Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JULI 1990 19 mundur vildi yfirleitt. „Ögmundur gerði sjálfur samning í febrúar. Þá vissi hann nákvæmlega um efni þessa samnings, og ég minnist þess ekki að hann hafi þá verið að taia neitt um okkar samning. BSRB- menn höfðu þá tækifæri til að gera annan og betri samning, betri samning en við, en þeir gerðu það ekki,“ sagði Birgir. „Það stendur upp úr fyrir mér. Það hafa allir gert kjarasamning eftir að við sömdum. Það hafa allir vitað um efni samnings okkar og þeir koma ekkert ofan af heiði og segja ég vissi ekki neitt,“ sagði Birgir. Hann sagði að það hlyti að vera keppi- kefli ASÍ og BSRB að viðsemjendur stæðu við kjarasamninga, og ef þeir græfu undan samningi BHMR, væru þeir að grafa undan samn- ingsrétti launafólks. Birgir Björn sagði að ASÍ og BSRB væru ekki með lausa samn- inga. „Þeir eru ekki með lausan samning. Ég skil ekki af hverju þeir eru að heimta einhvetja launa- hækkun núna,“ sagði hann. Hann sagði að ef svo færi hins vegar að vinnuveitendur vildu hækka launin, þá myndi BHMR fara fram á sömu hækkanir. Birgir sagði að á íslandi væri búið að keyra svo niður lífskjör fólks að enginn lifði lengur af dagvinnu- launum. Það væri ekkert sérstakt við Island, sem gerði það að verkum að ekki væri hægt að lifa hér af dagvinnu, á meðan það væri mögu- legt um allan heim. Vandinn væri sá að íslenzkum fyriitækjum væri illa stjórnað, og það bitnaði á launa- fólki. Illa hefði verið farið með fjár- magn. Birgir sagði að ekki þyrfti að koma til víxlhækkana þótt laun BHMR hækkuðu, þær mætti keyra niður með bráðabirgðalögum, sem stöðvuðu vaxtahækkanir og verð- hækkanir. „Ég sé enga ástæðu til að óttast neinar víxlhækkanir ef menn halda á þessum spilum _af einhvetju viti,“ sagði Birgir. „Ég er ekki að segja að við séum að óska eftir bráðabirgðaiögum, ég segi bara að það eru til fleiri stjórn- valdsaðgerðir en að betja á launa- fólki.“ Jón Baldvin Hannibalsson: Samningnum verði sagt upp og bráða- birgðalög sett JÓN Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins og ut- anríkisráðherra, lítur svo á að til þess að koma í veg fyrir skriðu víxlhækkana í kjölfar 4,5% hækk- ana, sem Félagsdómur hefiir dæmt BHMR, verði að segja upp sanntingnum við BHMR og setja bráðabirgðalög, sem taki aftur seinni áfangahækkanir samn- ingsins, auk þess sem þau bindi þá, sem enn eiga ósamið. „Ur því sem komið er læt ég liggja á milli hluta hvorir hafa- meira til síns máls, þeir sem segja að BHMR-samn- ingurinn hafi frá upphafi verið foráttuvitlaus, eða hinir sem segja að niðurstaða Fé- lagsdóms sé ennþá vitlausari. Það skiptir ekki máli úr því sem komið et'. Það sem skiptir rnáli er að nái niðurstöður dómsins fram að ganga og víxlverkanaáhrifin í kjölfarið, þá þýðir það að búið er að eyðileggja merkilegustu tilraun, sem hefur verið gerð á íslandi í áratugi til að ná niður verðbólgu og skapa hér viðunandi efnahagslegt umhyerfi," sagði Jón Baldvin. „Þessi dómur er upp kveðinn í efnahagslegu tómarúmi, og það getur engin ríkis- stjórn látið hann hafa sinn gang aðgerðalaust." Jón Baldvin sagði að sá kostur að ríkisstjórnin gerði ekki neitt, væri út úr myndinni. Annar kostur væri sá, að segja samningnum við BSRB upp. „Samkvæmt ákvæðum samningsins er það hægt 30. sept- ember, og samningurinn væri þá úr gildi 1. nóvember. Það breytir hins vegar ekki því að þessi 4,5% yrðu inni í samningnum og ekki aftur tekin. Þess vegna er spurn- ing: Hafa aðilar vinnumarkaðat'ins, sem samið hafa fyrir 90% launþega í landinu, biðlund gagnvart slíku eða gera þeir kröfur um að fá þessi sömu 4,5% samkvæmt því grund- vallarákvæði þjóðarsáttarsamning- anna að aðrir fái ekki meira,“ sagði hann. Er hann var spurður hvort það lægi ekki fyrir að ASÍ og BSRB færu fram á sömu hækkanir og BHMR, sagði Jón Baldvin að það væt'i enn ekki alveg ljóst. „Ég trúi að það ráðist nokkuð af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar," sagði hann. Jón Baldvin sagði að enn væru nokkrir hópar, sem ekki hefðu lokið sínum samningum. Loks -vaknaði sú spurning, hvort sú óvissa, sem skapaðist, myndi hafa þau áhrif á ákvarðendur stjórnendur fyrirtækja um launa- og verðlagsmál, þannig að launaskrið og verðhækkanir færu af stað og brytu niður stöðug- Ieika. „Mín niðurstaða er sú að í fyrsta lagi eigi að segja þessum samningi upp. í annan stað á að styðja það frekar með bráðabirgðalögum, sem þjóni eftirfarandi markmiðum: I fyrsta lagi að taka til baka seinni áfangahækkanir BHMR-samnings- ins til þess að kaupmáttarniðurstað- an í lok samningstímabils almennu samninganna verði sú sama. í ann- an stað tel ég að þau lög eigi að binda aðra hópa, sem enn hafa ekki lokið sínum kjarasamningum, en gætu hugsað sér til hreyfings í framhaldi af þessu,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að loks vakn- aði sú spurning, sem ekki kæmi bráðabirgðalögum við, hvort aðilar vinnumat'kaðarins gætu samið inn- byrðis til að vetja sína samninga ef þörf krefði með einhvetjum markmiðum til að tryggja að kaup- máttarmarkmiðum samninganna yrði ekki raskað yfir tímabilið í heild. Jón Baldvin sagði að þessar og aðrar hugmyndir hefðu verið mikið ræddar í gær meðal formanna stjórnarflokkanna. Hann hefði einn- ig rætt þessar hugmyndir vandlega við forsætisráðherra. Einnig hefðu forystumenn stjórnarinnar verið í linnulausum samtölum við aðila vinnumarkaðarins. Þegat' hefði ver- ið sett af stað ýmis vinna til að leggja grundvöll að lokaákvörðun, sem tekin yrði á fundi ríkisstjórnar- innar fyrir hádegi í dag. Þóra Hjaltadóttir: Skekkir þá mynd sem gerð var í vetur „LAUNAHÆKKUN félaga í BHMR í framhaldi af dómi Fé- lagsdóms skekkir þá niynd sem gerð var í kjarasámningunum í vetur, og ég fæ ekki séð að önn- ur hagsmunasamtök launafólks geti setið undir þessum ltækkun- um,“ sagði Þóra Hjaltadóttir for- maður Alþýðusambands Norður- lands í samtali við Morgunblaðið. „Háskólamenntaðir menn hjá ríkinu geta ekki ætlast til þess að aðrir launþegar beri þungann af þeim efnahagsumbótum sent eru að eiga sér stað einir.“ Þóra telur að, dómurinn muni óhjákvæmilega leiða til víðtækra áhrifa á efna- hagslífið í landinu. „Með þessari hækkun er hrundið af stað víxlverkunum sem munu þegar á heildina er litið ekki leiða af sér nokkra bót mála fyrir nokkurn mann. Það er undarlegt að forystu- menn BHMR sem háskólamenntað- ir rtlenn skuli leyfa sér að semja svona, svo og ríkið að semja við þá á þessum nótum. Það er ljóst að við samningsgerðina hefur ekki verið gætt nægjanlegrar framsýni," sagði Þóra. Guðmundur J. Guðmundsson: Ríkisstjóril- in er með allt niður um sig „Ríkisstjórnin stendur með allt niður um sig í þessu máli. Það er reiði meðal fólks yfir auknu launamisrétti, en jafiiframt ótti við að ný verðbólguholskefla sé að ríða yfir. Þetta er undalegra ástand en ég man lengi eftir,“ sagði Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar og forinaður Verkamannasambands Islands, aðspurður uni stöðu ntála eftir dóm Félagsdóms. Stjórn Dags- brúnar sendi frá sér ályktun í gær þar sem segir að verkafólk í landinu hafi lagt á sig samninga sem miði að lækkun verð- bólgu, þrátt fyrir erfið kjör og hafi jafnfrant lagt sig fram urn að betj- ast á móti verðhækkunum á öllunt sviðum. „Með dómi Félagsdóms fær fólk á mun hærri launum a.m.k. 4,5% kauphækkun. Eftir situr lág- launafólkið, sem ber kostnaðinn af þessum hækkunum. Með þessu móti er enn aukið á launamisrétti í landinu og — enn þá á kostnað hinna láglaunuðu. Stjórn Dagbrún- ar lýsir því yfir, að hún rnuni ekki una þessari þróun.“ Guðmundur sagði að ekki hefði verið ákveðið til hvaða aðgerða yrði gripið, en það myndi skýrast á næstu dögum og færi eftir því til hvaða ráða ríkisstjórnin gripi. Hann sagði að stjórn Verkamannasam- bandsins yrði kölluð saman vegna þessa næstu daga. „Við látum þetta ekki ganga svona yfir okkur. Þarna er fólk sem er með 40-60 þúsund í laun, atvinnulausir, öryrkjar og ellilífeyrisþegar og svo koma þeir sem hærri hafa launin og sprengja þetta, sjálfsagt í nafni sinna samn- inga.“ Jóhann J. Olafsson: Harma að ' jafnvæginu skuli raskað „JAFNVÆGI því sem hefur skap- ast á grundvelli kjarasamning- anna sem gerðir voru í vetur er vissulega raskað fyrst þetta mál var dæmt BHMR í hag. Það ber auðvitað að harma,“ sagði Jó- hann J. Olafsson formaður Versl- unarráðs íslands. „Ég vil ekki gagnrýna dóm Félagsdóms sem slíkan, en samningur BHMR og ríkisins er gagnrýni verður." Aðspufður sagðist Jóhann telja líklegt að í kjölfar dómsins kæmi til víxlverkana í kjarabaráttu líkt og spáð hefur verið. „Þeir sem eru lægra laun- aðir sætta sig eðlilega ekki við það að taka á sig fórnir þegar þeim sem hafa hærri laun eru búin allt önnut'*' kjör.“ Jóhann benti á, að ekki mætti vænta efnahagslegs bata hérlendis meðan opinberir starfsmenn nytu sérkjara hvað samningsaðstöðu varðar. „Það ætti að semja við þetta fólk á sama grundvelli og sarnið er við aðra." Sjá bls. 21 Eftiahagsleg áhrif 4,5% launahækkunar: V erðbólguhraði 15-20%,geng- ið félli.og vextir hækkuðu - segja hagfræðingar HAGFRÆÐINGAR eru frekar tregir til að tjá sig uin efnahagsleg áhrif þeirrar niðurstöðu fé- lagsdóms, að Bandalagi háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna beri að fá 4,5% launahækkun sam- kvæmt samningi bandalagsins við ríkið. Flestir þeir, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, sögðu að óinögulegt væri að spá hvernig það endaði, ef keðja víxlhækkana færi af stað. Hannes G. Sigurðsson, hag- fræðingur Vinnuveitendasam- bandsins, sagði að hann sæi ekki fyrir sér að endalausar víxlverk- anir gengju eftir, eitthvað annað yrði að koma til. Hann sagði að ef svo færi að BHMR fengi sína hækkun og ASÍ og BSRB það sama, myndi það eitt þýða að verðlag í árslok yrði 2,5 - 3% hærra en ella, sem þýddi að vet'ð- bólgan yrði 10-11% í stað 7-8%. Verðbólguhraðinn síðustu ijóra mánuði ársins yrði þá 15-20%, og nafnvextir færu væntanlega vel yfir 20%, en þeir eru nú um 14%. Efnahagsástandið yrði þá komið í sama farið og það var fyrir um ári síðan, og einstætt tækifæri til að ná niður verðbólgu væri ónýtt. Þetta myndi, þrýsta á gengi krón- unnar. Ékki væri að búast við að háa verðið á mörkuðum erlendis héldist, og greiðslur í verðjöfnun- Hannes G. Sigurðsson. arsjóð sjávarútvegsins myndu ekki haldast. Þá sæju menn fram á gengislækkun. Már Guðmundsson, efnahagsr- áðgjafi fjármálaráðherra, sagði að 4,5% launahækkun til háskóla- menntaðra ríkisstrarfsmanna einna hefði sáralítil áhrif á efna- hagsþt'óunina. Hins vegar væri augljóst að fylgdu víxlhækkanir launa í kjölfarið á nokkurra vikna fresti myndi það leiða til óðaverð- bólgu. Már sagði aðspurður, áð fengju allir launþegar 4,5% launahækkun í kjölfar launahækkuna háskóla- manna, myndi það væntanlega þýða rúmlega 2% hækkun verð- lags um einhvern tíma, svo fram- arlega sem gengið héldist óbreytt. Hins vegar hefði verið gert ráð fyrir því í kjarasamningunum í vetur, að laun hækkuðu á lengri Már Guð- inundsson. Ari Skúlason. Þórður Frlð- jónsson. Björn Arn- órsson. tíma, þannig að atvinnurekendur réðu við þær hækkanir án þess að hleypa þeim of mikið út í verð- lagið. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, kemst að svipaðri niðurstöðu og Már og Hannes. Hann sagði að launahækkanir til félaga ASÍ skiptu mjög miklu fyrir verðlag, þar sem Alþýðusambandsfólk ynni við framleiðslu. Hækkun upp á 4,5% þýddi væntanlega 2% hækkun verðlags, en verðbólga væri háð fleiri þáttum. Ef gengið yrði fellt, myndi verðbólgan auk- ast töluvert, og einnig skiptu sál- fræðileg áhrif miklu fyrir verð- hækkanir. Hingað til hefðu menn trúað því að þjóðarsáttin myndi halda, og haldið verðhækkunum í skefjum. Ef rnenn sæju fram á launahækkanir, myndu þeir leit- ast við að ná þeim til baka með verðhækkunum. Ef svo færi, mætti búast við að verðbólguhrað- inn yrði fljótlega 15-20%, svipaður og á sama tíma í fyrra. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði að stofnunin væri að reikna ýntis dæmi um það, hvernig launa- hækkanir myndu hafa áhrif á aðrar efnahagsstærðir, en þeim útreikningum yrði ekki lokið fyrr en í dag. Hann sagði að dæmi, sem gerðu ráð fyrir viðstöðulaus- um víxlhækkunum, væru varla áhugaverð, þar sem hægt væri að fá út úr þeim allt frá svipuðu verðbólgustigi og nú væri og upp í mjög háar tölur. Björn Arnórsson, hagfræðingut' Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sagðist ekki telja tímabært að tjá sig um áhrif kauphækkana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.