Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JULI 1990 13 Jóhannes Kjarval: Yndislegt er úti vor, 1926. Kjarval að sumri Myndlist Eiríkur Þorláksson Stundum hefur verðið kvartað undan því, að á Kjarvalsstöðum sé ekki nægum tíma veitt til að sýna verk meistarans sjálfs, sem sýningarstaðurinn er kenndur við. Astæður þess virðast fyrst og fremst að um langa tíð hafa salir Kjarvalsstaða verið mjög eftir- sóttir til almenns sýningarhalds, auk þess sem Listasafn Reykjavíkur hefur haldið sívax- andi fjölda sýninga á eigin vegum síðustu ár. Þrátt fyrir þetta er engan veginn hægt að segja að meistarinn hafi orðið útundan í eigin húsi, en alltaf má deila um hversu mikið rými hann skuli hafa þar. Einn fastra liða í hverju lista- sumri er sýning á verkum Jóhann- esar Kjarvals á Kjarvalsstöðum. Raunar er þetta önnur sýningin á myndum Kjarvals í húsinu á þessu ári, þar sem þær voru einnig uppi við í janúar síðastliðnum. Sumar- sýningar á verkum listamannsins hafa öðrum þræði verið til þess hugsaðar að ferðamenn hafi tæki- færi til að kynnast verkum hans, og þar með hluta af því sem við íslendingar erum hvað stoltastir af í okkar myndlistarsögu. Jafn- framt gefst fólki tækifæri til að rifja upp fyrri kynni af myndum meistarans eða sjá þau í nýju ljósi, því það er eðli góðrar mynd- listar að vera ætíð fersk. Því þarf væntanlega að velja verkin á sum- arsýningarnar út frá nokkuð öðr- um forsendum en á aðrar sýning- ar; þær þyrftu helst að vera „til- brigði við yfirlitssýningu", og þeim má ekki setja of þröngar skorður. Rétt er að taka þetta fram vegna þess að allar sýningar síðustu ára á verkum Kjarvals standa óneitanlega í skugga stór- sýningarinnar „Aldarminning" 1985. Þar voru saman komin fleiri af bestu verkum listamannsins en nokkur von er til að komi saman aftur á eina sýningu. Þó ekki sé hægt að setja þá sýningu upp árlega þarf að leita leiða til að kynna Kjarval á viðeigandi hátt með sumarsýningunum; þetta hefur verið reynt með því að hafa þær ýmist samsettar af verkum í eigu Kjarvalssafns, eða þá af láns- myndum frá þeim mikla fjölda einstaklinga og stofnana sem eiga verk eftir meistarann, en sýningin á síðasta sumri var einmitt þann- ig upp byggð. Að þessu sinni ber sýningin yfirskriftina „Land og fólk“, og eru verkin á henni öll úr Kjarvals- safni. í austursal Kjarvalsstaða getur að líta blöndu af olíumál- verkum og teikningum, og flest eru verkin gamlir kunningjar. En jafnframt eru þarna verk sem eru nýkomin í eigu safnsins, eins og t.d. „Álfastapar" (nr. 26). Áfram- haldandi kaup Kjarvalsverka minna listunnendur þannig á að safnið verður seint fullmótað, heldur þarf að bæta miklu við það enn, áður en það getur gefið við- hlítandi mynd af hinum langa starfsferli listamannsins. Öndvegi skipa hið stórbrotna málverk „Krítík" (nr. 1) og „Sól ogsumar“ (nr. 15), semjafnframt því að vera sjálfstætt listaverk er að hluta til undirbúningur að hinu fyrrnefnda; því er áhugavert að geta hér borið verkin saman og kynnst þannig vinnubrögðum listamannsins að nokkru. Vegna stærðar sinnar og veggjaskipunar gnæfa þessar myndir yfir önnur verk á sýningunni, en þó er þar að finna ýmsar fleiri áhugaverðar myndir, sérstaklega af fólki, svo vitnað sé til yfirskriftarinnar hér að ofan. . Andlitsmyndir eru merkilegur hluti af lífsverki Kjarvals, og hér er margar svipsterkar og persónu- legar myndir að finna. „Sigurður" (nr. 5), „Jón í Götu Þorsteinsson" (nr. 28) og ekki síst „Herra Tímotheusson" (nr. 27) eru allt myndir sem öðlast líf og myndug- leik með fáum en öruggum hand- tökum listamannsins. Aðrar bera með sér þann skissu- eða sendi- bréfastíl sem er að finna á svo mörgum af þeim þúsundum teikn- inga, sem er að finna í Kjarvals- safni; þannig geymir myndin af Kjartani Ólafssyni (nr. 32) mikinn texta, er hefst á orðunum „Herra læknir á sál og líkama...“ Myndin „Yndislegt er úti vor“ (nr. 8) af Matthildi Kjartansdóttur og Guðbrandi Magnússyni, góð- vinum Kjarvals, er ein þeirra sem vert er að benda sérstaklega á; þó hún sé óvenjuleg í lögun og eigi sér skemmtilega sögu, er myndin ekki áberandi, en vinnur stöðugt á við nánari skoðun, enda ein óvenjulegasta mannamynd sem Kjarval gerði á ferli sínum. Þrátt fyrir að ýmis ágætisverk séu samankomin á þessari sumar- sýningu, þá vantar nokkuð upp á að þar séu dæmi um þær lands- lagsmyndir sein Kjarval er þekkt- astur fyrir, þ.e. myndir frá Þing- völlum eða af hraunmyndunum af ýmsu tagi. Þeirra er saknað, og sérstaklega slæmt að erlendir ferðamenn fá ekki notið þeirra hér. - Kjarval kenndi íslendingum að sjá landið á fjölbreyttari hátt en áður, og því bagalegt að ekki sé hægt að benda á þau einkenni í list hans á sýningunni nú. Kjarvalssýningar eru ávallt vel- komnar meðal listunnenda, því þar er verið að heilsa upp á gamla vini. Vinir Kjarvals voru einnig margir; það vekur athygli hversu mörg af verkunum á þessari sýn- ingu eru gjafir frá góðu fólki til Kjarvalssafns í gegnum árin. Það er lítill vafi á að Kjarval hefur gefið þjóðinni meira en flestir aðrir listamenn með verkum sínum, sem dreifast um allt'land, og því er gott til þess að vita að ýmsir vilja láta almenning einnig njóta þeirra gjafa, með því að efla Kjarvalssafn eins og kostur er. Orgelleikur ________Tónlist____________ JónÁsgeirsson Austurríski orgelleikarinn Franz Haselböck hélt tónleika í Hallgríms- kirkju sl. sunnudag og flutti ein- göngu orgelverk eftir Bach-fjöl- skylduna. Fyrsta verkið á tónleik- unum er eftir Johann Ernst Sebast- ian, en faðir hans, Johann Bern- hard, var þremenningur við Johann Sebastian. Verkið ber nafnið Fant- asía og fúga í d-moll. Johann Ernst starfaði bæði í Eisenach og Weimar og þrátt fyrir að hann semdi verk í svonefndum „galant“-stíl, lagði hann ekki kontrapunktískan bar- okk-rithátt á hilluna, svo sem heyra mátti í áðurnefndu verki. Johann Ernst stundaði bæði lagnám við háskólann og tónlistarnám við Tóm- asarskólann í Leipzig og naut þar m.a. leiðsagnar Johanns Sebast- ians. Söngverk hans þykja mjög leikræn og myndræn í textatúlkun, en auk skemmtilegra sönglaga og kirkjulegra kórverka samdi hann sónötur. Annað verkið er eftir Johann Michael Bach (1648-94) en hann var elstur „Bachanna" á þessum tónleikum. Johann Michael og Jo- hann Ambroslus, faðir Johanns Sebastians voru bræðrasynir. Jo- hann Michael lærði hjá föður sínum, Heinrich, sem var kantor í Arn- stadt. Auk tónlistarstarfa stundaði Johann Michael hljóðfærasmíði. Yngsta dóttir hans, María Barbara, var fyrri kona Jóhanns Sebastians. Eftir þennan tengdaföður meistar- ans voru fluttir tveir sálmforleikir en auk fjölda mótetta og annarra kórverka samdi hann um 72 sálm- forleiki fyrir orgel. Þriðja verkið, Ciacona, er eftir Johann Bernard (1676-1749) og eins og aðrir í þessari fjölskyldu lærði hann hjá föður sínum, er hét Johann Aegidius, sem var orgelleik- ari við Kaufmannskirche í Erfurt. Eftir Johann Bernard liggja ein- göngu hljóðfæraverk, sem sum hver hafa varðveist í uppskriftum nem- enda hans, Johann Gottfried Walt- ers. Jóhann Sebastian mat verk þessa frænda síns mikils, einkum hljómsveitarsvítur hans og átti fjór- ar þeirra í afritum. Næstu fimm verkin eru öll samin af sonum Johanns Sebastians. Þrír sálmforleikir eftir Wilhelm Friede- mann, Sónata í F-dúr eftir Carl Philipp Emanuel og Allegretto með tilbrigðum eftir Johann Christoph Friederich, sem er þekktur undir nafninu „Búkleburgar Bach“. Hann samdi mikið af hljóðfæratónlist í ítölskum „galant“-stíl, sem þykir heldur léttvæg en vitnar um leik- andi tækni hans sem hljóðfæraleik- ara. Þessum fróðlegu tónleikum lauk svo með fantasíu og fúgu í a-moll, sem sögð er vera eftir meist- arann en nokkur vafi þykir leika á að svo sé. Fræðimenn telja rithátt verksins vera of einfaldan og bera fá einkenni Johanns Sebastians, önnur en að vera ekta barokksverk. Orgelleikarinn Franz Haselböck er feikna leikinn og skemmtilegur orgelleikari og verður fróðlegt að heyra hann á tónleikum í Dómkirkj- unni í kvöld (miðvikudag). Efniskrá sú sem Haselböck býður upp á er þrískipt og er fyrsta samantekt á verkum eftir Bach-fjölskylduna, sem nú hfur verið fjallað um. Efnis- skrá nr. 2 er byggð á austurrískri orgeltónlist i 5 aldir og sú þriðja ber yfirskriftina Orgeltónlist þriggja alda. * Isaljarðar- flugvöllur lokaður 10 daga í ágúst ísafjarðarflugvöllur verður lokaður frá 7. ágúst þegar lagn- ing bundins slitlags á flugbraut- ina hefst. Gert er ráð fyrir að vinnan taki 10 daga. í frétt frá Flugleiðum segir, að þann tíma flytji félagið Isaíjarðar- farþega um flugvöllinn á Þingeyri og aki þeim endurgjaldslaust milli Þingeyrar og ísafjarðar. * * SKOUT SA LA hefstí dag kl . 12.00 (0QQQf Skóverslu n Þóröar, Laugavegi 41, Kirkjustræti 8, sími 13570. sími 14181. á BÍLAGALLERÍ Opið virka daga f rá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-16. MMC Pajero, bensfn '86. Gullbrons, 5 gíra, vökvast., útv/segulb. Ek. 58.000 km. Mjög fallegur bíll. Verð 1.100.000. Ford Slerra statlon 2,0 '86. Belge, 5 gíra, sumard/vetr- ard., útv/segulb. Ek. 130.000 km. Fallegur bfll. Verð 550.000. Daihatsu Feroza El-sport ’89. Dökkgrár met., 5 gfra, vökva- st.f útv/segulb. Ek. 24.000 km. Verð 1.190.000. Volvo 240 QL '83. LJósgrænn met., sjálfsk., vökvast., útv/segulb., ölfelgur. Ek. 98.000 km. Verð 640.000. Dodge Arles LE '87. Dökk- brúnn met., sjálfsk., vökv- ast., útv/segulb. Ek. 31.000 km. Fallegur bfll. Verð 720.000. MMC Tredla 4v»d '87. Blár met., 5 gfra, útv/segulb., sflsabrettl. Ek. 64.000 km. Verð 655.000. Daihatsu Rocky bensfn '87. Hvftur, 6 gira, vökvast., útv/segulb. Ek. 64,000 km. Verð 1.070.000. Ford Fiesta '85. Rauður, 4 gfra, útv/segulb. Ek. 82.000. Verð 290.000. Daihatsu Charade TS '88. Rauður, 4 gfra, útv/segulb. Ek. 39.000 km. Verð 610.000. Fjöldi annarra notaðra úrvals bila á staðnum og á skrá. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.