Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990 3 Frans Andries- sen í opinberri heimsókn FRANS Andriessen, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins, sem fer með ut- anrikjamál þess og eiginkona hans, Catherine Andriessen. verða í opinberri heimsókn í boði utanríkisráðherra dagana 26.-29. júlí nk. Auk utanríkisráðherra mun Andriessen eiga viðræður við for- sætis- sjávarútvegs- og viðskipta- og iðnaðaðarráðherra, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Landbúnað- arráðherra á Grænlandi STEIN GRÍ MUR J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra er í heim- sókn á Grænlandi dagana 24.-28. júlí nk. í boði Kaj Egede, land- búnaðarráðherra grænlensku heimasfjórnarinnar. Þeir munu ræða sameiginlega hagsmuni og möguleika á auknum samskiptum milli landanna á sviði landbúnaðarmála. Einnig mun land- búnaðarráðherra ferðast um Suður-Grænland og heimsækja bændur og stofnanir landbúnaðar- ins. Roskin kona fyrir bíl ROSKIN kona varð fyrir bíl á mótum Hofsvallagötu og Hring- brautar skömmu fyrir klukkan níu í gærmorgun. Konan gekk yfir á gangbraut við gatnamótin og varð þá fyrir bíl. Hún var flutt á sjúkrahús til rann- sóknar og aðgerðar. Ökumaður bílsins kvaðst hafa ekið gegn grænu ljósi, að sögn lögreglu. Lögreg'luað- gerðir kærðar ÞORLEIFUR Björnsson, eigandi skemmtistaðarins Tunglsins, hef- ur kært aðgerðir lögregluyfir- valda gagnVart veitingahúsinu til Dómsmálaráðuneytisins. Vill hann fá niðurfellar þær ákvarð- anir lögreglusljóra að svipta staðinn vínveitingaleyfi og skemmtanaleyfi, og kærir jafn- framt aðgerðir lögreglunnar föstudagskvöldið þann 20. júlí. Eins og kunnugt er- lokaði lög- reglan veitingastaðnum umrætt föstudagskvöld vegna meintrar áfengjssölu, enda hafði hann verið sviptur vínveitingaleyfi. Þar áttu þá að fara fram tónleikar sem voru liður í „Listahátíð næturlífsins," og íhuga aðstandendur hennar nú málssókn gegn Þorleifi vegna taps á hátíðinni. Aðstandendur hátíðarinnar íhuga nú einnig höfðun meiðyrðamáls vegna ummæla sem höfð voru um þá í umræðuþætti hjá útvarpsstöð- inni Bylgjunni. Útför Harald- ar á vegum borgarinnar ÚTFÖR Haraldar Hannessonar, formanns Starfsmannafélags Reykjavlkurborgar, verður gerð frá Bústaðakirkju, fimmtudaginn 26. júli klukkan 13.30. Jarðsett verður frá Stóra-Núpi, Gnúp- verjahreppi, síðar sama dag. Utförin fer fram á vegum Reykjavíkurborgar í virðingarskyni við hinn látna. Séra Pálmi Matthías- son jarðsyngur. Skrifstofa borgarstjóra og skrif- stofa Hitveitu Reykjavíkur verða lokaðar eftir hádegi, fimmtudaginn 26. júlf vegna útfararinnar. Samband frá skiptiborði við ritstjóm og framleiðsludeöd í Aðalstræti 6 og prentsmiðju í Kringlunni 1 virka daga frá kl. 9-23.15 og laugardaga frá kl. 9-13.30. Samband við skrifstofu í Aðalstrætiö kl. 9-17 virka daga. Súnsvari eftir lokun skiptiborðs. Mý símanúmer hafa veríó tekSn ínofkun fyrír beSni innval ^ á auglýsingadeild, AUCL YSINGADEILD Aðalstræti 6. Opið frá kl. 8-17 virka daga og BLAÐAAFGREIDSLA Kringlunni 1. Áskrift, dreifing og kvartanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Opið frá kl. 6-20 virka daga, frá kl. 7-14 BEINNÚMER: SÍMBRÉF: Auglýsingahönnun.............691283 Framleiðsludeild/Háborð...691275 Ljósmyndadeild .........691278 Ritstjórn/fréttadeildir...691181 Dagbók og minningargreinar ...691270 Fréttastjórar...............691273 Prentsmiðja..............691279 Sérblöð...................691222 Erlendar áskriftir .........691271 Gjaldkeri...................691274 Velvakandi .............691282 Auglýsingar/íþróttadeild ....691110 Erlendar fréttir.............691272 Innlendar fréttir...........691276 Viðskiptafréttir.........691284 Aðalskrifstofa............681811 Framleiðsiudeild ...........691281 íþróttafréttir ............691277 sími 691100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.