Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JULI 1990 Minning: Guðbjörg Guðmunds- dóttir, Seyðisfírði Fædd 2. nóvember 1898 Dáin 13. júlí 1990 Tímans elfur hrífur án afláts á brott með sér einn af öðrum af samferðafólki okkar á ævibraut- inni; með söknuði hljótum við að skiljast við ástvini, félaga og vini og horfa á bak þeim út yfir móðuna miklu og óræðu. Hinn 13. þ.m. andaðist frændkona mín, Guðbjörg iáíuðmundsdóttir, á dvalarheimili aldraðra, Hrafnistu í Reykjavík. Hún var á 92. aldursári er hún lést, og þótt hugur hennar væri enn skýr allt til hins síðasta, voru kraft- arnir þá samt þrotnir - hvíldin henni kærkomin. Hún fékk hægt andlát. Langur, farsæll æviferill er þar með á enda. Með henni er genginn merkur íslendingur, bæði góð kona og göf- uglynd, tryggur vinur og hjartfólgin frændkona. Við öll sem hana þekkt- um stöndum nú eftir miklu fátæk- ari en ella. Brosið hennar bjarta mun ekki lengur ylja okkur inn að innstu hjartarótum, nema í minn- ^jngunni einni, höndin hennar hlýja, hjálpfúsa 'og trausta mun ekki framar þrýsta okkar hendur. í vöggugjöf var henni mikið vel gefið og af þeim gjöfum miðlaði hún okkur samferðamönnum sínum af rausn, og þeir eru víst margir sem standa í þakkarskuld við Guðbjörgu fyrir velgjörðir hennar margvísleg- ar. Guðbjörg fæddist á Seyðisfirði 2. nóvember 1898; voru foreldrar hennar hjónin Arnbjörg Jónsdóttir frá Melshúsum á Akranesi og Guð- 'Viundur bátasmiður Erlendsson frá Jarðlangsstöðum í Borgarhreppi á Mýrum. Guðbjörg ólst upp í um- hverfi sem mjög einkenndist af bjartsýni, athafnasemi og áræði, því það var líf og fjör í bæjarlífinu á Seyðisfirði á fyrstu áratugum þessarar aldar og mikið að gerast þar í menningar- og féiagsmálum. Þá var greinilega tekið að daga af nýrri öld framfara í íslenskum at- vinnuháttum, ný og breytt viðhorf tekin að ryðja sér til rúms í þjóðlíf- inu með kröfum um aukið lýðfrelsi; trú íslendinga á mátt sinn og meg- inn var farinn að glæðast; menn skildu að hag þjóðarinnar var best borgið með því að við önnuðumst ^sjálfir öll okkar mál — ísiand var og lýst frjálst og fullvalda ríki hinn 1. desember 1918 eftir langvarandi pólitíska baráttu. „Þú skalt samt fram ...“ kvað Hannes Hafstein í hvatningarskyni til þjóðar sinnar í upphafi aldarinnar. Það voru þessar pólitísku hræringar með þjóðinni og sterkur, ákveðinn vilji til sjálfs- bjargar sem mótuðu uppvaxtarár Guðbjargar heima á Seyðisfirði. Og hún lét svo sannarlega ekki. sitt eftir liggja í ævistarfi sínu, lét hvergi deigan síga. Strax sem ungl- ingur fór hún að vinna fyrir sér, vann öll þau störf sem henni buð- ust, vílaði ekki fyrir sér erfiðið, vann af stakri ósérhlífni og rækti störf sín með gleði. Snemma hneigðist hugur hennar að félags- málum og tók hún brátt virkan þátt í verkalýðsfélaginu Fram og starfaði auk þess mikið í Kvenfé- lagi Seyðisfjarðar að menningar- og líknarmálum. Bar hún alla ævi kjör hinna lakar settu í þjóðfélaginu mjög fyrir bijósti, og ætíð var hún boðin og búin til að koma til hjálp- ar þeim sem hjálparþurfi voru. Eðl- iskostir hennar öfluðu henni alls staðar vina; bjartsýni hennar, hlý- leiki í viðmóti, dugnaður og þor fengu menn oft til að sjá allar að- stæður í nýju Ijósi. 1918 giftist Guðbjörg Jóni Árna- syni skipstjóra og var heimili þeirra lengstum á Austurvegi 13 á Seyðis- firði. Þeim varð sex barna auðið sem öll komust upp og urðu góðir og nýtir þjóðfélagsþegnar: Elstur er Geir, f. 1919, búsettur í Seattle í Bandaríkjunum. Jakobína var fædd 1921, hún lést fyrir tveimur árum eftir erfið veikindi, og var það háaldraðri móður hennar mikið áfall en hún bar harm sinn í hljóði. Þriðja í aldursröðinni er Arnbjörg, f. 1923, Guðmundur, f. 1925, og eru þau bæði búsett í Reykjavík; Bjarni, f. 1928, en hann er einnig búsettur í Seattle eins og elsti bróðirinn. Yngstur er Jónas, f. 1942, búsettur í Reykjavík. Þetta var tápmikil og glaðvær fjölskylda og góð heim að sækja. Um miðjan aldur fluttust þau hjónin, Guðbjörg og Jón, búferlum til Reykjavíkur; það var árið 1946. Byggðu þau ásamt Guðmundi syni sínum íbúðarhús á Nesvegi 50 og bjuggu þar alla tíð á meðan Jón lifði. Þótt Bogga frænka værí flutt til Reykjavíkur, fór hún í huganum samt aldrei alfarin frá æskustöðv- unum hér fyrir austan; Seyðisfjörð- ur var alltaf „heim“ í hennar huga og hjarta, þaðan gat hún aldrei slit- ið sig að fullu, til þess voru tengsl hennar vicf fjörðinn og íbúana of sterk og fjölþætt. Hún unni Seyðis- firði af alhug, Bjólfur var hennar fjall, Strandatindur, Sandhólatindur og Grýta voru hennar kennileiti, Aldan og Búðareyrin helstu hverfin sem brúin á Fjarðará tengir saman; sjálfur fjörðurinn í öllum sínum margvíslegu litbrigðum var hennar ijörður, djúpur og lygn. Þá rúma fjóra áratugi sem Guð- björg bjó í Reykjavík var hún alla tíð mjög virk í félagsmálum; hún gerðist félagi í Verkakvennafélag- inu Framsókn, Alþýðuflokksfélag- inu og Kvenfélagi Alþýðuflokksins. Hún dáði mjög Jóhönnu Egilsdóttur og fleiri forvígiskonur í verkalýðs- baráttunni syðra á þeim árum, og hún studdi heils hugar stefnu þeirra í réttindamálum verkakvenna og umbótum á sviði félagsmála. Milli þessara kvenna ríkti órofa vinátta og gagnkvæmt traust. Guðbjörg taldi sig sjálf hafa ver- ið gæfusama í lífinu; hún sá m.a. rætast marga af þeim draumum sem hana hafði sem unga konu dreymt um aukið félagslegt öryggi alþýðufólks og bætt lífskjör alls almennings í landinu. Hún fagnaði þeim miklu framförum sem urðu í landinu á hennar æviskeiði og fylgdist vel með þjóðmálum. Síðustu æviárin dvaldi hún á Hrafnistu og var innilega þakklát fyrir þá góðu umönnun sem hún naut á dvalarheimilinu. Að leiðar- lokum viljum við ættingjar Guð- bjargar færa hjúkrunarliði og lækn- um á deild A-4 á Hrafnistu sérstak- ar þakkir fyrir mikla alúð og nær- færni við hjúkrun hennar. Utför Guðbjargar Guðmunds- dóttur verður gerð frá Bústaða- kirkju í Reykjavík í dag, miðviku- dag. Fjölskylda mín og ég sendum börnum hennar og öðrum hennar nánustu einlægar samúðarkveðjur okkar héðan að austan. Halldór Vilhjálmsson Þegar ég spurði andlát Guðbjarg- ar Guðmundsdóttur sóttu að mér myndir og minningar frá löngu liðn- um tíma. Hugurinn hvarflaði austur á Seyðisijörð, til þess tíma þá er þau Guðbjörg og maður hennar, Jón Árnason skipstjóri, bjuggu þar ásamt börnum sínum í nágrenni við heimili mitt. Mikill vinskapur og samgangur var á milli þessara tveggja heimila, börnin urðu leikfélagar að svo miklu leyti sem aldur fór saman, mæður okkar vinkonur og faðir minn og Jón sýndu hvor öðrum gagnkvæma virðingu að hætti tíðarandans. Ég var, sakir æsku minnar, stundum settur hjá í leikjum eldri barnanna og olli það sorg í ungu sinni. Gott var þá að leita til Boggu sem jafnan átti huggun, blítt strok um vanga og ekki skemmdi þegar svo stóð á, að ilm af nýbökuðum kleinum lagði út um eldhús- gluggann hennar. Minnisstætt er mér eitt atriði úr samvinnu þessara tveggja heimila. Á kreppuárunum og í upphafi út- sendinga Ríkisútvarpsins var aðeins eitt viðtæki fyrir bæði heimilin en hátalarasnúra leidd eftir stöngum á húsmænum milli húsanna. Guðbjörg var alla tíð mikil hug- sjóna- og baráttumanneskja fyrir verkalýðsmálum og jafnaðarstefn- unni. Ekki fór hjá því að ég yrði var við skoðanaágreining milli hennar og föður míns, en hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum að mál- um og þegar ég ungur spurði hann eitt sinn hver væri mismunurinn á þessu tvennu, útskýrði hann fýrir mér að jafnaðarmenn vildu auka skatta til að greiða með sameigin- legar þarfir ijöldans, en sjálfstæðis- menn vildu fá að ráðstafa eigin tekjum sjálfir, svo sem með því að kaupa sér bíl og að fara í ferðalag. Mér leist vel á þetta með bílinn en það fór nú samt svo að það var hvorki keyptur bíll né farið í ferða- lag á þeim árum. Ekki veit ég hvort það voru áhrif frá Boggu eða seinni tíma lífsreynsla sem olli því að und- irritaður aðhylltist jafnaðarstefn- una þegar hann óx úr grasi. Jón Árnason, sem látinn er fyrir allmörgum árum, og Guðbjörg fluttu suður til Reykjavíkur ásamt börnum sínum, þeim sem ekki voru þá þegar farin að heiman, skömmu eftir stríðslok og lauk þar með ná- býli þessara tveggja fjölskyldna. Vináttan og tryggðin entust ævi- langt. Mörgum áratugum seinna, þegar móðir mín eitt sinn heimsótti Boggu, bað hún hana að skilnaði fyrir kveðju til mín ásamt með gjöf til eins barna minna sem fermst hafði þá um vorið. Blessuð veri minning Guðbjargar Guðmundsdóttur og þeirra annarra sem við þessa sögu koma og gengn- ir eru. Aðalsteinn Gíslason Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Seyðisfirði er horfin til feðra sinna. Hún kvaddi þennan heim á kyrru sumarkvöldi 13. júlí sl. Guðbjörg fæddist á Seyðisfirði 2. nóvember 1898, þrem árum eftir að þorpið fékk kaupstaðarréttindi. Foreldrar hennar voru Arnbjörg Jónsdóttir frá Akranesi og Guðmundur Erlendsson, bátasmiður, ættaður frá Jarðlangsstöðum í Borgarhreppi á Mýrum. Þau hjónin settu saman bú á Seyðisfirði skömmu fyrir alda- mót og þar sleit Guðbjörg barns- skónum ásamt systkinum sínum sjö að tölu sem öll dóu ung utan Erlend- ur bróðir hennar er lengst af bjó í Kópavogi með Ijölskyldu sinni og er látinn fyrir allmörgum árum. Á uppvaxtarárum sínum gekk Guð- björg í Barnaskóla Seyðisfjarðar sem fékk nýtt hús fyrir starfsemi sína 1907, ári áður en hún varð skólaskyld. Hún lauk námi við ferm- ingaraldur árið 1912 en komst ekki í unglingaskólann eins og hún ætl- aði sér því „þá bættist við barn hjá móður minni og ekkert varð úr því,“ eins og hún sjálf komst að orði í viðtali sem birtist í ársriti Kvenréttindafélagsins „19. júní“ 1979. Á öndverðri þessari öld var mikil gróska í mannlífinu á Seyðisfirði. Atvinnulíf og tónlistarlíf var í blóma. Norskur maður, Ottó Wathne að nafni, hafði þar mikið umleikis. Samgöngur við útlönd voru greiðar og menningarstraumar því miklir til Seyðisfjarðar, einkum frá Norðurlöndum. Ung að árum komst Guðbjörg í kynni við þessi nýju menningarviðhorf á heimili Friðriks Wathnes en þangað var hún ráðin til starfa strax eftir ferm- ingu og var þar til tvítugs eða sex ár samfleytt. Dvöl hennar á þessu ijölmenna menningarheimili hefur án efa mótað hana á margan hátt og veitt henni innsýn í ýmislegt sem efst var á baugi á þeim tíma. Árið 1918 urðu þáttaskil í lífi Guðbjargar er hún giftist Jóni Árnasyni, skipstjóra. Hann var frá Hlíðarhúsum í Reykjavík, sonur Árna Kristjánssonar verkstjóra frá Borg í Arnarfirði. Móðir hans var Jakobína Jónsdóttir frá Auðnum á Vatnsleysuströnd. Jón lauk prófi frá Stýrimannaskólanum árið 1910, fluttist þá til Seyðisfjarðar og var lengi formaður á fiskibátum. Árið 1928 keyptu þau hjónin húseignina Austurveg 13 á Seyðisfirði og bjuggu þar í 18 ár. Oft var margt um manninn hjá þeim hjónum á Austurvegi 13, enda gestrisni mikil. Þau eignuðust sex mannvænleg börn. Þau eru: Geir, skipstjóri, bú- settur í Seattle í Bandaríkjunum; Jakobína, ráðskona í Áburðarverk- smiðjunni um árabil; Arnbjörg starfsmaður hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur; Guðmundur, vélstjóri í Áburðarverksmiðjunni; Bjarni, tæknifræðingur, búsettur í Seattle og Jónas, verkamaður í Áburðar- verksmiðjunni. Öll eru börn þeirra á lífi utan Jakobína, sem lést 1988. Þessi fjölskylda var atorkumikil og samhent og því farnaðist henni vel. Guðbjörgu og Jóni búnaðist bæri- lega á Seyðisfírði þar til kreppan mikla reið yfir á fjórða áratug þess- Halla Dagbjarts- dóttir - Minning Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta á grænum grundum lætur hann mig hvílast leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (Davíðssálmur 23) Þessi sálmur úr Biblíunni er tákn- ' rænn fyrir viðhorf ömmu til lífsins og dauðans, viðhorf sem hún þreytt- ist aldrei á að fræða okkur um. Og nú er hún amma okkar dáin. Hvers vegna, og hvert er hún farin? Hún amma var orðin mikið veik og var hvíldar þurfi. Hún hefur nú fengið Jausn frá þrautum sínum og hvílir í örmum Guðs. Við munum ylja okkur við minn- ingar um elsku ömmu og rifja upp það sem hún sagði okkur um bernsku sína í Arnarfirði sem var henni svo kær og varð okkur einnig kær í gegnum sögurnar sem kenndu okkur um leið að elska og virða "Ýfiáttúru landsins. Við eigum eftir að sakna hlýju arma ömmu, sem tóku á móti okkur, og bjarta bross- ins. Þó huggum við okkur við það að nú líður ömmu vel. Við biðjum þess að Guð styrki elsku afa á erfið- um tíma. Ommubörn Þegar sest er niður til að skrifa minningargrein um jafn dugmikla og einbeitta konu og Höllu Dag- bjartsdóttur er erfitt að velja og hafna. Halla var ekki kona sem bar veikindi sín á torg, hún vildi fyrst og fremst að fólki liði vel í kringum hana, og taldi alveg óþarft að aðrir væru að hafa áhyggjur af henni og hennar líðan. Veikindi sín bar húr. líka af miklum dugnaði og virtist alltaf kát og hress þrátt fyrir að ljóst sé að henni hafi oft á tíðum liðið illa. Ég tel mig ekki færan um að greina frá lífshlaupi Höllu enda þekkti ég hana aðeins síðustu tólf ár ævi hennar. Mig langar hins vegar til að segja öriítið frá því hvernig hún kom mér fyrir sjónir. Halla fæddist 20. janúar 1920 að Neðri-Hvestu í Arnarfirði og var hún þriðja elst af þrettán systkinum — tólf alsystkinum og einni hálf- systur. Foreldrar hennar voru Þór- unn G. Bogadóttir og Dagbjartur Elíasson. Á þeim árum sem ég þekkti Höllu fannst mér áberandi hvað henni var tíðrætt um systkini sín og fjölskyldu og mátti alltaf heyra hvað henni þótti vænt um að eiga svona stóran systkinahóp. Halla eignaðist líka stóra fjöl- skyldu sjálf. Árið 1950 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Pétri Grímssyni, og eignuðust þau sex börn. Þau eru: Grímur, kvæntur Þórunni Aldísi Pétursdóttur. Eiga þau þijú börn, Höllu Björk; Pétur og Jón. Þórunn, gift Katli Ágústs- syni. Eiga þau tvö börn saman, Dagbjart og Eirík, en fyrir átti Þórunn Pétur og Ketil Ágúst Inga. Helgi, ókvæntur. Sumarlína, gift Halldóri Haukssyni og eiga þau tvö börn saman, Katrínu og Halldór Örn, en fyrir átti Halldór Hauk. Jón, kvæntur Guðrúnu Ingu Har- aldsdóttur. Yngsta barn Höllu og Péturs er Þorbjörg. Alls staðar var sami hlýhugurinn og velviljinn í garð fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að oft hafi verið þröng á þingi og mikill galsagangur í kringum svona stóran systkinahóp, þá hélt Halla jafnaðargeði sínu. Og ekki fór það framhjá barnabörnun- um hvers konar mann Halla hafði að geyma og virðingin og hlýjan leynir.sér ekki þegar þau tala um ömmu í Heiðargerði. Gaman var að sjá hvað barnabörnin fylltust miklum friði og ró við að sitja í fanginu á ömmu. Halla var einkar barngóð og lýs- ir það kannski best þeim sterku og góðu áhrifum sem Halla hafði á börn þegar elsti sonur minn, sem kynntist Höllu ekki fyrr en hann var orðinn tveggja ára, fann það upp hjá sjálfum sér að fara til henn- ar og segja: „Halla, ég veit að þú ert ekki amma mín, en má ég samt ekki kalla þig ömrnu?" Ekki stóð á jákvæðum viðbrögðum frá Höllu. Sú endurminning sem mér er þó efst í huga af samvistum mínum með Höllu er ferðalag sem við Sum- arlína fórum með þeim hjónum ásamt Þorbjörgu fyrir tíu árum. I þessu ferðalagi, þar sem við fórum inn í Landmannalaugar, Eldgjá, niður að rótum Heklu og síðan norð- ur Kjöl, fann ég best hvílíkur nátt- úruunnandi hún var og hvað hún naut þess að vera úti í náttúrunni og dást að sköpunarverkinu jafnt stórum sem smáum hlutum þar sem ekkert fór framhjá heni og lítið blóm eða steinn vakti jafn mikla hrifn- ingu og háir fossar eða fjöll. Einn er sá staður sem henni var kærari en nokkur annar og held ég að þó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.