Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990 ATVINNUA UGL YSINGAR Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Hvammstanga óskar eftir hjúkr- unarfræðingi til starfa sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Gott húsnæði í boði. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 95-12329. Verkstjórar Verkstjóra vantar í frystingu við frystihús á Ólafsfirði. Einnig vantar verkstjóra í saltfisk- vinnslu. Nánari upplýsingar gefa Þorsteinn Ásgeirsson í síma 96-62268 og Gunnar Þór Magnússon í símum 96-62205 eða 96-62139. Afgreiðslustúlkur óskast. Vinnutími frá kl. 9.00-18.00. Stund- vísi, snyrtimennska og reglusemi skilyrði. Æskilegur aldur 20-35 ára. Upplýsingar í versluninni á Laugavegi, fimmtudag 27. og föstudag 28. júlí eftir kl. 14.00 (ekki í síma). Frá sjávarútvegsráðuneytinu um lausar stöður veiðieftirlitsmanna Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftir að ráða veiðieftirlitsmenn. Umsækjendur sem til greina koma þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Hafa lokið prófi frá Stýrimannaskólanum, Tækniskóla íslands (útgerðartækni) eða hafa sambærilega menntun. 2. Hafa þekkingu á öllum algengustu veiðum og veiðarfærum. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf berist ráðuneytinu fyrir 1. sept. nk. Sjávarútvegsráðuneytið, 23.júlí 1990. „Au pair“ - London Reglusöm, barngóð „Au pair“ ekki yngri en 17 ára, óskast til að gæta þriggja barna og til léttra heimilisstarfa. Má ekki reykja. Upplýsingar í síma 92-68137 eftir kl. 19.00. Vélamenn - bifreiðastjórar Viljum ráða menn vana jarðýtum, hjólaskófl- um og malarflutningabílum. Einnig menn vana viðgerðum á þungavinnuvélum. Mikil vinna. JVJhf., verktakar, efnissala, símar 985-32997 og 54016. Dönskukennarar Dönskukennara vantar að Garðaskóla næsta vetur í hálft til heilt starf. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra eða yfirkennara. Heimasímar 657694 og 74056. Skólafulltrúi Garðabæjar. Saf naða rstarf sf ól k Fella- og Hólakirkja auglýsir eftir fólki: 1. Til að annast barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar. Skilyrði eru reynsla af æsku- lýðsstarfi og þekking á undirstöðuatriðum kristinnar trúar. Einnig er uppeldismennt- un æskileg. 2. Til að annast öldrunarstarf kirkjunnar. Skilyrði eru reynsla af öldrunarstarfi og þekk- ing á undirstöðuatriðum kristinnar trúar. Einnig er menntun á félags- eða heilbrigðis- sviðum æskileg. Um er að ræða tvö hálf störf eða eitt heilt starf. Umsóknir sendist í Fella- og Hólakirkju, Hóla- bergi 88, Reykjavík. Sóknarnefndir Fella- og Hólabrekkusókna. Vanur lyftaramaður Vanan lyftaramann vantar strax. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 10440. Vöruflutningamiðstöðin hf. Nýr veitingastaður sem er að opna vantar starfsfólk í þjónustu- störf og uppvask. Vaktavinna. Upplýsingar á staðnum milli kl. 15.00 og 17.00, ekki síma. Kaffi Hress, Austurstræti 20, Guðmundur Viðarsson. Byggingastjóri Óskum eftir að ráða starfsreyndan yfirverk- stjórnanda með stærri byggingaframkvæmd- um. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu og menntun sem trésmiður. Góð laun í boði fyrir hæfan starfskraft. Skriflegar umsóknir berist inn á skrifstofu fyrirtækisins fyrir 28. júlí nk. SH VERKTAKAR STAPAHRAUN 4 - 220 HAFNARFJÖROUR - SÍMI 652221 m BORGARSPÍTALINN ^ Lausai stðdur Geðdeildir Hjúkrunarfræðinga vantar á A-2, Borg- arspítala, dagdeild Hvítabands og deildir Arnarholts. Um er að ræða vaktavinnu, dag- vinnu ellegar vinnu við ákveðin verkefni. íbúðir fyrir hendi í Arnarholti. Sjúkraliða vantar á A-2, Borgarspítala, dagdeild Hvítabands og deildir Arnarholts. Vinnuhlutfall samkomulag. Verið velkomin í gott andrúmsloft og þátt- töku í faglegri uppbyggingu. Allar upplýsingar veitir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri geðdeilda, Guðný Anna Arn- þórsdóttir, í síma 696355. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Kynningarfundur - innri styrkur Dr. Paula Horan heldur kynningarfund í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. í fyrirlestri sínum mun dr. Horan fjalla um aukniningu innra styrks, segja frá aðferðum til að ná sambandi við æðra sjálf og skýra hvernig hún kennir um innri virkni mannshugarins. Námskeið dr. Horan hefst föstudaginn 27. júlí. Ath. námskeiðsgjald hefur verið lækkað. Hugræktarhúsið, Hafnarstræti 20, 3. hæð, tekur við skráningum fyrir hönd dr. Horan frá kl. 16.00-18.00, sími: 91-620777. ÓSKAST KEYPF Djúpfrystir - kælir Óskum eftir kæli á vegg. Má vera allt að 3,83 cm á breidd. Einnig djúpfrystieyju. Upplýsingar í síma 92-15400 á venjulegum skrifstofutíma. FÉLAGSSTARF hfimoaij.uk Fjölmiðlanámskeið Heimdallar Sjötti og síðasti hluti fjölmiðlanámskeiös Heimdallar fer fram i Valhöll, Háaleitisbraut 1, miðvikudaginn 25. júlí kl 20.30. Þá mun Jónas Fr. Jónsson, laganemi, fjalla um ábyrgð fjölmiðla, siðareglur blaðamanna, meiðyrðamál og fl. Heimdallur. Aðalfundur Kjördæmis- samtaka ungra sjálfstæðismanna fVestfjarðakjördæmi Aðalfundur Kjördæmissamtáka ungra sjálf- stæðismanna í Vestfjarðakjördæmi verður haldinn á Flateyri dagana 28. og 29. júlí. Ungt sjálfstæðisfólk á Vestfjörðuum er hvatt til að mæta. Dagskrá: Laugardagur kl. 15.00: Fundurinn settur í matsal Hjálms hf. Formaður, Steinþór B. Kristjánsson, setur fundinn. Ávörp flytja þeir Davíð Stefánsson formaður SUS, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, alþingismaður, Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasamþands íslands og ef til vill Matthias Bjarnason, alþingismaður. Almennar umræður. Stjórnmálaályktun kynnt, rædd og samþykkt. Kvöldverður í matsal Hjálms hf. Veislustjóri Ásgeir Þór Jónsson. Dansleikur í Félagsheimili Flateyrar. Grétar á gröfunni leikur fyrir dansi. Sunnudagur kl. 11.00: Fundi fram haldið ef þörf krefur. Hádegisverð- ur. Minigolf-keppni á milli byggðakjarna á Vestfjörðum. Skoðunar- ferð um ísafjarðarsýslu. Fundi slitið. Bæði er um að ræða gistingu í Vagninum á Flateyri og á tjaldstæði Flateyrar. Þeir sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við for- svarsmenn félaganna á hverjum stað. Sýnum samstöðu og mætum öll, ungt sjálfstæðisfólk, og stillum saman strengina fyrir næstu alþingiskosningar. Stjórn kjördæmissamtakanna. • TILKYNNINGAR Lögmannsstofan Síðumúla 1, Reykjavík, sími688444 verður lokuð vegna sumarleyfa frá 30. júlí til og með 10. ágúst 1990. Hafsteinn Hafsteinsson, hrl., Guðný Björnsdóttir, hdl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.