt •á •á Léttskýjað Hálfskýjað A___ Skýí8ð JWk Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður |» m 1 ▼ 4 VEÐUR VÍÐA UM HEIM KL 1£,W 1 gær hlti ao isi. tima veöur Akureyri 20 skýjað Reykjavík 14 rigning og súld Bergen 20 léttskýjað Heisinki 16 alskýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Narssarseuaq 11 léttskýjB Nuuk 9 skýjað Ósló 21 skýjað Stokkhölmur 20 skýjað Þórshöfn 11 Blskýjað Algarve 30 heiðskírt Amsterdam 15 skýjað Barcelona 31 léttskýjað Berlfn 17 skýjað Chicago 18 helðskírt Feneyjar -i mm, skýjað Frankfurt 20 léttskýjað Glasgow 21 léttskýjað Hamborg 18 skýjað UaePalmas vantar London 21 léttskýjað Los Angetes 20 skýjað Lúxemborg 20 skýjað Madnd 33 léttskýjað Malaga 32 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Montreal 21 skýjað NewYork 23 skýjað Orlando 26 alskýjað Paris 22 hálfskýjað Róm 28 féttskýjað V»n 22 léttskýjað Washington vantar Wlnnipeg 14 léttskýjað Morgunblaðið/Einar Falur í láglokahúsinu á Nesjavöllum er þrýstingur á gufúnni, sem kemur úr borholunum, felldur og gufunni hleypt í vinnslusal virkjunarinnar, þar sem hún hitar grunnvatn, sem leitt er til Reykjavíkur. Á innfelldu myndinni eru Árni Gunnarsson yfir- verkfræðingur og Jón Eggertsson yfirvélfræðingur í stjórnstöð Nesja- vallaveitu. Heitu vatni hleypt á Nesjavallaæð HEITU vatni hefúr nú í fyrsta sinn verið hleypt á Nesjavallaæð, en áður hafði köldu vatni verið hleypt á til að hreinsa pipuna. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi Nesjavallaveitu verði tekinn í notkun upp úr miðjum næsta mánuði. Síðastliðið mánudagskvöld var heitu vatni hleypt á aðveituæðina frá Nesjavöllum til Reykjavíkur, en fyrir nokkrum vikum var köldu vatni hleypt á pipuna til að hreinsa hana, að sögn Árna Gunnarsson- ar, yfirverkfræðings hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Með því að hleypa hsitu vatni á nú, sé verið að hita u£p æðina og'prófa þannig hita- þíjnslubúnað og fínstilla stjóm- og mælikerfi. Arni segir, að síðar í vikunni verði heita vatnið tekið af æðinni og gert hlé í tvær til þrjár vikur. Þá verði lokið við frá- gang, meðal annars á raflögnum, en um miðjan ágúst sé áætlað að rekstur á Nesjavöllum geti hafist að fullu. Varmaafl fyrsta áfanga Nesja- vallaveitu er 100 MW. Reiknað er með að farið verði í annan áfanga virkjunarinnar strax og fyrsta áfanga er lokið, en þegar hann er tilbúinn verður varmaafl virkjunarinnar 200 MW. Aðveitu- æðin frá Nesjavöllum er 27,2«kíló- metra löng og mun hún flytja til Reykjavíkur 560 lítra á sekúndu af 83 gráðu heitu vatni að loknum fyrsta áfanga. Vatnið er að jafn- aði um 7 klukkustundir á leiðinni til Reykjavíkur og hitatapið á þeim tíma er áætlað 2 gráður. Bændur vilja kaupa sláturhús á Kópaskeri Dregur senn til úrslita, segir Jóhannes Sigfusson BÆNDUR í Öxarfirði og Þistilfirði hafa hug á að ganga til samninga við þrotabú Kaupfélags Norður-Þingeyinga um kaup á sláturhúsinu á Kópaskeri. Samvinnubankinn, sem er helsti kröfuhafi í þrotabúinu. hefur lýst sig viljugan til að selja sláturhúsið á 48,5 milljónir króna. „Það er að draga til úrslita í þessu máli. Við þurfum að ganga frá þessum kaupum mjög lljótlega til þess að slátrun geti hafist í haust,“ segir Jóhannes Sigfusson, oddviti í Slátrun á Kópaskeri lá niðri síðast- liðið haust. Fluttu bændur í Öxar- firði fé til slátrunar á Húsavík, en Þistilfirðingar á Þórshöfn. Síðar- nefnda húsið er úrelt og verður að líkindum lokað ef af kaupum bænda á húsinu á Kópaskeri verður. Jóhannes segir að bændur hafi haft lægra verð í huga en Samvinnu- bankinn. Útreikningar þeirra sýni að húsið beri 25 milljóna króna lána- byrði en þess sem upp á vanti þurfi að afla með söfnun hlutafjár. Bændur komu saman til fundar nýlega til þess að ræða um kaup á húsinu. Þann fund sátu bændur af slátursvæði Kaupfélags Langnes- inga. Líklegt er að bændur úr Sval- barðshreppi, Sauðaneshreppi, Öxa- fjarðarhreppi, Presthólahreppi og Skeggjastaðahreppi gangi til sam- starfs um kaupin. Einn þeirra kosta sem bændur hafa verið að skoða er endurnýjun sláturhússins á Þórshöfn, sem er ekki löggilt. Nú liggur fyrir bókun stjórnar Kaupfélags Langnesinga um að hún sjái sér ekki fært að taka þátt í endurnýjun sláturhússins. Húsið á Kópaskeri er á hinn bógin vel búið og hægt að hefja starfsemi þar án teljandi undirbúnings. Þar er Svalbarðshreppi. góð kjötvinnsla og reykhús. Hóls- fjallahangikjöt var framleitt í slátur- húsinu til skamms tíma. Atvinnulíf á Kópaskeri hefur verið í mikilli lægð og telja bændur að opnun sláturhússins geti orðið bæjar- félaginu nokkur lyftistöng. Að sögn Jóhannesar hafa bændur fullan hug á að kanna nýtingu á kjötvinnslu og reykhúsi. Ef af verður verði leitað ráða fróðra manna um rekstur og markaðssetningu. Sérstaða fjár af þessu svæði fellst einkum í því að því er beitt á afrétti allt sumarið allt til slátrunar. „Þetta er hágæðavara og það þarf að skoða vel möguleika á frekari vinnslu og markaðssetningu," segir Jóhannes. Leiðrétting í frásögn vegna afmælis Guðrún- ar Stefánsdóttur í Morgunblað- inu í gær misritaðist nafn eiginkonu Thors Jensens. Hún hét Margrét Þorbjörg Kristjáns- dóttir, en ekki Ólöf eins og mis- hermt var í fréttinni. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.