Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JULI 1990 Ajmæliskveðja: Helgi Einarsson Vinna er líf og líf er vinna eru einföld sannindi en sígild. Sumum eru þau samofin, enda göfgar vinn- an, upphefur og stækkar einstakling- inn á sama hátt og iðjuleysið minnk- ar hann og er rót böls og dauða. Það er þó svo komið á vorum dög- um, að margur maðurinn lítur á vinn- una sem ok, lifíbrauð og nauðsyn eingöngu og er þeirri stund fegnast- ur, er vinnudegi lýkur og hann getur slappað af. Svo langt gengur þetta, að kyrrsetur á vinnustað í kjölfar áratuga baráttu um aukin þægindi eru orðnar að heimsböli og hefur hrundið af stað heilsuræktariðnaði um víða veröld. Manninum er nefnilega áskapað að verða að hreyfa sig og helst svitna stundum, og þetta urðu forfeður okkar að gera í harðri lífsbaráttu, enda minna um velferðarsjúkdóma á þeirra tímum. Allt þetta og margt fleira dettur mér í hug, er ég tek fram skriffæri mín í tilefni þess, að Helgi Einars- son, sá mikli hagleikur, er áttatíu og fímm ára í dag, og ég hugðist senda honum kveðju mína. Hann hefur ekki einungis lifað langt líf í árum, heldur er vinnudag- ur hans orðinn býsna langur, því að hann gengur að starfí dag hvem og sparar sig ekki um helgar, þegar mikið er umleikis í kringum hann. Það sem meira er um vert, er að hann gengur að hverju því verki sem hann tekur sér fyrir hendur með heilbrigðu hugarfari og er harla ánægður og stoltur þegar vel hefur tekist, enda er jafnan til þess stefnt í upphafi. Helga þekkja margir sem hug- myndaríkan hönnuð og húsgagna- smið um áratugaskeið, enda einstak- ur fagurkeri í eðli sínu. Er hann hætti umfangsmiklum atvinnurekstri í húsgagnaiðnaðinum, opnaði hann verzlun með húsmuni frá verkstæði sínu og fágætar gler- vörur frá því gróna og nafnkennda fyrirtæki Murano, sem er nefnt eftir samnefndri borg í lóninu norðan við Feneyjar og er byggð á fimm eyjum. Seinna setti hann á stofn listhús fremst á Skólavörðustígnum, er hann nefndi „Loftið“, starfrækti það í nokkur ár og margir muna eftir enn- þá. Á loftinu í þessu fallega hlaðna steinhúsi voru haldnar nokkrar eftir- minnilegar sýningar, en neðri hæðin var lögð undir glervörurnar frá Murano og ýmislegt fleira fallegt. Þar inni ríkti sérstök stemmning og þangað þótti mörgum gott að koma og sóttu í kaffíspjall við húsbóndann og hinn þokkafulla og umtalsfróma verzlunarstjóra, Björgu Sverrisdótt- ur. Að því kom að Helgi seldi verslun- ina og hætti að höndla með mynd- verk, enda menn ekki ennþá nægi- lega þroskaðir fyrir slíka heims- menningu á útskerinu, en því var víðs fjarri að hann "settist í helgan stein, því nú opnaði hann inn- römmunarverkstæði í bílskúr sínum. Á ýmsu hefur gengið, en með tímanum hefur Helgi orðið sá inn- rammari, sem maður í einu og öllu getur treyst, enda með afbrigðum vandaður og með næmt auga fyrir samræmi umgerðar og myndar. Flest ef ekki öll söfn og" helstu listhús borgarinnar hafa látið hann ramma inn fyrir sig og þar á meðal Lista- safn íslands. Málarar sækja og til hans ekki síður en einkasafnarar, því að traust- ari og endingarbetri vinnubrögð finnast naumast. Helgi er þó ekki eingöngu vígður vinnu sinni, því hann hefur aldrei hafnað heimsins lystisemdum og ekki með öllu saklaus um léttlátar augnatilrenningar til kvénna og að kíkja í glas, en hér hefur hann kunn- að að gera hlutina innan heilbrigðrar umgerðar, ramma kenndir sínar jafn traustlega inn sem myndverk málar- anna. Það er gæfa og hagur hveiju þjóð- félagi að eiga jafn vel gerða menn og Helga Einarsson og víst er, að þetta samfélag þarf á sem flestum slíkum að halda. Haga, ósérhlífna verkmenn með auga fyrir formrænni fegurð. Innviðir þjóðarskútunnar styrkjast af slíkum einstaklingum og í kili skal kjörviður. Bragi Ásgeirsson Egils saga og Ulfar Tveir Ný bók eftir Einar Pálsson kemur út 1. september. Ritið er vandað að allri gerð, 360 blaðsíður, í fallegu bandi, með tilvísun- um og nafnaskrá. í riti þessu er Egils saga Skallagrímssonar krufin ásamt nokkrum helztu stefjum Snorra Eddu. Lagðar eru fram lausnir á þeim gátum, sem aldrei hefur fundizt skýring á fyrr: Hvers vegna var Egiis saga skrifuð? Fyrir hvern? Hver hluti hennar er sagnfræðilegur og hver goðfræðileg- ur? Er Egils saga launsögn? Ef svo er, hvað merkir alle- górían? Stef Snorra Eddu eru á sama hátt krufin og reynt að skilja rætur þeirra. Þá er landnámsbaugur Vesturlands sýndur í bókinni, og tengsl íslendingasagna og Eddu við himinhring skýrð. Að lokum er þess til getið, hvernig unnt er að tengja elztu goðsagnirnar við þekktustu mannvirki steinaldar. Askrifendur að ritsafninu Rætur íslenzkrar menningar eru beðnir að hafa samband við forlagið sem fýrst. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, Reykjavík, sími 25149. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu í Vesturborginni er 430 fm bjartur salur ásamt 180 fm skrifstofuhúsnæði til leigu. Bílastæði eru næg og aðkoma góð. Lysthafendur sendi nafn og símanúmer til auglýsingadeildar Mbl. fyrir mánudaginn 30. júlí merkt: „Vesturbær - 9174“. HÚSNÆÐIÓSKAST Atvinnuhúsnæði Vil kaupa 300-400 fm iðnaðar- og skrifstofu- húsnæði í Reykjavík. Upplýsingar um verð, staðsetningu og að- keyrslu sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Iðnaðarhúsnæði - 4790“ fyrir 1. ágúst. 3ja-4ra herb. íbúð óskast Þriggja manna fjölskylda óskar eftir 3ja-4ra herb. íbúð til leigu frá 1. ágúst, í 4-5 mán- uði, gjarnan í Hafnarfirði. Upplýsingar í símum 23711 og 53187. Húsnæði óskast Reglusöm hjón með þrjú stálpuð börn óska eftir að taka á leigu stóra íbúð eða einbýlis- hús. Langtímaleiga æskileg. Vinsamlegast sendið tilboð til auglýsinga- deildar Mbl. merkt: „Hús - 9175“. Einstaklingsíbúð óskast Reglusamur nemi óskar eftir að taka á leigu eða kaupa einstaklingsíbúð eða herb. með snyrti- pg eldunaraðstöðu sem næst Háskóla íslands. Nánari upplýsingar gefnar í síma 95-22754. i FERÐIR — FERÐALÖG Þar sem jökulinn ber við loft Helgarferð 27.-29. júlí. Snæfellsnes Farið í hópferðabíl frá Hellissandi með leið- sögn um áhugaverða staði undir Jökli. Gist- ing á Hellissandi í tjöldum, svefnpokaplássi eða hóte(herbergi. Gott veitingahús á staðn- um. Einstakt tækifæri til að skoða hina fjöl- breyttu náttúrufegurð undir Jökli. Upplýsingar og pantanir í síma 93-66825. Gistih. Gimli, veitingast. Sjólist, Hellissandi. ENNSLA Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn s.28040. Wélagsúf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 S: 11798 19533 Kvöldferð miðvikudag- inn 25. júlí Kl. 20.00 Seljadalur- Nessel Ekið að Silungatjörn og gengið þaöan. Létt gönguferð um Mið- dalsheiöi. Verð kr. 800,-. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Brott- för frá Umferðarmiðstööinni, austanmegin. Farmiðar við bll. Ferðafélag Islands Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Hafliöi Kristinsson. SAMBAND ISLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma verður I kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, I kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Stan Tel Chen frá Bandaríkjunum. Allir velkomnir. IITIVIST GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI MtOf Hornstrandir Það er ógleymanleg upplifun að ganga um stórbrotið landslag þessa eyðisvæðis. Aðeins tvær feröir eftir I sumar. 1.8.-7.8. Hornvík. Tjaldbæki- stöð. Áhugaverðar dagsferðir m.a. á Hornbjarg. Fararstjóri Gísli Hjartarson. Tilvalin ferð fyr- ir þá sem dreymir um að kynn- ast Hornströndum en treysta sér ekki í bakpokaferð. 23.8.-31.8. Snæfjallaströnd - Reykjafjörður. Bakpokaferð. Gengið um fjölbreytt svæði frá bæjum til Grunnavíkur, í Leiru- fjörð, Hrafnsfjörð og yfir til Reykjafjarðar. Fararstjóri Rann- veig Ólafsdóttir. Sjáumst. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S11798 19533 Helgarferðir 27.-29. júlí 1. Þórsmörk - miðsumars- ferð Gönguferðir við allra hæfi um Mörkina. Margrómuð gistiað- staða í Skagfjörðsskála/Langad- al hjá Ferðafélaginu. Dvöl í Þórs- mörk er peninganna virði. 2. Landmannalaugar- Eldgjá - Háifoss Ekið í Eldgjá og gengið á Gjátind og að Ófærufossi. Á leiöinni til Reykjavíkur á sunnudag verður komið við hjá Háafossi. Gist í notalegu sæluhúsi F.l. í Land- mannalaugum. 3. Kjölur - Kerlingarfjöll - Hveravellir Gist í Hvítárnesi fyrri nóttina. Ekiö til Kerlingarfjalla á laugar- degi og gengiö um svæðið. Næstu nótt gist á Hveravöllum. Góö gistiaðstaða í sæluhúsum F.í. á Kili. Upplýsingar og farmiðasala á skrfstofu F.Í., Öldugötu 3. Helgarferöir með Ferðafélaginu eru góð hvild frá dagsins önn. Ferðafélag íslands FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Ferðafélagsferðir um verslunarmannahelgina 3.-6. ágúst. Brottför í ferðirnar föstud. kl. 20. 1. Þórsmörk - Langidalur. Gist í góðu svefnpokaplássi í Skag- fjörðsskála eða í tjöldum. Gönguferðir við allra hæfi. Hag- stætt verð. Miðapantanir á skrifst. Ath. að á umsjónar- svæðum Ferðafélagsins í Langadal, Litla- og Stóraenda eru fjöldatakmarkanir. Tjald- gistingu verður að panta á skrifst. 2. Þórsmörk - Flmmvörðuháls. Gengið frá Skógum yflr Fimm- vörðuhálsinn til Þórsmerkur. Annað er sameiginlegt Þórs- merkurferðinni. 3. Lakagígar - Öldubrúará - Eldhraun - Fjallabaksleið syðri. Sérlega fjölbreytt ferð m.a. á lítt kunnar ferðamannaslóðir. Svefnpokagisting. 4. Nýidalur - Vonarskarð - Trölladyngja. Ekta hálendisferð. Gengið um Vonarskarðið og á Trölladyngju, stærstu gosdyngju landsins. 5. Landmannalaugar - Eldgjá - Gljúfuleitarfoss. Gist í sæluhús- inu. Kynnist litríkasta fjallasvæði landsins og gossprungunni miklu Eldgjá með Ófærufossi. Næstu sumarleyfisferðir: 1.26.-30. júlí. Landmannalaug- ar - Þórsmörk. Brottför fimmtud. kl. 20. 2. 27. júlí - 1. ágúst. Kjalvegur- inn: Hvítárnes - Hveravellir. Bráðskemmtileg bakpokaferð. 3. 27. júlí - 1. ágúst. Land- mannalaugar - Þórsmörk. 4. 1.-6. ágúst. Grænland - Eystribyggð. 5. 1 .-6. ágúst. Eldgjá - Strúts- laug - Álftavatn. Bakpokaferð. Nánari upplýsingar og farmiöar á skrifstofunni Öldugötu 3, símar 19533 og 11798. Qútivist GRÓFINNI l • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVUI 14606 Kvöidganga í kvöld, miðvikudag 25.7. 6. gangan í Esjuhringnum: Eilifs- dalur- Meðalfellsvatn. Létt ganga fyrir alla fjölskylduna. Brottför frá BSÍ-Bensínsölu kl. 20. Verð 800 kr. Um næstu helgi: 27.7.-29.7. Básar i Goðalandi um hverja helgi. Þaö er rólegt í Básum um helgar jafnt sem virka daga. Gönguferðir við allra hæfi. Góð gisting í Útivistarskálanum. Miðar og pantanir á skrifstofu. Sjáumst. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.