Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JULI 1990 21 Viðbrögð við dómi Félagsdóms: Hjörtur Eiríksson: Lagasetning nánast það eina sem getur leyst málið „Það má segja að þetta sé vand- ræðastaða og það sé um fá góð ráð að ræða. Eg held að í þessari stöðu sé lagasetning nánast það eina sem geti leyst þann vanda sem blasir við varðandi verðbólg- una og er það samt sem áður ekki góður kostur úr því ekki var búið að setja lög fyrr,“ sagði Hjörtur Eiríksson, framkvæmda- stjóri Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna, aðspurður um þá niðurstöðu Félagsdóms að Banda- lagi háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna beri 4,5% hækkun frá 1. júlí síðastliðnum að telja. Hann sagði að engin kostur væri góður í þessari stöðu og aðspurður hvaða augum VMS líti kröfu um sömu hækkun til handa ASÍ-félögum og dæmd hafa verið BHMR, sagði Hjör- ur að málið væri auðvitað allt þvílík endaleysa að það tæki engu tali. Ef ASÍ fengi sömu hækkun og BHMR kæmi BHMR í kjölfarið og heimtaði 4,5% til viðbótar. „Það er náttúru- lega ekki nokkur einasta leið að verða við slíku, það er alveg hreinar línur og það eru mikil átök framund- an, ef það ætti að verða. Það er slík endaleysa að það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda,“ sagði hann ennfremur. Kristín Einarsdóttir: Höfuðatriði að standa við samninga KRISTÍN Einarsdóttir, þingmað- ur Kvennalista, segir að sér hafi þótt niðurstaða Félagsdóms mjög eðlileg miðað við þann kjara- samning, sem fyrir lá. Það sé höfúðatriði að staðið sé við kjara- samninga, og undarlegt ef ríkis- stjórnin hafi ætlað sér að bijóta samninginn. „Það var vitað hvernig samn- ingurinn var, þegar gerðir voru kjarasamn- ingar við aðra launamenn og átti að vera öll- um ljóst að það yrði að framfylgja honum,“ sagði Kristín. Aðspurð hvort hún teldi að ASÍ og BSRB ættu að fá sömu hækkun og BHMR, svaraði hún því til að margir félags- menn beggja þessara samtaka væru með alltof lág laun, en ekki væri kannski þar með sagt að allir ættu að hækka jafnmikið í launum. „Eg er ekki alveg sátt við að það sé búið að ákveða að launamunurinn í kerfinu eigi að vera föst stærð og að þegar ein stétt fái hækkun, þurfi aðrar að hækka til samræmis við það. Almennt kemur þetta kon- um illa, því að þær eru í lægst laun- uðu stéttunum og þeim er haldið niðri endalaust. Ég hefði viljað stokka upp allt launakerfið," sagði Kristín. Hún sagði að enginn vildi hækk- andi verðbólgu, en það væri sér- kennilegt að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað í samningnum fælist. Það væri út í hött ef menn hefðu samið þannig að hringekja víxlverkana færi í gang. „Mér finnst það sér- kennilega upp sett ef það þýðir 80% verðbólgu núna að standa við sem var gerður fyrir löngu síðan,“ sagði Kristín. Hún sagði að það væri líka undarlegt að BSRB og ASÍ skyldi finnast allt í lagi að ekki væri stað- ið við kjarasamning. „Mér finnst það vera nánast það, sem þessi samtök eru að segja,“ sagði Kristín. Aðalsteinn Jónsson: Þjóðin reiðir sig á að stjóm- völd þori að stjórna ÞESSIR menn eru kosnir af þjóð- inni til þess að stjórna, og hún reiðir sig nú á það að þeir þori að stjórna," sagði Aðalsteinn Jónsson forstjóri Hraðlrystihúss Eskiljarðar í samtali við Morgun- blaðið. „Það væri óhuggulegt ef á okkur ætti að dynja ein holske- flan enn. Slíkt má bara ekki ger- ast.“ Aðalsteinn sagði almanna- heill vera í veði að góð lausn findist á málinu hip allra fyrsta. „Ég trúi því ekki að ríkisstjórnin finni ekki lausn á þessu vandamáli. Það aðeins ósk atvinnurekenda, heldur og allra annarra í þessu landi." Hann sagði að ekki þyrfti að spyija að afleiðingunum ef úr þeim víxlverkunum sem spáð hefur verið yrði. „Vextirnir rykju upp, og allar aðstæður yrðu þannig að ekki væri hægt að reka nokkurt fyrirtæki. Þjóðin reiðir sig einfaldlega á að stjórnvöld taki á þessu máli,“ sagði Aðalsteinn. er ekki FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 24. júlí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 80,00 78,00 79,90 3,191 254.976 Smáþorsk. 25,00 25,00 25,00 0,038 950 Ýsa 78,00 78,00 78,00 0,111 8.658 Lúða 100,00 100,00 100,00 0,004 400 Karfi 31,00 31,00 31,00 1,623 50.313 Koli 46,00 46,00 46,00 0,120 5.561 Keila 25,00 25,00 25,00 0,242 6.050 Smáufsi 17,00 17,00 17,00 0,042 714 Skata 40,00 40,00 40,00 0,040 1.600 Steinbítur 70,00 70,00 70,00 0,086 6.020 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,102 2.040 Langa 44,00 44,00 44,00 0,219 9.636 Hlýri 66,00 66,00 66,00 0,211 13.926 Samtals 59,84 6,030 360.844 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 80,00 59,00 64,94 1,291 83.835 Karfi 30,00 30,00 30,00 0,007 210 Ufsi 39,00 15,00 32,19 0,275 8.853 Steinbítur 48,00 48,00 48,00 0,019 912 Langa 40,00 40,00 40,00 0,235 9.400 Samtals 56,49 1,827 103.210 í dag verður selt úr Sveini Jónssyni, 80 tonn af karfa og 15 tonn af ufsa. Vel veiðist í Stóra- lóni við Straumfjörð Borgarnesi. NÝVERIÐ var byrjað að selja veiðileyfi í vatnið Stóralón við bæinn Sfraumfjörð sem er í Álftaneshreppi á Mýrum. Stóralón var áður vogur þar sem gætti sjávarfalla. Vogurinn var síðan stíflaður og seiði sett í lónið. Þeim hefúr aldrei verið gefið fóður en samt er sigl- ungurinn þar spikfeitur. Morgunblaðið/Theódór Kr. Þófðarson. Fyrir þessum tilraunum hafa staðið hjónin. Steinar Ingimundar- son og Sigrún Guðbjarnadóttir sem er frá Straumfirði. Sagði Steinar að þessi hugmynd væri nokkuð gömul en það væru ekki nema þtjú ár síðan að framkvæmdir hófust. Nú væru komin yfir sjö þúsund seiði í vatnið og hefðu þau dafnað mjög vel. Kvaðst Steinar aldfei hafa gefið þeim fóður því nóg væri af æti í vatninu. Mest væri af 1 til 2 punda urriða en nokkuð af 4 til 5 punda bleikju. í sumar stæði til að bæta enn við bleikju í vatnið. Við þessar tilraunir kvaðst Steinar hafa notið aðstoðar Sigurðar M. Einarssonar fiskifræðings. Fyrstu helgina sem seld voru veiðileyfi í Stóralón veiddist mjög vel, mest af urriða en eitthvað af bleikju. Veitt er á flugu í Stóralóni og tekur silungurinn hana grimmt sérstaklega þær svörtu. Fyrir 1.500 krónur má veiða 5 fiska og síðan þarf að borga 200 krónur fyrir hvern fisk umfram það en annars er enginn kvóti. Sagði Steinar veiði- bóndi frá mönnum sem veiddu alls 60 fiska yfir daginn, því „þeir gátu bara ekki hætt“. Segja má að þarna sé tilvalinn veiðistaður fyrir alla Hjónin Steinar Ingimundarson og Sigrún Guðbjarnadóttir. Veiðimenn við Stóralón. fjölskylduna. Vatnið er um 30 km vestur frá Borgarnesi, hægt er að aka alveg að vatninu og auðvelt er að fara með því. Vatnið er um 1 km að lengd og breiðast um 200 metrar, víðast er aðgrunnt en mesta dýpi er rúmir 2 metrar. Mjög fall- egt er í kringum vatnið og óvenju fjölskrúðugt fuglalíf. Þá er Straum- , fjörður sögufrægur staður og forn verslunarstaður og þar er góð höfn frá náttúrunnar hendi. - TKÞ. Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Ungt fólk og útisamkomur Nú skömmu fyrir verslunarmannahelgina telur lögreglan ástæðu til þess að vekja athygli unglinga, sem og foreldra þeirra, á nokkrum atriðum sem geta skipt máli og varða þátttöku fólks í útisamkomum. Það er flestum kunnugt að útisamkomur eru mest sóttar af ungu fólki. Á slíkum samkomum hafa áfengi og jafnvel önnur vímuefni verið höfð um hönd og koma jafnan upp mörg mál, svo sem líkamsmeiðingar, neysla fíkniefna, meiðsli, slys, nauðg- anir o.fl. Ekki er verið að letja fólk þátttöku í útisamkomum en full ástæða er til að hvetja unglinga og foreldra þeirra til þess að skoða hug sinn vel með tilliti til væntanlegrar þátttöku. Starfshópur um útisamkomur, sem dómsmálaráðherra skip- aði, hefur gefið frá sér álit og gildir það sem viðmiðunarreglur varðandi leyfi fyrir útisamkomum. í því segir meðal annars að meðferð og neysla áfengis sé stranglega bönnuð á mótssvæð- um; ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur að samkomum nema í fylgd með forráðamönnum; í auglýsinga- herferð mótshaldara komi skýrt fram að áfengisbann sé a' móts- svæðinu og leit að áfengi fari fram og að jafnan sé þess gætt að ránnsóknarlögregla og/eða fíkniefnalögregla séu til staðar til að fyrirbyggja brot og rannsaka mál eftir því sem þau koma upp. Þeim sem ætla að taka þátt í útiskemmtunum er óskað góðr- ar skemmtunar. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BENEDIKTS GUÐNA ÓSKARSSONAR frá Eskifirði, Hraunbæ 110. Sigríður Hauksdóttir, Haukur Pétur Benediktsson, Hrefna Björk Karlsdóttir, Benedikt Benediktsson, Jónína Þ. Gunnarsdóttir, Hólmfrfður K. Benediktsdóttir, Þórir Örn Ólafsson, Egill Valberg Benediktsson, Inga Jóna Traustadóttir og barnabörn. „Fegurð Karinellífsins“ er komin út. Bókumfegurð Karmellífs- ins komin út KARMELSYSTUR í Hafnarfirði héldu upp á 50 ára afmæli klaust- ursins 31. maí sl. Af því tileíúi hafa þær gefið út bækling, „Feg- urð Karmellífsins", um regluna, líf systranna og klaustrið á íslandi. Bæklingurinn er 87 blaðsíður með 20 myndum og teikningum, prentað- ur í prentsmiðju kaþólsku kirkjunnar í Stykkishólmi og höfunduririn er Karmelnunna. Mestan hluta hans þýddu Katrín Inga Jósefsdóttir og Erna S. Egilsdóttir úr pólsku. Torfi Ólafsson bjó undir prentun. Bæklingurinn segir frá því að Guð velji fólk til að vinna fyrir ríki sitt, veiti því köllun. Tilbeiðslunni í Kar- melklaustrsinu er lýst, anda yfirbót- ar, iífi í fátækt, gleði sem fylgir kiausturlífi, uppbyggingu andlegs þroska, dýrkun Maríu Guðsmóður og Jósefs, stiklað er á stóru í sögu regl- unnar, greint frá inngönguskilyrðum og loks er brot úr sögu Karmelregl- unnar á Islandi. Karmelsystur í Hafnarfirði hafa bækling þennan til sölu, en einnig má fá hann hjá bókaþjónustu kajv ólsku kirkjunnar, pósthólf 747, 121 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.