Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990 Viðbrögð við dómi Félagsdóms: Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Ríkisstjórnin er veiki hlekkurinn Samhljóða niðurstaða Fé- lagsdóms þess efnis, að ríkissjóði beri að greiða há- skólamenntuðum ríkisstarfs- mönnum 4,5% launahækkun skapar mikla óvjssu í við- kvæmri efnahagsstöðu. Niður- staðan kemur hins vegar ekki á óvart, þegar litið er á for- sendur hennar, það er samning ríkisins og Bandalags háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna (BHMR) frá 18. maí 1989, sem gerður er af þeirri ríkisstjórn sem enn situr. Er ógjörlegt að sjá, hvernig málið gat farið á annan veg en þann, að ríkis- sjóður yrði dæmdur til að greiða hina umsömdu hækkun. Sú röksemd Olafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra að nú sé við Félagsdóm að sakast, ef verðbólga fer úr böndum, er út í hött. Dómurinn gerði ekki annað en túlka verk ráðherrans sjálfs og samstarfs- manna hans. í forystugrein Morgunblaðs- ins hinn 15. júní síðastliðinn stóð: „Ríkisstjórnin situr uppi með afleiðingar kjarasamnings [við BHMR], sem hún gerði til þess áð losna út úr erfiðu verk- falli. Hún stóð síðan að öðrum kjarasamningum [á almennum vinnumarkaði og við BSRB], sem gengu þvert á hina fyrri. Hún hefði auðvitað átt að gera hreint fyrir sínum dyrum strax í vetur. En hvað sem því líður má aldrei leika vafi á, að ríkis- stjórn fari að lögum. Þess vegna á ríkisstjórnin að ganga hreint til verks og nýta þann rétt, sem hún hefur til að setja bráðabrigðalög, þannig að ekki fari á milli mála, að rétt sé að verki staðið. Auðvitað hefði ríkisstjórnin átt að leggja til- lögu að slíkri löggjöf fyrir Al- þingi áður en því var slitið í vor. Allar upplýsingar lágu fyrir um þetta mál meðan þing- ið sat, en væntanlega hafa stjórnarflokkarnir viljað kom- ast hjá pólitískum óþægindum vegna þessa máls fyrir sveitar- stjórnakosningar. Ef ríkis- stjórnin treystir sér ekki til að nýta rétt sinn til bráðabirgða- laga, vegna aðstæðna, ætti hún að taka þátt í því að fá úr því skorið fyrir dómstólum, hvern- ig túlka beri loðið orðalag samninganna. Það stjórnar enginn lýðræðisþjóðfélagi með samningsbrotum og trúnaðar- bresti við launþegasamtök.“ Ríkisstjórnin treysti sér ekki til að taka upp viðræður við BHMR um breytingar á samn- ingnum, hún treysti sér ekki heldur til þess að taka af allan vafa með lagasetningu, hún skaut ekki málinu sjálf til dóm- stóla heldur ákvað einhliða að fresta launaflokkahækkunum, sem áttu að koma til fram- kvæmda 1. júlí. Hún valdi þá leið að hafa eigin samning ein- hliða að engu. Strax komu fram efasemdir um að þessi frestun væri í samræmi við lög, til dæmis hjá lögfræðing- um Reykjavíkurborgar. Félag íslenskra náttúrfræðinga höfð- aði síðan mál gegn fjármála- ráðherra fyrir Félagsdómi. Því máli hefur ráðherrann nú tap- að, dómurinn hefur aðstoðað hann við að lesa sinn eigin samning, svo að vitnað sé til orða Páls Halldórssonar, for- manns BHMR. Málsmeðferð ríkisstjórnar- innar undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar ijármála- ráðherra er lítt til þess fallin að vekja traust eða leiða til farsællar niðurstöðu. Fjár- málaráðherra lifir í gerviheimi og lítur þannig á að orð hans og túlkanir jafngildi fyrirmæl- um jafnt til dómstóla sem ann- arra. Nú hefur ráðherrann þetta eitt að segja: „Félags- dómur telur greinilega að ekki sé til efnahagslegur veruleiki utan samningsins við BHMR. Dómurinn virðist hafa sett vítisvél óðaverðbólgu á íslandi í gang á ný.“ Þessi orð hitta Ólaf Ragnar Grímsson sjálfan en ekki Félagsdóm, sem dæmir á grundvelli samnings sem ráð- herrann gerði sjálfur á sínum tíma og hreykti sér af eins og öllu öðru. Ríkisstjórnin treysti sér ekki til að eyða réttaróvissu vegna samnings hennar við BHMR fyrir 1. júlí. Hún situr nú uppi með afleiðingar eigin gerða, það er vegna ríkisstjórnarinnar sem katlarnir eru farnir að hitna í „vítisvél óðaverðbólgu“. Ríkisstjórnin bjó til tíma- sprengju með kjarasamningn- um við BHMR, hún aftengdi ekki þessa sprengju á meðan tóm var til þess og sprengjan sprakk síðan í fangi sjálfs fjár- málaráðherrans og raunar ráð- herranna allra. Slíkir menn eru ekki trausts verðir. Þorsteinn Pálsson; Ríkissljórn- in ber ein ábyrgðina ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé augljóst að rikisstjórnin ein beri ábyrgð á launahækkunum, sem Félagsdómur hefur dæmt BHMR. Ríkisstjórnin geti ekki varpað sök á Félagsdóm, og það sé siðleysi ef mönnum detti í hug að breyta dómsniðurstöðunni með bráðabirgðalögum. Þorsteinn sagði að öllum hugsandi mönn- um hefði alltaf verið Ijóst að samningur BHMR og ríkis- ins fæli í sér tímasprengju, og að ríkisstjómin gæti ekki rofið hann einhliða. Þegar farið hefði verið með málið fyrir félagsdóm hefði legið fyrir að niður- staðan gæti aðeins orðið ein. Þor- steinn sagði að sér fyndist það makalaust að ríkisstjórnin réðist nú á félagsdóm fyrir að komast að þessari niðurstöðu. „Það er eitt það alvarlegasta, sem upp hefur komið á löngum tíma,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að hann hefði tekið það fram opinberlega strax og samningarnir voru undirritaðir, að ljóst væri að þá ætti að greiða með innistæðuiausri ávísun. Hann hefði síðan bent á það er febrúarsamning- arnir hefðu verið gerðir, að leita bæri viðræðna við BHMR. Þorsteinn sagði að það væri ekki fjárniálaráðherra einn, sem bæri ábyrgð á samningnum við BHMR. Það væri ríkisstjórnin öll. Er hann var spurður hvort hann teldi að fjár- málaráðherra ætti að segja af sér, sagði hann að það væri löngu tíma- bært að ríkisstjórnin öll færi frá. Bæði Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Hermannsson hefðu hælt sér af samningnum er hann var gerður og talað um að þar færi tímamótaplagg. „Forsætisráðherra sagði að hann væri mjög ánægður að geta loks hækkað laun við BHMR meira en aðra, því að hann hefði fram til þess ekki getað það fyrir fjármálaráðherrum Sjálfstæð- isflokksins," sagði Þorsteinn. Hann sagði að það væri undir atvinnurekendum komiðj hvort látið yrði undan kröfum ASI um sömu launahækkun og BHMR hefði feng- ið. „Þeir geta auðvitað ekki leyft sér neitt ábyrgðarleysi í því efni, jafnvel þótt ríkisstjórnin hafi gefið endalaus fordæmi þar um, síðast með því hvernig hún hefur haldið á máli BHMR. Maður trúir því að forystumenn ASÍ og VSÍ sýni meiri ábyrgð en ríkisstjómin," sagði Þor- steinn. Pétur Sigurðsson; Ríkisstjórn- in hefiir ekki stuðning verka- lýðshreyfing- arinnar stöðvi hún þettaekki PÉTUR Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands VestQarða, segist aðspurður ekki ánægður með það að verkafólk fái 4,5% launa- hækkun í kjölfar dóms Félags- dóms um 4,5% hækkun launa háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna, enda muni það ekki reyn- ast nein kjarabót. „Hitt er aftur annað mál að það verður kaup- hækkun hjá þeim bröskurum sem ekki hafa þorað í skjóli þessarar stöðvunar að hækka alla skapaða hluti, sem þeir eru að selja fólk- inu. Það er uppskeran af þessu og siðan þarf fólk ennþá hærra kaup til að mæta því,“ sagði Pét- ur í samtali við Morgunblaðið. „Síðan fá þeir líka ennþá meira sem sópa skatt- leysispeningun- • um sínum undir mottuna. Það eiga þeir ekki eins auðvelt með ef jafnvægi ríkir í efnahagsmál- um og verðlag er nokkuð stöðugt. Þá er erfiðara fyrir þetta fólk að skara eld að sinni köku. Hins vegar kemur mér ekkert á óvart þessi kröfuharka hjá háskólaliðinu, því það hefur alltaf haldið að peningar vaxi á tijánum. Það hefur aldrei gert sér grein fyrir því að það þurfi einhveija „undirstöðuatvinnuvegi“ til að standa undir velferðarríkinu,“ sagði hann ennfremur. Aðspurður um hvað nú væri framundan sagði hann að ríkis- stjórnin yrði að taka til sinna ráða, sem hún hefði átt að gera í fram- haldi af þeim sáttmála sem gerður. var á vinnumarkaðnum í vetur, og setja lög um öll laun í landinu. Þá hefði líka verið staða til að taka hækkunum hjá þeim sem réðu sér sjálfir í þeim efnum. „Ég get ekki ímyndað mér annað. Stjórnin er bara fallin ef hún tekur ekki á málinu. Það þýðir ekkert að yppta öxlum eins og Ólafur Ragnar gerði í sjónvarpinu í gær (fyrradag) og segja dómurinn verði bara að ganga yfir okkur. Ef ríkisstjórnin stöðvar þetta ekki hefur hún ekki lengur stuðning verkalýðshreyfingarinnar til góðra verka,“ sagði Pétur enn- fremur. Arnar Sigmundsson: Arangrinum stefiit í voða „ÞEGAR kjarasamningarnir voru gerðir í vetur, meðal annars með fullri þátttöku okkar fisk- vinnslumanna, trúðu menn því að stjórnvöld myndu ganga frá sínum málum við BHMR um svip- að leyti, því öll þjóðin vissi að einmitt þessi hætta var til stað- ar,“ sagði Arnar Sigmundsson formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva. „Nú eru menn fallnir á tíma að einhveiju leyti, og þeim góða árangri sem náðst hefur síðan í vetur steliit í voða.“ Arnar sagðist ekki trúa því, hvorki á stjórn- völd né aðila vinnumarkaðar- ins, að þetta tækifæri til að ná tökum á verð- bólgunni yrði látið fara forgörðum. „Það er búið að leggja allt of mikið undir til að klúðra málinu á þennan hátt. Þjóð- in er ekki að biðja um slíkt. Það var auðvitað okkar von í vetur, sem og okkar viðsemjenda, að verðbólg- an héldist innan þeirra marka sem um var samið. Ef nú kemur til víxlhækkanna á kaupgjaldi og verð- lagi fara öll slík áform meira og minna á hliðina." Arnar sagði þessa þróun sérstak- lega viðsjárverða fyrir fiskvinnsl- una. „Við búum við fast gengi, og verði miklar kauphækkanir nú á næstunni fer verðbólgan af stað, og um leið verða allar gengisfor- sendur í hættu. Því Iýsi ég sem fisk- vinnslumaður yfir miklum von- brigðum með það að málum skuli svo komið,“ sagði Arnar. Víglundur Þorsteinsson; Ríkisstjórn- in á að afhema samninginn með lögum eða segja af sér „Málið er mjög einfalt. Samning- urinn við BHMR á sinum tíma var gífurleg mistök, svo ótrúleg mistök að það nær engri átt. Að semja um það að eitt stéttarfélag skyldi ávallt undir öllum kring- umstæðum, alveg sama hvað aðr- ir fengu, fá 4,5% meira en aðr- ir,“ sagði Víglundur Þorsteins- son, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, aðspurður um stöðu mála eftir dóm Félagsdóms í máli BHMR gegn ríkinu. „Þetta er mönnum búið að vera ljóst í lang- an tíma og þarf því ekki að koma neinum á óvart þessi niðurstaða Félagsdóms. Samningsá- kvæðið var mjög skýrt og afdráttarlaust, þannig að mér finnst ríkisstjórnin ósköp ein- faldlega eiga tvo kosti, afnema þetta með lögum eða viðurkenna að hún hafi gefist upp og segja af sér. Ef þessi samningsmistök verða ekki leiðrétt með lögum þá er í raun og veru sex ára starf í kjara- samningum, með alls konar baks- lögum þó, þar sem menn hafa verið að reyna að feta sig inn á nýjar brautir, gert að engu á einni nóttu. Með þessu áframhaldi er þetta ein- faldlega spurningin um það hversu menn hlaupa hratt til að krefjast 4,5% launahækkunar af því hinir fengu 4,5%. Svo geta menn bara skemmt sjálfum sér og skrattanum við að reikna það út hvað sé hægt að pumpa út miklum kauphækkun- um með svona skrúfukerfi á einu ári,“ sagði Víglundur ennfremur. Hann sagði að þessir hlutir hlytu að verða afgreiddir á næstu dögum. „Spurningin er hvort menn hafi þann kjark sem þarf til að viður- kenna mistök sín og leiðrétta þáu. Nú reynir á kjark manna í alvöru.“ Birgir Björn Sigurjónsson: * Ottast ekki víxlhækkanir BIRGIR Björn Sigurjónsson, hagfræðingur Bandalags há- skólamenntaðra ríkisstarfs- manna, segist ekki sammála því að ef launahækkun BHMR gangi eftir, muni víxlhækkanir launa fara af stað og verðbólgan losna úr böndunum. Hann telur að ríkisstjórnin geti komið í veg fyrir slíkt með bráðabirgðalög- um, sem selji hömlur á verð- og vaxtahækkanir. Birgir Björn sagðist sann- færður um að samanburður á launum háskóla- manna lijá ríkinu og á almennum markaði myndi sýna, að 4,5% hækkunin, sem BHMR hefur nú verið dæmd, væri aðeins upp- ígreiðsla í mismuninn á launum þeirra hópa. Er borin voru undir hann þau orð Ögmundar Jónasson- ar, formanns BSRB, að BSRB myndi ekki líða aukinn launamun milli háskólamenntaðra opinberra starfsmanna og annarra, sagðist Birgir Björn ekki vita hvað Ög-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.