Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 27
27 arar aldar. Þá bjuggu flestir við þröngan kost. Baráttan fyrir dag- legu viðurværi var hörð, baráttan um brauðið. Atvinna var munaður og kaupið lágt. Alþýða manna bjó við mikil þrengsli og svokölluð lífsþægindi voru lítil sem engin. Nærri má geta hversu torvelt það var að koma upp stórum barnahópi við slíkar aðstæður. En Guðbjörg og Jón voru miklar dugnaðar- og ráðdeildarmanneskjur sem tókst að koma börnum sínum vel á legg þótt tímar væru erfiðir. Meginþunginn af uppeldi barn- anna og miklum og margþættum heimilisstörfum hvíldi á herðum húsmóðurinnar. Meðfædd atorka og viljastyrkur Guðbjargar kom sér nú vel. Hún var forkur duglegur og hafði hinar bestu forsagnir um húshaldið. Hún hafði bæði vit og vilja til að aga börn sín snemma og ég hygg að þeim hafi stundum þótt nóg um stjórnsemi hennar. Hún var sannkölluð „mater famil- ias“, hin mikla fjölskyldumóðir. Það var með ólíkindum hve miklu Guðbjörg kom í verk. Þrátt fyrir annríki á stóru heimili fór hún í síldarsöltun og saltfiskverkun þegar færi gafst enda sannkallaður víkingur til vinnu og hún lét sig ekki muna um að taka þátt í margs konar félagsstarfi austur á Seyðis- firði. Hún var drifkraftur í kvenfé- lagi bæjarins um tíma, einkum þeg- ar félagið lét góðgerðarstarf til sín taka því Guðbjörg mátti ekkert aumt sjá og var sífellt að hlaupa undir bagga með þeim er áttu bágt. Þá starfaði hún allmikið fyrir Verkamannafélagið Fram á Seyðis- firði. Einnig var hún ötul í Alþýðu- flokksfélagi Seyðisíjarðar. Með- fædd réttlætiskennd og glögg sam- félagssýn skipaði henni í raðir jafn- aðarmanna. Og án efa hefur reynsla hennar sem verkakona á kreppuár- unum líka átt dijúgan þátt í að móta viðhorf hennar til þjóðmála. Hún fylgdist vel með stjórnmála- baráttunni í landinu og tók sjálf þátt í henni af lífi og sál sem fyrr segir. Hún lá ekki á skoðunum sínum en lét þær hiklaust í ljós og gat bæði verið orðheit og orðsnjöll. En þó hún væri þung á bárunni í kappræðum þá kryddaði kímnigáfa hennar jafnan orðræðuna sem ósjaldan endaði í dillandi hlátri beggja deiluaðila. Guðbjörg var baráttumaður allt sitt líf. En á kreppuárunum gat barátta fyrir bættum kjörum verkalýðsins kostað menn vinnuna „því áður fyrr voru uppsagnir algengar hefndarráðstaf- anir“ eins og hún sagði sjálf í fyrr- nefndu viðtali í „19. júní“. Guðbjörg og Jón fluttust búferl- um til Reykjavíkur 1946 og bjuggu fyrstu tvö árin á Vesturgötu 22. En þar leigðum við Guðmundur, sonur þeirra, hjá þeirri ágætu konu, Ósk Jósepsdóttur. Hagur okkar Guðmundar, sem báðir stunduðum nám hér syðra, vænkaðist verulega hún hefði séð öll náttúruundur ver- aldar hefði ekkert þeirra skyggt á bernskuslóðirnar við Arnarfjörð. Enda kom alltaf sérstakur hrifning- artónn í röddina þegar hún talaði um þann stað eða Vestfirðina yfir- leitt, og þó hún dveldi mestan hluta ævinnar utan Vestljarða taldi hún sig fyrst og fremst Vestfirðing. Þegar ég lít til baka og hugsa um þær stundir sem ég fékk að njóta með Höllu kemur margt upp í hugann, maður fyllist söknuði og skynjar að mikill hlýtur söknuður þeirra að vera, sem hafa átt lengri tíma með henni. Þeim vil ég að lok- um tileinka litla bæn sem mér finnst mjög góð og er ég sannfærður um að þar yrði Halla mér sammála. Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til þess að greina þar á milli. Halldór Hauksson Útfararþjónustan Simi679110 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25.JULI 1990 eftir að Guðbjörg kom suður, svo gott var atlætið hjá henni á Vestur- götunni. Árið 1948 fluttu Guðbjörg og Jón í nýtt hús við Nesveg 50 sem Guðmundur byggði fyrir þau. Guðbjörg sinnti félagsmálum af lífi og sál eftir að suður kom. Hún var virk í Verkakvennafélaginu Framsókn, Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur, Félagi austfirskra kvenna að ógleymdu Kvenréttinda- félagi Islands. Þá sýndi hún Seyð- firðingafélaginu mikinn áhuga eftir stofnun þess 1981. Hún gekk strax í félagið og lét sig ekki vanta í Sólarkaffi Seyðfirðinga meðan heilsan leyfði. Guðbjörg er ógleymanleg öllum sem kynntust henni. Hvar sem hún fór markaði hún spor, lét til sín taka. Hún var ódeig í baráttunni fyrir betra lífi og bar einkum hag lítilmagnans fyrir bijósti. Hún var jafnan hress í anda og hreif aðra með sér. Guðbjörg var fríð sýnum, hávaxin og grannvaxin, kvik í hreyfingum, höfðingleg í fram- göngu og augun voru himinblá. Eftir lát Jóns 1972 flutti Guð- björg til Guðmundar og Ingunnar Stefánsdóttur, tengdadóttur sinnar, í Austurgerði 10 og bjó þar í skjóli þeirra þar til hún fór til dvalar á Hrafnistu fyrir nokkrum árum. Ing- unn og Guðmundur hlúðu vel að Guðbjörgu síðustu árin sem hún lifði og viku þau og Arnbjörg vait frá henni síðustu sólarhringana sem hún lifði. Guðbjörg skilaði miklu lífsstárfi og lést í hárri elli sátt við Guð og menn, södd lífdaga. Margir munu minnast hinnar látnu heiðurskonu í dag með þakklæti og virðingu þegar hún er til grafar borin, ekki síst gamlir vinir og sveitungar frá Seyðisfirði. Ég þakka vinkonu minni samfylgdina. BlesSuð sé minning hennar. Við .Rannveig sendum börnum og venslafólki Guð- bjargar samúðarkveðjur. Ingólfur A. Þorkelsson t GUÐRÚN HALLDÓRA INGIMUIMDARDÓTTIR, fráAuðnum, Vatnsleysuströnd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi laugardaginn 21. júlí. Jarðarförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 27. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Kálfa- tjarnarkirkju. Kristjana og Jóhann Ólafur Jónsson, Guðriður Sveinsdóttir. t Móðir mín og amma okkar, BJARNÍNA JÓNSDÓTTIR, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 26. júli kl. 14. Rafn Sigurðsson, Sigrún Rafnsdóttir, Signý Birna Rafnsdóttir, Ævar Andri Rafnsson. t Móðir okkar. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR GEORG ÓLAFSSON, frá Oddgeirshólum, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 26. júlí kl. Vestmannaeyjum 13.30. andaðist í Hraunbúðum 23. júlí sl. Sigríður Georgsdóttir, Guðrún Georgsdóttir, Einar Heiðarsson, Jóhann Friðfinnsson, Halldóra Georgsdótir, Baldur Thorsteinssen, Finnbogi Friðfinnsson. Sigurður Halldórsson, Ólafur Georgsson, Georg Georgsson, og barnabörn. 1 4. T Eiginkona mín, f SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR, Hólagötu 2, Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- Vestmannaeyjum, för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, lést í Landspítalanum aðfaranótt 24. júlí. VIGDISAR ÓLAFSDÓTTUR Fyrir hönd vandamanna, frá Seyðisfirði. Trausti Marinósson. Ólafur M. Ólafsson, Laufey A. Ólafsdóttir og aðrir vandamenn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR HANNESSON, Sunnubraut 48, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð aðfaranótt 24. júlí. Sigríður Runólfsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför ANDREU JÓNSDÓTTUR, Leirhöfn, verður gerð frá Snartarstaðakirkju laugardaginn 28. júlí kl. 14.00. Aðstandendur. t Útför ástkaerrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, JARÞRÚÐAR SIGURRÓSAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Flateyri, Jökulgrunni 1, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu þann 16. júlí, fer fram frá Áskirkju fimmtudag- inn 26. júlí kl. 10.30. Jarðsett verður i Fossvogskirkjugarði. Jón S. Jónsson, Hjálmar Jónsson, Svandís Jónsdóttir, Valborg Jónsdóttir, Salóme Jónsdóttir, Guðrún R. Jónsdóttir, Birna Jónsdóttir, Magnfríður Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Björn Ágúst Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðbjartur Guðbjartsson, Grétar Arnbergsson, Kristinn Þórhallsson, Garðar Sigurgeirsson, Hendrik Tausen, Sólveig Jónsdóttir, Anna Maria Sigurðardóttir, t Systir mín, MARGRÉT STEINGRÍMSDÓTTIR, Hringbraut 90, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjana Steingrímsdóttir. t Innilegar þakkir flytjum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS SIGURVINSSONAR, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til alls hjúkrunar- og starfsfólks á St. Fransisku- sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Magnús Kristinsson, Hólmfriður Einarsdóttir, Elínborg Kristinsdóttir, Guðni Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengda- Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, móður og ömmu, KRISTÍNAR MARÍU KRISTINSDÓTTUR GUÐNÝJAR SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR fyrrverandi bankafulltrúa, frá Neskaupstað Hringbraut 112, Suðurgötu 15, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 25. júlí kl. 13.30. Keflavík. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Sérstakar þakkir til Elsu Kjartansdóttur og Jóhönnu Hermanns- Skjól, Kleppsvegi 64, Reykjavík. dóttur, Athvarfi aldraðra, Suðurgötu 15, Keflavík og starfsfólki Sjúkrahúss Keflavíkur. Edda Svava Stefánsdóttir, John S. Magnússon, Friðrik L. Karlsson Hafsteinn Þór Stefánsson, Bryndís Guðjónsdóttir, Lúðvík K. Friðriksson Jón Baldvin Stefánsson, Sif Aðalsteinsdóttir, Gunnar J. Friðriksson, Bergljót Grímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Oddur G. Friðriksson, Vigdís Karlsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.