Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990 t/Hve stór eru örygjis/TÓlfín hjd ytrkur p " * Ast er... . . . að færa honum gullfiska- búr. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights rasarvad © 1990 Los Angeles Times Syndicate Er sporhundurinn týndur? HÖGNI HREKKVÍSI „LOfCS/NS HLOS^AR HANN Á AMG*. ■ . Gulbrúnt mistur yfir Reykjavík Til Velvakanda. Hvað er þetta gulbrúna mistur sem stundum takmarkar skyggni yfir Reykjavík? Þetta gulbrúna mistur veldur óþægindum í augum og öndunarfærum og skemmdum á gróðri. Þetta mistur sést vel ef horft er í áttina að Reykjavík. Þess- ari mengun var fyrst lýst í Los Angeles, USA fyrir 25 árum. Nú sést þetta gula mistur nokkuð oft yfir Reykjavík. Þetta er vegna framleiðslu á HC og NOx og sést þegar sólin skín í gegnum þessar lofttegundir. Þetta er „Photo- chemical smog“. Afleiðing mengun- ar af völdum útblásturs frá bifreið- um. Hvað er til ráða? Reynsla Bandaríkjamanna hefur sýnt að Catalytic Converters (hvarf- ar) er ekki lausnin. Tækið'er allt of dýrt vegna notkunar á dýrum málmum í smíði þess m.a. „platin- um“ og „rhodium“. Stuttur ending- artími sem jafnvel getur orðið enn styttri á norðlægum slóðum. Hugs- anlega styttist endingartími hvarfa enn frekar þar sem um er að ræða saltnotkun á vegum. Getum við komið í veg fyrir gul- brúna mistrið og þá sjúkdóma sem eru bein eða óbein afleiðing þess? Getur verið að mun ódýrari og hag- kvæmari lausn sé til í herferðinni gegn'mengun frá útblæstri bifreiða? Höfundi greinar er kunnugt um að í Bretlandi og USA, og nýlega hér á Islandi, er á markaðnum tæki sem gefið er upp að skaðleg efni í útblæstri minnki um allt að 50%. Catalytic Converters (hvarfar) eru sagðir minnka mengun jafn mikið, en þetta tæki er mun ódýrara og endist yfir 240.000 km. Ennfremur sparast eldsneyti um allt að 7%. Hvarfar auka hins vegar nær alltaf eldsneytiseyðslu. Hægt er að nota nýja tækið ásamt hvarfa og næst þá nær algjör sigur á menguninni. Davíð í»essir hringdu . . . Páfagaukur í óskilum Blár karlpáfagaukur fannst fyrir utan Seðlabankann 19. júlí. Fuglinn getur flautað lítið lag. Eigandi get- ur hringt t síma 699537. Hvar fæst Deli Express? Kona hringdi: „Fyrir nokkru var hægt að kaupa örbylgjupopp sem heitir Deli Ex- press en nú fæ ég þetta tiltekna popp hvergi. Á heimili mínu er það fastur liður að borða popp og mikil óánægja yfír að þetta popp fáist ekki lengur. Er ekki einhver sem gæti sagt mér hvar hægt væri að fá þetta popp?“ Kettlingar Tveir kettlingar fást gefins. Upp- lýsingar í síma 685693. ■ Þakklæti fyr- ir mjög góða þjónustu Til Velvakanda. Mig langar til að koma á fram- færi þakklætj til Úlfars Þórðarson- ar læknis. Ég var búinn að fara til margra lækna sem athuguðu í mér augun en enginn þeirra gat gert neitt fyrir mig. Þá hringdi sonur minn í Úlfar sem bauð mér að koma eins og skot. Úlfar lét mig hafa lyf og skánaði mér eins og skot í augun- um. Innilegar þakkir fyrir góða þjónustu. Karl Sveinsson. Víkveiji skrifar Ibandaríska vikurtitinu Time mátti lesa eftirfarandi klausu í síðustu viku: „Hinn fámenni en harðskeytti hópur traustra lesenda sem fylgist með venjum Time varðandi upp- hafsstafi, gi-einarmerki og aðrar ritreglur hefur vaflaust áhuga á að vita, að frá og með þessari viku verða nokkrar breytingar. Fram til þessa höfum við ritað með bókstöf- um tölurnar núll til og með tólf; hér eftir munum við nota tölustafi fyrir 10, 11 og 12. Við vorum vön að hafa stóran staf í orðinu Govern- ment [ríkisstjórn] þegar vísað var til bandarískra stjórnvalda: hér eft- ir munum við aðeins nota stóran staf þegar orðið er notað með orð- inu Federal [airíkis-]. Orðið kidnapping [mannrán] verður skrif- að með tveimur p. Þessar breyting- ar ei-u ekki eins léttvægar og þær kunna að virðast. Þær endurspegla stöðugan áhuga okkar á lifandi tungumáli og ósk okkar um að halda Time í takt við almenna bandaríska málnotkun." Víkveiji tekur undir með rit- stjórn Time að ákvarðanir sem þessar og breytingar á rit- hætti í grónum blöðum og tímarit- um eru alls ekki léttvægar. Fyrir þá sem vinna við tunguna í dagleg- um störfum skiptir ákaflega miklu, að reglur sem þessar séu skýrar og afdráttarlausar. Því miður er ekki hefð fyrir þeim á íslenskum blöðum. Virðist Víkveija sem þró- unin hér hafi verið í þá átt undan- farið, að menn telji bæði notkun greinarmerkja og á stórum staf, svo að dæmi séu tekin, háð eigin tilfinn- ingu en ekki neinum reglum. Undr- ar hann oft, þegar hann les að- sendan texta, hvar höfundar telja eðlilegt að nota stóran staf. Virðast sumir álíta það eitthvert virðingar- merki, ef orð er ritað með stórum staf, þótt hann eigi þar alls ekki heima samkvæmt almennum mæli- kvarða. Það eykur virðingarleysi við notkun tungunnar að láta það ráð- ast af tilfinningu, hvernig nota skuli greinarmerki. Á sínum tíma leitaðist Víkveiji við að tileinka sér hinar flóknu en rökréttu reglur, sem um þetta giltu. Nú hefur hann skot- ist undan þeim aga í samræmi við tíðarandann og kynni sín af viðhorf- um þeirra, sem voru á eftir honum í skóla. X x X Víkveiji leyfir sér að vekja máls á einu atriði er þetta varðar. Ef ætlunin er að skammstafa heiti íslenska gjaldmiðilsins, hvaða stafi á þá að nota? Á að rita ísl. kr., IKR, ÍKR, ISK eða ÍSK! Samkvæmt al- þjóðlegu kerfi sem Seðlabankinn notar um styttingu á heitum gjald- miðla er skammstöfunin ISK. Þetta kerfi er ekki enn notað í gengistöfl- um dagblaðanna; samkvæmt kerf- inu heitir bandarískur dollar USD o.s.frv. Niðurstaða blaðamanna Morgunblaðsins sem um þetta hafa rætt er sú, að skynsamlegt sé að nota skammstöfunina ÍSK, það er íslenska hina alþjóðlegu. Nú á eftir að koma í ljós, hvort hún ávinnur sér sess hér í blaðinu. í bréfi frá Time um áskriftartil- boð er notuð skammstöfunin IKR. Hvaðan skyldi hún koma? Er þar um samræmdan T/me-rithátt að ræða?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.