Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990 23 Minning: Krístín M. Krístínsdótt- ir fyrrv.bankafulltrúi Fædd 9. maí 1905 Dáin 18. júlí 1990 Það mun hafa verið þegar spánska veikin geisaði hér árið 1918, að ég man fyrst eftir Maju, en svo var hún kölluð daglega. Hún mun þá hafa verið 12 eða 13 ára, og kom þá til heimilis míns nokkra tíma á dag, til að létta móður minni eldhússtörfin. Ekki man ég hvenær Maja hóf þetta starf, en ég hygg að hún hafi aðeins verið búin að vera stutt er ég minnist þess atburðar er varð til þess að þetta greyptist í minni mitt. Eg var stadd- ur í eldhúsinu hjá Mæju þegar bank- að var á dyrnar og inn snaraðist maður, sem gekk að Maju, kyssti á kollinn á henni og hvíslaði að henni nokkrum orðum. Maja brást þegar í grát, en maðurinn sneri sér að mér og spurði eftir móður minni. Hann hvarf síðan í annað herbergi með henni, en eftir drykk- langa stund kom hann aftur, kvaddi og fór. Ég spurði Maju hver þessi maður væri og af hveiju hún hefði brostið í grát, en Maja sagði að þetta hefði verið faðir sinn og hefði hann sagt sér að móðir hennar hefði dáið þann sama morgun. Seinna frétti ég af erindi föður Maju við móður mína, en það var að biðja um að Maja fengi að dvelja á okkar heimili, þar til hann gæti gert aðrar ráðstafanir. Faðir Maju hét Kristinn Krist- jánsson og stundaði hann verka- mannavinnu sem var mjög stopul þá og hafði hann því úr litlu að spila. Hann var kvæntur Maríu Jónsdóttur og bjuggu þau um þetta leyti í risi á húsi við Grettisgötu, en þessi ris voru þá og nú notuð sem geymslur. Þarna var ekkert vatn né tæki til áð elda mat. Þau hjónin áttu fimm börn, elstur var Jón, síðan Mæja, Alfreð, Guðríður og Ingibergur. Skiljanlega var þarna mjög þröngt, og erfitt ef ekki ómögulegt að sinna bömunum við slíkar aðstæður og jafnframt að stunda vinnu, og var því Kristni nauðsyn á að koma börnunum fyrir. í æsku var Maja ákaflega róleg, vinnusöm, greiðvikin og dugleg. Þegar hún hafði aldur til sótti hún nám í Verslunarskólann og lauk þaðan prófí, en hún var góður námsmaður. Faðir minn var formaður jafnað- armanna hér á landi, en hann var mikill vinur Staunings, foringja danskra jafnaðarmanna. Faðir minn átti stundum erindi til Kaup- mannahafnar og í einni ferð sinni samdi hann við Stauning um að Maja dveldist á heimili hans um tíma. Aðallega fór Maja til að læra málið en einnig sótti hún námskeið í verslunarfræðum. Þegar Maja kom heim réðst hún til Landsbanka íslands, þar sem hún vann þar til hún fór á eftirlaun. Maja var mjög samviskusöm í þessu starfi og ekki veit ég annað en að hún hafi verið vel liðin af sínum samstarfsmönn- um. Maja giftist Stefáni Björnssyni stýrimanni 2. júní 1933 og eignuð- ust þau þijú börn, Eddu Svövu gifta John Magnússyni vélaverk- fræðingi, Hafstein Þór skólameist- ari, kvæntan Bryndísi Guðjónsdótt- ur og Jón Baldvin lækni, kvæntan Sif Aðalsteinsdóttur. Stefán og Maja bjuggU sér fal- legt heimili á Hringbraut 112, og var ákaflega þægilegt og gott að heimsækja þau, því þau voru bæði ákaflega gestrisin og viðræðin. Þau" höfðu bæði mikla ást á börnum sín- um og eftir að Edda Svava fluttist til Bandaríkjanna heimsóttu þau hana eins og oft og aðstæður leyfðu, en í einni heimsókninni þar lést Stefán, eða í október 1966. Frá því að Maja kom á heimili mitt fyrir rúmum sjötíu árum höfum við ávallt verið miklir vinir og hefur ekkert skyggt á þann vinskap. Ég tel mig ákaflega heppinn að hafa alist upp með slíkri ágætis mann- eskju sem Maja var og á ég ekkert nema góðar minningar um hana. Ég vil svo votta aðstandendum Maju mína innilegustu samúð en það er huggun í harmi, minningin um góða móður og ömmu. Baldvin Jónsson Vinirnir kveðja einn af öðrum, nú síðast Kristín María, starfssystir mín og vinkona. Hún fæddist í Reykjavík 9. maí 1905, dóttir Krist- ins Þorkelssonar skósmiðs og Maríu Guðríðar Jónsdóttur, konu hans. Systkinin voru sjö talsins, og hefur sjálfsagt oft verið þröngt í búi á þessu stóra barnaheimili. Það mun vera ástæðan fyrir því, að María var tekin í fóstur af Jóni Baldvins- syni bankastjóra og alþingismanni og konu hans, Júlíönu Guðmunds- dóttur, en María kallaði þá alltaf fósturforeldra sína og minntist þeirra ætíð með mikilli hlýju og virðingu. Kristín María gekk í Verzlun- arskólann og lauk þaðan prófi. Síð- an sigldi hún út í lönd og var m.a. eitt ár hjá Thorvald Stauning, for- sætisráðherra í stjórn danskra jafn- aðarmanna, en hann mun hafa ver- ið vinur Jóns Baldvinssonar, fóstra hennar. Eftir heimkomuna vann María á ýmsum skrifstofum og í eitt ár í danska sendiráðinu. Þaðan kom hún til Landsbankans og vann þar til starfsloka. Hún vann í ýms- um deildum bankans, síðast í inn- heimtudeild. Einnig starfaði hún mikið að félagsmálum og var m.a. um tíma formaður Sambands ís- ienzkra bankamanna. Kristín María giftist ung að árum Stefáni Ó. Björnssyni stýrimanni frá Laufási við Eyjafjörð. Þau eign- uðust þijú börn, Eddu Svövu, sem búsett er í Bandaríkjunum, gift John Magnússyni vélaverkfræðingi, Hafstein Þór, skólameistara Ármúl- askóla, sem kvæntur er Bryndísi Guðjónsdóttur, og Jón Baldvin kvensjúkdómalækni, sem kvæntur er Sif Aðalsteinsdóttur. Barnaböm- in eru níu talsins. Ég, sem þessar línur skrifa, kynntist Kristínu Maríu þegar ég hóf störf í Landsbankanum á fjórða áratugnum. Þegar ég læt hugann reika til þessara longu liðnu daga, finnst mér, að Maja hafi alltaf ver- ið hrókur alls fagnaðar, hvar sem hún fór. Samt var hún mikil alvöru- manneskja. Hún var mjög vel máli farin og tók oft að sér að tala fyrir minni einhvers, sem þurfti að Brids____________ AmórRagnarsson Sumarbrids í A-riðli voru 16 pör og urðu úrslit þessi: A riðill (meðalskor 210) 1. Magnús Sverrisson — Guðlaugur Sveinsson 263 2. Guðmundur Kr. Sigurðsson — Valdimar Elíasson 255 3. Ólafur Ingvarsson — Þórarinn Arnason 249 4. Sigurður Ámundason — Helgi Samúelsson 239 í B-riðli voru 16 pör og urðu úrslit þessi: B-riðill (meðalskor 210) 1. Þórður Björnsson — Þröstur Ingimarsson 285 2. Gylfi Baldursson — Sigurður B. Þorsteinsson 243 3. -4. Erla Siguijónsdóttir — Óskar Karlsson 231 3.-4. Magnús Þorkelsson — Sigmundur Guðmundsson 231 í C-riðli voru 12 pör og urðu úrslit þessi: C-riðill (meðalskor 165) 1. Þorlákur Jónsson — Jacqui Mcgreal 211 2. Bernharður Guðmundsson — Jón S. Ingólfsson 187 3. Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 178 4. Vilhjálmur Einarsson — Sigmar Jónsson 175 ávarpa. Henni fórst þetta vel úr hendi með sinni hlýju rödd og orð- um, sem komu beint frá hjartanu. Þegar lát Kristínar Maríu spurð- ist í bankann, minntust starfsfélag- arnir hennar á einn veg. „Hún var svo hrifnæm og glöð, hún sá inn í fegurri heim,“ sagði einn. „Hún sá alltaf björtu hliðarnar á hveijum hlut,“ sagði annar. Mér finnst sjálfri, að það, sem einkenndi hana, hafi verið þessi mikla hjartahlýja og rósemi, sem hún umvafði allt og alla með. Hún tók mann í faðm- inn, og þar var öryggi og friður. Ég kveð þessa vinkonu mína með djúpu þakklæti. Ég veit hún á góða heimvon. Þorbjörg Björnsdóttir mmmmsmm HAAKE BECK óáfengur frá Beck's Idag25.júlí verður fyrirtæki okkar lokað frá kl. 15.00 vegna gróðursetningar Beck’s skógarins í landi Ölfusvatns BRÆÐURNIR Z) 1ORMSSON HF RENAULT 21NEVADA 4x4 FIÓRHJÓIADRIFINN í FUURI STÆRÐ. Rúmgóður ferðabíll fyrir þá sem gera miklar kröfur: öflug og sparneytin 120 hestafla vél, fimm gírar, framdrif/aldrif með læsanlegu afturdrifi og sjálfstæð, slaglöng fjöðrun, vökvastýri, fjarstýrðar samlæsingar, litað gler, rafdrifnar rúður, fullkomlega stillanlégt bílstjórasæti, tvískipt og fellanleg aftursæti (V3—%), farangursgrind. Renault 21 Nevada 4x4 er traustur ferðabíll allt árið, hvernig sem viðrar. Reynsluakstursbíll bíður þess að þú takir hann til kostanna. Staðgreiðsluverð frá 1.495.000.- kr. skv. tollgengi í júní 1990. 3ja ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á ryðvörn. Bílaumboðið hf KRÓKHALSI 1,REYKJAVlK,SlMI 686633 RENAULT s 1 Ferákostum. 3 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.